Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 17 I>V Helgarblað Forvarnarsamtökin PATH - European Youth Without Drugs (evrópsk ungmenni án eiturlyfja) voru stoþiuð við hátíðlega athöfn í veit- ingastaðnum Astró ígær- dag. Samtökin PATH er ís- lensk hugmynd sem unnið hefur verið að sleitulaust sl. þrjú ár. Hugmyndin er runnin undan rifjum Jó- hannesar Kristjánssonar og Víkings Viðarssonar og er í anda Jafningjafræðslunnar sem getið hefur sér góðan orðstír hér á landi. For- svarsmenn PATH ætla að nota samtökin til þess að sýna fram á að meirihluti evrópskra ungmenna er að gera góða hluti og að hægt sé að skemmta sér vel án eiturlyfja. Blaðamaður DV, Ómar R. Valdimarsson, hitti Hildi Sverrisdóttur á kaffihúsi hér í bæ og fékk hana til þess að útskýra hvað PATH vœri og hvað þau hygðust gera. forseta S-Afríku. Þar ræddi hann við hann um hvort hann væri tilbú- inn til þess að taka að sér að vera verndari hreyfingarinnar og myndi hann þá gegna því hlutverki ásamt forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Mandela tók ekki ólík- lega I það, en hefur enn ekki gert upp hug sinn. Ásamt þessum mætu mönnum hefur líka verið haft sam- band við Gro Harlem Brundtland, framkvæmdarstjóra Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO), og lýsti hún yfir eindregnum stuðn- ingi við verkefnið og lofaði það í bak og fyrir. Romano Prodi, forseti Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir velþóknun á samtökunum og ætlar að styrkja við bakið á þeim. „Stuðningsyfirlýsingar frá al- þjóðasamtökum hafa ekki orðið til þess að lagður sé peningur í samtök- in. Það virðist vera sem allir séu mjög hrifnir að PATH, en halda samt að sér höndum þegar þeir eru beðnir um fjárstuðning. Ég dáist að ákveðni Vikings og Jóhannesar sem hafa fengið „nei" frá mörgum aðil- um sl. þrjú ár. Þeir hafa ekki geflst upp og nú hafa samtökin orðið til. Þetta hefði aldrei gerst ef við nytum ekki stuðnings frá sterkum íslensk- um aðilum. íslenska ríkið hefur stutt dyggilega við bakið á okkur, ásamt Reykjavíkurborg, Samskip- um og íslandsbanka." Samtökin eiga bækistöðvar sínar í Hinu húsinu í Aðalstræti 2 og heimasíðu samtakanna má finna á www.path.is. Forvarnarsamtökin PATH stofnuð á Astró í gærdag: Sigra heiminn án eiturlyf ja - íslensk hugmynd að samevrópsku verkefni „Upphaflega hugmyndin var lestarferð frá Aþenu til Reykjavíkur með viðkomu í sem flestum borgum Evrópu. Þannig átti að setja á lagg- irnar net af ungu fólki sem er að gera góða hluti víðs vegar i Evrópu. Þessi hugmynd breyttist síðan örlít- ið og farið var í það að útvega tengiliði hjá öllum Evrópuþjóðun- um. Eftir þriggja ára þrotlausa vinnu hefur það loksins hafist og nú er búið að stofna samtökin. Til þess komu tengiliðirnir okkar frá öúum löndunum og voru viðstaddir stofn- unina á vetingastaðnum Astró í gærdag." Hugmyndir PATH eru ekki að fara með neinu offorsi í það að sigra heiminn. Samtökin hafa þó þegar opnað skrifstofur i 32 löndum Evr- ópu og opnun fleiri skrifstofa er í bí- gerð. Notast við gagnabanka „Samtökin munu vera með gagnabanka sem aðilar að samtök- unum geta síðan gengið inn í og nýtt sér þær hugmyndir sem hafa gefið góða raun annars staðar í Evr- ópu. Sökum þess hve Evrópa er gríðarlega stór og hversu margir ólíkir menningarheímar þrífast inn- an hennar gildir ekki það sama fyr- ir alla. Það eitt að skilgreina orðið eiturlyf er töluvert erfitt. Ungt fólk sem býr í Hollandi skilgreinir eitur- lyf með öðrum hætti en fólk á svip- uðu reki á íslandi. Þótt að þessi margbreytileiki flæki málin vissu- lega kemur þetta lika til með að auka skilning okkar á mismunandi menningarheimum sem getur síðan hjálpað okkur á öðrum sviðum. Þetta kom glögglega fram þegar við héldum vinnufund i Sarajevo. Þar voru komnir fulltrúar frá fyrrum stríðandi fylkingum og náðu þeir að yfirstíga vandamál fortíðarinnar og vinna saman að sameiginlegu vandamáli. Þrátt fyrir að þetta hljómi sem lítill sigur eru það smá- sigrarnir sem skipta svo miklu máli." Mandela sem verndara Samtökin hafa fengið stuðning frá hinum ýmsu fyrirmennum heimsins. Nýverið fór Jóhannes til fundar við Nelson Mandela fyrrum 1 i t,"X~1 t*1 i ¦¦ • 1 ifli il*l i \ í 1 fci/ Ww \ S s Æ - ' • - ¦Sy <9 Cinde^ella IQAI B-YOUNG jjK ' -v v^C. CtlŒ' ^^^^Bflh^l '** Be'. ^. MESSAGE Laugavcgi IW • Sími ">(>2 3244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.