Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Framkvæmdastjóri Vegas ánægöur með bann við fleiri súlustöðum: Kvóti á nekt í ænum - talið að markaðsverð nektarstaða stórhækki Búist er við að mark- aðsverð á nektardans- stöðum í miðborg Reykjavíkur rjúki upp úr öllu valdi i kjölfar ákvörðunar borgarráðs á fimmtudaginn. Ákveðið var að útdeila ekki fleiri leyfum til að opna nekt- ardansstaði á miðborgar- svæðinu, heldur beina þeim á athafnasvæði utan borgarmiðjunnar, svo sem á Grensásveg, þar sem löng hefð er fyr- ir slíkum rekstri á því svæði. Segja má að með þessari ákvörðun hafi bofgarráð búið til kvóta- kerfi handa nektardans- stöðum. í viðtali við DV í gær sagði Helgi Hjörvar borgarstjórnar, að irnir Nektarstaðir jykjavík 1 Club Clinton, Fischorsundi 2 Oðal, Ausbirstræti 3 Maxim's, Hafnarstræti 4 Club 7, Hverfisgötu 5 Vegas,Laugavegi ásamt Þórskaffi í Brautarholti og Bóhem á Grensásvegi Nektarkvótl Vegasmenn eru hæstánægöir meö borgarráð. forseti nektardansstað- hefðu óneitanlega sett svip á borgina og hún fengið óæskilega um- fjöllun". Þetta leiddi til áðurnemdrar ákvörðunar hjá borgarráði. Þór Ostensen, framkvæmdastjóri Vegas, er ánægður með ákvörðun borgarráðs. „Þessi ákvörðun borgarráðs gleð- ur mig. Það hefur lengi legið fyrir að ekki eigi að bæta við nektar- dansstöðum í borginni og hafa tveir eða þrír aðilar þegar fengið afsvar. Ég hef þó ekki hugsað mikið út í það hvort staðurinn hafi rokið upp í verði. Hins vegar er ég mjög hlynntur aðhaldi frá yfir- völdum og hvet til þess að fylgst sé með stöðum í þessari starfsgrein." Menn úr viðskiptalífinu hafa bent á að þarna hafi myndast kvótakerfi og nú muni þeir staðir sem fyrir eru ganga kaupum og söl- um fyrir háar fjárhæðir. „Þessir staðir munu nú ganga á mUli manna fyrir háar upphæðir. Ef eigendun- um verður bannað að selja staðina er lítið mál að breyta fyrir- tækinu í hlutafélag og selja síðan hlutabréfin fram og til baka - það getur enginn komið í veg fyrir það," sagði kona úr viðskiptalífinu sem viU ekki láta nafns síns getið. -ÓRV Eldur í skóla Eldur kom upp í Seljaskóla um kvöldmatarleytið í gær. Eldur hafði hlaupið í þakklæðningu þar sem iðnaðarmenn höfðu verið að vinna með gastæki. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna fór á staðinn og eftir snarpa baráttu við eldinn á þakinu tókst því að koma í veg fyrir frekara tjón en þegar var orðið. -EIR Leigubílstjóri ætlaði að kaupa þrjá rjómaísa: Sjoppueigandinn hirti debetkortið - því ísarnir kostuðu minna en 500 krónur Runólfur Runólfsson leigubíl- stjóri missti debetkortið sitt í hend- ^rar Pantið i tima 20 da^ar í Þjóðhátíð FWGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 ( KLÁMKVÓTAKÓNGAR1 Vettvangur átakanna um rjómaísinn Kaupmaðurinn í Dals-Nesti tekur ekki kort fyrir Jágar og óhagkvæmar upphæðir". urnar á hafnfirskum sjoppueiganda þegar hann ætlaði að kaupa þrjá rjómaísa handa sér, syni sínum og kunningja í gær. „Ég bað um þrjá ísa og afgreiðslu- stúlkan tók því vel. Þegar ég svo ætlaði að greiöa fyrir með kortinu mínu sagði hún að ég yrði að kaupa fyrir minnst 500 krónur. Þar sem ís- arnir kostuðu aðeins 480 krónur vildi hún að ég keypti bland í poka fyrir 20 krónur. Því neitaði ég og þá kom sjoppueigandinn og hrifsaði til sín kortið mitt," sagði Runólfur sem sat eftir með sárt ennið og ís- og kortlaus. Eftir þref við sjoppulúg- una var lögreglan tilkvödd en henni tókst ekki að hafa debetkort Runólfs af Sigurði Lárussyni sjoppueiganda í Dals-Nesti sem segist aug- lýsa það vel innan dyra sem utan að hann taki ekki við kortagreiðslum fyrir lægri upphæð en 500 krónur. Rim- ólfur ók þvi með son sinn og kunningja á lögreglustöðina i Hafnarfirði þar sem hann kærði Sigurð sjoppueiganda fyrir stuld á korti sínu. „Ég er ekki enn búinn að fá kort- ið mitt," sagði Runólfur leigubíl- srjóri seint í gærkvöldi og Sigurður Lárusson sjoppueigandi hafði þetta um málið að segja: „Menn eru að misnota kortin á lágar og óhagkvæmar upphæðir og gegn því hef ég barist lengi. Þetta mál fer lengra, alla leið til rikissak- sóknara ef þörf krefur," sagði Sig- urður í Dals-Nesti. -EIR [ DV-MYND DVÓ Stoke á Skaganum Enska 2. deildarliðið Stoke City undir stjórn Guðjóns Þóröarsonar, frægasta Akurnes- ingsins til þessa, hefur veriö á Akranesi síðan á fimmtudag. í gærkvöld keppti liðið við Skagamenn þar semjafntefli varð. Á myndinni eru fré vinsti: Graham Kavanagh, markahæsti leikmaður Stoke, Guðjón Þóröarson knattspymustjóri og Tony Dorigo, nýjasti leikmaður Stoke; hann kom frá Derby fyrir ekki neitt. LAUGARDAGUR 15. JULI 2000 DV-MYND E.ÓL I sólsklnsskapl Hann sveiflaði sér á umferðarskiltinu í sólskininu í Reykjavík ígær meðan borgarbúar léku við hvern sinn fingur í sumarblíðunni. Eldur í Ásbirni RE 50 í Slippnum: Neisti kveikti í togara Neisti úr logsuðu- tæki iðnaðarmanna kveikti í innréttingu í vistarverum áhafn- ar um borð í togar- anum Ásbirni RE 50 í Slippnum í Reykja- vík síðdegis í gær. Varð úr mikill eldur sem eyðilagði minnst eina káetu auk þess sem miklar reykskemmdir urðu í framhluta skipsins. „Við sendum fjóra reykkafara inn í skipið til móts við Barist við eld Slökkviliðsmenn voru í þrjá tíma að ráða niöurlögum elds- ins í togaranum. eldinn og alls tók það okkur þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum hans," sagði varð- stjóri hjá slökkvilið- inu í Reykjavík í gær. Það auðveldaði okkur verkið að skipið var á landi en ekki á sjó." Ásbjörn RE 50 er isfisktogari i eigu Granda hf. og þekkt- ur sem mikið afla- skip, sérstaklega á karfamiðum. -EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.