Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 49 ,* I>V Helgarblað Lengd brautar: 4.319 km / Fjöldi hringja: 71 hringur Al-ring - austurríski kappaksturinn Mitt á milli Þýskalands og ítalíu er tilvalið að leiða saman stálin stinn í Formúlu 1 þar sem Ferrari og Mercedes berjast um hvert stigið í heimsmeistara- keppninni. Framan af ári virtist sem Ferrari ætlaði að rúlla yfir alla keppinauta sína en eftir bil- anir hjá ítalska liðinu í Mónakó og Frakklandi hafa McLaren- menn getað unnið á forskot þeirra og munar nú ekki nema 6 stigum á milli liðanna á stiga- listanum. Al-ring hefur fram að þessu boðið upp á spennandi keppni þau þrjú skipti sem aust- urríski kappaksturinn hefur verið háður á þessari rúmlega 4 km löngu braut. Það verða þvi margir Þjóðverjar og ítalir sem leggja leið sína upp í Alpana um helgina til að styðja sína menn, hvort sem þeir eru rauðir eða gráir. Byggð á gömlum grunni Al-ring eru leifar af forvera sínum Osterrichring sem var byggð af austurrískum yfirvöld- um árið 1969 og var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1970. Hún varð strax mjög vinsæl því hún bauð upp á óvænt úrslit þar sem veðráttan getur verið breytileg í fijalllendinu og miklir skúrir geta komið án nokkurs fyrir- vara. En hún þótti hættuleg og árið 1987 var síðast keppt á gömlu brautinni áður en FIA bannaði hana af öryggisástæð- um. Nýja brautin var byggð af grunni þeirrar gömlu en hún er talsvert styttri en hefur svipuð einkenni. Langir beinir kaflar með kröppum beygjum og nokkrum erfiðum bremsuköfi- um. Lega brautarinnar ræðst af landslaginu sem eru austur- rísku Alparnir og er því mikiU hæðarmismunur á milli hæstu og lægstu punkta brautarinnar. McLaren sterkir á Al- ring Fyrst var keppt á nýrri Al- ring árið 1997 og bauð fyrsta keppnin strax upp á mikla spennu likt og forveri Al-ring hafði gert og óvænt leiddi stað- gengill Olivers Panis, Jarno Trulli á Prost, hálfa keppnina áður en Mugen Honda-vélin brást. Jacques Villeneuve sem ók þá með Williams og tók þýð- ingarmikinn sigur i baráttu sinni við Michael Schumacher sem þá leiddi stigakeppnina. Undanfarin tvö ár hafa Mc- Laren-bílarnir verið sterkir í Ölpunum og unnu þeir tvöfald- an sigur árið 1998 og aðeins mistök David Coulthards rændu Hákkinen sigri þar á síðasta ári. Þá byrjaði Hakkinen á ráspól en í annarri beygju keppninnar fór Coult- hard utan í félaga sinn með þeim afleiðingum að Hakkinen varð skyndilega síðastur. Eftir þetta ók Hakkinen einn sinn besta kappakstur og kláraði þriðji á eftir Coulfhard og Ir- vine sem þá tók sinn fyrsta sig- ur eftir að Schumacher ók á vegginn i Englandi. -ÓSG COMPAGL yfirburdir Tæknival Staðan eftir 9 keppnir - Ferrari og McLaren sterkari en í fyrra Nú, þegar keppnistímabilið í Formúlu 1 er rétt rúmlega hálfn- að, níu keppnir afstaðnar og átta keppnir eftir, er ekki úr vegi að skoða stöðuna og meta árangur liðanna í samanburði við stiga- töfluna eins og hún leit út eftir 9 keppnir á síðasta ári. Það verður þó aö attiuga að fram fara 17 keppnir í ár á móti 16 í fyrra. McLaren bllar mlnna Árið 2000 er það þriðja í röðinni síðan reglum um hjólbarða og breidd keppnisbílanna var breytt og áttu flestir sérfræðingar von á því að bilið milli þeirra bestu og næstbestu myndi minnka og Ferr- ari og McLaren fengu meiri keppni frá Jordan og Williams. Annað hefur komið á daginn. Ef eitthvað er þá hefur staða stóru liðanna styrkst frá síðasta ári og hafa þau tekið til samans mun fleirri stig en á síðast ári eða sam- tals 170 á móti „aðeins" 146 á sama tíma í fyrra. Þar munar mest um langt um meiri áreiðan- leik McLaren-bílanna í ár en á því síðasta. í þrígang hafa þeir tapað -stigum vegna bilana á móti sjö skiptum á því síðasta. Vandamál liðsins var há bilanatíðni og því var eitt af stærstu markmiðum McLaren fyrir þetta ár að lækka tíðni þeirra sem virðist hafa tek- ist með glæsibrag. Ferrari hefur aftur á móti í fjögur skipti orðið af stigasæti eftir bilanir í bílum þeirra sem er mikil breyting frá síðasta ári. Jordan og Jagúar von- brigöl Vonbrigði ársins fram að þessu eru J-in tvö. Jagúar og Jordan. Frá því að vera í stöðugri baráttu um verðlaunasæti eru aðeins 11 stig komin í hús hjá Jordan á móti 34 á því síðasta. Heinz H. Frentzen bar liðið uppi og hafði áður en tímabilið var hálfnað tek- ið annan af þeim tveim sigrum sem liðinu áskotnaðist á síðasta tímabili. Nú hefur Frentzen að- eins komist í eitt skipti í stig. Eft- ir athyglisverðan árangur Stewart á síðasta ári keypti Ford bílarisinn upp liðið og málaði það grænt og skírði Jagúar. Það virð- ist ekki hafa tekist vel því Eddie Irvine og Herbert hafa verið í stöðugum vandræðum með kúpl- ingar bilanna sem hafa svikið þá í ræsingum og gert misgóðan ár- angur í tímatökum að engu. Séu Stewart og Jagúar borin saman milli ára er staðan mjög slæm, 3 stig á móti 9. Keppnln um þribja sætib Benetton og Williams eru á svipuðu róli og 1999, nema nú eru þessi lið að berjast um titilinn „bestir af rest" og hefur Benetton betur þessa stundina. Árangur Williams í upphafi tímabilsins kom verulega á óvart því vegna nýrra véla frá BMW var búist við flugeldasýningum aftan úr Willi- ams-bilunum. Annað hefur komið á daginn og var Ralf Schumacher kominn á verðlaunapall strax í fyrstu keppni ársins. Fisichella hefur átt þrjár heimsóknir á pall- ana það sem af er tímabilinu og fór hæst í annað sætið í Brasilíu. Þessi lið eiga eflaust eftir að berj- ast eins og hundur og köttur um þriðja sætið á stigalista keppn- isliðanna en á síðasta ári var það Williams sem hafði betur á enda- sprettinum. Akkilesarhæll Benetton er Alexander Wurz, sem stendur sig afar illa, en ítalinn knái Fisichella bætir það upp. Villeneuve og BAR Eftir þá mestu niðurlægingu sem nokkurt lið getur þurft að þola, að vera stigalaust yfir heila keppnistíð, kom BAR inn í árið 2000 með glæsibrag og Villeneuve og Zonta tóku fyrstu stig liðsins í fyrstu keppni ársins. Eftir glæsi- lega byrjun hefur verið erfitt að fylgja því eftir. Bilanir og loft- fræðilega lélegur keppnisbíll hafa verið dragbítur á úrslit Villeneuve sérstaklega, sem hefur náð góðum árangri í tímatökum og átt snarpar ræsingar. En ef hraðann vantar er erfitt að halda í við þá stóru - Villeneuve hefur dregist aftur úr. Síðasta keppni var ein sú besta hjá Villeneuve til þessa og hann end- aði í fjórða sæti og jafnaði besta árangur liðsins til þessa. Einokun stóru libanna Af restinni er það aðeins Ar- rows sem hefur verið að gera bet- ur en á síðasta ári. Þeir eru nú með Supertecvélar og mjög renni- legan bíl. Helst hafa hjólastangir verið að angra þá. En þegar öllu er á botninn hvolft er það bættur árangur McLaren og Ferrari sem gerir það erfiðara fyrir liðin sem á eftir koma að krækja sér í stig. Ef báðir ökumenn beggja þessara liða klára í 1.-4. sæti eru aðeins tvö stigasæti eftir fyrir 9 keppn- islið - samtals 3 stig. Það er ekki mikið til skiptanna fyrir alla þá 18 ökumenn sem ekki eru svo lánsamir að aka fyrir þessi stóru og yfirburðakeppnislið sem McL- aren og Ferrari eru. -ÓSG Staða ökumanna eftir 9 umferðir Slgurvegara fyrrtu níu keppnlr ári6 2000: 2000 Michael Schumacher Jil}0Jl}jljJt}- M99 David Coulthard ;-é Mika Hákkinen: 5lgurvegararfyr»tuníukeppnljáriol999: Michael SchumahcerJ^í|ft Mlka Hakkinen ->% '&% Eddie Irvine '-»£ - David Coulthard Heinz Harald Fre '^-tt------~~Wf~M~~ JlliL *ss? MMUMBB HHÉttlM RodBoll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.