Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V Búðahnupl getur varðað allt að sex ára fangelsi: Labbaði út með sex stolin lambalæri - matvöruverslanir kæra þjófnað undantekningarlaust til lögreglu Ákveðinn hluti íslendinga reynir að drýgja tekjurnar með því að stinga vörum ofan í töskur eða vasa í mat- vöruverslunum og ganga síðan út án þess að borga. En búðahnupl er glæp- ur sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Búðahnupl fellur undir þjófhað, sem er hegningarskyldur samkvæmt 244. grein hegningarlaga íslands. Stefna fiestra verslanaeigenda er að kæra allt búðahnupl. „Við kærum undantekningarlaust til lögreglu þeg- ar fólk er staðið að hnupli," sagði Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs hf., eigandi rúmlega 40 versl- ana Hagkaups, Bónuss og Nýkaups. Þá mætir lögreglan í verslunina og fer annaðhvort með þjófinn á lögreglu- stöðina eða skilar honum heim í for- eldrahús ef þjófurinn er ungur að aldri. Ekki hefur verið tekið saman hvað lögreglan í Reykjavík kemur að mörgum búðahnuplsmálum í hverjum mánuði, en Hjalti Pálmason, lögfræð- ingur hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík, sagði að þau nema einhverjum tugum. Fangelsisvlst allt að 6 árum Mest er um hnupl úr stærri mat- vöruverslunum. Hjalti sagði að ef brotið er mjög smávægilegt og fyrsta brot viðkomandi, þá fær viðkomandi alla jafna tækifæri og ekkert frekar er gert í málinu. En ef um endurtekið brot er að ræða eða þjófnað á verð- mætari hlutum, þá fær viðkomandi sekt og þarf að mæta fyrir héraðsdóm og fær jafnvel fangelsisdóm. Sektirnar sem fólk fær fyrir búðahnupl eru alla Innlent fréttaljós Sigrún María Kristínsdóttir blaöamaöur jafna á bilinu 15.000 til 40.000 krónur. Fangelsisdómur fyrir búðahnupl er aldrei minni en 30 dagar og getur varðað allt að sex árum. „Þetta gerist of oft og það eru ekki margir dagar sem líða án þess að ein- hver sé tekinn. Aðalvandamálið er að þetta leiðir til þess að hinn heiðarlegi borgari þarf að borga hærra verð fyr- ir vikið," sagði Tryggvi. Engar tölur eru til um hversu miklu verslanirnar tapa á búðahnupli á íslandi, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að búðarþjófhaður geti numið einu prósenti af heildarverðmæti verslananna. Hvort talan sé það há á íslandi er óvíst. Fulloröiö fólk veldur mesta skaöanum Þótt mest sé um að unglingar séu staðnir að verki við að stinga inn á sig vörum, eru þeir ekki einir um þennan vafasama heiður. Fólk á öllum aldri og af báðum kynjum stundar búða- þjófhað og virðist sem þjóðfélagsstaða hafi lítið sem ekkert að segja þegar að þessum málum kemur. Einnig virðist sem fjárhagsástand þjóðfélagsins hafi engin áhrif á búðahnupl, fólk stundar þennan þjófnað hvernig sem árar. „Unglingarnir valda minnsta skað- anum. Þeir sem valda okkur mestu DV-MYND PJETUR Er einhver a& horfa á mig? Búöahnupl er refsiveröur glæpur sem getur varöaö allt aö sex ára fangelsi. Engar tölur eru til yfir hversu miklu ís- lenskar verslanir tapa I vasa búöaþjófa, en bandariskar rannsóknir sýna aö tapið geti numiö allt aö einu prósenti heildarverömæta verslunarinnar. Myndin er sviösett. tjóni eru þeir sem eru svona 25 til 50 ára," sagði Guðmundur Gunnarsson, yfirmaður öryggissviðs Baugs hf. Hann bætti því við að hann hafi þó tekið eftir aukningu á þjófnaði vegna fíkniefnaneyslu upp á síökastið. Ákveðinn hópur búðaþjófa virðast stunda hann hversu oft sem þeir eru teknir. Þetta fólk er vel þekkt bæði innan lögreglunnar og meðal öryggis- varða matvöruverslana. „Þetta er fámennur hópur og örygg- isverðir okkar sem fara í búðirnar sjá oft kunnugleg andlit. Það virðist sem sömu einstaklingarnir fari á milli fyr- irtækja," sagði Tryggvi. Labba út meö körfur Menn eru misjafnlega bíræfnir í búðahnuplinu. Sumir fylla körfuna og ganga út með hana, á meðan aðrir eru að stinga oststykkjum í vasann. Al- gengara er að fólk stingi hlutum í vasa eða tösku. „Við höfum verið að sjá tilvik upp á 100.000 krónur í einu. Sá kom með bakpoka og tók yflr 60 geisladiska í pokann," sagði Guðmundur. Vinsælustu vörur búðaþjófa eru dýrari vörur sem fólk langar i en tel- ur sig ekki geta greitt fyrir, svo sem snyrtivórur, kjötmeti og vítamín. Til eru dæmi um að fólk hafi verið tekið með sex stolin lambalæri í töskunni. Unglingar stela yfirleitt verðlitlum vörum, svo sem geisladiskum, sæl- gæti, snyrtivörum og tímaritum, en eldra fólk sem er að nálgast eftir- launaaldurinn stingur á sig oststykkj- um, smjöri og vítamínum. Fíkniefna- neytendur stela gjarnan því sem er auðvelt að koma í verð. Matvóruversl- anir með fatadeildum finna stundum óhreinar nærbuxur í mátunarklefun- um, þar sem fólk hefur skipt um og farið í nýjum nærbuxum út. Hert örygglsvarsla Flestar verslanir stöðva meinta búðaþjófa ekki nema því aðeins að starfsfólk sé visst um að viðkomandi hafl stolið. Þótt stóru matvöruverslan- irnar taki ekki búðaþjófa á hverjum degi telja sumir að líklegt sé að þjófn- aður sé stundaður á hverjum degi. Verslanirnar bregðast við þessari vá með hertri öryggisgæslu og myndavél- um. Til dæmis eru öryggismyndavél- ar í öllum Kaupásbúðunum, rúmlega 40 að tölu. Margar matvöruverslanir eru með öryggishlið sem gefa merki ef gengið er út með ógreiddar vörur. Fjöldamargir þjófar eru teknir vegna þess að annaðhvort sjá starfsmenn þá taka hluti ófrjálsri hendi eða að heið- arlegir viðskiptavinir sjá til þeirra og segja starfsfólki frá. Þjófnaður starfsfólks Minna er um að starfsfólk steli, en það kemur þó fyrir. Margar verslanir taka á því alveg eins og með þjófnað viðskiptavinanna og kæra það til lög- reglu. Málið er þó alvarlegra þegar starfsmaður stelur en þegar viðskipta- vinur er tekinn, þvl þá hefur starfs- maðurinn einnig framið trúnaðarbrot og lítur dómari á þá hlið málsins þeg- ar viökomandi hlýtur dóm. Einnig missir starfsmaður, sem staðinn er að þjófnaði, oftast starfið. Þegar starfsmenn eru staðnir að stuldi eru þeir stundum í samvinnu við annað starfsfólk eða vandamenn sína. Dæmi eru um að sá sem er á kassanum stimplar ekki allar þær vörur sem hinn er að versla inn í kassann. Verslanir fylgjast með starfsfólki DV-MYND GVA Hærra vöruverð Tryggvi Jónsson, aðstoöarforstjóri Baugs hf., segir að búðahnupl leiði til þess aö hinn heiðarlegi borgari þarfað borga hærra vöruverö. sínu á mismunandi hátt. Tölvukerfi kassa fiestra matvöruverslana gefur til kynna hvort mismunur sé í kassa, of margar leiðréttingar gerðar eða skúffan oft opnuð án þess að um pen- ingafærslu sé að ræða. Sums staðar tíðkast það að starfsmönnum ber að nota einungis einn inngang og ef fólk tekur að nota lagerdyr er fylgst með því. Stundum stelur starfsfólk án þess að ætla sér það, t. d. ef það gleymir að borga gosdrykk sem það fær sér í kaffitimanum, og taka yfirmenn verslananna mun mildar á því. Er- lendar kannanir benda til þess að í flestum tilvikum þegar starfsfólk gerist óheiðarlegt byrjar þjófnaður- inn á mistökum. Þegar starfsmaður- inn verður var við að enginn tekur eftir mistökunum, þá reynir hann að endurtaka þau. Einnig er það oft sem starfsmaður ætlar sér í raun- inni ekki að stela, heldur fær vörur „lánaðar", en síðan ferst fyrir að greiöa þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.