Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Helgarblað jyw Sviöslios Sænska prinsessan: Ofsótt af brjál- æðingi 36 ára gamalT danskur brjálæð- ingur er heldur betur að gera sætu sænsku prinsessunni Victoríu lífiö leitt. Þegar Victoria hélt upp á 23 ára afmæli sitt í gær var mikill við- búnaður þar sem konungsfjölskyld- an var hrædd um að maðurinn myndi mæta á svæðið eins og í fyrra á 22 ára afmæli prinsessunn- ar. Victoria hefur engan áhuga á manninum sem hefur ofsótt hana síðan 1997. Hann hefur sent henni mörg ástarbréf og reynt að nálgast hana á ýmsan hátt. Maðurinn, sem danska lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af, heldur því fram að þau Victoria séu kærustupar og að hann ætli að giftast prinsessunni um leið og faðir hennar kóngurinn leyfi það. Sjálfur telur hann að það eina sem standi i vegi fyrir því að hann geti orðið að prinsi í Svíþjóð er hans eigið þjóðerni en hann er jú danskur. Samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar í Roskilde er maðurinn sjúklega upptekinn af sænsku konungsfjölskyldunni og lif- ir sig inn i heim þeirra. Ungt fólk gefur út blað um jafnrétti: Ný sýn á jafnréttismál Þessa dagana vinnur hópur sem gengur undir nafninu samasem að útgáfu blaðs um jafnréttismál. Hópurinn er stórhuga og stefnir að því að gefa út veglegt tíma- rit um miðjan september þegar skólar eru víðast hvar komnir á fullt aftur eftir sumarfrí. Blaðamaður DV hafði samband við rit- stjóra blaðsins, Bryndísi Nielsen, og fékk að forvitn- ast um vœntanlegt blað. Að blaðinu starfa auk Bryndís- ar þau Ragnar ísleifur Bragason, Ragnhildur Thor- lacius og Sigurlina Valgerð- ur Ingvarsdóttir. „Tilgangur þessa blaðs er að varpa nýrri sýn á jafnréttismál vegna þess að umræðan um jafnrétt- ismál er orðin nokkuð stöðnuð. Við viljum einfaldlega sýna fólki að það er margt spennandi að gerast i þess- um málaflokki. Við ætlum okkur ekki að binda umfjöllunina við hug- tök á borð við hægri eða vinstri, karlkyn eða kvenkyn. Eiginlega er viðfangsefnið meira jafhrétti í víð- asta skilningi þess hugtaks og jafn- rétti kemur öllum við," segir Bryn- dis þegar blaðamaður DV spurði hana að því hvers vegna hópurinn væri að gera blað um jafnréttismál." Við höfum öll áhuga á jafnréttismál- um og höfum orðið þess vör að fólk hefur mjög neikvæða afstöðu til jafn- réttismála en við teljum að það sé vegna þess að umræðan hefur verið svo einhlít. Við sátum saman eitt- hvert skiptið og vorum að ræða þetta og ákváðum að gera blað sem sýndi jafnréttismál í nýju ljósi. Öll höfum viö töluverða reynslu af fé- lagsmálum og blaðaútgáfu þannig að okkur fannst þetta kjörið tækifæri." Hitt húsiö til hjálpar Hópurinn er með vinnuaðstöðu sina í Hinu húsinu og fær styrk frá ÍTR til þess að vinna blaðið. „Hitt húsið hefur verið mjög hjálplegt ungu fólki sem fær hugmyndir en skortir á einhvern hátt aðstoð til þess að geta fylgt þeim eftir. Það munar mikið um að fá vinnuaðstöðu og ráðgjöf hjá þeim og án styrksins hefði þetta allt orðið miklu erfið- ara." Hvernig verða efnistök blaðs- ins? „Við erum með umfjöllun um hið nýtilkomna feðraorlof, jafnrétti í íþróttum, aðgengi fatlaðra, atvinnu- mál, skólamál og við fáum líka áhugaverða penna til þess að skrifa í blaðið þannig að ég á von á þvi að blaðið verði ekki síður skemmtilegt en fróðlegt. Blaðinu verður dreift á höfuðborgarsvæðinu, bæði í heima- hús og á opinbera staði. Aldurshóp- urinn sem við reynum að höfða til er frá 19-23 ára en þá er fólk að stíga sin fyrstu spor í lífinu sem sjálfstæð- ir einstaklingar og er þá oft fyrst að rekast á það misrétti sem viðgengst í þjóðfélaginu. Það er mjög mikil- vægt að fólk sé sér meðvitandi um samfélagið sem það býr í," segir Bryndís. „Blaðinu verður dreift til allra á fyrrnefndu aldursbili í Reykjavík og svo erum við að vinna í því að fá styrki frá sveitarfélögun- um til þess að geta dreift blaðinu víðar. Upplagið er þess vegna ekki alveg ljóst en við búumst við því að eintökin verði svona 15-20.000." Fylgir svona blaðaútgáfu ekki mikil vinna? „Jú, þetta er mikil vinna og það eru ótal hlutir sem þarf að huga að i svona útgáfustarfsemi," segir Bryndís að lokum. -þor „Blaöinu verður dreift á höfuðborg- arsvæðinu, bæði i heimahús og á opinbera staði. Aldurshópurinn sem við reynum að höfða til er frá 19-23 ára en þá er fólk að stíga sín fyrstu spor í lífinu sem sjálf- stæðir einstaklingar og er þá oft fyrst að rekast á það mlsrétti sem viðgengst í þjóðfélaginu." Heygarðshorniö Hvað skaðar aðra? Hassið er hættulegra en menn halda vegna þess að það er meinlausara en menn halda. Einhver maður fær sér í pípu og vaknar daginn eftir án þess að vart verði við að hann sé þar með orð- inn að þeim froðufellandi eiturlyfja- sjúklingi sem allt kerfið er búið að segja honum að sé næsta mál á dag- skrá. Líf hans heldur áfram í svipuðum dúr og áður - það eina sem hefur gerst er að hann hefur hugsanlega upplifað eitthvað skemmtilegt. En um leið hefur hann brotið lög, stigið út fyrir rammann sem samfélagið setur okkur, hann er kominn í andstöðu við yfir- völd. Hann er hættur að trúa þeim. Og hví skyldi hann ekki reyna kókaín næst úr því að þetta gekk svona ljómandi vel? Það er meðal annars þetta sem gerir hassið svo hættulegt: þar hafa yfirvöld sett niður nokkurs konar hlið og segja við þegnana: stigir þú innfyrir þetta hlið ertu glötuð sál. Og því hafa marg- ir að undanförnu stungið upp á því að þetta hlið verði einfaldlega fært, og sett við þau eiturlyf sem auðveldara er að færa sönnur á að skaði heilsu manna. Allt þetta er umhugsunarefhi. Sjálfur held ég að hassið sé í senn ofmetið og vanmetið: á margt fólk virðist það ekki hafa önnur áhrif en að fjörga næmi fyr- ir ýmsu áreiti - til eru þeir sem fá bara hausverk og loks virðist allstór hópur ánetjast efninu og fara að neyta þess að staðaldri, einmitt vegna þess að það hefur ekki sömu likamlegu eftirköst og áfengisneysla og fólk virðist geta lafað einhvern veginn i samskiptum viö aðra, um hríð að minnsta kosti. Ég veit ekki hvað rannsóknir hafa leitt í ljós um heilsu þessa hóps því að margir taka að nota önnur efni með, en mér segir svo hugur að margt í ófarn- aði margra af minni kynslóð megi kenna of miklum hassreykingum. Ekki einungis virðist efnið gera menn dáð- lausa, lata og lina - sem í sjálfu sér þarf ekki alltaf að vera það versta sem hend- ir menn - heldur virðist efnið líka koma af stað og viðhalda ranghug- myndum sem þróast geta út í geðræn vandamál. Á móti því kemur að marg- ur maðurinn hefur svo sem orðið ær af ofdrykkju - sér- staklega hér á landi þar sem drykkjusýki hefur verið þjóð- arböl um aldir. En það eru lé- leg rök fyrir hassi að brenn- vínið sé slæmt. Óneitanlega virðist það erfiðara á alla lund að stunda langvinn fyll- erí en að nota hass daglega, bæði félagslega og líkamlega - það er bara fyrir mestu hraustmenni að vera fylli- byttur - og því kann hassið þá að vera lúmskara. Ekki síst sökum þess að margir halda að það sé skaðlaust með öllu, úr því aö fyrstu reykingunum fylgdu ekki þær ógnir og skelfingar sem boðaðar höfðu verið. Eins og fyrr segir: allt er þetta um- hugsunarefni. En innlegg ungra Sjálf- stæðismanna og sjálfs æskulýðsleið- toga Flokksins, Hannesar H. Gissurar- sonar, í þessa umræðu að undanförnu hafa heldur orðið til þess að fá mann til að snúast á sveif með hinum íhalds- samari öflum, því að rökin sem þetta fólk notar eru svo fráleit. Ungur heim- dellingur var í einhverjum sjónvarps- þætti að rökstyðja það að leyfa öll eit- urlyf og gerði naumast annað en að tyggja gamla möntru sem ættuð er úr hugsun John Stuart Mills, þess efnis að hver maður eigi að fá að fara sínu fram svo fremi sem hann skaði ekki aðra i „En innlegg ungra Sjálf- stœðismanna og sjálfs œskulýðsleiðtoga Flokks- ins, Hannesar H. Gissur- arsonar, íþessa umrœðu að undanförnu hafa heldur orðið til þess að fá mann til að snúast á sveif með hinum íhalds- samari öflum, því að rök- in sem þetta fólk notar eru svo fráleit." með hátterni sínu. Þetta er að vísu prýðileg regla i siðaðra manna samfé- lagi en hljómar óvenju bjálfalega þegar rætt er um eiturlyf - sem ungi maður- inn vildi reyndar leyfa öll á þessum prinsippforsendum: að sérhver maður hafi heilagan rétt til að skaða sjálfan sig, svo fremi það skaði ekki aðra. Nú er að vísu erfitt að vita hvernig ungir Sjálfstæðismenn hafa hugsað sér að fyrirbærið „skaði" líti út - ætli þeir meti það ekki á vogarskálar auranna eins og annað. Að minnsta kosti er ekki að sjá að þeir telji að undir hug- takið falli líf fjölskyldu, heilsa og ham- ingja aðstandenda þess sem lifir fyrir það eitt að dæla í sig eitri. Ungir Sjálf- stæðismenn virðast ekki hafa búnað i sínum hugsanaforða til að skynja ör- væntingu foreldra og systkina sem I verða fyrir því að missa einn úr fjöl- skyldunni eitthvað út í sortann. Þeir svara því einu til að markaður sé til fyrir eiturlyf og þvi skuli þau leyfð - það er hin mantran sem þeir þylja um öll þau mál sem upp koma í samfélag- inu. Hvorug mantran dugir tO að taka ákvörðun um það hvort létta eigi á banni við hassneyslu. Það eina sem þar dugir er að líta á sjálft efnið, vega og meta verkun þess fyrir einstaklingana og samfélagið. Enginn er einn, hvað sem við ímynd- um okkur á dansgólfinu og á hluta- bréfamarkaðnum og það er sama hvaða efhi við tökum til að telja okkur trú um annað: allt sem við tökum okkur fyrir hendur orkar á aðra, til góðs og ills. Markaðurinn getur í þessu efhi ekki úrskurðað eitt eða neitt. Það er reynd- ar ekki tilviljun hversu mjög ungir Sjálfstæðismenn undir leiðsögn síns séra Friðriks hafa veist að biskupi að undanfórnu: Markaðurinn hefur nefni- lega í þeirra augum rutt burt Guði úr sínu sæti, hann einn sker úr um sið- ferðileg álitamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.