Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Préttir I>V Klóakmál á Höfn hafa verið í ólagi í mörg ár: Bölvaður askapur - segir íbúi. Börnum haldið frá fjörunni í samtali DV við íbúa á Höfn í Hornafiröi á mánu- dag kom í ljós að klóakmál þar í bæ hafa verið í mikl- um ólestri lengi - jafnvel um áraraðir. íbúðabyggð á Höfn er með þeim hætti að afrennsli klóaksins er nán- ast inni miðju íbúðarhverfi. „Þegar ég flutti á svæðið heyrði ég af því að þarna hefði eitthvað fólk veikst sökum þessa. Heima hjá mér hefur hins vegar eng- um orðið meint af þessu - líklega höfum við bara að- lagast þessu," sagði Gísli Geir Sigurjónsson, íbúi á Höfn, sem býr við fjöruna. „Það er búið að tala um þetta við bæjarstjórnina margoft. Það hefur verið á stefnuskránni að setja upp dælustöð mjög lengi og dæla afrennslinu héðan í aðra dælustöð. Það hefur hins vegar ekki enn þá ver- ið gert og okkur verið sagt að það sé of dýrt - á að kosta einhverjar 10-15 milljónir. Það hefur verið lítið um svör hjá bæjarstjórninni þegar maður hefur spurt hverju þetta sætir. Þetta er Klóakvandi Á Höfn kemur klóakið upp úr á stórstraumsfjöru. Reynt er að fyrirbyggja að börn komi þar nærri. náttúrlega bölvaður sóðaskapur hvort sem fólk er að veikjast af þessu eða ekki," bætti Gísli Geir við. Samkvæmt heimildum DV hafa sumir foreldrar á Höfn brugðið á það ráð að meina börnum sínum að leika sér í fjörunni. Einn heimildar- maður sagðist fylgjast með þvi hvort börn hans færu eitthvað í fjör- una og reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir það. „Ef þau eru síðan að leika sér í fjörunni þrátt fyrir tilmæli manns fylgist maður vel með því hvort þau veikist eða verða eitthvað slöpp á næstu dögum." Ásmundur Þorkelsson er matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. „Hollustuvernd hefur fylgst með þessu máli í gegnum sóttvarnarlækni og yfirdýralækni. Málið er það að fólk er að fá salmonellu- og campylobactersýkingar á þessum slóðum og engin skýring fundist enn þá. Matvæli hafa verið rann- sökuð og ekkert fundist í þeim, en við gerum okkur grein fyrir því að tiðni bakteríanna getur verið svo lítil að það þarf að taka mjög stór sýni til þess að finna eitthvað." Ásmundur kvaðst ekki hafa heyrt af slælegum klóakmálum á Höfn í Hornafirði, en bætti því við að það væri alls ekki hægt að útiloka að þarna væru einhver tengsl á milli. ÓRV Hundabúi neitað um starfsleyfi - eigandi segist vera búinn að laga það sem þurfti og hefur sótt aftur um leyfi Umhverfis- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkurborgar neitaði í siðustu viku að gefa hundabúinu að Dals- mynni á Kjalarnesi starfs- leyfi. „Vegna þess að ekki er búið að ganga frá frárennsl- ismálum og öðru sem heil- brigðiðseftirlitið hefur kraf- ist að verði gert áður en leyf- ið er veitt þá sá nefndin sér ekki annað fært en að leggj- ast gegn veitingu starfsleyfisins," sagði Hrannar Björn Arnarsson, formaður nefndarinnar. Eigandi hundabúsins, Ásta Sig- urðardóttir, sagöi hins vegar að búið sé að gera við það sem þarf að Hrannar B. Arnarsson. „Það var tvennt að en við erum búin að laga þaö. Þegar við keyptum hér fyrir rúmu ári þá voru frá- rennsli og rotþróin í ólestri en við erum búin að laga þetta allt," sagði Ásta. Nýlega var lögum breytt þannig að starfsleyfi þarf fyrir öllu dýrahaldi í at- vinnuskyni og verið er að vinna í því að bú komi sér upp tilskildum leyfum. Lögreglan gefur út þessi leyfi en til þess þarf já- kvæða umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hundabúið hefur lagt inn aðra umsókn sem nefndin mun líta á eftir að heilbrigðisfull- trúi skoðar búið. Ef vilyrði fyrir starfseminni fæst frá nefndinni verður dýraverndunarráð líka að gefa jákvæða umsögn áöur en lög- reglan í Reykjavík getur gefið út starfsleyfi. Hundabúið er með smáhunda- ræktun á 10 mismunandi smá- hundategundum og hefur meðal annars flutt inn 40 hunda. Á átt- unda tug smáhunda er á búinu. -SMK Neitað um starfsleyfi Hundabúinu að Dalsmynni á Kjalarnesi var neitað um starfsleyfi nýverið vegna ófrágengins frárennslis. Eigandi búsins segir að búið sé að gera við frárennslið og hefur búið sótt aftur um leyfi. Veöfi ð í kvöid f\ 4^#**& *>. Sofargarfgirr og sjavarfoíí | Veðríð á nrorgtrrt REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag i kvöld 23.24 23.37 Solarupprás á morgun 03.44 02.S9 Sí&degisflóo 18.12 22.45 Árdegisflóo á morgun 06.25 10.58 Skýilngará veöuríáknum \*+wmkn lOV-HiTi >V -10° V* ^ w^v VINDSTYRKUR N^™, I nwlruin á sokimdij :ost HEIOSKIRT Þykknar upp og rignir Suðaustanátt 10 til 15 m/s. og víðast rigning vestanlands. Sunnan- og Suðaustan 8 til 13 og súld eöa rigning á Suðausturlandi. Norðaustantil þykknar upp meö hægt vaxandi Sunnanátt. Hlýjast norðaustanlands. LfcrrsKÝJAö HÁLF-skYjao SKÝJAÐ SLYD0A o ALSKÝJAÐ 9 SNJÓKOMA RIGNING ÉUAGANGUR SKÚRIR ÞRUMU-VEÐUR SKAF-RENNINGUR ÞOKA mwm Af skýjum Það verða líklegast flákaský sem við sjáum þegar þykknar upp um helgina. Það eru mjög algeng ský hérlendis, svipuð netjuskýjum en mynda þó samfelldari skýjabreiöu sem er lægra á¦". :-¦ ¦-¦¦¦' lofti og dekkri á kóflum. Þá eiga líklega ¦*-?<** eftir aö sjást skúraský sunnan- og v ..-.-*' ¦HMlSttÍ vestanlands en það eru miög háreist L^^j»<» - ' IttM^Viffl IBtf ský, sem geta náö trá lágskýjahæö uppHHIBlÉÉHae ¦¦¦HraHHi til veörahvarfa. Ferðamenn á Krít: í bíltúr með andarteppu íslenskir ferðamenn á Krít hafa þurft að grípa til þess ráðs að aka um miðjar nætur með ferðafélaga sína í bílaleigubílum með loftkæl- ingu til að hlífa þeim við hitabylgj- unni sem þar hefur geisað. Er hér aðallega um eldra fólk að ræða sem fengið hefur andarteppu og þyngsli fyrir brjóst í hitunum ytra. „Við ókum í hringi með loftkæl- inguna á fullu þar til fólkið hafði náð sér og það var okkur þakklátt fyrir," sagði einn ferðalanganna sem var svo heppinn að hafa leigt sér bíl með loftkælingu en i sið- ustu viku fór hitinn í Grikklandi vel yfir 40 stig. -EIR Sæplast hf. og Atlantic Island ehf.: Sameina trollkúlu- framleiðslu DV. DALVlK: Sæplast hf. hefur undirritað samkomulag um kaup á fyrirtæk- inu Atlantic Island ehf. í Vest- mannaeyjum með það í huga að sameina fyrirtækin undir nafni Sæplasts hf. Atlantic Island hefur framleitt sprautusteyptar trollkúlur úr plasti til notkunar um borð í flski- skipum og eru kúlurnar svipaðar þeim sem Sæplast framleiðir á Dal- vík. Áætluð heildarvelta Atlantic Island er um 24 milljónir króna og hefur um 60% framleiðslunnar far- ið á erlenda markaði. Eigendur fyrirtækjanna skipta á hlutabréfum þannig að eigendur Atlantic fá Mutabréf í Sæplasti gegn afhendingu bréfa í Atlantic Island. Þessi kaup eru í samræmi við áður útgefna yfirlýsingu stjórn- enda Sæplasts um að styrkja fyrir- tækið með fjárfestingum í rekstri sem tengdur eru þeirri fram- leiðslu- og markaðsþekkingu sem félagið hefur yfir að ráða. Með kaupunum skapast mögu- leikar til hagræðingar í rekstri Sæplasts á Dalvík en unnt verður aö sameina framleiðslu Atlantic Is- land þeirri starfsemi sem nú er rekin á Dalvík og draga þannig umtalsvert úr kostnaði. Þessi sameining styrkir Sæplast í þeirri hörðu samkeppni sem rík- ir á þessum markaði og frekari möguleikar til sóknar á erlenda markaði skapast. -HIÁ ¥mlifia%mt %£:¦£& AKUREYRI skýjaö 12 BERGSTAÐIR léttskýjaö 11 BOLUNGARVIK léttskýjaö 11 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 15 KEFLAVÍK léttskýjaö 13 RAUFARHOFN skýjaö 10 REYKJAVIK léttskýjaö 14 STORHOFÐI léttskýjaö 13 Væta og skýjað með köflum Sunnan 8 til 13 m/s. og skúrir eða rigning sunnan og vestantil en skýjað með köflum norðaustanlands. Vinclur: 5-8ov-i HHi 8°til 18 SV 5« m/s. og skúrir sunnan og vestantll en léttskýjao á Nor&ur- og Austuriandl. Hltl 8 tll 18 stlg, hlýjast á Norbausturiandl. Vindun ' f Hiti 8°iil 18° Nokkuö hvöss su&vestanátt. Smáskúrir vestantll en lóttskýjao austantll. Hltl 8 tll 18 stlg, hlýjast austanlands. Vindun 8-13 Hiti 8° til 18° Fremur hæg su&vestanátt. Smáskúrir vestantil en lettskýjao fýrir austan. Hlýjast austanlands. BERGEN hálfskýjaö 14 HELSINKI skýjaö 17 KAUPMANNAHÖFN skýjað 17 OSLÓ alskýjaö 15 ST0KKH0LMUR 16 ÞORSHOFN skýjaö 12 ÞRANDHEIMUR rigning 11 ALGARVE heiöskírt 29 AMSTERDAM skúrir 14 BARCELONA hálfskýjaö 24 BERLÍN skúr 18 CHICAGO léttskýjaö 22 DUBUN alskýjaö 15 HAUFAX skýjaö 16 FRANKFURT úrkoma 15 HAMBORG skúrir 15 JAN MAYEN skýjaö 6 LONDON skúrir. 15 LUXEMBORG skýjaö 15 MALLORCA hálfskýjaö 27 MONTREAL heiöskírt 20 NARSSARSSUAQ alskýjao 11 NEWYORK skýjaö 22 ORLANDO þokumóöa 26 PARIS skýjaö 18 VÍN skýjaö 18 WASHINGTON þokumóöa 20 WINNIPEG léttskýjaö 16 ¦¦=yWA».lllJ,J«HIÍMII,'Ji!H^.III,W.UHHH,1.UI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.