Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 15. JULI 2000 Tilvera i>v Ríkey sýnir kattaskúlptúra og olíumyndir Nu stendur yflr sýning í Kringlunni á verkum myndJist- arkonunnar Rikeyjar Ingimund- ardóttur. Á sýningunni er að finna oliumyndir frá þessu ári, kattaskúlptúra og lágmynd af aflaskipinu Súlunni. Sýning Ríkeyjar stendur til 31. júli. Pjass______________ ¦trio snorra sigurðarson- > AR A JOMFRUNNI Sjöundu sumar- tónleikar veitingahússins Jómfrú- arinnar viö Lækjargötu fara fram j laugardaginn kl. 16-18. Að þessu sinni kemur fram tríó trompetleikar- ans Snorra Sigurðarsonar. Aðgangur er ókeypis en mætið samt með pen- . ing fyrir bjór, því þetta er villt partí. Klassík____________ ¦ HARMONIKUKONSERT A BROADWAY I kvöld verður hátíðar- konsert og dansleikur á Broadway og gefst nú tækifæri á að heyra öll 1 tónlistaratriði alþjoðlegu harmóniku- hátíöarinnar sem haldin er í Reykja- vík þessa dagana. Meðal þeirra sem spila verða Hljómsveit Hjördís- ar Geirs, Stormurinn og Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur. ¦ SUMARTÓNIEIKAR VH> MÝ- VATN Nú flytja Þorstelnn Gauti Sig- urðsson, pianó, og Margrét Krist- jánsdóttlr, fiðla, einsleiks- og sam- leiksverk í Reykjahlíbarkirkju við Mý- vatn. Á efnisskrá þeirra eru m.a. verk eftir Mozart, Brahms, Ravel, Þórarin Jónsson og Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og standa í eina klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500. _ ¦ TONAFORN BACHS í SKÁL- -* HOLTSSKOLA I dag flytur breski gömbulelkarinn Mark Levy erindi um Tónafórn Bachs kl. 14 í Skál- holtsskóla og kl. 15 flytur Sigurður Halldórsson sellóleikari svítur nr. I, I og IV á barokkselló eftir J.S. Bach. Kl. 17 á laugardag flytur breskur hópur valinkunna barokkhljóðfæra- leikara Tónafórnina eftir J.S. Bach. Leikhús____________ ¦ thpii iwtiiv Verslingarnir knáu, sem gerðu allt vitlaust í vetur með heimatilbúna söngleiknum sín- um Thriller, eru mættir aftur. Thriller hefst kl. 20.30 í kvöld, örfá sætj eru laus og síminn hjá Leikfélagi ís- lands er 552 3000. Fyrir börnin I REYNISVATN Harmónikudagskrá verður fyrir börn og fjölskyldufólk við Reynisvatn frá klukkan 10-16. Meðal þess sem er á þessari ótrú- legu dagskrá er silungaveiði, grill og svo verður riðið hestum. Opnanir I ft*i i ppi i lyr I dag kl. 11, fyrir hádegi, opnar Vagna Sólveig Vagns- dóttir sýningu í Galleri Ust, Sklp- holti 50d. ¦ l^AI I ERjgHJ FMMIIP IS Ác+s. *l£ Þórisdóttlr opnar myndlistarsýning- una „Mllli vita" í Garðskagavita i dag kl 14. ¦ ÍSLENSK GRAFÍK Ljósmynda- samsýning Evu Jiménez Cerdanya og Alexöndru Litaker veröur opnuð í dag kl. 16 T húsi Islenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17 (hafnarmegln). Heimsókn forseta íslands í Strandasýslu: Duglegt og djarft fólk á Ströndum DV, HÓLMAVIK: „Mér er efst í huga sú bjartsýni sem ég hef fundið hjá íbúum Strandasýslu og hve staðráðnir þeir eru í að sækja fram á mörgum svið- um. Samræðurnar við Stranda- menn varpa llka skemmtilegu ljósi á það sem víða er rætt um, vanda byggðanna. Hér er mikil orka í fólk- inu og hana er mikilvægt að virkja til nýrra verka. Hafi fólk ekki vilja eða samtakamátt til að vinna sínu byggðarlagi allt til heilla þá verður lítið úr opinberum framkvæmdum," sagði forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Byggöastefna Strandasýslu Ólafur sagðist hafa fundið í Strandasýslu meiri bjartsýni og sóknarvilja en hann átti von á. „Það vekur mér gleði og er einnig umhugsunarefni bæði fyrir mig og aðra, nauðsyn þess að tryggja að fólkið geti nýtt þá hæfileika sem búa í því sjálfu. Galdrasýningin hér á Hólmavík er t.d. ekki aðeins skemmtileg og fróðleg sýning held- ur er hún brautryðjendastarf í fræð- um eins og sagnfræði, íslenskum fræðum og þjóðfræði þar sem heimamenn varpa nýju Ijósi á 17. öldina sem hinir lærðu menn í æðstu menntastofnunum landsins hafa enn ekki gert. Hér er líka ver- ið að endurreisa hið gamla Riis-hús á Borðeyri og það eru heimamenn sem hafa frumkvæði að þessum verkum en ekki opinberar stofnan- ir. Fólkið hér rekur sína eigin byggðastefnu, sína eigin framsókn án þess að hljóta til þess mikla styrki eða stuðning heldur nýtir fyrst og fremst sitt eigið áfl." Aðspurður hvort hann teldi Strandamenn skera sig úr mannlífs- flóru þjóðarinnar sagði Ólafur Ragnar að þegar hann hefði verið að alast upp fyrir vestan hafi verið rætt um Strandamenn af einstakri lotningu. Þríburar á Drangsnesi Hjónin Guörún Guöfinnsdóttir og Jóhann Á. Gunnarsson á Drangsnesi með þríburana Guöfinn Ragnar, Þóri Örn og Gunnar Má, auk forsetans og Stellu Guörúnar. „Vestfirðingar telja að vísu sjálfa sig vera æði merka en Strandamenn voru þar i sérflokki. Það var talið betra að umgangast þá með varúð og talsverðri hógværð því þeir gætu verið til alls líklegir og kröftugri en aðrir menn. Ég hef skynjað það að enn býr Strandasýsla að þessum eiginleikum og menn virðast á mörgum sviðum vera að gera þá að auðlind til að skapa ferðaþjónustu fyrir íslenska og erlenda gesti þar sem þessi gamla mynd og arfur er nýttur á skemmtilegan og frumleg- an hátt. Þannig eru Strandamenn farnir að túlka myiid sína í vitund þjóðarinnar sjálfum sér til fram- dráttar og það þykir mér skemmti- legt. Ég skynja það ekki síst hjá unga fólkinu sem er upplitsdjarft og duglegt." -GF Hvatningarverðlaun forseta íslands og Riis-hús: Ekki gera húsið svo vel upp að hann flytji - sagði Ólafur Ragnar Grímsson DV, HÖLMAVlK: Sjá nánar: Lffið eftir vinnu á Vísi.is Að venju veitti forseti tslands nokkrum ungmennum hvatningar- verðlaun i heimsókn sinni í Strandasýslu. Spurður hvort hann hefði fylgst með því hvernig þeim hefði vegnað sem verðlaunin hafa hlotið á undanförnum árum sagðist hann hafa fengið sendar línur og tölvupóst um jól og áramót sem honum hefði þótt vænt um og að það sé gaman að fylgjast með þeim. „Þessi hvatning til ungra íslendinga eru ekki verðlaun í venjulegum skilningi heldur fyrst og fremst að- ferð til að vekja athygli á þeim mikla árangri sem ungt fólk nær á mörgum sviðum, eins og í námi, listum, íþróttum og félagsmálum. Ég hef skynjað og þykir vænt um hvað þetta er fjölbreytt sveit sem verðskuldar þessa hvatningu. Viö sáum það einnig hér í Strandasýslu að það var vandi að velja hverjir ættu að hljóta hvatninguna og nið- urstaðan var aldurshópurinn frá 10-18 ára," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sannfærst um að vel hefði verið valið þegar hann hlustaði á frábæra ræðu eins hvatn- ingarþega á kvöldvöku á Hólmavík. En forsetinn hitti líka ungviðið í ferð sinni. Strandamenn státa nefni- lega af þríburum sem ung hjón eiga, þau Guðrún Guðfinnsdóttir og Jó- hann Á. Gunnarsson á Drangsnesi. Þríburarnir, sem eru drengir, voru mættir i sínu finasta „pússi" að taka á móti forsetanum í félags- heimilinu Baldri á Drangsnesi við komu hans þangað. Þeir eru tveggja ára síðan 31. maí og heita Guðfinn- DV-MYNDIR GF Hvatningarverðlaun Sigvaldi Bergmann Magnússon, 16 ára nemandi í Hólmavíkurskóla, var einn þeirra sem hlutu hvatningarverðlaun forseta íslands í ferð hans um Strandasýslu. Sigvaldi er, þrátt fyrir ungan aldur, einn fremsti skíða- góngumaður á Vestfjöröum. Hann tók við viöurkenningarskjali í Staðar- kirkju í Steingrímsfirði. ur Ragnar, Þórir Öm og Gunnar Már. Systir þeirra er fjögurra ára og heitir Stella Guðrún. Endurbætur á Riis-húsi „Þið megið ekki gera húsið svo vel upp að hann flytji héðan," voru orð forseta íslands í svonefndu Riis- húsi á Borðeyri eftir að fróðasti maður um sögu þess og verslunar- sögu Borðeyrar, Georg Jón Jónsson, hafði orð á því að þeir sem sjá meira, og það sem flestum er hulið, segi að Thor Jensen sé þar enn á ferð. Umræddur Thor kom til Borð- eyrar í fyrstu ferð sinni til íslands ungur maður til að nema verslunar- fræði og bar alla tíð mikla tryggð til byggðarinnar og fólksins sem þar bjó. Endurbætur á þessu meira en aldargamla húsi standa nú yfir en arkitekt framkvæmdanna er Þor- geir Jónsson. Georg Jón sagði forsetanum að á Borðeyri hefði verið gerð fyrsta til- raunin til að ná versluninni úr höndum erlendra kaupmanna og kynnti um leið verslunarsögu Borö- eyrar en í tilefni af komu forsetans hefur verið komið fyrir allmörgum myndum sem henni tengjast þar sem röð umsvifa og atburða er rak- in. Heimsókn forsetans til Stranda- sýslu lauk á miðvikudag. -GF/HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.