Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Page 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Framkvæmdastjóri Vegas ánægður með bann við fleiri súlustöðum: Kvóti á nekt í miðbænum - talið að markaðsverð nektarstaða stórhækki m Búist er við að mark- aðsverð á nektardans- stöðum í miðborg Reykjavíkur rjúki upp úr öllu valdi í kjöifar ákvörðunar borgarráðs á fimmtudaginn. Ákveðið var að útdeila ekki fleiri leyfum til að opna nekt- ardansstaði á miðborgar- svæðinu, heldur beina þeim á athafnasvæði utan borgarmiðjunnar, svo sem á Grensásveg, þar sem löng hefö er fyr- ir slíkum rekstri á því svæði. Segja má að með þessari ákvörðun hafi borgarráð búið til kvóta- kerfi handa nektardans- stöðum. í viðtali við DV í gær sagði Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, að nektardansstað- irnir „hefðu óneitanlega sett svip á borgina og hún fengið óæskilega um- fjöllun". Þetta leiddi til áðumefndrar ákvörðunar hjá borgarráði. > " > . _ V' 1 Club Clinton, Fischersundi Nektarstaðir ^ .■ - - 3 Maxim s, Hafnarstræti i Reykjavik ^ 4 ciub ?, Hveifisgöh, E!» J > , 5 Vegas,Laugavegi ásamt Þórskaffi í BrauUrfiolti og Bóhem i Grensásvegí Nektarkvóti Vegasmenn eru hæstánægöir meö borgarráð. Þór Ostensen, framkvæmdastjóri Vegas, er ánægður með ákvörðun borgarráðs. „Þessi ákvörðun borgarráðs gleð- ur mig. Það hefur lengi legið fyrir að ekki eigi að bæta við nektar- dansstöðum í borginni og hafa tveir eða þrir aðOar þegar fengið afsvar. Ég hef þó ekki hugsað mikið út í það hvort staðurinn hafi rokið upp í verði. Hins vegar er ég mjög hlynntur aðhaldi frá yfir- völdum og hvet til þess að fylgst sé með stöðum í þessari starfsgrein." Menn úr viðskiptalífinu hafa bent á að þarna hafi myndast kvótakerfi og nú muni þeir staðir sem fyrir eru ganga kaupum og söl- um fyrir háar fjárhæðir. „Þessir staðir munu nú ganga á milli manna fyrir háar upphæðir. Ef eigendun- um verður bannað að selja staðina er lítið mál að breyta fyrir- tækinu í hlutafélag og selja síðan hlutabréfm fram og til baka - þaö getur enginn komið í veg fyrir það,“ sagði kona úr viðskiptalifmu sem viU ekki láta nafns síns getið. -ÓRV Eldur í skóla Eldur kom upp í Seljaskóla um kvöldmatarleytið í gær. Eldur hafði hlaupið í þakklæðningu þar sem iðnaðarmenn höfðu verið að vinna með gastæki. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna fór á staðinn og eftir snarpa baráttu við eldinn á þakinu tókst því að koma í veg fyrir frekara tjón en þegar var orðið. -EIR Pantið í tíma da?ai i Þjóðhátíð 20 FIUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 Leigubílstjóri ætlaði að kaupa þrjá rjómaísa: Sjoppueigandinn hirti debetkortið - því ísamir kostuðu minna en 500 krónur Runólfur Runólfsson leigubíl- stjóri missti debetkortið sitt í hend- Vettvangur átakanna um rjómaísinn Kaupmaðurinn í Dals-Nesti tekur ekki kort fyrir „iágar og óhagkvæmar upphæöir“. umar á hafnfirskum sjoppueiganda þegar hann ætlaði að kaupa þrjá rjómaísa handa sér, syni sínum og kunningja í gær. „Ég bað um þrjá ísa og afgreiðslu- stúlkan tók því vel. Þegar ég svo ætlaði að greiða fyrir með kortinu mínu sagði hún að ég yrði að kaupa fyrir minnst 500 krónur. Þar sem ís- amir kostuðu aðeins 480 krónur vildi hún að ég keypti bland í poka fyrir 20 krónur. Því neitaði ég og þá kom sjoppueigandinn og hrifsaði til sin kortið mitt,“ sagöi Runólfur sem sat eftir með sárt ennið og ís- og kortlaus. Eftir þref við sjoppulúg- una var lögreglan tilkvödd en henni tókst ekki að hafa debetkort Runólfs af Sigurði Lámssyni sjoppueiganda í Dals-Nesti sem segist aug- lýsa það vel innan dyra sem utan að hann taki ekki við kortagreiðslum fyrir lægri upphæð en 500 krónur. Run- ólfur ók því með son sinn og kunningja á lögreglustöðina í Hafnarfirði þar sem hann kærði Sigurð sjoppueiganda fyrir stuld á korti sinu. „Ég er ekki enn búinn að fá kort- ið mitt,“ sagði Runólfur leigubíl- stjóri seint í gærkvöldi og Sigurður Lárusson sjoppueigandi hafði þetta um málið að segja: „Menn eru að misnota kortin á lágar og óhagkvæmar upphæðir og gegn því hef ég barist lengi. Þetta mál fer lengra, álla leið tO ríkissak- sóknara ef þörf krefur," sagði Sig- urður í Dals-Nesti. -EIR DVA1YND DVÖ Stoke á Skaganum Enska 2. deildarliöiö Stoke City undir stjórn Guöjóns Þóröarsonar, frægasta Akurnes- ingsins tii þessa, hefur verið á Akranesi síðan á fimmtudag. í gærkvöid keppti liðiö viö Skagamenn þar sem jafntefli varö. Á myndinni eru frá vinsti: Graham Kavanagh, markahæsti leikmaður Stoke, Guöjón Þóröarson knattspyrnustjóri og Tony Dorigo, nýjasti leikmaður Stoke; hann kom frá Derby fyrir ekki neitt. DV-MYND E.ÓL í sólsklnsskapi Hann sveiflaöi sér á umferöarskiltinu í sólskininu í Reykjavík í gær meöan borgarbúar léku viö hvern sinn fingur í sumarblíöunni. Eldur í Ásbirni RE 50 í Slippnum: Neisti kveikti í togara Neisti úr logsuðu- tæki iðnaðarmanna kveikti í innréttingu í vistarverum áhafn- ar um borð í togar- anum Ásbirni RE 50 i Slippnum í Reykja- vík síödegis í gær. Varð úr mikill eldur sem eyðilagði minnst eina káetu auk þess sem miklar reykskemmdir urðu í framhluta skipsins. „Við sendum fjóra reykkafara inn í skipið til móts við Slökkviliösmenn voru í þrjá tíma aö ráöa niöurlögum elds- ins í togaranum. eldinn og alls tók það okkur þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum hans,“ sagði varð- stjóri hjá slökkvilið- inu í Reykjavík í gær. Það auðveldaði okkur verkið að skipið var á landi en ekki á sjó.“ Ásbjöm RE 50 er isfisktogari í eigu Granda hf. og þekkt- ur sem mikið afla- skip, sérstaklega á karfamiðum. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.