Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
Fréttir
DV
Átökin í Góðtemplarareglunni eiga víða rætur:
Tólf milljóna tap á Æskunni
- á síðasta ári - atvinnubótavinna, segir fyrrum stórtemplar
Tap á rekstri Æskunnar, útgáfu-
félags Góötemplarareglunnar IOGT
á íslandi, var 12 milljónir á síðasta
ári. Mikil óánægja er meðal félaga í
reglunni vegna þessa, svo og vegna
þess að hreyfingin skuli enn lúta
„forneskjulegum" lögmálum, meðan
verið sé að færa systurhreyfingar á
Norðurlöndunum til nútímalegra
horfs. Þá tók steininn úr þegar bók-
ara Æskunnar var sagt upp fyrir-
varalaust um sl. mánaðamót. í fram-
haldinu hyggja félagar á hópúrsagn-
ir úr reglunni.
„Mér fmnst vera rekin þarna at-
vinnubótavinna," sagði Hilmar
Jónsson, fyrrverandi stórtemplar
IOGT, sem nú á sæti í framkvæmda-
nefnd hreyfingar-
innar, um Æskuna.
„Verið er að gefa út
bækur með stór-
felldu tapi. Ég álít
að það hefði átt að
bjóða út rekstur
þeirra tveggja blaða
sem þama eru gefín
Hilmar út, þ.e. Æskunnar
ViII „starfhæfa og SmeUs. Með því
stjórn". hefði verið hægt að
....... snúa þessu dæmi
við.“
Hilmar sagði að sölutölur Æsk-
unnar hefðu farið hríðlækkandi.
Það væri svo „geigvænlegt" að
menn væru ekki tilbúnir að ræða
það opinberlega.
1984 hefðu hún ver-
ið útbreiddasta
timarit landsins.
Hilmar gagn-
rýndi stjórn Góð-
templarareglunnar
mjög fyrir að sinna
ekki útbreiðslu
bindindismála, þá
einkum æskulýðs-
mála. Sjálfur sagð-
ist hann reka sína
bamastúku í Keflavík, sem starfaði
einnig sem íþróttafélag og gengi vel.
„Ég vil láta reyna á það hvort ég
fæ ekki starfhæfa stjórn," sagði
Hilmar. „Mér sýnist núverandi
stjórn engan áhuga hafa á helsta
málefni hreyfingarinnar, þ.e. bind-
indismálinu. Hún hefur áhuga á að
reka einhverja starfsemi sem snýst
um starf fyrir ákveðna einstak-
linga.“
„No comment," sagði sr. Björn
Jónsson, núverandi stórtemplar,
þ.e. æðsti maður IOGT, þegar DV
bar undir hann framkomna gagn-
rýni á regluna og starf hennar.
Bókarinn hjá Æskunni, sem sagt
var upp, kvaðst heldur ekki vilja tjá
sig við blaðið að sinni. Samkvæmt
heimildum DV var umræddum bók-
ara boðið að vinna við ræstingar út
lögboðinn uppsagnarfrest, sem
hann hafnaði. -JSS
Sr. Björn
„No comment.
Helgi Hjörvar um kostnað Menningarnætur:
Smápeningar mið-
að við Kristnihátíð
„Manni hlýnar um hjarta-
ræturnar þegar maður fmn-
ur þennan pirring Sjálfstæð-
isflokksins út í Menning-
amóttina og hversu vel hún
hefur heppnast,“ segir Helgi
Hjörvar, forseti borgarstjóm-
ar Reykjavíkur. Eins og DV
hefur greint frá hafa borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokks
óskað eftir sundurliðuðum
upplýsingum um kostnað borgar-
innar og fyrirtækja hennar og stofn-
ana vegna Menningamætur i ágúst.
Sjálfstæðismenn telja framlag borg-
arinnar á fjárhagsáætlun, 3,2 millj-
ónir króna, ekki gefa rétta heildar-
mynd af raunverulegum kostnaði
borgarinnar vegna Menningarnæt-
urinnar.
Flugeldasýning á 4 mllljónlr
„Auðvitað er það rétt að fyrir
utan hið beina framlag tóku ýmis
fyrirtæki og stofnanir borgarinnar
þátt í Menningarnóttinni,
eins og önnur fyrirtæki i
borginni," segir Helgi. „Þar
vegur mest Orkuveitan sem
stóð fyrir gífurlega vel heppn-
aðri flugeldasýningu sem 50
þúsund manns horfðu á.
Kostnaður við hana mun
hafa verið um fjórar milljón-
ir króna auk virðisauka-
skatts. Þetta eru auðvitað
smápeningar þegar horft er á þær
fjárhæðir sem sjálfstæðismenn und-
ir forystu Davíðs Oddssonar hafa
verið að eyða í Kristnihátíð sem
enginn kom á.“
Að sögn Helga hefur þessu til við-
bótar fallið til óverulegur kostnaður
vegna þátttöku einstakra stofnana í
Menningarnóttinni, til dæmis eins
og Borgarbókasafnins sem hafði
opið þennan dag. „Þetta verður allt
tekið saman og skriflegu svari skil-
að í borgarráði eins og sjálfsagt er,“
segir hann. -GAR
Helgi Hjörvar
Nýtt miðasölufyrirtæki
Stofnað hefur verið nýtt miða-
sölufyrirtæki, Miðanet ehf, en það
er í eigu Vísis.is og Skýrr. Miðanet
byggir á erlendu fyrirmyndinni
Ticketmaster, sem er leiðandi á
sviði miðasölu í heiminum, en fyrst
i stað mun fyrirtækið einbeita sér
að sölu leikhúsmiða gegnum vefmn.
Aöstandendur hins nýja fyrirtækis undirrita hér samningana.
Frá vinstri: Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Miöanets, Siguröur G. Val-
geirsson, Inntaki, Þorvaldur Jacobsen, Vísi.is, Valgaröur Guöjónsson, Kuggi,
og Þorvaldur Sigurösson, Skýrr.
Risalax DV-MYND G.BENDER
Heiöar Ingi Ágústsson veiddi langstærsta lax sumarsins í Sandá í Þistilfiröi á
dögunum. Alls vó skepnan 27,5 pund. Ákveöiö er aö stoppa laxinn ógurlega upp.
Hann mun hljóta heiöurssess á heimili Heiöars Inga. Sjá nánar á bls. 18.
Músagangur hjá Olís í Ánanaustum:
Tannaför í súkkulaðistöngum
- og músaspor í tómatsósunni
Starfsmenn bensínstöðvar Olís
við Ánanaust í Reykjavík hafa
barist við músagang að undanfomu
án mikils árangurs. Sex músagildr-
um hefur verið komið fyrir í stöð-
inni en eina músin sem hefur veiðst
sté ofan í lím sem starfsmenn höfðu
sett í álbakka. Talið er að mýsnar
sæki úr fjörunni á bak við bensín-
stöðina og leiki lausum hala innan-
dyra eftir lokun.
Á hverjum morgni hafa starfs-
menn þurft að fjarlægja nokkur
súkkulaðistykkki sem hafa verið
óseljanleg vegna músatannfara sem
í þeim hafa verið. Dæmi er um
stykki sem hafa verið nöguð til
hálfs. Á dögunum kom einn við-
skiptavina stöðvarinnar með
Olís viö Ananaust
Viöskiptavinir skila sælgæti og segia aö búiö sé aö bíta í þaö.
súkkulaðilengju og vildi skila henni:
„...einhver hefur bitið í þetta,“ eins
og viðskiptavinurinn orðaði það. Þá
hafa böm einnig komið og skilað
sælgæti sem var sundumagaö af
músum. Starfsmenn bensínstöðvar-
innar hafa bundist þagnareiði vegna
músagangsins enda mikið í húfi þar
sem matvara er seld á stöðinni, auk
þess sem þar er bakað vínarbrauð
og annað sem selt er nýbakað til við-
skiptavina. Um þverbak keyrði þó
þegar músafor fundust í tómatsósu
sem gleymst hafði að þurrka upp af
borði.
Stöðvarstjóri Olís við Ánanaust
svaraði ekki fyrirspumum um
músaganginn á vinnustað sínum
þegar eftir var leitað. -EIR
Deilir ekki viö umboösmann
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra segist ekki
deila við umboðs-
mann Alþingis né
hunsa tilmæli hans.
Hann beri mikla virð-
ingu fyrir embættinu
og hafi cilltaf á ráð-
herraferli sinum farið eftir tilmælum
umboðsmanns. „En það em ekki allir
úrskurðir óskeikulir,*' segir ráðherra.
Dagur sagði frá.
Persónuupplýsingar misnotaðar
Ýmsar vísbendingar eru um að upp-
lýsingar sem flokkast undir ákvæði um
persónuvernd séu misnotaðar, segir
framkvæmdastjóri Tölvunefndar. Dag-
ur sagði frá.
Vill ekki verða formaður
Halldór Bjömsson,
fyrrverandi formaður
Eflingar - stéttarfé-
lags, segir að eins og
staðan sé nú sé hann
ekki tilbúinn til að
verða formannsefni í
nýju landssambandi
verkafólks. Dagur
sagði frá.
Utaboltar endurskoðaðir
Heilbrigðisnefnd HafharQarðar- og
Kópavogssvæðis mun á mánudaginn
taka afstöðu til starfsleyfls Litabolta
ehf. en fyrirtækið fékk leyfi í sumar til
að reka litaboltavöll að Lundi við Ný-
býlaveg. íbúar að Lundi in vilja að
starfsleyfið verði ekki framlengt.
Tölvufólk á uppboði
Fyrirtæki bitast um tölvusérfræð-
inga og markaðsfræðinga á alþjóðasviði
og bjóða þeim gull og græna skóga. Op-
inber fyrirtæki eiga erfitt með að taka
þátt í kapphlaupinu þar sem gulrótin er
oft kaupréttur í hlutabréfúm fyrirtækj-
anna. Dagur sagði frá.
Hreindýraskrokkum stolið
Fimm hreindýraskrokkum, sem lög-
regla fann við húsleit á bænum Skjöld-
ólfsstöðum á Jökuldal á föstudagskvöld,
var stolið úr kæligámi við bæinn um
helgina. RÚV sagði frá.
Ársreikningar lagðir fram
Ársreikningar Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðsíjarðar, fyrir árin
1998 og 1999, vom lagðir fyrir á þremur
vinnustöðum í bænum í gær. í dag er
fundur milli verkalýðsfélagsins og
Loönuvinnslunnar vegna lagnvinnrar
vinnudeilu þeirra í millum.
Ekki ofurálagning
Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri
Baugs, segir rangt hjá
framkvæmdastjóri
Landsamtaka sauð-
fjárbænda að álagn-
ing Baugs á lamba-
læri sé 108%. Álagn-
ingin sé innan við
flórðungur þeirrar tölu.
Þrjú skip í sigtinu
Landssíminn hefur ekki lagt fram
formlega kæm vegna sæstrengsins sem
skorinn var í sundur 2. ágúst en það
stendur til innan skamms, ekki síst
vegna fordæmisgildis, segir Ólafúr
Stephensen, upplýsingfulltrúi Lands-
símans. Mbl. sagði frá.
Vegagerðin neitar upplýsingum
Vegagerðin hefúr neitað að afhenda
framkvæmdastjóra Herjólfs hf. útreikn-
inga kostnaðaráætlunar vegna útboðs í
rekstur feijunnar Heijólfs. Vegagerðm
segir það vmnureglu.
Fjölnotahús í Laugardal
Á fundi borgarráðs í gær var m.a.
fjallað rnn fyrirhugaða stofnun hlutafé-
lags um byggingu og rekstur á fjölnota
íþrótta- og sýningarhúsi í Laugardal.
Dagur sagði frá. -GAR