Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Qupperneq 12
12
MIÐVKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
Útlönd
Nlels Helveg Petersen
Danski utanríkisráðherrann virðist
ekki hafa gefið Færeyingum alveg
réttar upplýsingar um NATO.
Ekki réttar upp-
lýsingar um NATO
Niels Helveg Petersen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, gaf rangar
upplýsingar þegar hann sagði An-
finn Kallsberg, lögmanni Færeyja,
að Færeyingar gætu ekki orðið aðil-
ar að friðarsamstarfi NATO þar
sem þeir hefðu ekki eigin her.
Færeyska blaðið Sosialurin hefur
fengið að skoða skjal hjá heimildar-
manni sem stendur NATO nær og
þar kemur fram að Færeyingar
myndu uppfylla allar kröfur um að-
ild að friðarsamstarflnu þegar land-
ið hefur fengið fullveldi.
Heimildarmaður blaðsins stað-
festir að friðarsamstarfið sé kjörið
fyrir lönd sem eru sömu stöðu og
Færeyjar og það gefur möguleika á
hernaðarlegu og pólitísku samstarfi
innan sveigjanlegs ramma.
Færeyingar gætu orðið aðilar að
friðarsamstarfinu innan tveggja
ára, segir í Sosialurin í morgun.
Hæstiréttur hafn-
ar endurupptöku
máls Nítíkíns
Hæstiréttur Rússlands hafnaði í
morgun beiðni saksóknara um að
taka upp að nýju mál kjamorkuand-
stæðingsins Alexanders Níkítíns.
Hann er því laus allra mála.
Mál Nikítíns, sem er fyrrum skip-
stjóri í rússneska sjóhernum, hófst
árið 1996 þegar hann var sakaður
um landráð fyrir að koma upplýs-
ingum um kjarnorkumengun í
norðurhöfum á framfæri við norsku
umhverfissamtökin Bellona.
Níkítín var sýknaður af ákærum
um njósnir fyrir rétti í Pétursborg í
fyrra.
Mál Nitkitins vakti mikla athygli
um heim allan.
Frelslshetjan
Xanana Gusmao, sem barðist í út-
legð gegn yfírráðum Indónesa yfír A-
Tímor, faðmar hér landa sinn.
Vissu fyrirfram
um innrásina á
Austur-Tímor
Yfirvöld í Ástralíu viðurkenndu í
gær að þau hefðu vitað að Indónes-
ar hygðust gera innrás á Austur-
Tímor árið 1975. Alexander Downer,
utanríkisráöherra Ástralíu, létti af
leynd skjala þar sem greint er frá
vitneskju yfirvalda. Alls voru 885
síður gerðar opinberar. Ein siða
hafði verið strikuð út.
Austur-Tímor verður sjálfstætt
ríki eftir 2 ár.
DV
George W. Bush, forsetaefni repúblikana, í meiri vandræðum:
Líkir andstæðing-
unum við rottur
George W. Bush, ríkisstjóri í
Texas og forsetaefni repúblikana,
reynir nú hvaö hann getur til að
vísa á bug staðhæfingum um að
kosningastjórar hans hafi staðið
fyrir sjónvarpsauglýsingu þar sem
orðið „rottur" kemur fyrir á skján-
um í sekúndubrot. Hugsanlegt er
talið að með þessu hafi hann verið
að ráðast á andstæðing sinn með
boðum sem eru neðan marka með-
vitaðrar skynjunar.
Ríkisstjórinn hafnaði alfarið öll-
um vangaveltum um að hann beitti
hárfinum sálfræðilegum aðferðum í
kosningabaráttunni. Hann sagöi að
umrædd auglýsing, sem hefur verið
sýnd undanfamar tvær vikur í sjón-
varpi vestra, yrði afturkölluð i dag.
„Ég er sannfærður um að þetta er
ekki meö ráðum gert,“ sagði Bush
við komuna til Orlando á Flórída í
gær.
Scott Reed, sérfræðingur úr röð-
um repúblikana sem stjórnaði
George W. Bush
Forsetaefni repúblikana er sakað
um aö hafa beitt sálfræðilegum
brellum til að koma höggi á and-
stæðinga sína úr rööum demókrata.
mislukkaðri kosningaherferð Bobs
Doles árið 1996 og notaði sömu aug-
lýsingastofuna og gerði auglýsingu
Bush, sagðist ekki trúa því að orðið
hefði komist fyrir slysni inn í aug-
lýsingima.
„Einhver ætti að sjá sóma sinn í
að segja af sér,“ sagði Reed.
A1 Gore varaforseti, forsetaefni
demókrata, lýsti yfir vonbrigðum
sínum og sagðist aldrei hafa séð neitt
þessu líkt. Varaforsetaefhi hans, öld-
ungadeildarþingmaðurinn Joseph
Lieberman, krafðist skýringar.
„Mér fannst þetta undarlegt og
þess vegna er ég vonsvikinn. Við
viljum fá skýringu á þessu ef hún er
til,“ sagði Lieberman.
Landsnefnd Repúblikanaflokks-
ins stóð fyrir auglýsingunni og
eyddi rúmum tvö hundmð milljón-
um króna í að fá hana sýnda í
nokkrum helstu ríkjunum þar sem
baráttan um atkvæðin er hvað hörð-
ust.
Stuttar fréttir
Ætluðu að drepa Pútín
Öryggislögreglan
í Úkraínu handtók í
síðasta mánuði
marga menn sem
eiga að hafa ráðgert
morð á Vladimir
Pútín Rússlandsfor-
seta. Öryggislög-
reglan hafði fengið
vísbendingu um tilræðið frá er-
lendri leyniþjónustu.
Bensínverð á niðurleið
Norskir stjómmálaflokkar taka
ekki illa í lækkun á bensínskattin-
um. Talið er að bensínverðið muni
lækka um 5 íslenskar krónur.
Hrifnir af sænska ríkinu
Danir flykkjast nú yfir sundið í
áfengisverslanir Svía. Þaö er ekki
verðið sem lokkar Dani heldur úr-
valið og gæðin. í sænska ríkinu eru
seldar yfir 300 bjórtegundir.
Vaðið á lelð í vinnuna
íbúar japönsku borgarinnar Nishibiwajima áttu ekki annars úrkosti í morgun en vaöa eða róa ef þeir ætluöu sér að
komast leiðar sinnar í borginni. Gífurleg flóö hafa oröiö í helstu iðnaöarhéruðum Japans í kjölfar mesta úrhellis í
rúma öld. Búist er viö aö þeir sem þurftu aö yfirgefa heimili sín komist þó heim á ný innan skamms.
Deilt um áframhaldandi
eftirlit með flokki Haiders
Refsiaðgerðum Evrópusambands-
ins, ESB, gegn Austurríki var aflétt
í gær. Eftirliti með Frelsisflokknum
verður þó haldið áfram. í yfirlýs-
ingu frá Frakklandi, sem fer með
forystu í ESB, staðfesta aðildarríkin
að einangrunaraðgerðirnar hafi
verið gagnlegar og að nú sé hægt að
aflétta þeim. Aðildarríkin 14 eru þó
enn áhyggjufull vegna þróunar
mála innan Frelsisflokks Jörgs
Haiders og stefnu flokksins. Ekki er
greint frá því hvaða skilyrði flokk-
urinn þarf að uppfylla til þess að eft-
irliti með honum verði hætt.
Danskir stjómmálamenn vara við
eftirliti með Frelsisflokknum. Sam-
kvæmt Poul Nymp Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, felst eft-
irlitið í því að sendiherrar ESB í
Vín ræðast við með jöfnu millibili.
Talsverður ágreiningur hefur
Schiissel og Passer
Wolfgang Schússel kanslari Austur-
ríkis og Susanne Riess Passer
varakanslari fagna afnámi einangr-
unaraðgeröa.
veriö milli aðildarríkja ESB um ein-
angrunaraðgerðimar gegn Austur-
ríki vegna stjómarþátttöku Frelsis-
flokksins. Til þess að koma i veg
fyrir svipað ástand í framtíðinni
skuldbinda ESB-ríkin sig til að
koma á reglum sem auðvelda skjót
inngrip gegn aðildarríkjum sem tal-
in era brjóta gegn gildum þeirra.
Þrír vitringar, sem ESB fól að
kanna mannréttindamál í Austur-
ríki vegna stjómarþátttöku Frelsis-
flokksins, sögðu í yfirlýsingu sinni
á fóstudaginn að þau væru svipuð í
Austurriki og í öðrum löndum ESB.
Töldu þeir réttindi útlendinga jafn-
vel betri á sumum sviðum í Austur-
ríki. Með aðgerðunum ætlaði ESB
að reyna að hræða Frelsisflokk
Jörgs Haiders frá stjómarþátttöku.
Austurríkismenn líta nú á sig sem
sigurvegara i málinu.
Hlakkar til saunabaðsins
Það fyrsta sem fmnski gíslinn
Risto Vahanen gerði þegar hann
sneri heim eftir 5 mánaða fangavist
á Filippseyjum var að kyssa jörðina.
Félagi hans, Seppo Franti, gat varla
beðið eftir því að komast í sauna.
Sifjaspellsprestur
Norskur prestur hefur verið
kærður fyrir sifjaspell gegn þremur
dætrum sínum og fyrir að hafa not-
fært sér stöðu sína sem sálusorgari
til að hafa samfarir við konu sem
leitaði til hans.
Biðja Suu Kyi griða
Kvenkynsutan-
ríkisráðherrar, með
Madeleine Albright
í broddi fylkingar,
hvöttu í gær yfir-
völd í Burma til að
sleppa stjórnarand-
stöðuleiðtoganum
Suu Kyi úr stofu-
fangelsi og hefja viðræður við
stjómarandstöðuna.
Prins í dái
Guillaume prins af Lúxemborg
var enn í dái í gær af völdum
bílslyss sem hann lenti í í París
snemma á sunnudagsmorgun. Bíll
prinsins og konu hans fór margar
veltur eftir árekstur. Hjónunum
tókst að komast út úr bílnum en
urðu þá fyrir öðmm bíl sem kom
akandi.
Ánægðir með frestun
Bæði yfirvöld í
Jórdaníu og
Kanada sögðu í gær
að ákvörðim Yass-
ers Arafats og
Palestínumanna
um að fresta yfir-
lýsingu um sjálf-
stætt riki myndi
stuðla að betra andrúmslofti fyrir
samningaviðræðumar fyrir ísraela.
Arafat hafði hótað því að lýsa yfir
sjálfstæði Palestínu 13. september
en lét miðstjóm PLO, Frelsissam-
taka Palestínu, um að taka lokaá-
kvörðunina.
Annan vill aðgerðir
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að
timi væri kominn til að styrkja frið-
argæslulið samtakanna og stækka
Öryggisráðið.