Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
51
I>V
Tilvera
Bókmenntahátíð stendur nú sem hæst í Reykjavík:
Bókin er eins og stórmarkaður .
Bókmenntahátíð hófst I Reykjavtk
á sunnudag og lýkur næstkomandi
laugardag. Dag hvem em í boði upp-
lestrar, pallborðsumræður, bók-
menntaspjall o.s.frv. Blaðamaður DV
fór á tvo slíka viðburði, umræðufund
um norrænar bókmenntir á mánudag
og pallborðsumræður um bókmenntir
og kvikmyndir í gær.
Kvikmyndir hafa haft áhrif á
bókmenntir
Þátttakendur í pallborðsumræðum
um bókmenntir og kvikmyndir vom
ameríski rithöfundurinn og kvik-
myndaleikarinn Edward Bunker,
finnlandssænski rithöfundurinn Mon-
ika Fagerholm, íslenski rithöfundur-
inn og myndlistarmaðurinn Hallgrím-
ur Helgason, norski höfundurinn
Linn Ullmann og íslenski rithöfund-
urinn Einar Már Guðmundsson. Þess-
ir rithöfundar hafa mismikla reynslu
af kvikmyndum, allt frá því að hafa
samið kvikmyndahandrit sjáifir í að
eiga enga bók sem orðið hefur að
kvikmyndahandriti. Sveinbjörn I.
Baldvinsson stýrði umræðum.
Rætt var um samband bókmennta
og kvikmynda og sagðist Bunker telja
að kvikmyndin hefði valdið miklum
breytingum á því sem hann kallaði
„storytelling". Hallgrímur tók undir
þetta og sagðist hafa lært mikið af því
að skrifa kvikmyndahandrit - að
þurfa að pakka efninu niður á 90 síð-
ur, að hafa „plott“ og að geta greint
frá efni viðkomandi bókar eða kvik-
myndar í fáum orðum.
Ullmann var ekki sammála því að
það væri endilega kostur að geta
greint frá efni bókar eða kvikmyndar
í fáum orðum - t.d. væri alls ekki
hægt að greina frá eíni sinfóníu í
fáum orðum.
Einar Már kvaðst á þeirri skoðun
að allur skáldskapur hefði sama upp-
runa, hvort sem sá skáldskapur birt-
ist í ljóði, skáldsögu eða kvikmynd.
Sagan hefði hins vegar meira frelsi en
kvikmyndin - kvikmyndin yrði að
vera svo nákvæm og sagðist hann
hafa nýtt sér þessa nákvæmni í skáld-
sögum sínum. Á hinn bóginn telur
hann að skáldsagnahöfundar geti lagt
strúktúriska hugsun til kvikmynda-
handrita. Þar vantaði oft upp á að
bæði persónur og samtöl væru nógu
vel skrifuð.
Einfaldara aö setja á blað en
kvikmynda
Hallgrímur sagðist vera mjög upp-
tekinn af kvikmyndum eftir að hafa
verið á tökustað þegar verið var að
kvikmynda 101 Reykjavík. Þá hefði
hann áttað sig á hvað kvikmyndun
væri mikið fyrirtæki. Það væri svo
ótrúlega auðvelt að skrifa á
blað að snjór lægi yfir öllu
en þegar maður sæi fyrir sér
mennina á snjóvélinni í
kvikmyndasettinu þá yrði
það talsvert flóknara.
Sveinbjöm velti upp flet-
inum að ná til fólks með
verkum sínum, kvikmyndir
næðu undantekningalítið til
fleiri og ekki síður að gróða-
möguleikar kvikmyndarinn-
ar væru talsvert meiri.
Bunker sagðist búa í
Hollywood og hafa að mark-
miði að láta kvikmynda bæk-
ur sínar og Hallgrímur bætti
þvi við að það væri afar
þægilegt fyrir höfunda, sem
yfirleitt læsu ekki margar
bækur, að bækur væru kvik-
myndaðar. Menn hefðu þá
innsýn í efni bókanna án þess að hafa
lesið þær.
Ullmann kom inn á hvað kvik-
myndin væri öflugur miðill. Maður
myndi yfirleitt kvikmynd betur en
bók jafnvel þótt maður hefði lesið bók-
ina tvisvar en aðeins séð myndina
einu sinni.
Einar Már kvað þó bókina vera
margradda, pólífóníska, meðan kvik-
myndin væri einradda. Þess vegna
fyndist honum hin sigilda umræða
um hvort myndin væri betri en bókin
ekki sérlega áhugaverð - þetta væru
Skrifar um að vera ekki heima
Linn Ullmann er ungur höfundur sem vakiö hefur athygli víða.
DV-MYNDIR E.ÓL.
svo ólíkir miðlar.
Að mati Hallgríms fer tíminn verr
með kvikmyndir en bækur. T.d. væri
hægt að lesa bók eftir Dostojevskíj,
jafnvel 100 ára gamalt eintak, og bók-
in stæði fyrir sínu. Hins vegar væru
kvikmyndir frá fjórða áratugnum
ekki sannfærandi í dag. Ullmann
sagðist þó telja að bæði bækur og
kvikmyndir myndu standast tímans
tönn þrátt fyrir tilkomu nýrra miðla.
Fólk vildi alltaf geta tekið sér bók í
hönd og horfið inn í heim kvikmynd-
arinnar eins og gerist i bíósal.
Bókin á sitt líf óháö kvik-
myndinni
Rætt var nokkuð um sölu bóka og
kvikmynda. Bunker hélt því fram að
kvikmynd glæddi alltaf sölu þeirrar
bókar sem hún væri gerð eftir, jafnvel
léleg kvikmynd, og Ullmann kom inn
á að bæði bækur og kvikmyndir sem
slá verulega í gegn eru oft þær sem
fáir hafa trú á í upphafi og nefndi
Harry Potter sem dæmi.
Næst barst talið að því hvemig
væri fyrir rithöfund að láta frá sér
bók til kvikmyndunar. Fagerholm
sagðist vilja láta bók endanlega frá sér
þegar henni væri lokið og bætti því
við að henni fyndist kvikmynd ekki
endilega hafa svo mikið að gera með
bókina sem handritið væri unnið upp
úr, bókin stæði að minnsta kosti fyrir
sínu óháð því hvemig tækist til með
Markmiö að láta kvikmynda
bækur
Edward Bunker á heima í
Hollywood og hrærist í heimi
kvikmyndanna.
Ríkidæmi að vera tví-
tyngdur
Monika Fagerholm tók
bæöi þátt í umræöum um
norrænar bókmenntir og
bókmenntir og kvikmyndir.
kvikmyndina. Hallgrímur bætti við
að höfundurinn yrði bara að kyngja
hugmyndum leikstjórans vegna þess
að kvikmyndin lyti öðrum lögmálum
en bókin. Hann hefði til dæmis orðið
að kyngja því að einn sætasti leikari
íslands léki persónu sem hann hefði
skrifað sem algeran lúða. Hallgrímur
sagði að lokum að líkja mætti bók við
stórmarkað sem leikstjórinn kæmi
inn í, veldi það sem hann langaði
mest i og færi með það heim og eldaði.
Höfundinum og öðrum áhorfendum
kynni að líka maturinn vel eða illa en
höfundurinn ætti samt
alltaf stórmarkaðinn sinn,
bókina.
Norræn vídd í bók-
menntum
Umræðufundurinn á
mánudag var haldinn í sam-
vinnu við norræna lektora
við Háskóla íslands. Efnið
var norrænar samtímabók-
menntir og fyrsta spuming-
in sem Dagný Kristjánsdótt-
ir, lektor við Háskóla ís-
lands og stjórnandi um-
ræðnanna, varpaði til rit-
höfundanna var hvort þeir
teldu að til væri sérstök
norræn vídd í bókmenntun-
um.
Sænski rithöfundurinn
Kerstin Ekman varð fyrst
fyrir svörum. Hún sagðist
skilgreina sig sem norrænan höfund
og í nýjustu bók sinni léki hún sér að
því að skrifa á mismunandi mállýsk-
um bæði norrænum og samískum.
Hún sagðist telja að norræna málum-
hverfið mótaði hana mjög sem rithöf-
und og sömuleiðis náttúran.
Skrifar ekki um vansælt fólk
Norski höfundurinn Erlend Loe
lýsti þeirri bændafjölskyldu sem hann
er upprunninn í sem hann kvað afar
þögla. Hann sagði sína til-
finningu fyrir norrænum
bakgrunni byggða á þessari
fjölskyldu og kvaðst ekki
mjög upptekinn af honum.
Þvert á móti sagðist hann
reyna að vinna gegn honum
með því að vera húmorískur
í sögum sínum en hann
sagðist einmitt oft sakna
húmors í norrænum bók-
menntum. Hann sagðist
ekki langa að skrifa sögur
um fólk sem liði mjög illa í
upphafi sögu, verr um mið-
bik hennar og alveg djöful-
lega í lokin.
Loe sagðist þó ekki geta
afheitað þvi að bækur hans
væru afsprengi skandína-
______ víska velferðarkerfisins.
Hann sagðist fjalla mikið
um óttann við að verða fullorðinn
sem væri bein afleiðing hins mikla ör-
yggis og þæginda sem ungt fólk á
Norðurlöndum byggi við. Það væri
því hið norræna samfélag sem endur-
speglaðist í bókum hans, ekki náttúr-
an.
Málið mótar
Færeyingurinn Jógvan Isakson,
bókmenntafræðingur og glæpasagna-
höfundur, sagðist ekki þekkja þessa
þöglu norrænu menn sem Loe talaði
um. í Færeyjum þegðu menn bókstaf-
samfélagi. Hins vegar sagðist hún
mótast talsvert af því að tilheyra
málminnihlutahópi. Hún sagðist telja
það ríkidæmi að vera tvítyngd, lifa
með tveimur tungumálum, öðru inni
á heimilinu en hinu úti í samfélaginu.
Að auki sagði hún að norrænar
kvennabókmenntir hefðu haft tals-
verð áhrif á sig og ýmsar femínískar
spurningar sem þar væru settar fram.
Stoltar og villtar konur
Norski höfundurinn Linn Ullmann
byrjaði á að taka fram að hún byggi
við þá sérstöðu að hafa ekki alist upp
í heimalandi sínu en bætti við að lík-
lega væri maður aldrei norrænni en
þegar maður væri annars staðar.
Heimþráin er að hennar mati oft
rauður þráður í bókmenntum og höf-
uðþema bóka hennar er einmitt að
vera ekki heima. Hún sagðist finna
samsvörun milli landslags sem víða
fyndist á Norðurlöndum og innra
landslags. Þar sagðist hún eiga við
þetta hrjóstruga landslag sem hún
hefði séð hér á íslandi og upplifað
m.a. á Gotlandi þegar hún var bam.
Einnig sagðist hún telja að sameigin-
leg þjóðsagnahefð hlyti að móta bók-
menntirnar, þjóðsögur sem oft væru
gróteskar og óhugnanlegar.
Síðast en ekki síst telur hún kven-
lýsingar í norrænum bók-
menntum skera sig frá öðr-
um. Þar væri lýst stoltum
og svolítið villtum konirni,
ekki flatneskjulegum kon-
um með skort á sjálfsvirð-
ingu.
Hefur lært af því að skrifa
kvikmyndahandrit
Kvikmyndin 101 Reykjavík
sem gerö var eftir skáldsögu
Hallgríms Helgasonar var ný-
lega frumsýnd.
Margbreytileikinn
í framhaldi af inngangi
höfundanna spunnust um-
ræðrn- m.a. um „kjamakarl-
inn“ sem Erlend Loe hefur
fjallað um og bað Dagný
hann að skilgreina „kjarna-
karlinn". Loe sagði hann
ur samið bæöi skáldsögur og vera indælan, góðan, róleg-
Skáldsagan er margradda
Einar Már Guömundsson hef-
kvikmyndahandrit.
lega aldrei heldur væm stöðugt að
segja sögur. Hann sagði að það sem
hefði fengið hann til að skrifa væri
hið breiða bil milli talmáls og ritmáls
í Færeyjum. Hann hefði langað að
skrifa bækur sem fólk gæti lesið án
fyrirhafnar.
Finnlandssænski rithöfundurinn
Monika Fagerholm sagðist álíta að
Norðurlandabúar skildu hverjir aðra
vel vegna þess að þeir byggju í svip-
uðu samfélagi, opnu frjálsu lýðræðis-
an og hjálpfúsan en afar
tortrygginn gagnvart því
sem er framandi. Linn Ul-
mann sagðist hrædd um að
þessi ótti við hið framandi
gerði að verkum að kjamakarlinn
væri nú að hætta að kjósa sósíal-
demókrata og snúa sér að Framfara-
flokknum og Dagný líkti honum við
Bjart í Sumarhúsum.
Að lokum dró Dagný umræðu dags-
ins saman á þann hátt að menn væra
sammála um að eitthvað samnorrænt
væri til, hins vegar væri ekki ná-
kvæmlega ljóst hvað það væri en að
minnsta kosti væri ljóst að það væri
margbreytilegt. -ss
Grænatún
Kópavogi
Tilboð á Ijósakortum:
10 tíma kort á 2.900
10 tíma morgunkort 2.490
20- 50% afsláttur af nærfötum
20% afsláttur af sólkremum
Strata 321
Sími S54 3799
12 tímar 7.900 kr.
12 tvöfaldir tímar 12.900 kr.
•Styrking, greining og mótun.
•Mjög góður árangur.
•Rólegt umhverfi.
HeílsU'Cr^dlerí
Grænatúni 1, Kópavogi, s. 554-5800.
r