Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Side 28
52
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
v Tilvera
DV
v
%
mi
«b
»
lí fiö
E F T I R V I N N U
■ REGINA OSK A NÆSTA BAR I
kvöld ætlar Regína Osk söngkona
að flytja tónlist sína á Næsta bar
ásamt félaga sínum. Tónleikamir
hefjast klukkan 22 og aðgangur er
ókeypis.
■ SOtlL OG LEGOWITZ Á PRIKINU
I kvöld eru Soul-bræöur á Prikinu.
Deep house-kvöld,,Herb Legowitz
og Tommi White. Ómissandi þáttur
á miðvikudögum eins og alltaf.
Klassík
■ CAPUT I SALNUM Caput hópur
inn mun í kvöld flytja verk eftir Atla
Ingólfsson, Sunleif Rasmussen og
Hróðmar Sigurbjörnsson. Tónleik-
arnir eru í samvinnu viö M-2000.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Kabarett
■ HLATURGAS 2000 Hláturgas
2000 hefst í dag á Sjúkrahúsi Suð-
uriands á SelfossL Sýningin er unn-
in í samstarfi viö íslandsdeild nor-
rænna samtaka um læknaskop
(Nordisk Selskap for Medisinsk
Humor) sem voru nýlega stofnuð,
fyrst sinnar tegundar. Þekktir inn-
lendir og erlendir skopteiknarar og
hagyrðingar leiöa saman hesta sína
en sýningin er nú á ferð á milli 10
sjúkrastofnana landsins. Sýningunni
lýkur 7. október.
Fundir
■ FYRIRLESTUR HAPAS
SHACHNAI Hadas Shachnai mun
halda fyrirlestur t boði tölvunar-
fræðiskorar og reiknifræðlstofu
Raunvísindastofnunar klukkan
16.15 í dag. Fyrirlesturinn fjallar um
aðferðirtil að giska á skipanír til að
keyra fram í tímann á nútímalegum
pípugjörvum og Itkön til aö greina þá
hrööun sem af þeim leiðir. Fyrirlest-
urinn er öllum opinn og er haldinn t
stofu 157 í VR-II.
■ UPPLESTUR í H)NÓ í kvöld kl.
20.30 verður í lönó upplestur á veg-
um alþjóðlegu bókmenntahátíðar-
Innar t Reykjavtk sem nú stendur
yfir. Upplesarar verða Kerstin Ek-
man, André Brink, A.S. Byatt, Mar-
grét Lóa Jónsdóttir og Einar Kára-
son. Erlendu rithöfundarnir lesa upp
á eigin tungumáli.
Þýðing á íslensku verður sýnd sam-
tímis á tjaldi. Aðgangur ókeypis.
spinna í Iðnó
Eldjámsfeðgamir, Þórarinn
og Kristján, ætla í dag að stilla
saman listræna strengi Ijóðs og
gítars á Café9.Net. Dagskráin
kallast „Poetry Guitar“ og njóta
þeir feðgar aðstoðar frá DJ
Bunuel og Arrtu Pakalo
vibrafónleikara frá Finnlandi.
Um er að ræða skipulagðan
spuna sem spennandi verður að
sjá hvemig fer.
Krár
Sjá nánar: Liflð eftir vinnu á Vísi.is
Listabrölt:
Lukka tröllastelpa
Kristlaug María Sigurðardóttir rit-
höfundur hefur verið búsett í Kaup-
mannahöfn síðustu árin. Kikka, eins
og hún er yfirleitt kölluð, er höfundur
Ávaxtakörfúnar sem naut mikilla vin-
sælda síðastliðinn vetur og var sýnd
fyrir fullu húsi á næstum því öllum
sýningum. Árið 1991 hlaut hún Evr-
ópu-Genfarstyrkinn sem er ætlaður
efnilegum rithöfundum yngri en 35
ára. Kikka segir að sá styrkur hafi
komið sér mjög vel og gert sér kleift
að ferðast um heiminn og gleypa í sig
erlend menningaráhrif. Sem stendur
er Kikka stödd hér á landi til að
kynna nýja hugmynd að sjónvarps- og
margmiðlunarefni um Lukku eða
Lucky tröliastelpu.
Lukka er tröllastelpa
„Lukka er sjónvarps- og margmiðl-
unarverkefni fyrir börn. Efnið er
þannig matreitt að það ætti að ganga
bæði hér á landi og erlendis og ég er
að leita eftir samstarfi við íslenska
Fjölskyldumál
sjónvarpsstöð og íslenskan framleið-
anda.
Lukka er tröllastelpa sem fer úr
hellinum sínum og flytur í vita með
besta vini móður sinnar sem er ís-
björn. Þau eiga helling af vinum og úr
vitanum kanna þau heiminn. Það eru
sex eða sjö aðalpersónur sem mest ber
á og svo hellingur af skrýtnum auka-
persónum sem koma fram. Þó að
Lukka sé tröll er hún fríðari en geng-
ur og gerist með slíkar forynjur. Hún
er sterk kvenpersóna og góð fyrir-
mynd fyrir stelpur.
Ég hugsa þetta sem stelpuefni en þó
ekkert í líkingu við Barbie. Mér finnst
sjónvarpsefni fyrir böm miðast allt of
mikið við stráka eða þá svo mikla
kennslu að bömin geta ekki horft á
það. Litir, bókstafir, tölustafir og allt
það í sama pakka. Stefnan hjá mér er
að búa til efni sem er bæði heimspeki-
legra og skemmtilegra.
Lukka er hugsuð sem „on going“
framleiðsla í mörg ár, 52 þættir á ári.
Ein þáttaröð í hverri árstíð með 13
þáttum í hverri þáttaröð þannig að
árstíðimar, veðrið og landið fá að
njóta sín mjög vel. í mínum huga er
sögusviðið á Suðurnesjum. Svæðið er
mjög myndrænt og óþrjótandi upp-
spretta söguefnis. Þar er einnig að
finna gríðarlega orku sem bíður eftir
því að vera leyst úr læðingi.
Persónurnar eru í heilbúningum
þannig að það er ekkert mál að tal-
setja þættina á hvað tungumáli sem
er.“
7
Abyrgð
Er að kynna hugmyndina
„Þessa dagana er ég að kynna hand-
ritið og viðskiptaáætluninna fyrir
hugsanlegum framleiðendum og mér
fmnst flestir vera mjög jákvæðir.
Menn verða náttúrlega að fá tækifæri
til að skoða hugmyndina og velta
henni fyrir sér. Það er einna helst að
menn séu hræddir við stærðina á
verkefninu en það er þó ekki algilt því
sumir telja hana kost og sjá alla
möguleikana sem hún býður upp á.
Ég er reyndar búin sýna nokkrum
framleiðendum og fjárfestum hug-
myndina og þeir eru volgir en vilja
vita hvort mér tekst að fóta mig á
heimamarkaði.
Ég er líka að leita að meðhöfundum
vegna þess að það er ekki hægt að
skrifa svona einn. Hugmyndirnar eru
því miður ekki óþrjótandi og á endan-
um fer maður bara að endurtaka sig
og verða leiðinlegur."
-Kip
Þórhallur
Heimisson
skrifar um
fjölskyldumál á
miövikudögum
Frelsi einstaklingsins er í tísku í
dag. Allir eiga að hafa rétt á því að
lifa lífi sínu eins og þeim þóknast, ef
þeir aðeins fylgja settum lögum. Og
þetta er á margan hátt af hinu besta.
Ég get lifað mínu lífi eins og mig lyst-
ir og þú þínu, og allir una glaðir við
sitt. Um leið erum við öll ákaflega
meðvituð um réttindi okkar. Við, sem
frjálsir einstaklingar, höfum margs
konar réttindi, skráð og óskráð. Og
við viljum gjaman vernda þessi rétt-
indi. Við höfum til dæmis rétt á því
að skemmta okkur ærlega eftir langa
Ef við œtlumst bara til þess
að maki okkar setji góða
ávexti í skálina en leggjum
ekkert sjálf af mörkum
fyllist skálin aðeins að
hálfu leyti. Til þess að skál-
in sé full þurfa báðir að
leggja sína ávexti í púkkið.
vinnudaga, við höfum rétt á því að
stunda okkar áhugamál, við höfum
rétt á því að njóta frelsisins sem
frjálsir einstaklingar í frjálsu samfé-
lagi. Þetta tvennt „frelsi og réttur" er
síðan eitthvað sem hamrað er á við
okkur alla daga t.d. í fjölmiðlum.
Aftur á móti er annað gamalt
hugtak sem gjaman gleymist enda
ekki eins skemmtilegt og hin tvö.
Það er hugtakið „ábyrgð“! Berum
við ekki ákveðna ábyrgð I lífmu
þrátt fyrir allt okkar frelsi og öll
okkar réttindi? Jú, vissulega. Við
berum t.d. ábyrgð á okkur sjálfum.
Ef við reykjum of mikið, borðum of
mikið eða drekkum of mikið áfengi
getur enginn borið ábyrgð á því
nema við sjáif.
Ef aftur á móti sambúðin okkar
eða hjónabandið er á rangri leið, þá
gleymum við gjaman því að það
erum við bæði sem berum ábyrgð á
sambandinu en ekki bara maki okk-
ar. Þá grípum við til réttinda okkar
til að afsaka okkur sjálf. „Ég hef rétt
á því að vera frjáls, djamma með fé-
lögunum, ég hef rétt á því að maki
minn sé skemmtilegur," segjum við
eins og maðurinn sem vildi skilja
við konuna sína af því að hún hafði
aldrei frumkvæðið að neinu
skemmtilegu. Hjónabandið var orð-
ið svo leiðinlegt fannst honum. En
ekki datt honum í hug að finna upp
á neinu sjálfur! Það eru margir sem
hlaupa úr einni sambúðinni i aðra
vegna þess að þeim finnst þeir hafa
frelsi til að velja og rétt á því að allt
sé eftir þeirra höfði en gleyma
ábyrgðinn sem fylgir því að vera í
sambúð, að eiga fjölskyldu. Svo
gengur nýja sambúðin með nýja
makanum jafn illa og sú gamla og
þá er bara hlaupið í enn einn faðm-
inn. Og allt fer á sömu leið vegna
þess að ábyrgðin gleymist. Það
gleymist að 50% af vandanum flyst
yfir í nýja sambandið og það er
einmitt sá aðili sem ekki vildi
horfast í augu við ábyrgð sína á
gangi mála.
Stundum flnnst mér gott að líkja
íjölskyldunni við ávaxtaskál. Ef við
setjum ekkert í skálina stendur hún
tóm og rykug inni í skáp. Ef við ætl-
umst bara til þess að maki okkar
setji góða ávexti í skálina en leggj-
um ekkert sjálf af mörkum fyllist
skálin aðeins að hálfu leyti. Til þess
að skálin sé full þurfa báðir að
leggja sina ávexti í púkkið. En þá er
líka von á ávaxtaveislu úr skálinni
góðu.
ÞórhaHur Heimisson