Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 13 w i>v Útlönd Áframhaldandi öngþveiti í Evrópu vegna mótmæla gegn háu eldsneytisverði: Breskir olíuflutninga- bílar fá lögregluvernd Búist er við miklu öngþveiti viða í Evrópu í dag vegna eldsneytis- skorts og vegartálma. Öskureiðir ílutningabílstjórar og bændur um alla álfuna hafa lokað þjóðvegum og olíubirgðastöðvum og krafist þess að stjómvöld í löndum þeirra lækk- uðu verð á eldsneyti. Orkukostnaður hefur hækkað mikið samhliða hækkandi hráolíu- verði á heimsmarkaði. Verðið á ol- íutunnunni lækkaði þó um einn dollar í gær þar sem teikn voru á lofti um að framleiðslan yrði auk- in. Það mun þó ekki draga úr mikl- um olíuskorti á næstu dögum. AUt athafhalíf í Bretlandi var nánast lamað vegna mótmæla tiltölulega fárra flutningabílstjóra og bænda og bifreiðaeigendur hömstruðu bensín eins og þeir gátu. Mótmælendur hafa einnig látið á sér kræla í Belgíu og Þýskalandi og búist er við aðgerðum á Spáni og írlandi. Viðræður verkalýðsfor- ingja og stjómvalda í Belgíu um hátt eldsneytisverð voru sigldar í strand í gærkvöld. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði að láta undan kröfum mótmælenda og lækka álögur ríkisins á eldsneyti. Hann lýsti því hins vegar yfir í gærkvöld að hið versta yrði afstaðið innan eins sólarhrings. Breskir fjölmiðlar fögnuðu stað- festu forsætisráðherrans en hvöttu hann jafnframt til að lækka elds- neytisskattana. Sökuðu fjölmiðlar stjórnvöld um að hafa of lengi hunsað andstöðu almennings við hátt eldsneytisverð. Blair ræddi við fulltrúa olíufé- laganna I gær og hvatti þá til að rjúfa umsátur mótmælenda um ol- íuhreinsistöðvar og birgðastöðvar. Nokkrum klukkustundum síðar lögðu svo fyrstu eldsneytisflutn- ingabílamir upp frá birgðastöð í suðausturhluta Englands, undir lögregluvemd. Eldsneyti hefur einnig verið flutt frá stöðvum í Skotlandi og norðanverðu Englandi. Mótmælendur eru þó ekki á því að gefast upp.„Við erum búnir að berjast við stjómvöld í þrjú ár og við munum þá halda því áfram,“ sagði Andrew nokkur Rothwell. Rólegan æsing Breskur lögregluþjónn reynir aö róa bifreiöaeiganda á bensínstöö í suöur- hluta London. Flestar bensínstöövar í Bretlandi voru orönar bensínlausar í gær en nú er byrjaö aö keyra eldsneyti út aftur. Chelsea Clinton Forsetadóttirin tók sér frí úr skóian- um í haust til aö geta variö meiri tíma meö foreldrum sínum. Chelsea með sendinefnd á ólympíuleikana Chelsea Clinton, dóttir Banda- rikjaforseta, er í opinberri banda- riskri sendinefnd sem hélt í gær til Ástralíu vegna ólympíuleikanna þar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði fyrr á þessu ári er hann heim- sótti æfingabúðir bandarískra iþróttamanna í Kaliforníu að hann gæti ekki verið viðstaddur ólympiu- leikana í Sydney. Chelsea dóttir hans yrði þar hins vegar tii að hvetja Bandaríkjamenn. Forsetadóttirin hefur tekið sér frí frá námi í haust til að verið með for- eldrum sínum við opinber störf þeirra. ¥ I srtG W<#r Kúgun kvenna mótmælt Ung kona stillir sér upp fyrir framan iaganna veröi viö nektarklúbb í Mel- bourne i Ástralíu. Konan vildi meö þessu mótmæla kúgun kvenna auk þess sem hún tók þátt í mótmælum gegn alheimsvæöingunni og forstjóragræögi. Sænsk ekkja stefmr Sænsk kona, Maria Stevens, hef- ur stefnt forseta Simbabve, Robert Mugabe, vegna morðsins á eigin- manni hennar, David Stevens, síð- astliðið vor. Ásamt þremur öðrum fómarlömbum pólitísks ofbeldis í landinu krefst hún 400 miRjóna doll- ara í skaðabætur. Mugabe var afhent stefhan þegar hann tók þátt í árþúsundamótaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York i síðustu viku. David Stevens var fyrsta fómar- lamb hinna svokölluðu uppgjafaher- Mugabe manna sem lögðu undir sig hundruð búgarða hvítra. Stjórnar-- flokkur Mugabes hafði sent upp- gjafahermennina á vettvang. Málið gegn Mugabe var höfðað fyrir dómstól á Manhattan. Dóm- stóllinn neitaði reyndar að láta handtaka Mugabe en Maria Stevens telur að hann eigi á hættu að verða handtekinn snúi hann aftur til Bandarikjanna. Talsmaður Mugabes segir forset- ann hvorki hafa tekið við stefnunni né séð hana. Ódýr lausn fyrir heimilið og skólann 109.900 Club 2530e Örgjörvi Flýtiminni Vinnsluminni Harður diskur Skiákort Skjár CD- ROM 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald Netkort Celeron 533 128Kb 64Mb, stækkanlegt í 256 15 GB 4Mb á móðurborði 17" 40x 64 Dimand 56k - V.90 Fax Ethernet kort Vinsælasta heimilistölvan í Evrópu er einfalt margmiðlunarævintýri Kraftmikil heimilisvél Platinum 7671e Örgjörvi Flýtiminni Vinnsluminni Harður diskur Skjákort Skjár DVD 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald Netkort Pentium III 667 256Kb 128Mb, stækkanlegt í 768 20 GB 7200 32Mb TNT II - TV útgangur 17" tífaldur leshraði 192 Dimand 56k - V.90 Fax Ethernet kort Packard Bell er þekkt sem "margmiðlunartölvan" enda verið kosin í erlendum könnunum sem besta tölvan til að nálgast Netið. Hún hefur frá árinu 1996 verið mest selda heimilistölvan í Evrópu. Hún er eins vinaleg og nokkur notandi gæti ímyndað sér, einfaldar leiðbeiningar, uppsettur pakki af forritum fylgir, frí nettenging í þrjá mánuði, auk þess sem þjónustan sem við ætlum að bjóða okkar viðskiptavinum mun standast samanburð við það besta. Sjáið svo bara verðið Hugbúnaður Windows 98 SE, PB Navigator, PB softbar, Word 2000, Works 2000, Money 2000, Printartist 4, Norton vírusvörn 2000, Smartrestore, S.O.S., PC Doctor, Winphone 2000 IE5 5.0, Netscape Communicator 4.5, Real Player G2, Adobe Acrobat, QuickTime 3, ShockWave 6.0, AOL 4.0, Compuserve 2000, WinAmp2.203, ACDSee 2.4 Leikir Club: Caesar III. Platinum: Caesar III, Monaco Grand Prix, Alpha Centraui. Verð 169.900 Packard Bell s*r RðDIO sssáís Is s Getelagötu 14 • Slml 462 1300 BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.