Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
7
DV
Fréttir
Bílasalar sameinast á Kletthálsi:
Eins og tíu
Laugardalsvellir
Á næstu mánuðum sameinast allar
helstu bílasölur notaðra bifreiða í höf-
uðborginni á einum stað á risalóð sem
þeim hefur verið úthlutað á Kletthálsi
við Suðurlandsveg í Reykjavík. Stærð
lóðarinnar er á við tíu Laugardals-
velli, alls rúmlega 60 þúsund fermetr-
ar, og þar verða þúsundir bifreiða til
sýnis og sölu á sérhönnuðu markaðs-
svæði bílasalanna:
„Þama munu bilasalarnir starfa
sjálfstætt á einum stað, stóru umboð-
in í bland við minni bílasölur sem við
þessa ráðstöfun færast úr miðbæ
Reykjavíkur og þarna upp á Klett-
háls,“ sagði Gísli Guðmundsson, for-
stjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla,
sem er meðal þeira sem tryggt hafa
sér aðstöðu á Kletthálsi. „Þarna verða
einnig Hekla og Ingvar Helgason, svo
og sex sjálfstæðar bílasölur."
Meðal bílasala sem flytja sig upp á
Klettháls er Guðfinnur bílasali sem
lengst af hefur verið með aðstöðu við
Vatnsmýrarveg en þar hefur hann
misst stóran hluta af athafnasvæði
sínu undir bílastæði hjúkrunar-
kvenna sem starfa við Landspítalann.
Þarna verða einnig bílasalar sem áður
vora í Borgartúni þar sem nýjar höf-
uðstöðvar sáttasemjara ríkisins eru.
Mikil sala á nýjum bifreiðum und-
anfarin misseri hefur leitt til mikils
framboðs á notuðum bílum sem bíla-
umboðin hafa lent í vandræðum með
að vista. Nýja aðstaðan á Kletthálsi á
að ráða bót þar á:
„Þarna geta menn skoðað stóran
hluta af því framboði sem er á notuð-
um bílum á einum stað. Því fylgir
hagræði fyrir alla og þetta verður
skemmtilegt markaðstorg," sagði
Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L.
Ráðgert er að risabílasalan á Klett-
hálsi taki til starfa með vorinu. -EIR
Heldur færri hross flutt út nú heldur en á sama tíma í fyrra:
Góður kippur í síðustu viku
Talsverður kippur kom í
útflutning á hrossum í síð-
ustu viku. Þá var sent út 121
hross. Þau fóru einkum til
Svíþjóðar en einnig til
Bandaríkjanna og fieiri
landa. Nú hafa verið flutt út
samtals 1312 hross það sem
af er árinu. Á sama tímabili
í fyrra voru 1369 hross flutt
út.
„Það er enginn svartsýnis-
tónn í okkur,“ sagði Hallveig
Fróðadóttir hjá Félagi
hrossabænda.
Útflutningur hrossa frá áramótum til 12. sopt.
- samanburður milli 1999 og 2000
400
350
300
250
200
150
100
50
Fjöldi
Sviss Þýskaland Danmörk Noregur Svíþjóð Bandarikin
382
321
275
175
114
79
jj| 107
éi.j
137
93
Hún sagði að söluaukning
í kringum landsmótið hefðu
ekki verið merkjanleg eins
og menn hefðu þó vænst.
Við samanburð á tölum nú
og í fyrra kemur m.a. fram
að útflutningur til Sviss er
minni nú heldur en á sama
tima i fyrra. Sama máli gegn-
ir um Þýskaland, Sviþjóð og
Danmörku. Hins vegar hafa
fleiri hross verið flutt út til
Noregs og Bandaríkjanna nú
heldur en á sama tíma í
fyrra. -JSS
DVJHVND E.ÓL
Innsigllng dýpkuð
Stórhöföi vakir yfír dýpkunaraðgeröunum viö innsiglinguna í Vestmannaeyja-
höfn afstakri ró.
um allt
Borgarnes
Bílasala Vesturlands - Borgarbraut 58
Sími 437 1577
Ákranes
Bjöm Lárusson - Bjarkargrund 1 2
Sími 431 1650
ísafjörður
Bílasalan ísafjarðarflugvelli
Sími 456 4712
Sauðárkrókur
Bifreiðaverkstæðið Áki
Sæmundargötu 16 - Sími 453 5141
Akureyri
Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar
Óseyri 5a - Sími 461 2960
Reyðarfjörður
Bílasalan Fjarðarbyqqð - Búðareyri 25
Sími 474 1199
Egiisstaðir
Bílasala Austurlands - Fagradalsbraut 21
Sími 471 3005
Höfn í Hornafirói
Bílverk - Víkurbraut 4
Sími 478 1990
Selfoss
Betri Bílasalan - Flrísmýri 2a
Sími 482 3100
Keflavík
Bílasala Reykjaness - Brekkustíg 38
Sími 421 6560
% Stor
utsala
á notuðum bílum
Opið til kl. 21
alla virka daga
þessa viku
án útborgunar við afhendingu
lánum í allt að 60 mánuði
fyrsta afborgun í mars 2001
BÍLAHÚSIÐ
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík
Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605
11 m iHroil &&& &BOO