Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Side 14
14
MIÐVKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
Skoðun
I>V
Hver er besta kvikmynd
sem þú hefur séð?
Nicolina Hansen:
Patriot og The very Deep End
of the Oceaon.
Jóhanna Gísladóttir nemi:
Seven.
Emilíana Björg K-Hansen nemi:
'Scary Movie.
Rakel Tanja Bjarnadóttir nemi:
Big Mama’s House.
Andri Már Númason, dyravörður
og nemi:
Saving Private Ryan.
Nína Rún Nielsen nemi:
Shawn Shawk Redemtion.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.
- „Til hvers nýja ríkisstjórn?”
Engar róstur
Björn Björnsson
skrifar:
Það er með ólíkindum hvað menn
geta fundið sér til dundurs í pólitík-
inni. - Nú bera sumir á vinstri
væng stjórnmálanna hér á landi þá
von í brjósti að núverandi samstarfí
í rikisstjórn verði hægt að splundra
með óskhyggjunni einni. Og því til
viöbótar, að halda því fram nógu oft
og af nógu miklu offorsi að fólk hér
á landi hafi það svo slæmt að það
vilji óðfúst losna við rikisstjórnina í
þeirri von að það fái eitthvað hald-
betra með nýrri ríkisstjóm þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn standi utan
við. Ekkert slíkt er þó í spilunum,
að minu mati, og verður ekki á
þessu kjörtímabili.
Hvað ættu íslendingar líka að
gera við nýja ríkisstjóm i dag? Dett-
ur forystumönnum vinstri flokk-
anna í hug að menn séu móttækileg-
ir fyrir breytingum frá því sem nú
er? Góðæri er enn um allt land.
Meira að segja eru smábátasjómenn
í stjórnarsamstarfi
„Það er því líklegast eins og
málin standa nú að báðir
stjómarflokkamir haldi
áfram stjómarsamstarfi ef
þeir fengju svipað atkvœða-
magn og þeirfengu síðast.
Annað yrði líka mikið áfall
fyrir allan almenning. “
farnir að sjá að hægt er að koma ár
sinni betur fyrir borð með ýmsum
hætti sem ekki var uppi á borðinu
fyrir nokkrum mánuðum. Sjáum
bara hvað er að gerast í Bolungar-
vík þar sem smábátafískur berst nú
að landi vegna breyttra aðstæðna og
fyrirgreiðslu bankastofnana.
Það em heldur engar slíkar róst-
ur í stjórnarsamstarfinu nú, eða lík-
legar til að verða, að nokkrum for-
ystumanni stjómarflokkanna detti í
hug að gera þær að úrslitaatriði um
áframhaldandi samstarf. Samstarf
vinstri meirihlutans í Reykjavík
getur hins vegar breyst á skemmri
tíma en er til kosninga, en það mun
heldur ekki breyta neinu að ráði
um andrúmsloftið í ríkisstjórnar-
samstarfinu. Annaðhvort verður
Framsóknarflokkurinn kyrr í því
samstarfi eða hann yfirgefur það en
það mun ekki breyta neinu i pólitík-
inni á landsvísu.
Það er því líklegast eins og málin
standa nú að báðir stjómarflokk-
amir haldi áfram stjómarsamstarfi
ef þeir fengju svipað atkvæðamagn
og þeir fengu síðast. Annað yrði
líka mikið áfall fyrir allan almenn-
ing sem hefur notið allra bestu
ávaxtanna af samstarfinu. Vinstri
stjóm á næstu árum yrði einfald-
lega stórslys, efnahagslegt, jafnt og
pólitískt. En af því þarf heldur ekki
að hafa áhyggjur. Fólkið kýs eftir
buddunni og hún hefur gildnað
drjúgt á tímabili þessarar ríkis-
stjórnar.
Sigurganga Alfreðs Þorsteinssonar
Það kemur æ
betur í ljós, hvem
diplómat og skör-
ung Alfreð Þor-
steinsson borgar-
fulltrúi hefur að
geyma. Nú síðast
er Reykjavíkur-
borg græddi 2
milljarða á verk-
um hans í málum
Línu. Nets. Hér
verður auðvitað ekki gerð grein fyr-
ir öllum þeim málum sem Alfreð
hefur unnið að á þeim tíma sem
hann hefur verið i borgarstjóm, eða
hinum viðamiklu trúnaðarstörfum
er hann hefur gegnt fyrir borgina í
tíð R-listans. Staðreyndin er hins
Skarphéðinn
Einarsson
skrifar:
„Framsóknarflokkurinn á
nú í vök að verjast, líkt og
fyrirrennarar hans sem
hafa verið í stjóm með
Sjálfstæðisflokknum. Fram-
sókn mun tapa fylgi í
næstu kosningum.“
vegar sú að Alfreð er talinn einn af
snjöllustu stjórnmálamönnum
landsins.
Framsóknarflokkurinn á nú í vök
að verjast, líkt og fyrirrennarar
hans sem hafa verið í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Framsókn
mun tapa fylgi í næstu kosningum.
Vissulega voru það mistök að Al-
freð skyldi ekki fá ráðherrastól í nú-
verandi ríkisstjórn, en sá er hans
sæti tók rann fljótlega af hólmi í
feitt embætti, án þess að hirða um
skuldbindingar við það fólk sem
kaus hann. Slíkt hefði Alfreð aldrei
gert. Og nú er Alfreð talinn valda-
mesti og snjallasti borgarfulltrúi
R-listans.
íslendingar munu fyrr en síðar
taka upp Evmna, það verkefni bið-
ur næstu ríkisstjórnar. Æskilegt
væri að Alfreð Þorsteinsson veitti
þeirri rikisstjóm forystu eða gegndi
starfi utanríkisráðherra. Það er
kominn tími fyrir Halldór Ásgríms-
son að draga sig út úr hringiðu
stjómmálanna.
Dagfari
Landhelgisgæslan á Hvolsvöll
Stjómmálamennimir eru nú í óðaönn að
dreifa ríkisfyrirtækjum um landsbyggðina til
að halda kjósendum á mottunni. Þetta er tO-
tölulega létt verk fyrir pólitíkusana því þeir
þurfa ekki að halda á kössunum né greiða
flutningabUstjóram. Það er eins og þetta gerist
af sjálfu sér.
Nýlega fluttu Landmælingar ríkisins upp á
Akranes við mikinn fognuð kjósenda en minni
ánægju starfsmanna sem flestir hættu störfum.
Að vísu hefur komið á daginn að það er miklu
dýrara að reka landmælingar á Akranesi en í
Reykjavík en það er aukaatriði. Næst á að fara
með Byggðastofnun á Sauðárkrók og forstjórinn
sagði upp frekar en fara norður. Þaö er líka smá-
mál. Auðvitað á Byggðastofnun að vera úti á
landsbyggðinni svona svipað og Borgarleikhúsið
á að vera í borginni og Dagfari að ferðast um á
daginn.
Dagfara brá hins vegar í brún þegar hann
frétti af nýjustu tUburðum stjómvalda í þessum
efnum. Samkvæmt leyniskjölum, sem skólabróðir
Dagfara samdi fyrir dómsmálaráðuneytiö, er fyrir-
hugað að flytja Landhelgisgæsluna á HvolsvöU en
atvinnulíf þar hefur að mestu byggst á pylsugerð
síðustu árin. Samkvæmt leyniskjölum dómsmála-
ráðuneytisins verða varðskipin flutt á sandana
...samningaviðræður standa yfir við
Varnarliðið um afnot af dráttarvögn-
um sem notaðir vom í Persaflóastríð-
inu þar sem þeir drógu þyrlur og her-
flutningavélar langar leiðir í gljúpum
sandi í Kuveitit.
suðvestur af byggöakjamanum og flutt til sjávar
við Þykkvabæ þegar þarf. Munu samningaviðræð-
ur standa yfir við Vamarliðið um afnot af dráttar-
vögnum sem notaðir vora í Persaflóastríðinu þar
sem þeir drógu þyrlur og herflutningavélar langar
leiðir í gljúpum sandi í Kuveit. Að vísu þarf
að gera höfn í Þykkvabænum en það er ekk-
ert mál. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á
HvolsveUi verður mikU lyftistöng fyrir byggð-
arlagið og mun auðga mannlífið á staðnum
líkt og Landmælingamar hafa þegar gert uppi
á Skaga og Byggðastofnun kemur tU með að
gera í Skagafirði. I raun mun flutningur
Gæslunnar á sandana við HvolsvöU tryggja
áframhaldandi búsetu á HvolsveUi. Það skipt-
ir mestu.
En betur má ef duga skal. Það era fleiri
þorp á landsbyggðinni en HvolsvöUur, Akra-
nes og Sauðárkrókur. Dagfari hefur fyrir því
heimildir að tU standi að flytja Námsgagnastofn-
un á Djúpavog og Rafmagnseftirlitið á Kópasker.
Á báðum þessum stöðum er afbragð aðstaða og
mannauður mikUl.
í þessu sambandi finnst Dagfara vert að benda
á kosti þess að flytja Hæstarétt á Eyrabakka og
skapa þar með nálægð við helsta fangelsi lands-
ins þangað sem flestir viðskiptavinir dómsins
fara hvort sem er. Þá er ekki úr vegi að ríkis-
stjómin öU flytji í Hveragerði og hvUi sig á Nátt-
úrulækningahælinu eftir aUa þessa flutninga. Hún
hlýtur að vera orðin þreytt. ^ |> .
Húmorinn vantar
Baldur Baldursson hringdi:
Þjóðfélagið er
að verða óþol-
andi vegna
húmorsleysis.
Ekki bara á
einu sviði held-
ur öUum.
Hvergi er að
finna neina
skemmtun sem
Spaugstofan horfin.
- Hvar er ísienskur
húmor falinn?
því nafni getur kaUast, aUt einhvers
konar menningarathafnir eða grát-
kórar sem þenja sig tU armæðu fyrir
áheyrendur. Ekki dugar Sjónvarpið
tU neins, Spaugstofan horfin og ekk-
ert bitastætt í leikhúsum, engar reví-
ur eða gamanleikrit (síðast Sex í sveit
sem sýnt var við feikna vinsældir).
Aðeins örlar fyrir kómikinni á Skjá
einum en þó aUt of afkáralegri (t.d.
Johnny national). Það vantar góðan
húmor fyrir þjóðina. Er ekki hægt að
skaffa hann, bara ókeypis?
Garðhús finnast
Upplýsingar hafa borist lesenda-
síðu DV vegna fyrirspumar í bréfi um
hvar séu seld garðhús tU að hafa á lóð-
um húsa. - TU dæmis upplýsti Þórey
Þórarinsdóttir í tölvupósti tU DV um
að faðir hennar smíðaði svona hús og
mun vandaðri en þau sem vora tU
sölu í Hagkaupi. Eitt slíkt hefði verið
auglýst í helgarblaði DV. Síminn væri
554 1677 eða 894 3715. Einnig væri
hann með heimasiðu www.simnet.is
og þar væri hægt að sjá hús sem hann
smíðaði en það væri reyndar við sum-
arbústaðinn hans.
- Einng var upplýst um að Dalsmíði
ehf. smíðaði svona hús. Sími þar er
893 8370.
Aödráttarafl fyrir ferðamenn.
- „Atdrei munu öll ósköpin seljast. “
Notuðu bílarnir
Reynir Guðmundsson skrifar:
Það er orðið hreint aðdráttarafl í
ferðabransanum að aka með erlenda
ferðamenn fram hjá bUasölum með
notaða bUa. Ferðamenn undrast aUa
þessa bUa og halda að þama sé um
kjarakaup að ræða. Sannleikurinn er
þó sá að hér er um mikinn harmleik
að ræða. Þama má sjá eigur manna
sem eru búnir að missa aUt sitt, sum-
ir hverjir, og bflamir seljast ekki. Og
aldrei munu öU ósköpin seljast. Auð-
vitað á að efna tU aUsherjar útsölu á
þessum ósköpum tU þess að fá eitt-
hvað frekar en ekkert.
Laxveiöin í
Rangánum
Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri-Rangár, skrifar:
Við veiði í
Ytri-Rangá.
- Sérstaklega
góöur érangur í
Eystri-Rangé.
Sl. fostudag fjall-
aði „Dagfari" í DV
um ýmis mál er
varða laxveiði, sér-
staklega verðlagn-
ingu veiðUeyfa.
Ekki ætla ég að
fjaUa um það hér
sérstaklega. En í
lok greinarinnar
var farið lofsamleg-
um orðum um bréf-
ritara vegna stöðu
laxveiðimála í
Rangánum. Ég fékk
hólið, en vU koma því á framfæri að
árangurinn í Rangánum er ekki síst
að þakka veiðifélögunum á svæðinu.
Bæði Veiðifélag Ytri- og Eystri-
Rangár hafa staðið myndarlega að
málum, en þó er sérstakt tUefni tU að
óska Einari Lúðvíkssyni hjá Eystri-
Rangá tU hamingju með góðan árang-
ur nú í sumar.
Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.