Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 32
>■
*
-í
*
/II//X
Frábær kjör
á bílaleigu-
bílum
Sími: 533 1090
Fax: 533 1091
E-mail: avis@avis.is
Dugguvogur10
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Hörð gagnrýni á fjárreiður í Verkalýðsfélagi Akraness:
Vantraust á
formanninn
- tillaga í undirbúningi fyrir aðalfund
Búist er við að mikill hiti verði á
aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness
sem haldinn verður næstkomandi
fimmtudag. Á fundi stjómar og trún-
aðarráðs, sem haldinn var í fyrra-
kvöld, kom fram megn óánægja með
fjárreiður félagsins. Kom fram í máli
manna sem DV ræddi við að ekki
væri ofsagt að tala um „fjármála-
óreiðu“. Skýrt var tekið fram að mál-
ið snerist einungis um lélega ávöxt-
un fjármagns félagsins.
Siguröur H. Einarsson, sem sæti
á í trúnaðarráði félagsins, sagði að-
spurður að við athugun á reikning-
um þess hefði komið í ljós að það
ætti miiljónir útistandandi í skuld-
um. Þá hefðu tekjur félagsins, þ.á
m. félagagjöld, verið lagðar inn á
venjulega ávísanareikninga þannig
að ávöxtun væri afar léleg. Á sið-
asta ári hefðu félagagjöldin numið
17,5 milljónum króna. Ljóst væri að
tap á vaxtagjöldum fyrir sama tíma-
Hervar Slgurður
Leiörétti Óánægja meö
mistökin. fjárreiöur.
bil næmi 3 milljónum króna. Við
síðustu athugun hefðu reynst 18
milljónir króna inni á ávísanareikn-
ingi.
Af þessu tilefni hefur endurskoð-
endum verkalýðsfélagsins verið
falið að leggja fyrir aðalfund út-
reikninga á fjárhaldi félagsins fimm
ár aftur í tímann.
Formaður Verkalýösfélags Akra-
ness, Hervar Gunnarsson, liggur
undir þungu ámæli félagsmanna
vegna þessa. Mikil óánægja hefur
lengi kraumað undir niðri í félag-
inu. Hún er nú að brjótast upp á yf-
irborðið fyrir aðalfundinn. í undir-
búningi er vantrauststillaga á for-
mann félagsins verði borin upp á
honum.
Hervar Gunnarsson sagði að eng-
inn gjaldkeri væri hjá félaginu en
samkvæmt lögum kæmi skrifstofu-
stjóri í hans stað. „En þegar upp er
staðið er ég ábyrgur fyrir þessu sem
formaður félagsins og skýt mér ekki
undan þeirri ábyrgð,“ sagði hann.
„Það er alltaf spurning hve mikið fé
félagið geti bundið og það má alltaf
deila um hver hæsta hugsanleg
ávöxtun hefði getað verið. Þeir sem
gagnrýna þetta miða að sjálfsögðu
við hæstu tölur i vaxtakúrfunni. Ef
gerast mistök af þessu tagi geng ég í
að fá þau leiðrétt og það er ég nú að
gera.“ -JSS
íslensk miðlun á Vestfjörðum gjaldþrota:
Byggðastofnun
lagði 10 milljón-
ir í púkkið
- þó ekki hafi verið staðið við skilyrði
Vatnavextir í Þórsmörk:
Um 140 börn
í hrakningum
Um 140 böm frá Norðurlöndun-
um lentu í miklum hrakningum í
gærkvöld þegar þau voru á leið í
fjórum rútum frá Teiti Jónassyni úr
Básum í Þórsmörk í Kópavog. Með
þeim var hópur kennara.
Gifurlegir vatnavextir höfðu orð-
ið og flæddu allar ár úr farvegi sín-
um. Yfir fjórar ár var að fara, auk
Qölda spræna sem voru orðnar að
beljandi fljótum.
Lagt var af stað úr Básum um
fjögurleytið í gærdag. Veðurspáin
gerði ráð fyrir að drægi úr rigningu
þegar líða tæki á daginn en reyndin
varð sú að það bætti í úrkomuna.
Kallað var eftir aðstoð og kom m.a.
öflugur trukkur frá Austurleið SBS
á staðinn, auk bíla frá Teiti og Aust-
urleið, til að taka við bömunum og
halda ferðinni áfram. Voru þau ferj-
uð á trukkum yfir árnar og í bílana
sem þar biðu.
Um tíuleytið kom fyrri hópur
bamanna að Hlíðarenda en sá síð-
ari um miðnætti.
Þar fengu börnin að borða og
heitt kakó. Engum varð meint af
volkinu svo vitað sé.
Börnin sem em í heimsókn hér
eru frá vinabæjum Kópavogs. -JSS
Forsvarsmenn íslenskrar miðlun-
ar á Vestfjörðum hafa óskað eftir
gjaldþrotaskiptum. í gær var starf-
semi á Þingeyri innsigluð vegna van-
goldinna vörsluskatta.
íslensk miðlun á Vestfjörðum ehf.
var rétt rúmlega eins árs og sjálfstætt
útibú samnefnds fyrirtækis í Reykja-
vík. Var það með símsvörunarþjón-
ustu á Þingeyri, Bolungarvík, Suður-
eyri og ísafirði. Fyrirtækið var inn-
siglað í vor vegna vangoldinna vörslu-
skatta en fór í gang að nýju í ágúst eft-
ir uppstokkun á starfseminni.
Endurskipulagning sem fram-
kvæmd var í sumar fólst m.a. í því
að Byggðastofnun lét 10 milljónir af
hendi rakna, m.a. gegn skUyrðum
um að gert yrði upp við starfsfólk.
Þá breytti ísafjarðarbær skuldum í
hlutafé og fleiri lögðu hönd á plóg.
Verkalýðsfélög á svæðinu höfðu
áður lagt milljónir króna í að að-
stoða starfsfólk fyrirtækisins sem
ekki hafði fengið greidd laun.
Gunnhildur Elíasdóttir, verka-
lýðsformaður á Þingeyri, sagðist
vonast tfl að ábyrgðasjóður launa
endurgreiddi félaginu launagreiðsl-
umar. Hún sagðist ekki skflja hvem-
ig í ósköpunum íslensk miðlun hefði
getað fengið 10 mOljónimar frá
Byggðastofnun eftir að skOyrt hefði
verið að gengið yrði frá launagreiðsl-
um og vangreiddum opinberum
gjöldum. SkOyrðið hefði aldrei verið
uppfyOt. „Ég er nærri handviss um
að með þessari ráðstöfun var verið
að mismuna kröfuhöfum." Sam-
kvæmt heimOdum DV er ekki talið
útOokað að krafist verði lögreglu-
rcmnsóknar vegna meintrar mis-
mununar kröfuhafa í gegnum íjár-
muni frá Byggðastofriun. -HKr.
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
DV-MYND TEfrUR
Fjör á kassabíl
Þrátt fyrir tilkomu hjólabretta, línuskauta og hlaupahjóla fara kassabílar
greinilega aldrei úr tísku.
Hlöðufell:
Fimm ungmenna
leitað í nótt
- fundust í morgun
Olympíuvefur Vísis
Sérstakur vefur, helgaður Ólymp-
íuleikunum í Sydney, hefur verið
opnaður á Vísi.is. Leikamir verða
settir aðfaranótt fóstudags. Úrslit í
öOum greinum munu birtast á vefn-
um um leið og þau liggja fýrir.
Með samningum við AP-frétta-
stofuna hefur Vísir.is tryggt sér
upplýsingastraum frá Sydney en
blaðamaður DV-Sport verður
einnig á staðnum og sér um að tíð-
indi berist af gengi íslensku kepp-
endanna.
Lesendur Vísis.is geta einnig les-
ið dagbókarfærslur sundlandsliðs-
ins og sent því kveðjur í gestabók-
inni sem haldin er á vefnum. í
morgun höfðu hátt í hundrað
manns sent þeim hvatningu eða
kveðju. -ss
Björgunarsveitir á Suðurlandi og
lögreglan á Selfossi leituðu fimm
ungmenna í nótt. Að sögn lögregl-
unnar á Selfossi lagði fólkið af stað
um klukkan 14 i gær og ætlaði sér
aö ganga á HlöðufeO, suður af
Langjökli. Þegar það hafði ekki skO-
að sér tO baka klukkan 22 í gær-
kvöld var lögreglan látin vita.
Björgunarsveitimar vora kaOaðar
út klukkan tvö í nótt og fannst fólk-
ið skömmu fyrir klukkan níu í
morgun, aOt heOt heOsu. Að sögn
lögreglunnar á Selfossi hafði fólkið
vOlst í þokunni í gær og tók þá
ákvörðun að bíða af sér veörið.
Veður á svæðinu var slæmt í nótt
en fór heldur skánandi með morgn-
inum þrátt fyrir lélegt skyggni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í
viðbragðsstöðu í morgun en ekki
var flugveður á svæðinu. -SMK
SYLVANIA
Tilboósveró kr. 4.444
brother p-touch 1250
Lítil en STORmerkileg merkivél
5 leturstæröir
9 leturstillingar
prentar í 2 linur
boröi 6, 9 og 12 mm
4 gerðir af römmum
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport