Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Qupperneq 4
4 MIÐVTKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Lausn komin á félagslegan íbúðavanda sveitarfélaganna: Munur á innlausnar- og markaðsverði afskrifaður - óttast offramboð, segir fasteignasali á ísafirði Vandi Vesturbyggðar þar sem hvert mannsbarn skuldar ríflega 400 þúsund krónur vegna félagslega eignaríbúðakerfisins hefur vakið töluverða athygli. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að lausn sé nú í sjónmáli með afskriftum varasjóðs á hluta innlausnarverðs. „Vandi Vesturbyggðar hefur ver- ið til umfjöllunar hjá Lánasjóði sveitarfélaga og félagsmálaráðu- neytinu. Það eru í gangi viðræður á milli ríkis og sveitarfélaganna sem hugsanlega geta leitt til þess að fjár- hagsvandi sveitarfélaga á Vestfjörð- um minnki allverulega. Menn horfa líka til þess að tillög- ur eru væntanlegar frá tekjuöflun- amefnd sveitarfélaga. Þar gera menn sér vonir um að gerð verði sanngjörn leiðrétting á tekjustofn- um sveitarfélaga sem taki mið af Vilhjálmur Þ. Tryggvi Vilhjálmsson. Guðmundsson. þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu síðastliðinn áratug eða rúmlega það. Búið er að semja um það á milli ríkis og sveitarfélaga að afskrifa mun á innlausnarverði og markaðs- verði íbúða í félagslega eignaríbúða- kerfmu. Þannig munu sveitarfélög- in borga 10-15% en varasjóður borg- ar afskriftirnar. Þetta er frágengið mál. Nú er það bara spuming um fjárstreymi í þennan sjóð en ég tel að það sé vilji hjá ríkisstjóminni að leggja fram peninga. Það er ein- göngu gamla félagslega íbúðakerflð sem við erum að burðast með, nýja kerfið mun alls ekki valda sveitarfé- lögunum neinum slíkum búsifjum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Óttast offramboð Tryggvi Guðmundsson, lögfræð- ingur og fasteignasali á ísafirði, seg- ir afskriftir í félagslega íbúðakerf- inu á Vestfjörðum ekki eiga að hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn ef íbúðirnar verða síðan seldar á markaðsverði. „Það er ekki annað að gera en að horfast í augu við staðreyndir og einhvem veginn verður að höggva á þennan hnút. Ef á að koma þessum félagslegu íbúð- um í notkun verður að gera það með einhverjum slikum hætti. Verði hins vegar dælt inn á markað- inn mörgum eignum á stuttum tíma þá eykst auðvitað framboðið, sem er þó nægt fyrir, og yrði slíkt bein ávísun á lækkun markaðsverðs. Það þarf að fara mjög varlega í að setja þessar íbúðir inn á markaöinn og gera það á lengri tíma. Menn verða að passa sig á að verðfella ekki meira en orðið er eignir á svæðinu, nóg er það nú samt.“ Tryggvi segir vissa freistingu vera hjá sveitarfélögunum að leysa skammtíma-íjárhagsvandræði með því að reyna að selja nógu mikið af þessum íbúðum strax, án tillits til þess þó lækka þyrfti markaðsverðið um 20-30%. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að menn séu svo skamm- sýnir að pissa þannig í skóinn sinn,“ sagði Tryggvi Guðmundsson. -HKr. Ólafsfjörður er mjög skuldsettur: Mjög brýnt að gera eitthvað í málinu - segir Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri á Ólafsflrði, segir brýna þörf á úrbótum í tekjuöflun sveitarfélaga vegna ýmissa lögboðinna pósta sem sveitarfélögunum er gert skylt að standa undir. Ólafsfjörður var um áramótin 1998-1999 annað skuld- settasta sveitarfélag landsins. Námu skuldirnar þá 188,6% sem hlutfall af árlegum skatttekjum. „Við vorum í dýrum málum eins og einsetningu grunnskólans og fleiri þáttum sem okkur er lögboðið að framfylgja. Þannig lenda menn í því að það eru settar álögur með lögum sem okkur er ætlað að fram- fylgja en að sama skapi er okkur ekki færðir tekjustofnar til að mæta þeim. Nú er t.d. eitt mál sem er mjög brýnt hjá sveitarfélögum á lands- byggðinni en það eru frárennslis- mál. Okkur er ætlað að vera búin að koma þeim í ákveðinn farveg fyrir árið 2005 en það eru ekki til neinir fjármunir til að mæta þeirri fram- kvæmd. Mér sýnist að á Siglufirði, Ólafsflrði og Dalvík sé um að ræða framkvæmdir á bilinu 300-400 milljónir á hverj- um stað. Helmingurinn af skuldum okkar Ólafsfirðinga er tilkominn vegna félagslega íbúða- kerfisins og það kerfl stendur ekki undir sér. Sveitarfélagið verður því að greiða með því. Þó maður vonist alltaf til að dæmið fari að snúast við þá er það staðreynd að fólk hefur ekki viljað fjárfesta í húseignum. Vand- inn virðist því vera viðvarandi og fátt um lausnir i dag hvernig menn ætla að taka á þessu svo ekki fari hreinlega illa. Lagabreyting varð- andi þann málaflokk hefur ekki hjálpað smærri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Ólafsfjörður hefur þó verið mjög tekjuhátt sveitarfélag og okkur hefur tekist að standa nokkurn veginn í skilum með okkar mál.“ Ásgeir Logi segir að tekjustofna- nefnd félagsmálaráðherra sé ekki farin að gefa bendingar um neinar úrlausnir en von sé á skýrslu frá henni á næstunni. Hann segist fyrst og fremst vilja sjá aukið samráð á milli ríkis og sveitarfélaga um tekjudreifinguna. - Nú hefur Davíð Oddsson forsæt- isráðherra ekki gefið undir fótinn með aukna hlutdeild sveitarfélaga í skatttekjum. „Nei, en Davíð er skynsamur maður og ég hugsa að þegar hann sér hvað uppi á borðinu er muni hann skoða málið með því hugar- fari sem þörf er á. Þaö yrði mjög slæmt ef þetta færi að verða einhver hnefaleikur á milli ríkis og sveitar- félaga um þessar krónur. Málið snýst um sameiginlegar skyldur sem okkur ber að inna af hendi. Hér erum við í þeirri stöðu að eiga eignir eins og hitaveitu sem við gætum selt en það er spurning hversu skynsamlegt það er að slátra kálfinum. Það er þó orðið mjög brýnt að gera eitthvað í málinu,“ sagði Ásgeir Logi Ásgeirsson. -HKr. Asgeir Logi Ásgeirsson. Kópavogur: Brotist mn á heimili um há- bjartan dag Brotist var inn í heimahús í Skólagerði í Kópavogi í gærdag á meðan heimilisfólk var að heiman i vinnu. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi virðist sem þjófurinn eða þjófarnir hafl farið um hábjartan daginn inn í húsið sem stendur í miðju íbúðarhverfl og haft á brott með sér hljómflutningstæki og fleira. Lögreglan í Kópavogi biður þá sem gætu hafa orðið varir við undarlegar mannaferðir í Skóla- gerðinu í gærdag á milli 9 og 14.30 um að hafa samband við sig. -SMK Bílvelta í Kópavogi Tvennt var flutt á slysadeild eftir að fólksbíll valt á Nýbýlavegi við Þverbrekku í Kópavogi um klukkan hálfþrjú í gærdag. Að sögn lögregl- unnar í Kópavogi ók annar ökumað- ur í veg fyrir þann sem valt sem varð þess vegna að sveigja snögg- lega frá með þeim afleiðingum að bíll hans valt. Ökumaður og farþegi bílsins sem valt voru fluttir á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi. Fólkið var ekki talið alvarlega slas- að en bíllinn er talsvert skemmdur. Auk þessa þurfti lögreglan í Kópavogi að hafa afskipti af fimm öðrum smávægilegum umferðaró- höppum í gær. -SMK Vinnuslys í Smáralind Einn maður var fluttur á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys í Smáralind í Kópavogi á tólfta tímanum í gærdag. Slysið varð með þeim hætti að lok sprakk af þrýstikút og var maður- inn, sem er af erlendum uppruna og vinnur á svæðinu, fluttur á slysa- deild með áverka í andliti. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður. -SMK Hafnarfjörður: Einn á slysadeild eftir árekstur Umferðarslys varð á Suðurbraut við Þúfubarð í Hafnarfirði um klukkan 21 í gærkvöld þegar bifhjól og fólksbíll skullu saman. Ökumað- ur bifhjólsins var fluttur á slysa- deild en var ekki talinn mikið slas- aður. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur og ökutækin voru ekki mikið skemmd. -SMK Viða rigning og súld Suöaustan 8-13 austanlands, en fremur hæg vestlæg átt vestantil. Víöa rigning eöa súl. Snýst í norðan 5-10 um landið vestanvert síðdegis með skúrum noröantil, en rofar til suðvestanlands. Lægir austanlands með Solargangur og sjávarföli REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.00 19.52 Sólarupprás á morgun 07.08 06.24 Síódeglsflóö 18.30 23.03 Árdegisflóó á morgun 06.45 11.18 SGcýifeigair á veðssrtá&æasua r*°-*VINDÁTT Jl SVINDSTYRKUR i mefrutn á sekúntíu LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR lOV-Hm o SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SLYDDA SNJÓKOMA = SKAF- POKA RENNINGUR Góð færð á landinu Greiðfært er um þjóðvegi landsins. Hálendisvegir eru flestir færir stærri bílum og jeppum. Vegurinn í Hrafntinnusker er enn lokaður. Vegur F88 í Herðubreiöarlindir er líka enn lokaður vegna vatnavaxta við Lindaá. Astand fjallvega í) flWPr;- Á'í&'iW VnöWjolUiH -J Vaglrá tkyigAun SvMðum •nj loka&l, þv tU annafi ■ ■ 7 www.vagag.la/faard Veðriö á morgun Hljýast norðaustan til Fremur hæg norðanátt í fyrramáliö. Smáskúrir norðanlands en léttskýjað sunnanlands. Þykknar upp vestanlands síödegis á morgun í fremur hægri sunnanátt. Hiti verður 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Fustudá iþJ i Laii|'air«l Hffi SMnnHPÍ Vindur: J " \ Vindur: C vJL/ Vindlur: ( \JL/ 5-8, 8-15 Hiti 9» til 16° *Wfö*J* Hiti 6° «113° ' Hiti 6° til 13° Sunnan og suövestan 5-10 Fremur hæg norólæg átt, m/s. Súld meó kóflum e&a skúrlr nor&anlands en Norðlæg átt, 8-15 m/s. skúrir sunnan- og léttskýjaó sunnanlands. Vætusamt noröanlands en vestanlands en skýjaó og Hltl 6 til 13 stlg, hlýjast léttskýjaó sunnanlands. úrkomulítló austan til. su&austanlands. Svalt í veöri. AKUREYRI BERGSSTAÐIR B0LUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖF7J REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG alskýjað 9 rigning 10 rigning 6 11 rigning 10 rigning 8 alskýjað 11 rigning 8 úrkoma 9 skýjað 8 léttskýjað 7 rigning 12 skýjað 9 4 skýjað 9 heiðskírt 1 þokumóða 16 þokumóða 19 þokumóða 17 heiðskírt 13 skýjað 10 skýjað 16 rigning 17 þokumóða 14 úrkoma 6 skýjað 15 þokumóða 15 léttskýjað 16 16 skýjað 6 alskýjað 24 léttskýjað 25 KT-HHijaiiTOliHiiiilritMW-tMJIHtiaja BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERD RIKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.