Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Qupperneq 17
16 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Talið skýrar Björn Bjarnason menntamálaráðherra bendir réttilega á að íslenskir stjórnmálamenn verði að tala skýrar þegar rætt er um samband íslands og Evrópusambandsins (ESB). Á heimasíðu sinni fyrir nokkru heldur ráðherra því fram að þeir sem vilji meiri „Evrópuumræður þurfa að sýna meiri hreinskilni í afstöðu sinni en felst í því að saka aðra um að taka ekki þátt i þeim“. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur aðild að Evr- ópusambandi á stefnuskrá sinni, að minnsta kosti ekki eftir að Alþýðuflokkurinn var lagður inn í Samfylking- una. Einn stjórnmálaflokkur sem hefur fulltrúa á Alþingi hafnar aðild að Evrópusambandinu án fyrirvara. í stefnu- yfirlýsingu Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs er tekið fyrir aðild íslands að ESB „þar eð slík aðild myndi skerða fullveldi íslands og forræði þjóðarinnar yfir auð- lindum lands og sjávar. í stað hægfara innlimunar í Evrópusambandið ber að þróa samskiptin í átt til einfaldari, tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu.“ Aðrir stjórnmálaflokkar halda möguleikunum opnum þó sjálfstæðismenn eigi margt sameiginlegt með vinstri- grænum í þessum efnum. í yfirlýsingu síðasta landsfund- ar flokksins segir að aðild komi ekki til greina ef í henni felist að gefa þurfi eftir yfirráðin yfir fiskimiðunum eða öðrum auðlindum þjóðarinnar. í orði er hins vegar samhljómur í stefnu Framsóknar- flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. All- ir flokkarnir telja nauðsynlegt að fylgjast með þróuninni í Evrópu með hagsmuni íslands að leiðarljósi. Enginn boð- ar hins vegar inngöngu í Evrópusambandið og raunar seg- ir í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar að ekki sé áformað að sækja um aðild. Bjöm Bjarnason segir með réttu að Evrópumálin séu stórt og mikilvægt viðfangsefni sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég er þeirrar skoðunar, að talsmenn aðildar íslands að Evrópusambandinu verði að leggja spil sín á borðið og bjóða til umræðna á stjórnmálavettvangi með skýrari stefnu en til þessa, svo að unnt sé að átta sig á hinum póli- tísku átakalínum í málinu.“ Einstakir þingmenn og forystumenn Samfylkingarinn- ar tala hins vegar frjálslega um Evrópu og nauðsyn þess að ísland verði þar aðili. Ágúst Einarsson, fyrrum þing- maður og núverandi formaður framkvæmdastjómar Sam- fylkingarinnar, telur að það verði skýr „víglína í íslensk- um stjómmálum næstu misserin í Evrópumálum“. Ekkert bendir hins vegar til að ósk Ágústar rætist þó ekki sé nema fyrir þá sök að jafnvel Samfylkingin er klof- in í afstöðunni til Evrópu. Að því leyti er svipað ástatt með Samfylkingunni, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkn- um. En minnstur er samhljómurinn innan Samfylkingar- innar þar sem þungavigtarmenn em algjörlega andsnúnir Evrópuaðild. Raunar má halda því fram að framsóknarmenn tali af meiri hreinskilni um Evrópumálin en Samfylkingin. Á fundi landsstjómar og þingflokks framsóknarmanna undir lok ágúst síðastliðins voru samskiptin við Evrópu ofarlega á baugi en skipaður hefur verið 50 manna starfshópur inn- an flokksins til að endurskoða afstöðuna í Evrópumálum. Hvort einhverjar breytingar verði á stefnunni á eftir að koma i ljós þó fyrirfram verði það að teljast ólíklegt. Staðan er í sjálfu sér einfold þegar kemur að samskipt- um íslands og Evrópu. Hún er óbreytt. Hitt er hins vegar rétt hjá Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra að það er kominn tími til að stjórnmálamenn tali skýrar. Óli Björn Kárason DV ------« * Skoðun Hafís og Dagana 3.-5. október nk. verður haldin alþjóðleg ráð- stefna á Grand Hótel í Reykjavík um hafls, haf- ískönnun og hafísþjónustu. Tuttugu ár eru liöin síðan alþjóðleg ráðstefna um hafls var haldin á íslandi. Öllum er frjálst að taka þátt í væntanlegri ráðstefnu. Eru þeir sem gagn munu hafa af eða gaman eindregið hvatt- ir til að nota tækifærið og skrá sig, svo sem náttúru- —“ vísindamenn, útvegsmenn og sjófar- endur af öllu tagi, stofhanir, fyrir- tæki og einstaklingar. Á flórða tug erlendra sérfræðinga frá tylft þjóðlanda mun sækja ráð- stefnuna, einkum fólk, viðriðið hafís- þjónustu hvert í sínu landi, m.a. fjar- könnun á hafís, hafískortagerð og vöktun til öryggis fyrir skip á norð- lægum slóðum. Von er á þátttakend- um frá Bandaríkjunum og Kanada, Norðurlöndum, Þýskalandi, Englandi og Rússlandi. Fulltrúa suð- urhvels jarðar, frá hafísþjónustu Argentínu, hefur verið boðið að taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan fer ÞórJakobsson veöurfræöingur fram á ensku og ráðstefnu- gjald er 6 þúsund krónur. Aukiö samstarf Veðurstofa íslands boðar til ráðstefnunnar ásamt haf- ísdeildum bandarísku og kanadísku veðurstofanna. Ráðstefnan nýtur rausnar- legra styrkja frá Rann- sóknadeild Bandaríkjaflota og Rannsóknarráði ríkisins hér heima. Unnið er að " auknu samstarfi allra landa sem stunda rannsóknir á hafís og sigla um hafísslóðir. Aukin sam- vinna varð um rannsóknir á hafís og siglingaleiðir um norðlæg höf í kjöl- far endaloka kalda stríðsins. ísland er í þjóðleið slíkrar umferðar og er mikilvægt fyrir íslendinga að fylgj- ast með þróun á þessu sviði. Auk erinda og umræðna um hafís og alþjóðlegt samstarf verður ýmis- legt til sýnis á veggspjöldum, svo sem nýjar bækur og nýtt islenskt rannsóknatæki, eins konar fjarstýrð- ur kafbátur til rannsókna neðansjáv- ar. Þá verða flutt tvö áhugaverð há- degiserindi sinn daginn hvort. hafísþjónusta „Á fjórða tug erlendra sérfrœðinga frá tylft þjóðlanda mun sœkja ráðstefnuna, einkum fólk, viðriðið hafís- þjónustu hvert í sínu landi, m.a. fjarkönnun á hafís, hafískortagerð og vöktun til öryggis fyrir skip á norð- lœgum slóðum. “ - Hafís út af Vestfjörðum. Fyrsta dag ráðstefnunnar mun hinn íslenski afreksmaður pólanna, Har- aldur Öm Ólafsson, greina í máli og myndum frá göngu sinni á hafís allt norður á norðurpól fyrr á þessu ári. Síðasta daginn flytur forseti íslands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson, erindi um norðrið frá íslenskum og alþjóð- legum sjónarhóli. Forsetinn hefur af miklum skilningi stutt viðleitni ís- lenskra vísindamanna til að efla þátt íslands í raunverulegum rannsókn- um og hagnýtum málefnum norður- slóða. Þekktur brautryöjandi Á ráðstefnunni verður Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur og fyrrver- andi veðurstofustjóri, heiðraður fyrir fjölþættan skerf sinn til hafísrann- sókna, veðurvísinda og rannsókna á víxláhrifum manns og náttúru. Páll hefur um sína daga verið mikill upp- fræðari þjóðinni um íslenskt veðurfar og umhverfi. Er það þakkarvert en jafnframt er Páll þekktur brautryðj- andi í ýmsum greinum og mikið til hans vitnað í erlendum fræðiritum. Nánari upplýsingar um þessa ráö- stefnu veitir undirritaður sem er verk- efnisstjóri hafísrannsókna á Veður- stofu íslands. Þess má geta að einnig er unnt að „krækja" í nánari upplýs- ingar í hafisþættinum á vefsíðu Veður- stofunnar (www.vedjjr.is). Skráning á ráðstefnuna fer fram á Veðurstofunni fram að mánaðamótum. Þór Jakobsson Vilja læknar láta niðurgreiða misrétti? Læknar eru sennilega sú starfs- stétt í landinu sem nýtur mestrar virðingar og velvilja. Þeir vinna þjóðþrifaverk og almennt hafa þeir komið fram af ábyrgð. Hagur sjúk- linga og læknisfræðileg rök hafa veg- ið þyngst þegar samtök lækna hafa beitt sér í umræðunni um skipan heilbrigðismála í landinu. Nú skyndilega heyrast úr röðum lækna háværar raddir sem vissulega kunna að hafa verið lengi til staðar innan stéttarinnar þótt til þessa hafi ekki farið mikið fyrir þeim, um einka- væðingu heilbrigðisþjónustunnar. Á ekki fólkið að ráða og velja hvernig það ver peningum sínum, segja þess- ir menn - og hvað eru alþingismenn að vilja upp á dekk í umræðu um heilbrigðismál? Um heilsuna er talað á máli verslunar og viðskipta. Líkt og gerist úti í búð eða á ferðaskrif- stofunni velji menn á milli þess að leita sér lækninga eða kaupa fot, bíl eða fara í ferðalag. Viðkvæðið er að með því að láta einstaklingana greiða fáist meira fé inn í heilbrigðiskerfíð og allir hagnist. Auk þess sé að sjálfsögðu valfrelsið tryggt. Skilningsleysi eða ósvífni Hér er því aðeins sagður hálfsannleiki. í fyrsta lagi er ekki saman að jafna lækningum við sjúkdómum og vamingi eða lystisemd- um sem fólk sækist eftir á markaði. Þessi samanburð- ur byggir annað hvort á skilningsleysi eða ósvífíii. Það leikur sér enginn að því að leggj- ast inn á spítala. Það gera menn af illri nauðsyn. Og hvað sem fögrum orðum um valfrelsi líöur þá fylgir þar bögull skammrifi. Það hangir nefnilega á spýtunni að skattborgar- inn blæði. Þrátt fyrir allt frelsistalið er það almannafé sem menn ætla sér að ráðskast með. Fátæklr aftast, ríkir fremst Hugmyndin gengur út á það að skattborgarinn borgi þjónustuna að uppistöðu til, siðan geti menn keypt sig fram fyrir í biðröðinni með fram- lagi úr eigin vasa. Augljóst er hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Efnalít- ið fólk yrði jafnan aftast í biðröðinni en hinir efnameiri fengju sinna meina bót. Að sjálfsögðu væri ekkert við það að athuga að menn gætu keypt sér læknisþjónustu á markaði ef hún væri kostuð af þeim sjálfum að fullu. Hitt er ósvífni af grófasta tagi að fara fram á það við almenning að hann fjármagni uppbyggingu rán- dýrs heilbrigðiskerfis með full- kominni aðstöðu. Síðan geti þeir sem hafa fíármuni á milli handa skotið þessum sama al- menningi aftur fyrir sig i biðröðinni því hinir fyrr- nefndu hefðu aðgangsmið- ana á hendi í krafti pening- anna. Bæði í Svíþjóð og Noregi hafa menn verið að gæla við markaðsvæðingu heil- brigðiskerfísins þótt langur vegur sé enn frá hinu bandaríska sem er einka- rekið að uppistöðu til. Engu að síður fullyrða norrænir læknar að þegar sé þess far- ið að gæta að efnafólk sem sé aflögu- fært til að greiða fyrir þjónustu sé látið njóta forgangs innan heilbrigö- iskerfisins. Læknar e&a bisnismenn á hvítum sloppum? í sumar hefur því verið hreyft með sívaxandi þunga að eðlilegt sé að rík- ið dragi sig út úr rekstri velferðar- þjónustunnar. Og taki menn eftir, rekstri þjónustunnar, því áfram á ríkið að sjálfsögðu að borga brúsann. Fjármálamenn og umboðsmenn þeirra vilja einfaldlega fleyta þann rjóma sem þar verður ofan á. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig læknastéttin íslenska bregst við kröfu fiármálamarkaðar- ins um einkavæðingu heilbrigðis- þjónustunnar. Þá mun koma í ljós hvort stéttin samanstendur af lækn- um eða bisnismönnum með læknis- próf. Það er fyrmefndi hópurinn sem nýtur virðingar. Við hinum síðari gjcdda menn varhug, alla vega finnst flestum óviðkunnanlegt að hann klæðist hvítum læknasloppi. Ögmundur Jónasson „Hugmyndin gengur út á að skattborgarinn borgi þjón- ustuna að uppistöðu til, síðan geti menn keypt sig fram fyrir í biðröðinni með framlagi úr eigin vasa. Augljóst er hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. “ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og form. BSRB Meö og á móti ið vera í höndum heimamanna? Undir eigin stjórn heimamanna j „Ef þess er nokkur kostur því það er mjög ■mP mikilvægt þar sem Herjólfur er þjóðvegur Vestmannaey- inga og ákveðið öryggis- tæki. Því er mikilvægt fyrir bæjarbúa að vita af þessu tæki og að það sé undir stjóm heimamanna. Á stað eins og Vest- mannaeyjum, sem er einangraður lokað af sjónum, horfír svona mál allt haldið öðruvlsi við en á stöðum þar sem jafnvel er hægt að komast akandi á Lú&vik Bergvinsson alþingismaöur brott ef eitthvað kemur upp á. Þess vegna er mjög mikl- vægt að fólk fínni það að ef eitthvað kemur upp á er þetta öryggistæki i þeirra eigin höndum og undir þeirra eigin stjórn. Það á alveg eftir að bera þessi tilboð saman og enn fremur hvort Samskip geta staðið á þessu tilboði. Aö mínu viti er ekki alveg úti- að Vestmannaeyingar geti stjóm Herjólfs áfram.“ Ætti að líta eins út ..Ég átta mig ekki 1 á að þetta þurfi að -'u-'Sr® vera sérstaklega í ^ höndum Vest- mannaeyinga. Þetta er bara eins og hver annar flutn- ingarekstur. Við erum í flutn- ingum til og frá Vestmannaeyj- um og heimamenn þurfa ekki að halda sérstaklega utan um það. Við erum með fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem mun tengjast þessu verkefni þannig að heimamenn munu koma að því. Þá er þetta afskaplega einfaldur rekstur. Þjónustan er alveg skilgreind Kristinn Þór Geirsson framkvæmdastjóri rekstrarsviös Samskipa og skipið er til staðar. Stjórnun- in getur verið hvaðan sem er og þetta ætti allt að líta eins út í augum heimamanna. Ég átta mig ekki á hvemig þetta gæti orðið öðravísi í okkar höndum en Vestmannaeyinga. Tilboð okkar er mjög í sam- ræmi við kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar. Við erum fyllilega sannfærðir um að okkar tölur eru réttar og þær eru í samræmi við rekstrartölur Heijólfs ehf. Það kemur mér því á óvart að þeir telji að við getum ekki gert þetta fyrir þessa peninga." Samskip áttu langlægsta tilboö í rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs en ríklssjó&ur styrkir siglingar ferjunnar. Útlit er því fyrir aö rekstur Herjólfs fari úr höndum heimamanna í Eyjum. Veröhækkanir á bensíni? Auðvitað er ríkis- sjóður sá aðili sem græðir mest á verð- hækkunum. Virðis- aukaskattur ríkisins, sem er 19,68% af bens- ínverði, hefur skilað meiri peningum í kassann en dæmi eru um áður. Ríkið á því að eiga eitthvað aflögu.... Það verður hins vegar að viðurkennast að íslendingar eru seinþreyttir til svona aðgerða og það þarf að hugsa málið vel áður en farið er af stað.“ Runólfur Ólafsson, framkvstj. FÍB, 1 Degi 12. sept. Afrek dr. Kára í líftækni „Líftækniiðnaðurinn er að veröa blómleg atvinnugrein á íslandi. ís- lenzk erfðagreining er stórveldið á þvi sviði. Deilur, sem staðið hafa um einstaka þætti í starfsemi fyrirtækis- ins og þá fyrst og fremst áform um uppbyggingu miðlægs gagnagrunns með upplýsingum úr heilbrigðiskerf- inu, hafa beint athyglinni frá því stórafreki, sem dr. Kári Stefánsson hefur unnið á örfáum árum með upp- byggingu þessa fyrirtækis. íslenzk erfðagreining er komin á það stig, að starfsemi fyrirtækisins skiptir veru- legu máli í samfélagi okkar.“ Úr forystugreinum Mbl. 12. sept. Þröngt aðgengi „Aðstaða manna til þess að hefía rekstur í sjávarútvegi í dag er ekki samanburðarhæf miðað við aðstæður fyrir 15 til 20 áram. Þá gátu menn byrjað með nánast tvær hendur tómar, en nú þarf klókindi til að hefía rekstur í greininni - ef þú ert ekki þeim mun fíáðari fyrir. Mér finnst ósennilegt að aðgengi hafi þrengst annars staðar jafnmikið og i sjávarútvegi.“ Arthúr Bogason, form. Landssambands smábátaeigenda, í Degi 12. sept. 108% álagning á lærið „Undirritaður fór í Hagkaup, Nýkaup og Bónus og kannaði hvað frosið lambalæri án hækils kostar, reyndist um sama verð að ræða í ölium búðunum eða kr. 949,- á kg með 14% VSK. Munurinn á innkaupsverði á kjöt- inu eins og forstjóri Baugs nefnir i Mbl. eða kr. 400,- á kg og því sem neytandinn þarf að borga fyrir kjötið, eða kr. 832,50 fyrir utan VSK, er kr. 432,50 á kg. En það gerir 108% álagningu. Það hlýtur að vekja upp þá spumingu hvar mesti kostnaðurinn falli til.“ Özur Lárusson, framkvstj. Landssam- taka sauöfjárbænda, í Mbl. 12. sept. Leyfist Þjóðleikhúsinu að kaupa leikrit? Að undanfömu hafa ýms- ir fiölmiðlar, þar á meðal DV, birt fréttir og vangavelt- ur vegna verkefnis sem Þjóð- leikhúsið hefur keypt til sýningar. Nú síðast birtist kjallaragrein í DV eftir Þór- arin Eyfíörð, formann Bandalags sjálfstæðra leik- húsa, um þetta mál, þar sem því miður er enn farið rangt með staðreyndir. Verkið sem um ræðir er söngleikur- inn OLIVER, sem Þjóðleik- húsið hefúr sýnt áður, þ.e. árið 1989 við miklar vinsældir. Undanfarin misseri hefur nokkrum sinnum komið til tals hjá forráða- mönnum Þjóðleikhússins að tímabært væri að sýna aftur þetta ágæta verk, sem höföar til allrar fíölskyldunnar og má setja í flokk með vinsælum verk- um eins og Kardemommubænum og Dýrunum í Hálsaskógi sem með jöfnu millibili eru tekin til sýningar í leik- húsinu. Ekkert til fyrirstöðu í sumar þótti okkur orðið tímabært að láta til skarar skríða, kanna hvort viðkomandi verk væri falt, þ.e. hvort sýningarréttur fyrir ísland væri fáanlegur og und- irbúa viðkomandi sýningu í kjölfar kaupanna. í slikum til- fellum er haft samband við umboðsaðila höfúndar verks- ins erlendis og var svo gert í þessu tilviki. í ljós kom að ekkert var því til fyrirstöðu að Þjóðleikhúsið fengi sýningar- rétt á umræddu verki og var gengið frá kaupum á því. Síðar hefúr komið í ljós að annað leikhús hérlendis, þ.e. Leikfélag íslands, mun hafa haft hug á sama verki og jafh- vel hafið undirbúning þess með einhverjum hætti án þess þó að hafa tryggt sér sýn- ingarrétt á verkinu. Það er ljóst að ekki er hægt að gera Þjóðleikhúsið ábyrgt fyrir slíku fyrirhyggjuleysi. Það er daglegt brauð í leikhúsheim- inrnn að fleiri en eitt leikhús fái áhuga á sama verkefni. Oft er mikil samkeppni um erlend verk og gildir þá sú meginregla, sé um atvinnu- leikhús að ræða, að það leik- hús sem fyrst er til þess að tryggja sér réttinn hreppir hnossið. Stór hluti starfs leik- hússtjóra felst í því að fylgjast það vel með því sem fram kemur í leikhúsheiminum erlendis að hann geti tryggt leikhúsi sínu þau verk sem hann telur spennandi og brýnt að sýna áður en aðrir uppgötva og festa kaup á við- komandi verki. Sérkennllegar sta&- hæfingar Sá misskilningur virðist hafa komist á kreik að Þjóð- leikhúsið hafí gripið fram fyrir hendur Leikfélags ís- lands í umræddu máli. Þjóð- leikhúsinu var ekki kunnugt um að undirbúningur væri hafinn hjá öðru leikhúsi um þetta umrædda verk, enda kom ekkert fram í þá veru þegar leitað var sýningarréttar á verkinu hjá rétthöfum erlendis. Það eru því einkennilegar staðhæf- ingar, sem m.a. koma fram í grein Þór- arins Eyfiörð, að Þjóðleikhúsið sé að „bregða fæti fyrir sjálfstætt starfandi leikhús með því að kaupa sýningarrétt á verki sem viðkomandi leikhús hefur verið með í undirbúningi um hríð“. Þesaar staðhæfingar byggir hann m.a. á tilvitnun í ummæli undirritaðs við blaðamann DV fyrr í sumar en þar voru ummælin slitin úr samhengi og mátti skilja sem svo að um skyndiá- kvörðun leikhússins hefði verið að ræða vegna áhuga annarra aðila á ~ verkinu. Því fór fíarri. Þessi ummæli birtust undir fyrirsögninni: (þjóðleik- hússtjóri) Stal Oliver Twist! Það er hart að vera þjófkenndur í uppsláttarfyrirsögn á útsíðu eins út- breiddasta dagblaðs landsins fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Mér vit- andi er ekki unnt að stela einhverju nema það sé eign einhvers annars - og svo var ekki í þessu tilviki. Sýningar- réttur söngleiksins OLIVERS lá á lausu þegar hans var leitað af hálfú Þjóðleikhússins. Ekkert einsdæmi Það að annað leikhús hafi haft áhuga á verkinu breytir þar engu um. Hveraig á Þjóöleikhúsið að vita hvaða verkum önnur leikhús hafa áhuga á hverju sinni +- og séu hugsanlega með í undirbúningi? Hvemig á það að geta sinnt þeirri grundvallarskyldu að bjóða áhorfendum upp á sem best og eftirsóknarverðust verkefni ef forráðamenn þess eiga fyrst að hafa samband við önnur íslensk leik- hús og spyrja hvort þau séu hugsanlega að spá í þetta eða hitt verkið! Það er bamaskapur að halda að ofangreind atburða- rás varðandi OLIVER sé eitt- hvert einsdæmi. Það vita allir sem starfað hafa að þessum málum í leikhúsum hérlendis að það er mjög algengt að fleiri en eitt leikhús sækist eftir sýningarrétti á sama leikriti. Menn hafa hingað til virt þá eðlilegu viðskipta- hætti, að sá sem fyrstur nær samningi heldur sýningar- rétti verksins án þess að vera þjófkenndur fyrir. Að lokum hlýt ég að lýsa furðu minni á þeirri fullyrð- ingu formanns Bandalags sjálfstæðu leikhúsanna að Þjóðleikhúsið vinni gegn þess- um aðilum - á sama tima og Þjóðleikhúsið veitir þeim fyr- irgreiðslu af ýmsum toga, lán- ar búninga og leikmuni, tekur W þátt í mörgum samstarfsverk- efnum og lánar leikara til starfa hjá ýmsum þessara leikhúsa. Fyrir nú utan allt það mikla og góða samstarf sem verið hefur með þessum aðilum undanfarin misseri og verður vonandi áfram. Stefán Baldursson W „Það vita allir sem starfað hafa að þessum málum í leikhúsum hérlendis að það er mjög algengt að fleiri en eitt leikhús sœkist eftir sýningarrétti á sama leikriti. “ - Úr kvikmyndinni Oliver. Söngleikurinn var uppfærður í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.