Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 _______51 C- Tilvera DV Vortískan sýnd í Madrid: Fjólublátt vor í vændum Þótt vorið sé enn langt nndan eru tískuhönnuðir viða um heim komnir í startholurnar með vor- og sumartísku næsta árs. Fremstu tískuhönnuðir Spánar söfnuðust saman í Madrid um helgina og lögðu línuna fyrir vor- ið. Fatnaðurinn var í flestum tilvikum úr þunnum og léttleikandi efnum og þjóðleg áhrif áberandi hjá mörgum hönnuðanna. Fjólublái liturinn hefur þeg- ar verið kynntur sem einn af meginlitum vetrarins og ekki annað að sjá en hann muni halda velli næsta vor og sumar. Að öðru leyti voru grænir og ljósir tónar hvað mest áberandi. Með bjarg- hring um sig miðja Ofurfyrirsæta Spánverja, Ver- onica Blume, klæöist hér bík- ini eftir spænska hönn- uöinn Agöthu Ruiz del ia Prada. Iburður í hámarki Stórglæsilegur kvöldklæönaöur eftir hinn virta hönnuö, Montesinos Alama. Beint á ströndina Hún myndi sóma sér vel á suörænni sólarströnd, fyrirsætan sem ber þennan klæönaö. Þessi klæönaöur er innlegg þeirra Vitorio og Luccino fyrir komandi vorvertíö. Þjóðlegt í tísku Buxur í „flamenco“ ásamt léttri og efnislítilli blússu. Liturinn er grænn sem var algengur hjá spænsku hönnuöunum. Þessi kjóll er ættaöur úr tískuhúsi Vitorios & Luccinos. Fjolublatt og fallegt Glæsilegur samkvæmiskjóll úr næf- urþunnu satínefni meö stóru og flottu sjali. Þessi kjóll er eftir Montesinos Alama sem starfar fyrir L’Oréai. DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR. A blómaballinu Chris, hávaxinn þeldökkur körfuboltasnillingur, lét sig ekki vanta á blómaball- iö í Hverageröi um síöustu helgi. Hér brosir hann breitt fyrir Ijósmyndara DV. *T Nýr liðsmaður frá Kaliforníu til Hamars: Ekki voru það laun- in sem freistuðu - segir Chris Date sem ætlar að skora fyrir Hvergerðinga í vetur DV, HVERAGERPI:_________________ Hið sigursæla körfuboltalið Ham- ar í Hveragerði hefur fengið liðs- styrk frá Bandaríkjunum. Chris Date er ekki ókunnur hér á landi því hann lék með Haukum i Hafnar- firði fyrir um ári við góðan orðstír. Chris er tiltölulega nýkominn til Hveragerðis og ætlar að leika með Hamri þetta árið. í stuttu spjalli við fréttaritara DV sagðist hann ekki kviða vetrinum hér, bærinn væri að vísu lítill en mjög fallegur og hlýleg- ur. „Hamarsmenn sáu mig leika og buðu mér hingað í framhaldi af því. Fólk hér hefur tekið mjög vel á móti mér, sem er ómetanlegt fyrir útlend- inga. Ég kvíði ekki vetrinum þótt mér sé sagt að snjóþungt hafi verið hér í fyrra,“ sagði Chris sem er van- ur hlýrra loftslagi í Kaliforníu það- an sem hann er upprunninn. „Hér á íslandi er mjög gott fólk og vinsamlegt. Mér þótti því ekkert að því að koma hingað aftur og taka mér fri frá skóla. Ég get sagt að ekki voru það launin sem freistuðu mín!“ Chris er 26 ára gamall, ólofað- ur og óbundinn og stundar nám í „samskiptafræði" (commun- ications) í háskóla í Kalifomíu, auk þess sem hann hefur starfað í hluta- bréfafyrirtæki þar með námi. -eh Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. september 2000 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 27. útdráttur 4. flokki 1994 - 20. útdráttur 2. flokki 1995 - 18. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 9. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. september. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 í-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.