Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 11 I>V Fréttir Átján leitarhundar á „skólabekk" DV, HVALFIRÐI: Nú stendur yfir fimm daga nám- skeiö fyrir 18 leitarhunda víðs veg- ar af landinu í Hvalfirði. Hundamir eru við nám í fjallinu Þyrli, fyrir ofan Olíustöðina 1 Hvalfirði. Að sögn Antons Harðarsonar nám- skeiðsstjóra er um að ræða sumar- námskeið. Tuttugu og einn maður kemur að námskeiðinu auk hund- anna og auk þess era þjálfari og dómarar frá Skotlandi og Noregi á staðnum. „Við erum að þjálfa leitarhunda í fjalllendi og á víðavangi og i fyrsta skipti núna erum við líka að þjálfa sporhunda og gerum alvöru- úttekt á þeim. Við tókum að vísu í fyrra C-próf, sem er byrjendapróf, en þetta er okkar úttektarpróf fyr- ir leitarhunda sem fara til leitar að sumarlagi á viðavangi sem er i rauninni allt önnur leit heldur en snjóflóðin. Þetta er fimm daga námskeið og í lokin flokkum við hundana," sagði Anton Harðarson •*'. > ; u DV-MYNDIR DANÍEL V. ÓUFSSON Ólmir að fara í leitina Það er erfítt aö halda hundunum þegar þeir vilja fara aö leita, eins og sjá má á þessari mynd. þegar DV hitti hann í Hvalfirðin- um í gær. Sumir hundarnir eru að koma í fyrsta skipti og eru að reyna við C- prófið og þeir sem hafa komið áður eru að reyna við B-prófið sem þýðir að þeir teljast vera komnir vel á veg og fara á svokallan vinnulista ef engir A-hundar fást. „A-hundarnir eru okkar einu hundar sem hafa leyfi til að kallast leitarhundar og þeir eru búnir að vera í þjálfun í mörg ár og taldir fullþjálfaðir í að fara í hvaða að- stæður sem er. Við erum með 18 hunda alls staðar af landinu og það er mjög misjafnt hvað við látum þá gera. Byrjendahundarnir fara í stuttar leitir þar sem leikurinn felst i þvi að kenna hundinum í hverju þetta felst. Þetta er í rauninni allt leikur og við látum þá gera eitthvað sem þeim frnnst skemmtilegt og það er í rauninni það sem C-próflð bygg- ist á. Við könnum hvort þetta eitt- hvað sem hundurinn getur gert, er þetta í honum, getur hann leitað og áttað sig á hvað er í gangi? Þeir sem eru lengra komnir, B- og A-hund- arnir, eru uppi í fjöllunum. Þar er DVWNDIR Glæsilegt verk. Listaverk Benedikts Gunnarssonar í kirkjunni á Suöureyri vöktu mikla aö- dáun fjötda kirkjugesta. Hér er ein rúöan. Auövelt að kenna ungum hundum Hér er mynd úr Hvalfiröi í gær. Frá vinstriAnton Haröarson námskeiösstjóri, Kolka og Úlfar Pálsson frá Hólmavík, eigandi Kolku. Þaö mun auðvelt aö kenna ungum hundum. ferhyrnt svæði, sem er um það bil kílómetri á kant, og þar leita þeir að fólki sem búið er að fela vel,“ sagði Anton. -DVÓ Steindar myndir í glugga Suðureyrarkirkju vekja mikla ánægju: Þakkaði Guði að Benedikt var Súgfirðingur son, fyrrum prófastur, og sr. Valdi- mar Hreiðarsson staðarprestur. Fylgdi listamaðurinn verkum sín- um úr hlaði og gerði grein fyrir innihaldi og myndmáli hvers glugga um sig. Var mikið fjölmenni við- statt athöfnina og ekki þótti verra að fá í heimsókn brottflutta Súgfirð- inga og góða gesti frá grannbyggð- um. Þessir tólf gluggar eru áframhald á verki sem hófst árið 1998 þegar vígðir voru fjórir steindir gluggar i kór kirkjunnar sem Benedikt hafði unnið. Þá gerði listamaðurinn upp- kast að verkum í alla 12 glugga kirkjuskipsins. Vöktu gluggarnir þegar almenna hrifningu og kom fram mikill áhugi á að fá steint gler eftir Benedikt í þá glugga sem eftir voru. í byrjun þessa árs hófu áhuga- samir aðilar tjársöfnun fyrir verk- inu, aðallega meðal brottfluttra Súg- firðinga. Er skemmst frá því að segja að söfnunin gekk afar vel og hafði safnast fyrir öllum gluggunum síðastliðið vor. Kom mikill hlýhug- ur í garð Suðureyrarkirkju og átt- haganna i ljós meðan á söfnun stóð. Landsþekktir Vestfirðingar Hér sitja þeir Karvel Pálmason, fyrr- um þingmaöur, og séra Baldur Vil- helmsson í Vatnsfiröi viö samkom- una á Suðureyri á sunnudag sem var afar fjölsótt. Vígsla glugganna er liður í há- tíðahöldum í héraði í tilefni af þús- und ára kristni á íslandi og hlýtur að teljast til merkari viðburða á sviði kirkjulistar á íslandi á þessu ári. Þykja fólki gluggamir afar fög- ur verk og lét einn Súgfirðingur svo um mælt að hann þakkaði Guði fyr- ir að það væri hann Benedikt sem væri ættaður frá Súgandafirði. Að athöfn lokinni bauð sóknar- nefnd til kaffisamsætis í tilefni vígslunnar. -VH Tólf steindir gluggar voru vígðir við hátíðlega athöfn í Suðureyrar- kirkju á sunnudag. Höfundur verks- ins er Benedikt Gunnarsson lista- maður en hann er Súgfirðingur að ætt og uppruna. Við athöfnina þjón- uðu þau sr. Agnes M. Sigurðardótt- ir prófastur, sr. Baldur Vilhelms- Listamaöur útskýrir verkin Hérgerir Benedikt Gunnarsson listamaöur grein fyrir verkum sínum. Viö hlið hans er staöarpresturinn, séra Valdimar Hreiöarsson. Séra Baidur og séra Agnes sitja. Húsið á sléttunni hverfur - tvö umdeild hús í blómabænum eru þar með horfin DV, HVERAGERÐI: Nú eru þau tvö hús, sem mörgum Hvergerðingum og gestum þeirra hefur þótt stinga hvað mest i stúf við þennan hlýlega blómabæ, horfin að mestu leyti. Hér er um að ræða Tívolí-húsið svokallaða, en þar sem það stóð er nú aðeins eftir grunnur sem ber vott um fjölskylduskemmti- stað þann sem einu sinni var. Um þessar mundir er líka verið að jafna við jörðu „Húsið á slétt- unni“, sem svo hefur verið kallað, en það brann illa i mars. Ekki náð- ist í eiganda hússins fyrrverandi, Jón M. Harðarson, sem rekur Stapann í Keflavík, til þess að for- vitnast um framtíðaráætlanir á staðnum. Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Hveragerði, sagði í gær að Jón hefði lóðina á leigu í 18 mánuði en ef ekkert yrði úr fram- kvæmdum þar yrði hann að skila henni aftur til bæjarins. Húsið á sléttunni hefur aðallega verið rekið sem veitingastaður en á neðri hæð hússins var bakarí um tíma. Þótt segja megi að ekki hafi húsið beint höfðað til fegurðarskyns margra er óneitanlega að hverfa eitt sérkennilegasta húsið hér í bæ. -eh DV-MYND EVA HREINSDÖTTIR Umdeilt Húsiö sem byggt var á síðasta áratug og hýsti veitingahús var umdeilt eins og Tívolí-byggingin. Nú eru bæöi þessi hús farin úr Hverageröi, grunnarnir einir eftir. Mercedes Benz c 220. árg 1994, ekinn 90 þús, silfurgrár, ssk, raf í rúð, samlæs, topplúga, leður, álfelgur, mjög vel búinn bíll. verð 1990 þús. Aliar nánari upplýsingar veitir hin geðþekki bílasali Ástmar Ingvarsson á BÍLL.IS í síma 5773777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.