Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
Fréttir
Ibúi við Laufengi sagður halda vímuefnum að unglingum:
Ég er ekki dópisti
- segir Dagný Ólafsdóttir. Nágrannar kröfðust útburðar
DV-MYND TEITUR
Kjaftagangur
Dagný Ólafsdóttir segir þaö úr lausu lofti gripiö aö hún hafi haldiö vímuefnum aö unglingum. Þvert á móti vinni hún
gegn því aö unglingar séu í neyslu. Sjálfhafi hún veriö edrú síöan um áramót.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Laufengi 6.
Á ýmsu hefur gengiö á þriöju hæö hússins.
„Fyrir nokkrum vikum var fyUirí
á krökkum í næsta húsi og það
komu einhver foreldri hingað. Ég er
fómarlamb alls kyns kjaftagangs en
það eru leifar af lögguveseni sem
var á sínum tima þegar leitin að
Begga litla stóð sem hæst,“ segir
Dagný Ólafsdóttir, íbúi viö Laufengi
6 í Grafarvogi, sem legið hefur und-
ir ámæli fyrir að hafa veitt og selt
unglingum áfengi, tóbak og jafnvel
eiturlyf. Mál hennar og fleiri aðila
var rætt á fundi foreldra í Engja-
skóla í fyrradag og ákveðið var að
grípa til öflugra forvama í þvi skyni
að fyrirbyggja að unglingar í hverf-
inu yrðu fyrir skaða.
Dagný segir alrangt að hún hafi
staðið fyrir því að gefa eða selja
unglingum eiturlyf. Hún sé fórnar-
lamb kjaftasagna síðan strokufang-
ans Begga litla var leitað skömmu
eftir áramót þegar hann sleit sig
lausan frá lögreglumönnum og
hvarf í Landssímahúsinu við Aust-
urvöll.
„Ég er ekki dópsali. Fólk er með
mig á heilanum síðan þessi mál með
Begga litla komu upp og ég fékk þá
á mig rosalegan stimpil. Ég hef ver-
ið edrú síðan um áramót og lif mitt
er í föstum skorðum. Þetta landa-
kjaftæði á sér enga stoð í raunveru-
leikanum. Ég á 15 ára son og ung-
lingamir hafa komið hingað í tvö
skipti. Þá tók ég af þeim landa og
rak þá heim. Krakkamir redda sér
sjálfir um landa en ég veit ekkert
hvar þau ná í hann. í dag er ég mín-
um unglingi góð fyrirmynd og get
tekið af honum landa með góðri
samvisku. Það er gott mál,“ segir
Dagný.
Útburðar krafist
íbúar í Laufengi 6 kröfðust þess
fyrr á árinu að Dagný og fjölskylda
hennar yrðu borin út úr íbúðinni
sem er í eigu Félagsbústaða. Einn
þeirra sagði við DV að eilífur ófrið-
ur hefði verið í húsinu og þess
vegna hefði verið gripið til þess úr-
ræöis.
„Það var allt vaðandi í stigagang-
inum í pillum og landa. Þetta ástand
var óþolandi og þess vegna var þess
krafist að fólkið yrði borið út,“ seg-
ir íbúinn og nefndi að allt hefði ver-
ið á öðrum endanum fyrir nokkrum
vikum vegna þess að fjöldi unglinga
hefði lagt undir sig húsið. Dagný
hafnar því alfarið að hún beri ein-
hverja ábyrgð á því ástandi.
„Það sem olli uppnámi var að við
leyfðum syni okkar að halda partí
og fórum sjálf í næsta hús til
mömmu minnar. Það voru einhverj-
ir 30 krakkar með rosaleg læti fyrir
utan og lögreglan kom á vettvang.
Strákurinn minn hefur tvisvar orð-
ið fullur og eftir seinna skiptið í
sumar tók ég hann í gegn og hann
hefur ekki drukkið síðan. Það hefur
engin neysla átt sér stað hér innan-
dyra síðan málið með Begga litla
kom upp. Þá var svolítil umferð
hérna vegna þess að vinir hans áttu
leið hingað til mín. Einn þeirra sem
komu i leit að húsaskjóli og fékk að
gista var eitthvað að laumast með
eiturlyf,“ segir hún og bendir á að
útburðarmálið á hendur sér hafi
ekki náö fram að ganga í héraðs-
dómi.
„Það ganga ljótar kjaftasögur um
mig og sonur minn hefur fengið að
heyra að ég sé dópisti sem er rangt
því ég var bara á þunglyndislyfjum
áður en ég fór í meðferðina. Þegar
þess var krafist að við yrðum borin
út fékk ég lögfræðing til aðstoðar og
við unnum það mál með því að gerð
var sátt,“ segir Dagný og segist ætla
að halda áfram að berjast gegn
neyslu ávanalyfja.
í sáttinni, sem gerð var þann 7.
júlí sl. var Dagnýju og fjölskyldu
hennar heimilað að dvelja áfram í
Laufengi þar til hentugt húsnæði
fyndist. Tekið er fram að skilyrði
þess að sáttin haldi sé að algjör
reglusemi sé í íbúðinni. -rt
Unglingar og vímuefni í Engjahverfi:
Lögreglan fagnar
liðsinni foreldra
Lögreglan í Grafarvogi fagnar þvi
framtaki foreldra í Engjaskóla að
efha til forvarnaátaks í hverfmu til
að fyrirbyggja að unglingar og börn
verði fómarlömb áfengisdrykkju og
eiturlyfjaneyslu. Eins og fram kom í
DV í gær kom fram á fundi foreldra
í Engjaskóla að fullorðiö fólk í
hverfinu seldi unglingum allt niður
í 14 ára landa og flkniefni. Á fundin-
um komu fram miklar áhyggjur
vegna þessa og var ákveðið að
bregðast skjótt við og leita liðsinnis
lögreglu, skólayfirvalda og þeirra
sem fara með forvamir í áfengis-
málum. Þá er ætlan foreldranna að
efna til foreldrarölts í því skyni að
slá á drykkju unglinga sem verið
hefur nokkuð áberandi undanfama
mánuði. Komið hafa upp mál þar
sem tugir unglinga hafa neytt landa
og ávanabindandi efna og valdið
óspektum. Einar Ásbjömsson, rann-
sóknarlögreglumaður í Grafarvogi,
segist ekki vilja tjá sig um einstök
mál sem komið hafi upp i hverfinu.
„Ég fagna þvi að foreldrar ætla að
vera á vaktinni í þessum málum.
Ástandið hér er hvorki betra né
verra en annars staðar þar sem ung-
lingar eru margir en það er jákvætt
ef foreldramir fara á stúfana. Ár-
angur af okkar starfi ræðst að
miklu leyti af þeim upplýsingum
sem við fáum frá almenningi. Starf
okkar er þó alls ekki þannig vaxið
aö við sitjum og rýnum í einhverja
kristalkúlu. Þvert á móti erum við
að rannsaka mál og byggjum þar oft
á upplýsingum frá almenningi," seg-
ir Einar.
Hann segist vilja sjá að foreldrar
yngri barna tækju við sér og fyrr en
nú gerist þannig að fyrirbyggja
mætti að böm og unglingar lentu í
ógöngum með líf sitt.
„Allar þær upplýsingar sem okk-
ur berast um að börn séu að skaða
sig með neyslu er teknar til gaum-
gæfilegrar skoðunar af bamavernd-
arstarfsmönnum í Miðgarði og lög-
reglu sem eiga gott samstarf í þeim
málum," segir Einar.
Hann segir þó að rannsókn mála
sem snúi að neyslu ávanaefna sé
vandmeðfarin og taki oft langan
tíma.
„Ég vara eindregið við því aö fólk
fari að afgreiða einhver mál sjáift.
Það tekur langan tíma að rannsaka
mál og þar þarf að vanda til. Það er
okkur ómetanlegt að fá upplýsingar
frá fólki um það sem er að gerast en
DV-MYND HILMAR ÞÖR
Samtaka
Einar Ásþjörnsson, rannsóknarlög-
reglumaður í Grafarvogi, segir mikil-
vægt aö almenningur og lögregla
vinni saman aö því aö uþþlýsa mál.
jafnframt er áríðandi að við rann-
sökum hvert mál til hlítar. Dómstóll
götunnar má aldrei ráða,“ segir Ein-
ar. -rt
Umsjón:
Reynir Traustason
netfang: sandkom@ff.is
Ágúst fyrsti
Nokkur titr-
ingur hefur
komið fram á
pólítískum
jarðaskjálfta-
mælum vegna
komandi al-
þingiskosn-
inga. Þrátt fyr-
ir að langt sé i
kosningar eru
pólítikusar í óðaönn að plotta
sér leið inn á þing. Ágúst Einars-
son, varaþingmaður Samfylkingar,
er sagður stefna ótrauður á fyrsta
sætið í nýju Reykjaneskjördæmi.
Stuðningsmenn hans reikna með
því að núverandi oddviti, Rannveig
Guðmundsdóttir, muni draga sig í
hlé og þá sé aðeins eftir að leggja
Guðmund Áma Stefánsson. Það
þykir ekki skemma fyrir Ágústi i
komandi slag að hann og Össur
Skarphéðinsson formaður eru nán-
ir félagar og samstarfsmenn...
Feröarisadraumur
Nokkur titr
ingur er í ferða-
málageiranum
vegna þess
áhuga sem Jón
Ólafsson,
kenndur við
Skífuna, er
sagður hafa á
því að eignast
Samvinnuferð-
ir-Landsýn. Sá kvittur er uppi að
hann vilji komast yfir Ferðaskrif-
stofu Reykjavíkur og Heimsferðir
auk Samvinnuferða. Þannig hygg-
ist hann stofna ferðarisa til mót-
vægis við Úrval-Útsýn sem er að
mestu leyti í eigu Flugleiða. Víst er
að Jón á næga aura til fjárfesting-
anna en óvissa er um það hvort all-
ir vilja selja...
Góðir með sig
Eins og fram
kom í DV fyrir
skömmu áttu
Tal og íslands-
sími I óform-
legum viðræð-
um um sam-
starf eða sam-
| einingu. Fram
kom hjá Ey-
,— --—-— ■ þóri Amalds,
forstjóra Íslandssíma, að menn
heíðu ekki verið á eitt sáttir um
verðmat fyrirtækjanna ef af sam-
einingu yrði. Hann gat þess ekki
nánar hvaða verðmætahugmyndir
hefðu verið í gangi. Því hefur hins
vegar verið hvíslað að Íslandssíma-
menn hefðu litið stærra á sig en
Talsmenn gátu með góðu móti
kyngt. Sagan segir að þótt Tal sé
bæði með tíu sinnum meiri veltu
og tiu sinnum fLeiri viðskiptavini
en Íslandssími hafl Eyþór og félag-
ar viljað eignast rúman meirihluta
í sameinuðu fyrirtæki. í ljósi
stærðarmunarins þótti þessi eigna-
skiptakrafa í djarfasta lagi og því
var viðræðum snarlega slitið...
Himneskur Viðar
Þegar starfs-
menn í Lands-
símahúsinu við I
Austurvöll
horfðu á mót-1
mælin vegna I
komu Li Pengs í
- slátrarans af j
Torgi hins |
himneska frið-
ar í Peking -
datt einhveijum þeirra í hug að
auðvitað ætti Austurvöllur að fá
nýtt og viðeigandi heiti af þessu til-
efni. Tveir af helstu stjórnendum
Landssímans heita Viðar - þeir
Þórarinn Viðar Þórarinsson for-
stjóri og Viðar Viðarsson fram-
kvæmdastjóri - og hafa skrifstofur
sem snúa út að Austurvelli. Mönn-
um fannst því ekki annað koma til
greina en að tala um Torg hins
himneska Viðar(s) það sem eftir
lifði dags...