Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
Fréttir
DV
Vojislav Kostunica skýtur stjórnvöldum í Belgrad skelk í bringu:
Maðurinn sem þorir að
horfa framan í þjóðina
„Þetta eru ekkert venjulegar
kosningar. Þetta er spurning um líf
eða dauða.“
Vojislav Kostunica er ekki einn
um að telja forsetakosningarnar i
Júgóslavíu á sunnudag geta skipt
sköpum um framtíð landsins. Mað-
urinn sem óttast meira en nokkuð
annað að þessi lágmælti fyrrum
lagaprófessor og helsti frambjóð-
andi stjórnarandstöðunnar velti
honum úr sessi, sjálfur Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseti, við-
hafði svipuð orð á fundi með stuðn-
ingsmönnum sínum í Svartfjalla-
landi á miðvikudag.
En ætli Milosevic hafi ekki frekar
verið að hugsa þar um eigið skinn
en velferð þjóðar sinnar? Hann
verður jú að halda völdum, með öll-
um tiltækum ráðum, ef hann vill
tryggja að hann verði ekki látinn
svara til saka fyrir stríðsglæpi
Serba gegn albanska þjóðernis-
meirihlutanum í Kosovo í fyrra.
Féll á eigin bragði
Milosevic boðaði til kosninganna
ári fyrr en nauðsynlegt var, eftir að
hann fékk samþykktar breytingar á
stjórnarskránni þess efnis að forset-
inn skyldi kjörinn af þjóðinni en
ekki þinginu eins og hingað til. Með
þessu sá Milosevic fram á að geta
boðið sig fram til forseta tvisvar
sinnum enn og sitja átta ár í viðbót
á forsetastóli. Hann var handviss
um að hann myndi fara með sigur
af hólmi. Ekki er þó víst að honum
verði kápan úr því klæðinu.
Skilaboð júgóslavnesku þjóðar-
innar eru jú skýr. Kostunica hefur
leitt í skoðanakönnunum að undan-
fornu og þegar mest var munaði
tuttugu prósentustigum á fylgi hans
og Milosevics.
„Kostunica, bjargaðu okkur úr
þessu vitfirringahæli," hrópuðu
tugþúsundir stuðningsmanna Kost-
unica í kór á fundi í borginni Novi
Sad í síðustu viku.
„Ég get talað við hann. Ég vil fá
hann fyrir forseta," sagði Stanko
nokkur Saric eftir að honum hafði
tekist að troða sér í fremstu röð á
fundinum í Novi Sad og fært uppá-
haldsframbjóðandanum sínum
krukku af úrvalshunangi sem hann
framleiðir sjálfur.
Ekki hrífandi, aö eigin sögn
Það er einmitt þetta sem Kostun-
ica stærir sig af. Hinn venjulegi
maður getur náð sambandi við
hann og honum er treystandi. Enda
má sjá eftirfarandi áletrun á vegg-
spjöldum hans: „Hver getur horft
beint í augu ykkar? Kostunica.“
En velgengni Kostunica er engu
að síður athyglisverð fyrir þær sak-
ir að hann býr ekki yfir þeim eigin-
Forseti í nauövörn
Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti ð ekki sjö dagana sæla um þessar
mundir. Allt bendir til að hann muni tapa forsetakosningunum á morgun,
sunnudag, en þaö getur hann ekki hugsaö sér. Því búst flestir viö svindli.
—
Hafnaði boði Milosevics
Snemma á níunda áratugnum,
eftir að Tító marskálkur og leiðtogi
Júgóslavíu var fallinn frá, var Kost-
unica meðal höfunda fyrstu bókar-
innar sem leyfð var og mælti bót
fjölflokkakerfi. Sex árum síðar hafn-
aði hann boði Slobodans Milosevics,
sem þá var nýkominn til valda í
Serbíu, um að taka aftur við pró-
X- eJV-
Stjórnarandstæðingar í ham
Mikill hugur er í stjórnarandstæöingum í Júgóslavíu vegna forsetakosning-
anna á morgun. Á kosningafundi í Nis í vikunni báru þeir meöat annars
boröa þar sem sagt var aö Milosevic forseti væri búinn aö vera.
-V
Nú máttu fara aö vara þig, Slobodan Milosevic
Vojislav Kostunica, helsti frambjóöandi stjórnarandstööunnar í Júgóslavíu í forsetakosningunum á sunnudag, segir aö staöa Slobodans Milosevics forseta
hafi aldrei veriö veikari en einmitt nú. Skoöanakannanir benda til aö Kostunica muni sigra Mitosevic en flestir óttast aö Milosevic muni svindla.
leikum sem taldir eru nauðsynlegir
í kosningabaráttu nú til dags.
„Ég er ekki óskammfeilinn mað-
úr og mér finnst ég alls ekki vera
hrífandi. Ég er heldur enginn lýð-
skrumari," segir hann.
Vojislav Kostunica er 56 ára gam-
all, fyrrum prófessor í stjórnlaga-
fræði við háskólann í Belgrad.
Hann hefur verið andkommúnisti
frá fyrstu tíð, hófsamur serbneskur
þjóðemissinni og aðhyllist frjáls-
lyndi í efnahagsmálum. Hann hefur
einnig gagnrýnt Vesturlönd harð-
lega fyrir loftárásirnar á Júgóslavíu
í fyrravor og sakar bandarísk
stjórnvöld um að púkka undir
Milosevic og stjórn hans með stefnu
sinni.
Bjargvættur Serbíu
Kostunica á ættir sinar að rekja
til þorpsins Kostunici, lítils fjögur
hundruð manna þorps í hlíðum
Suvoborfjalls í miðhluta Serbíu.
Héraðið gegnir veigamiklu hlut-
verki í sögu serbneskrar þjóðernis-
stefnu þar sem þar voru gerðar
tvær uppreisnir gegn heimsveldi
Ottómana.
Framboð Kostunica hefur orðið
tilefni til staðhæfinga um aö nú sé
gamall spádómur að rætast, spá-
dómur á þá leið að einhvern tíma
muni koma Serbíu til bjargar mað-
ur sem ber sama nafn og þorp for-
feðra hans.
Þorpsbúar eru þess fullvissir að
nafn hans eitt sé til sannindamerk-
is um að hann sé bjargvættur lands-
ins.
Kostunica vakti athygli snemma
á ferli sínum í háskólanum í
Belgrad þegar hann neitaði að lýsa
yfir stuðningi við brottrekstur
starfsbróður síns sem var sakaður
um andóf við stjórnvöld. Sjálfur var
Kostunica rekinn árið 1974, ásamt
mörgum fleirum, vegna andstöðu
sinnar við stjórnarskrárbreytingar
sem færðu júgóslavnesku lýðveld-
unum og Kosovohéraði í Serbíu um-
talsverða sjálfstjórn.
fessorsstöðu sinni.
Þess í stað hóf hann að berjast
gegn Milosevic og stofnaðí Lýðræð-
isflokkinn ásamt nokkrum vinum
sínum. Þeir voru kjörnir á sam-
bandsþingið en leiðir þeirra skildu
eftir þrjú ár vegna ágreinings um
hvort flokkurinn ætti að starfa með
Milosevic. Kostunica tók róttæku
öflin úr flokknum með sér og stofn-
aði Lýðræðisflokk Serbíu.
„Hann var einhver besti ræðu-
maðurinn á þingi. Hann er heiðar-
legur og stendur við orð sín. Hann
virðist ekki heltekinn af valdinu,
eins og flestir serbneskir stjórn-
málamenn,“ segir gamalreyndur
júgóslavneskur blaðamaður við
fréttamann breska blaðsins The
Guardian.
Staðföst trú hans á gildi laga og
reglu og serbnesk ættjarðarást eru
meðal þeirra eiginleika Kostunica
sem falla kjósendum hvað best í
geð.
Stuldur aldarinnar
„Hann höfðar til allra, þjóðemis-
sinna sem eru lausir úr viðjum tál-
vonanna, konungssinna, borgarbúa
og bænda,“ segir Aleksandar Tijan-
ic, stjórnmálaskýrandi í Belgrad. „í
heiðarlegum kosningum myndi
Kostunica án efa sigra.“
Það er einmitt mergurinn máls-
ins. Flestir búast nefnilega við því
að Milosevic og stuðningsmenn
hans muni grípa til víðtæks kosn-
ingasvindls til að tryggja sér áfram-
haldandi völd.
„Stjórn Milosevics hefur stolið ár-
um af lífi okkar,“ sagði Kostunica
undir lok kosningafundarins í Novi
Sad. „Nú býr hún sig undir þjófnað
aldarinnar."
Byggt á The Guardian, The New
York Times, The Washington
Post o.fl.