Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 18
18
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
Helgarblað
DV
Rosanne var vinsæl í íslenska sjón-
varplnu.
Hún ætlar aö fletta sig klæöum fyrir
vinsælt karlatímarit.
Rose-
anne
sýnir allt
Roseanne Barr lék lengi i sam-
nefndri sápuóperu sem naut
gríöarlegra vinsælda. Á móti
henni lék hinn þybbni John
Goodman og mátti vart á milli
sjá hvort þeirra væri meira yfir
kjörþyngd. Þessir þættir voru
meðal annars mjög vinsælir á ís-
landi árum saman og allir elsk-
uðu Roseanne.
Síðan hefur sú hnellna leikið í
kvikmyndum en einkum starfað
í sjónvarpi þar sem hún heldur
úti sínum eigin spjallþætti. Eitt-
hvað virðast launin samt
hrökkva skammt því Roseanne
mun á næstunni fletta sig klæð-
um og sitja fyrir á nektarmynd-
um fyrir tímaritið Gear.
Hún stóð lengi í samningavið-
ræðum við eitt af þekktustu
karlatímaritum heims, Pent-
house, en þær samningaviðræð-
ur strönduðu þegar útgefendur
gerðu skoðanakönnun meðal les-
enda sinna. Þar sögðust 60% að-
spurðra ekki hafa snefil af áhuga
fyrir því að sjá Roseanne á fæð-
ingarfötunum. Roseanne segir
að þetta sé þvættingur og hin
raunverulega ástæða séu for-
dómar ritsins gegn þéttvöxnum
stúlkum. Við hljótum að bíða og
sjá hve aðlaðandi hún er á evu-
klæðum einum.
Gárinn Oliver kann um 40 orð:
Talandi páfagaukur
Leiðbeiningar úr fuglabók
Vigdís Ingibjörg eignaðist Oliver
fyrir þremur árum. Eftir að keyrt
hafði verið yfir köttinn hennar
langaði hana í nýtt gæludýr.
Áströlsk fuglabók kveikti áhuga
hennar á páfagaukum og fann hún
Oliver í gæludýraverslun. „í fugla-
bókinni hafði ég lesið að með réttri
þjálfun væri hægt að kenna gárum
að tala. Ég ákvað að láta reyna á
þetta en verð að viðurkenna að eft-
ir nokkra mánuði var ég að því
komin að gefast upp og hélt að
hann gæti alls ekki lært neitt,“ seg-
ir Vigdís Ingibjörg.
Fimm mánaða gamall sagði Oli-
ver svo sín fyrstu orð og Vigdís
Ingibjörg man vel eftir þeim degi.
„Við mamma vorum uppi í rúmi að
lesa fyrir skólann þegar ég allt í
einu heyri eitthvað. Fyrst hélt ég
að mamma hefði sagt eitthvað en
svo sáum við hvar Oliver sat fyrir
framan spegilinn í búrinu sinu og
var í hrókasamræðum. Ég ætlaði
varla að trúa þessu,“ segir Vigdís
Ingibjörg sem hefur svo sannarlega
fengið að heyra það sama frá öllum
þeim sem heyra i fuglinum í fyrsta
sinn.
Kann fjölda orfta
í dag kann Oliver fjöldann allan
af orðum og getur t.d sagt hæ,
mamma, subba og nafnið hennar
Vigdísar Ingibjargar. „Þegar þeir
eru fyrst byrjaðir að tala þá verður
alltaf auðveldara og auðveldara að
kenna þeim ný orð. Það skiptir líka
miklu máli að ná þeim ungum,
fuglum eldri en
eins árs er
venjulega ekki
hægt að kenna.
Það getur hins
vegar liðið dá-
góður tími
þangað til þeir
segja fyrstu orð-
in en þá er bara
um að gera að
gefast ekki upp
og halda þjálf-
uninni áfram,“
segir Vigdís
Ingibjörg sem
greinilega hefur
lesið sér vel til
um þessi mál.
„Flestir verða
mjög hissa og
trúa varla sin-
um eigin eyr-
um. Þeim finnst
ótrúlegt að páfa-
gaukurinn geti talað,“ segir hin 10
ára gamla Vigdís Ingibjörg Páls-
dóttir um páfagaukinn sinn, gár-
ann Oliver. Það er ekki skrýtið að
menn missi málið þegar þeir sjá
Oliver því að fuglinn er ekki ein-
ungis sérlega fallegur með bláa
bringu og svarthvíta vængi heldur
eru talhæfileikar hans hreint út
sagt ótrúlegir.
Kyssir fólk
Oliver fær að
fljúga laus um
herbergið henn-
ar Vigdísar
Ingibjargar á
daginn en sefur
í búrinu sínu á
nóttunni.
„Sumir verða
hræddir við
hann þar sem
hann flýgur svo
hratt. Það eru
líka ekki allir
sem kunna þvi
vel þegar hann
byrjar að kyssa
þá,“ segir Vig-
dís Ingibjörg og
hlær. Ef Oliver
fær hins vegar
ekki nóga at-
hygli kemur
það fyrir að
hann bíti fólk í
eyrun til þess
að láta taka eft-
ir sér. Það þýð-
ir hins vegar
ekkert að skipa
honum að tala.
Hann talar ein-
ungis þegar það liggur vel á hon-
um. Þá stillir hann sér gjarnan
rogginn upp fyrir framan spegilinn
og talar við spegilmynd sína. Það
er þó hægt að gera ýmislegt til þess
að koma Oliver í gott skap, svo
Málgefinn gári
Setningarnar á borö viö „Oliver er sætur“ og „Oliver er rúsína" eru bara brot af því sem gárinn Oli-
ver kann aö segja en eigandinn , Vigdís ingibjörg, hefur kennt honum íslensku í þrjú ár.
hann byrji að tala í framhaldi af
því, eins og t.d að leika við hann
með bolta eða gefa honum popp-
korn, flögur eða súkkulaði sem er
að sögn Vigdísar Ingibjargar það
besta sem hann fær. Oliver hefur
einnig mjög gaman af því að fara í
bað í vaskinum. Þá reigir hann sig
allan og sperrir, þrífur sig hátt og
lágt og er sérlega ánægður og kel-
inn að baðinu loknu.
-snæ
Kúkur í kálinu
Það er þá fyrst til að taka að ég hef
aldrei verið neitt sérlega mikið fyrir kál,
en þeimmun meira fyrir ket, kartöflur og
sósu.
Þó hefur mér aldrei þótt ástæða til að
amast við fólki sem neytir grænmetis í
minni viðurvist frekar en þeim sem
reykja eða drekka undir sama þaki og ég.
Á síðari árum hafa mínir nánustu og
aðrir velunnarar verið að reyna að opna
augu mín fyrir því að ef ég léti af þeim
leiða sið að éta ket, kartöflur og sósu en
tæki til við að éta gras næði ég eftil vill
háum aldri á tiltölulega skömmum tíma,
annars yrði ég dauðanum að bráð fyrr en
varði.
Til að lengja líf mitt hefur kona mín um
árabil verið að reyna að véla oní mig kál
og annað grænmeti. Ég er nú einusinni
fyrirvinna heimilisins og ríður á að halda
manni ódauöum sem allra lengst.
Og það skrýtna er að það er ekki alveg
laust við að henni hafi tekist að gera úr
mér vísi að grænmetisætu.
Segja má að helsti hvatinn að kálneyslu
minni hafi verið óttinn við matareitrun af
völdum tífuss, taugaveikibróður, kamfíló-
bakter, salmónellu og saurgerla, en þetta
gúmmolaði hefur nærri dagvisst verið að
dúkka upp við sýnatökur í virtustu mat-
vöruverslunum og var um tíma ekki leng-
ur að því spurt hvort saurgerlar væru í
farsinu, heldur hvað margar milljónir
saurgerla i hverju grammi af þessum
veislukosti.
Sú var tíðin, ef ég man rétt, að ekki
þótti æskilegt að hafa mikinn mannaskít í
því sem á boðstólum var í kjötbúðum, en
nú virðist orðið eftirsóknarvert að melt-
ingin hefjist á fyrsta vinnslustigi fram-
leiðslunnar, haldi svo áfram í ketborði
verslananna og að með þessu sé ómakið
tekið af meltingarvegi neytenda.
Þó að það megi að vísu til sanns vegar
færa að af misjöfnu þrífist börnin best var
mér um tíma orðin sú spenna um megn
að tefla lífinu í tvísýnu í skírnarveislum,
fermingum brúðkaupum og erfidrykkjum
þar sem það réði hendingu hvort maður
lifði kræsingarnar af eða yrði matareitrun
að bráð. Þetta var orðið einsog rússnesk
rúlletta.
Svo ég fór að halla mér að kálinu - ekki
af því mér þætti það gott heldur öllu frem-
ur af því að ég taldi að ég dræpist síður af
því en af menguöu ketfarsi, kjúklingum,
mæjónesi, eggjum, sósum, rjómabollum og
hakkabuffi.
Fljótlega komst ég að því að íslenskt
grænmeti er betra en innflutt og þess-
vegna er ég ákafur talsmaður þess að ís-
lenskir garðyrkjubændur fái að njóta
sannmælis þegar afurðir þeirra eru born-
ar saman við innflutt grænmeti.
Sem betur fer varð það mér til lífs að ég
var aö borða íslenskt grænmeti um daginn
þegar fleirihundruð manns urðu fárveikir
af salmonellunni í innfluttu káli frá Amer-
íku. Og ég hugsaði sem svo:
Hversvegna sjá ekki garðyrkjubændur
og sölusamtök þeirra til þess að alþjóð sé
ljóst að íslenskir framleiðendur falbjóða
betri vöru en innflutt grænmeti?
Hversvegna er ekki gerður verðsaman-
burður á íslensku og erlendu grænmeti
nema þegar slíkt er innflytjendum í hag?
Hvers vegna er ekki gerð verðkönnun á
íslensku grænmeti þegar „verðhrun“ er á
tómötum og annarri íslenskri framleiðslu?
Ég botna ekkert í því hversvegna ís-
lenskir garðyrkjubændur gera ekki gang-
skör að því að fá úr því skorið hverjum
rotvamaraðferðum hefur verið og er beitt
til að fá erlent innflutt gænmeti til að sýn-
ast nýtt þó það ætti fyrir aldurssakir
löngu að vera orðið morkið og í mesta lagi
hæft sem skepnufóður.
Hvers vegna er ekki spurt um geisla-
meðferð á innfluttu grænmeti. Geislameð-
ferð með það að markmiði að varan haldi
óraunverulegum ferskleika?
Og ef innflutta grænmetið hefur verið
geislað, hver áhrif gæti það haft á heilsu
neytenda.
Hversvegna eru innflutt blóm stundum
einsog þau hafi gleymt að deyja?
Hversvegna er innflutt grænmeti stimd-
um einsog það hafi lifað dauðann af? Lif-
andi lík. Og gæðin eftir því.
Hvað sem öðru líður.
Ef grunur leikur á að salmonella sé
„stundum en ekki alltaf ‘ í innfluttu káli,
þá étum vér það ekki.
Oss þykir eigi æskilegt að kúkur sé í
kálinu.
Flosi