Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 21
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
21
I>V
Helgarblað
Vanur maöur, vönduö vinnubrögð
Höröur Þórarínsson hefur rakaö margan manninn meö þessum hníf en hann
hefur rekið rakarastofu á Vesturgötunni frá 1957.
virki þar af leiðandi með undir-
höku,“ segir Baldur Rafn og tíundar
hvað sé í tísku varðandi skeggvöxt-
inn i vetur.
„Það sem einkennir skeggtisku
vetrarins er umfram annað skarpar
og mjóar línur. Þetta gildir hvort
sem um barta, yfirvaraskegg eða
hökutoppa er að ræða. Skeggið á
ekki að láta vaxa tilviljanakennt um
allt andlit,“ segir Baldur Rafn og
bætir við að vinsælt sé að vera með
örmjó strik hér og hvar, eins og á
kinnum og undir neðri vör. Páll
Óskar sé gott dæmi um það.
Vinsælt að lita skeggið
Rakstur er ævagömul starfsgrein
og varð stéttin aimenn bæði í Grikk-
landi og Róm hátt í hálfri öld fyrir
Krist. Hjá þessum þjóðum var hár og
skegg tákn um karlmennsku og
hreysti og allt að því heilagt.
Á seinni hluta 15. aldar skiptust
rakarar í tvo flokka: rakara og rak-
araskurðlækna. Báðar þessar stéttir
stunduðu læknastarfsemi af ein-
hverju tagi en rakaraskurðlæknar
þó í meira mæli. Rakaraskurðlækn-
ar veittu mönnum bað, hárþvott og
nudd, auk raksturs, en rakaramir
veittu eingöngu rakstur og fengust
eirrnig við hárkollugerð. Hér á ís-
landi telst Árni Nikulásson vera
fyrsti íslenski rakarinn, en hann
stundaði bæði hárskurð og rakstur
og gekk í byrjun á milli húsa og
stundaði þannig starfsemi sína rétt
fyrir aldamótin 1900.
íslenskir hársnyrtar veita í dag
viðskiptavinum sínum ekki bað en
aftur á móti er vinsælt að karlmenn
komi og láti lita á sér skeggið.
„Flestir íslenskir karlmenn eru
með mjög ljósa skeggrót þannig að
það er mjög flott að setja lit í skegg-
ið,“ upplýsir Baldur Rafn og bætir
við að þeir séu ófáir karlmennirnir á
aldrinum 25-30 ára sem eru með
mjög lélega skeggrót. Eftir þrítugt
batna málin hins vegar en þangað til
er ekki óvitlaust að grípa til litunar.
Skafa eða rakvél?
Þegar kemur að vali á rakstursá-
haldi segist Hörður sjáifur frekar
taka sköfuna fram yfir rafmagns-
rakvélina en segir þó að það sé mis-
munandi hvaða áhald passar best
fyrir hvern og einn. „Rafmagnsrak-
vélamar henta betur fyrir þá sem
eru með slæma húð þar sem skafan
tekur örlítið af húðinni með. En
vilji maður fá alveg slétta áferð er
skafan betri,“ segir Hörður og gefur
góð ráð varðandi raksturinn.
„Fyrst rakar maður með vextin-
um og svo á móti. Best er að raka
sig eftir bað því þá er húðin heit og
skeggið linara og þá er mun auð-
veldara að eiga við það,“ segir Hörð-
ur.
En er skegg tengt virðuleika og
stöðu í þjóðfélaginu?
„Ekki lengur en það var það ör-
ugglega meira áður fyrr. í dag er
þetta orðið meiri spurning um at-
hygli sem vel snyrt skegg tvímæla-
laust vekur,“ segir Baldur Rafn að
lokum. -snæ
Nýr stfll
Páll Óskar hefur fallið fyrir hinum
skörpu skegglínum og litar gjarnan
á sér skeggiö.'
© Gerið það sjálf! ©—-f
Skráning á eftirtalin námskeið er í gangi:
O Rafmagn - 26. sept.
O Lagnir - 3. okt.
O Málning - 4. okt.
O Flísar - 9. og 10. okt.
O Parket -11. og 12. okt.
Nánari upplýsingar og skráning í sima 860 1117
og á heimsíðu www.geridthadsjalf.is
Ath. sérstakt kynningarverð til 31. okt.
Sviðsljós
Sheen mettar fimm
Leikarinn vinsæli, Charlie Sheen,
hefur um árabil verið þekktur fyrir
villtan lífsstíl sem einkennst hefur
af nánu samneyti við ungar konur
og neyslu hugörvandi efna af ýms-
um gerðum, bæði löglegum og ólög-
legum. Sheen hefur af þessum sök-
um átt erfitt uppdráttar á köflum
þegar þetta tómstundagaman hans
hefur staðið í vegi fyrir leikferli
hans.
Sheen ræðir kvennamál sín í óút-
gefnu hefti tímaritsins Maxim’s og
er beðinn að giska á hve mörgum
konum hann hafi haft náin kynni af
um dagana. Ekki kveðst Charlie
hafa nákvæma tölu á reiðum hönd-
um en giskar á að fimm þúsund
konur hafi gist rekkju hans um dag-
ana.
Stundum hafa þær gist þar sjálf-
viljugar en stundum hafa þær verið
Charlie Sheen giskar á að hann hafi
haft náin kynni af um þaö bil 5.000
konum.
í vinnunni því þegar pútnamamm-
an Heidi Fleiss var handtekin í
þúsundir
Holly wood fyrir fáum árum og starf-
semi hennar upprætt kom í ljós að
Charlie var einn hennar tryggustu
viðskiptavina. Sjálfur giskar hann á
að hann hafi eytt 60 þúsund dollur-
um í viðskipti sín hjá Fleiss. Eink-
um stundaði hann það að panta frá
Fleiss leikkonur úr fullorðinsmynd-
um en fröken Fleiss hafði margar
slíkar á skrá hjá sér.
í áðurnefndu viðtali við Maxim’s
segir Charlie að það sé stórlega of-
metið að sofa hjá filmstjörnum úr
slíkum myndum því þær séu alltaf
að leika og reyni of mikið að þókn-
ast viðskiptavinunum.
Miðað við að Charlie er aðeins 35
ára að aldri eru 5000 konur vissu-
lega gríðarleg afköst. Reiknað frá 15
ára aldri er útkoman 250 konur á
ári en miðað við 15 ára virkni er út-
koman 333 konur á hverju ári.
QUELLE.
£p7Æ-{)idfj-4tníií)Hr ^rd ^6 y&ktllflnAi
2ja hluta dragt
100% polyester - stretch
Jakki fóðraður
Stærðir 34 til 46
Verótilboð kr. 9.900
3ja hluta dragt
65% Polyester
35% Viskose
Jakki og vesti fóðrað
Verðtilboð kr. 9.900
Dragt
100% Polyester
- Stretch
Jakki fóðraður
Stærðir 36 til 50
Verðtilboð
kr. 9.900
hMHi úr’.lfý
kLfMMÍ' íUt™
Jakki
100% Polyester
Sídd 88 cm.
Stærðir 36 til 46
Verðtilboð kr.
3.990
Jakki
100% Polyester
Fóóraður
Verðtilboð kr. 4.500
2ja hluta dragt
Jakki og pils
100% Polyester stretch
Verðtilboó kr. 10.900
QUELLE - VERSLUN
DALVEGUR 2 • KÓPAVOGUR • S 564 2000