Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Side 23
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
23
DV
Helgarblað
Örn Arnarson sundkappi:
Verður að vera líf eftir sundið
- fremsti sundmaður íslands æfir 30 tíma á viku
Öm Amarson, sundmaðurinn
knái, hefur unnið hug og hjörtu ís-
lendinga en hann stendur nú fremst-
ur íslenskra sundmanna fyrr og siðar.
Fjórða sætið á Ólympíuleikum er ár-
angur sem enginn hefur áður náð og
vart sjáanlegt í framtiðinni að nokkur
geri betur, nema hann sjálfur. Blaða-
maður DV hitt hann á sólskinsdegi í
Ólympíuþorpinu, daginn eftir að
hann snerti bakkann í úrslitasund-
inu, fjórði í röðinni. Öm lék á als oddi
í sólinni og tók það fram strax að
þetta væri veður að hans skapi. En
hvemig er líðanin eftir afrek sem
þetta?
Öm segist voðalega lítið hafa get-
að sofið nóttina eftir sundið góða og
að það hafi orðið hálfgert spennufall.
Hann sé svona smám saman að átta
sig á því hvemig úrslitin hafi 1 raun
verið. „Ég er í raun mjög ánægður
með minn þátt, ég er það langt á eftir
næsta manni á undan að ég átti í
raun ekki neina möguleika á að ná
þriðja sætinu eða ofar. Hins vegar
þarf ég í raun ekkert annað að gera til
að komast í þann hóp en að halda
áfram á þeirri braut sem ég hef verið
nú að undanfómu þar sem ég hef ver-
ið að synda lengri vegalengdir og æfa
betur en nokkm sinni áður. Þá er
aldrei að vita hvað gerist. Ég hef í
raun allt líkamlega til að bera. Vöðva-
byggingin hentar mjög vel til sunds-
ins en hins vegar ekki nógu vel til að
gera neitt íþróttatengt á landi. Það
sást mjög vel þegar ég æfði hand-
knattleik og knattspymu á mínum
yngri ámm. Ég komst þó upp með að
vera í marki í knattspymu, enda
þurfti ég ekki að hlaupa neitt.“
Syndir á áætlun
Öm segist hafa verið um 12-13 ára
gamall þegar hann tók þá ákvörðtm að
gefa aðrar íþróttagreinar en sundið
upp á bátinn og æfa það með það að
markmiði að verða afreksmaður í
sundi.
„Ég gaf mér nokkur ár í verkefnið og
þessir Ólympíuleikar áttu að verða
upphafið. Hér ætlaði ég að öðlast
reynslu og næstu verkefni áttu að
verða Evrópumeistaramótið 2002,
heimsmeistaramótið árið eftir og síðan
Ólympíuleikar árið 2004. Ég tel mig því
vera vel á áætlun núna.“
Á Öm Amarson möguleika á að
standa á efsta verðlaunapalli á Ólymp-
íuleikum i framtíðinni. „Já, ég tel mig
eiga hann og þá sérstaklega miðað við
árangurinn núna. Ef mér tekst það
ekki eftir fjögur ár reyni ég að sjálf-
sögðu eftir átta. Ég hef í raun alveg
möguleika á að keppa á tvennum eða
þrennum Ólympíuleikum í viðbót og
það er alveg á dagskránni. Hins vegar
verður tíminn að leiða í ljós hvort mér
tekst að komast á pall en ég mun reyna
það.“
Orn Arnarson sundkappi
Sundmaöurinn knái hefur unniö hug og hjörtu íslendinga en hann stendur nú fremstur íslenskra sundmanna fyrr og síöar. Fjóröa sætiö á Ólympíuleikum er ár-
angur sem enginn hefur áöur náö og vart sjáanlegt í framtíöinni aö nokkur geri betur, nema hann sjálfur.
Góður með naglalakkið
Örn segist ekki vera hjátrúarfullur en þaö
sé þó eitt sem hann geri fyrir mikilvæg
mót, aö lakka á sér fingurneglurnar meö
bláum lit.
Ekki bara 25 metra maður
Þú hefur fengið þinn skerf af gagn-
rýni og stundum talað um að þú sért
bara 25 metra maður þar sem þínir
stærstu sigrar fram að þessu hafa ver-
ið 125 metra laugum?
„Þetta hef ég heyrt mikið og þá sér-
staklega síðasta sumar, þ.e.a.s. sumarið
‘99, eftir Evrópumeistaramótið í 50
metra lauginni þar sem ég var hrein-
lega ekki í neinu formi. Þá fékk ég
þessa gagnrýni úr öllum áttum en það
er hins vegar gott að geta sannað það
með óyggjandi hætti að ég get líka synt
með góðum árangri í 50 metra laug.
Það var einmitt það sem ég lagði upp
með að vissu leyti fyrir keppnina nú að
sýna þessum aðilum sem höfðu efa-
semdir um getu mína í stærri laug að
þeir hefðu á röngu að standa. Munur-
inn á þessu tvennu er einfaldlega sá að
maður þarf ekki að vera í eins góðu lík-
amlegu ásigkomulagi til að ná árangri
í 25 metra laug en hins vegar sést hvað
maður er í góðu formi ef maður
stendur sig vel í 50 metra laug.
Það er vonandi að ég sé búinn
að ná að hreinsa þetta af mér í
eitt skipti fyrir öll.“
Ekki hægt að hlusta á
gagnrýni
Hefur sú neikvæða umræða
sem hefur fylgt þátttöku ís-
lenskra sundmanna á Ólympíu-
leikunum haft einhver áhrif á
þig hér?
„Nei, það held ég ekki. Ég
held að engir íslensku sund-
mannanna hafi hreinlega hlust-
að eða tekið mark á því sem
þeir sem gagnrýndu þetta voru
að segja. Það fór inn um annað
eyrað og út um hitt. Þaö má
segja að það sé kannski eina
leiðin til að komast í gegnum
það að vera afreksmaður i
íþróttum. Ef maður ætlaði að
hlusta og taka mark á öllu því
sem sagt er um mann og allri
gagnrýni færi rosalega mikill
tími í að hlusta á fólk tala illa
um mann. Maður reynir bara að
sigta frá jákvæða og uppbyggj-
„Ef maður cetlaði að
hlusta og taka mark á
öllu því sem sagt er um
mann og allri gagnrýni
fœri rosalega mikill tími
í að hlusta á fólk tala illa
um mann. Maður reynir
bara að sigta frá jákvœða
og uppbyggjandi gagn-
rýni og sleppir hinu. Auð-
vitað hefur almenningur
rétt á að gagnrýna bæði
mig og aðra en þeir hinir
sömu geta ekki œtlast til
að ég hlusti á hvem og
einn þann sem vill tala
illa um mig. “
andi gagnrýni og sleppir hinu. Auðvit-
að hefur almenningur rétt á að gagn-
rýna bæði mig og aðra en þeir hinir
sömu geta ekki ætlast til að ég hlusti á
hvem og einn þann sem vill tala illa
um mig. Það er niðurdrepandi."
Nú hefur undirbúningur verið lang-
ur og strangur.
„Já, og þá sérstaklega núna síðustu
mánuði hefur verið gríðarlega mikið
álag á mér. Auðvitað efast maður oft
um það sé þess virði að leggja þetta allt
á sig en sem betur fer sér maður að það
er þess virði og það eru einnig margir
sem sjá um að halda manni við efnið.“
Hætti við að hætta
Hefurðu aldrei komið heim til þín að
kvöldi og sagt: Ég er hættur þessari vit-
leysu?
„Ég gerði það eftir Evrópumeistara-
mótið í fyrra en þá fékk ég duglegt
spark í rassinn og síðan hef ég haft
mjög gaman af sundinu. Það fer að
sjálfsögðu mikill tími í æfingar og
keppni og það má gera ráð fyrir um 30
klukkustundum á viku.“
Þú gerir ekki mikið meira en það?
„Nei, enda hef ég ekkert verið að
gera nema að synda í rúmt ár.“
Eins og fátækur námsmaöur
Það má því segja að þú sért atvinnu-
maður í sundi en hvemig kemur það út
fjárhagslega?
„Já, ég er ekkert annað en atvinnu-
maður í sundinu, ég vinn ekkert annað
enda er sundið hjá mér full vinna.
Reyndar var ég að reyna að gripa í
skólann af og til héma áður en ekkert
að ráði. Hvað fjárhagslega þáttinn
varðar þá á ég góða að og þá hefúr af-
reksmannasjóður íþrótta- og Ólympíu-
sambandsins styrkt mig síðustu tvö ár
og gerir vonandi áfram. Án þess styrks
hefði ég ekki getað æft eins og ég hef
gert að undanfómu en auk þess hef ég
auglýsingasamning við sundfatafram-
Stund milli stríóa
Örn segist hafa veriö 12-13 ára gamall þeg-
ar hann tók þá ákvöröun aö gefa aörar
íþróttagreinar en sundiö upp á bátinn og
æfa þaö meö þaö aö markmiöi aö veröa af-
reksmaöur í sundi.
leiðandann Speedo. Það má segja að ég
lifi eins og fátækur námsmaður en ég
er ekki einu sinni námsmaður."
Líf eftir sundið
En hvað með framtíðina, þegar sund-
ferli lýkur? Hvemig hefurðu hugsað
þér að sjá þér fyrir salti í grautinn?
„Eins og staðan er í dag hef ég aðeins
hugsað um líðandi stund og ekkert
spáð í framtíðina. Hins vegar er það
ljóst að maður þarf að fara að spá í
hvað maður ætlar sér að gera þegar
sundferlinum lýkur. Það verður að
vera líf eftir sundið. Ef maður fómar
sér í „atvinnumennsku" sem þessa án
þess að bera nokkuð úr býtum þá er
maður i djúpum skít.“
Nú stendur þú á hátindi þíns ferils
og athyglin er mikil sem þú færð. Stíg-
ur hún þér til höfúðs?
„Já, hún gerði það fyrst og samfara
því fór ég að sinna æfingum
verr sem endaði með því að ég
fór á Evrópumeistaramótið í
fyrra í lélegu formi. Þá fékk ég
eins og áður sagði duglegt
spark í rassinn en síðan hefur
margt breyst og nú tekst mér
betur að leiða hjá mér sviðs-
ljósið.“
Flinkur með naglalakkið
Öm segist ekki vera hjátrú-
arfullur en það sé þó eitt sem
hann geri fyrir mikilvæg mót,
að lakka á sér fingumeglur
með bláum lit. „Ég byrjaði á
þessu árið 1997 og þá gekk mér
vel. Þetta á sérstaklega við um
baksundið og þetta er líklega
eina hjátrúin sem ég bý yfir.
Ég geri þetta alveg sjálfur og
þó ég segi sjálfur frá er ég orð-
inn ágætur í þessu. Það eru
margir sem hafa sett upp
skrýtinn svip þegar þeir sjá
þetta og þá hafa margir hrósað
mér fyrir það hversu vel þetta
er gert, þar á meðal konumar
í matsalnum hér.“
-Rjetur