Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 27
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 27 I>V Helgarblað að læra söng. Eins og það sé ekki nóg er Garðar að vinna að því að Söngskólinn setji upp nokkurs konar útibú i Færeyjum að fyrir- mynd Söngskólans og er það starf langt komið en þangað hefur Garðar farið til námskeiðahalds og kennslu í nokkur skipti. En er það arðvænlegur atvinnuvegur að vera söngvari? „Þeir sem eru haldnir þessari ástríðu hugsa lítið um það. Það eru örlög að vera söngvari og þeir sem lenda í þessu verða að syngja. Það er þess vegna mannréttinda- brot að söngvarar skuli ekki geta lifað af list sinni. Auðvitað væri draumastaðan sú að íslenska Operuparið Einn nánasti samstarfsmaður Garðars á óperuárunum var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hún stýrði óperunni í fjarveru Garðars og þau stóðu oft saman á sviðinu. Hér eru þau saman í La Traviata 1983. óperan hefði bolmagn til þess að ráða söngvara til starfa en meðan svo er ekki þá starfa söngvarar eins og fyrr aðallega við ýmsar kirkjulegar athafnir. Það að syngja við jarðarfarir og í brúð- kaupsveislum er kannski ekki það sem hugur listamanna stendur til þótt það sé ánægulegt í sjálfu sér.“ Tveir diskar komnir Þegar Garðar tók ofan hatt óp- erustjóra setti hann í óðara bili upp hatt plötuútgefanda þ.e. fyrir- tækið Polar-phonia hefur gefið út tvo diska með eigin söng á síðasta ári og meira er í vændum. Annars vegar disk með klassískum verk- um en hins vegar disk með sígild- um dægurlögum. „Þetta er einkar skemmtilegt og ég ætla mér að sinna „útgáfustarf- semi“ meira á næstunni.“ Garðar hefur ekki látið sér nægja að leggja sitt af mörkum til íslensks tónlistarlífs með kennslu heldur eru tvö af fjórum börnum hans í söngnámi við Royal Academy of Music í Bretlandi. „Ég mun sakna þess á sunnu- daginn að hafa ekki öll börnin mín í kringum mig,“ sagði söngv- arinn sextugi að lokum. -PÁÁ Fjölhæfari og þægilegri fjölskyldubill Renault Scénic RT 21.198,- S S >C • * a manuor Verð 1.738.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Scénic RT sjálfskiptur 22.460,- á mánuði* Verð 1.838.000,- 5 dyra - 4 þrepa sjálfskipting - 1600 cc - 4 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Scenic RX4 29.134,- á mánuði* Verð frá 2.390.000,- 5 dyra - 5 gíra - 2000cc - 4 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Gijótiiáls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 *meðalgreiðsla á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Prófaðu Renault Scénic til að svara kalli fjölskyldunnar um þægilegri bíl sem hægt er að aðlaga sérlega vel að hverri ferð fyrir sig. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.