Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
31
I>V
Helgarblað
Svanur Vilbergsson gítarleikari:
Byrjaði ellefu
ára sem
trommuleikari
- lýkur 8. stigi í gítarleik frá breskum
tónlistarskóla aðeins 19 ára
„Ég byrjaði ellefu ára sem
trommuleikari i hljómsveitinni
Coma á Stöðvarfirði. Hinir strák-
amir voru 16 ára en ég var settur
á trommur því enginn kunni að
spOa á þær og ég reyndar ekki
heldur. Við lékum á nokkrum
dansleikjum í skólanum og að
minnsta kosti einu sinni á opin-
berum dansleik."
Þannig rifjar Svanur Vilbergs-
son upp fyrstu skrefin á tónlistar-
ferli sínum. Svanur ólst upp á
Stöðvarfirði þar sem tónlistarlíf
var ekki sérlega fjölskrúðugt en
lifandi áhugi á tónlist aldrei langt
undan.
„Systkini mín hafa öll mikinn
áhuga á tónlist þótt þau spili ekki
mikið, nema Björgvin fósturbróð-
ir minn sem spilar á gítar.“
Tónlistin kom með
útlendingum
Á Stöövarfirði var komið á fót
tónlistarkennslu skömmu eftir
1990, með innflutningi á kennur-
um austan úr Evrópu og síðan
hefur tónlistarlíf á staðnum tekið
stakkaskiptum og ungir sem aldn-
ir sitja við fótskör meistaranna og
stauta sig áfram í stafrófi tónlist-
arinnar.
Svanur byrjaði á blokkflautu
hjá Ferenc Utassy frá Ungverja-
landi. Síðar kom Peter Maté frá
Tékkóslóvakíu
en nú síðast hef-
ur Norðmaður-
inn Torvald
Gjerde staðið
fyrir tónlistar-
kennslu eystra.
Svanur tók fljót-
lega gítarinn í
fangið og brátt
kom i ljós að
hann og gítarinn
áttu sannarlega
samleið.
Eftir tveggja
ára vist í
Menntaskólan-
um á Egilsstöð-
um bauðst Svani
ómetanlegt tæki-
færi þegar
Charles Ross, þá-
verandi kennari
hans, og eigin-
kona hans, Suncana Slamnik,
ákváðu að halda til Bretlands til
frekara náms og buðu Svani með
sér. Svanur stundaði nám við
King Edwards College í Totnes í
Devon siðasta vetur og lærði tón-
smíðar, hljómfræði, gítarleik, tón-
heym og „sequencing" sem er að-
ferð við tölvuvinnslu á tónlist.
Hann lýkur áttunda stigi í gítar-
leik í vor og útskrifast þá af tón-
listarbraut í King Edwards og er
þegar byijaður að sækja um há-
skólavist ytra.
Fótalausl munnhörpu-
leikarinn
„Ég eyddi sumarfríinu í æfingar
fyrir viðtal og áheymarpróf. Það
eru nokkrir skólar sem ég hef
áhuga á að komast inn í en helst
vildi ég vera í London.“
Mikið og fjölbreytt tónlistarlíf
er í Totnes og nágrannabænum
Dartington og Svanur hefur fengið
ótal tækifæri til þess að æfa sig og
þroskast sem tónlistarmaður utan
hefðbundins námstima.
„Ég er meðlimur í dúói ásamt
öðrum íslendingi sem er þarna
við nám, Páli Pálssyni bassaleik-
ara. Við spilum saman á veitinga-
stöðum til þess að ná okkur í
aukatekjur. Þar fyrir utan fer ég
oft og spila úti á götu.“
Er það auðveld tekjuleið, er fólk
viljugt að gefa?
„Það er mikið af tónlistarnem-
um þama og fólk er mjög skiln-
ingsríkt og mér gengur oft vel. Ég
á reyndar í harðri samkeppni við
fótalausan munnhörpuleikara
sem mætir stundum á sömu slóð-
um. Það er mjög erfitt að keppa
við hann.“
Kennarinn spilaði á sög
Eins og þetta sé ekki nóg er
Svanur lika meðlimur í Devon
Youth Big Band sem á að spila í
Millennium Dome byggingunni í
London í haust og hann er einnig
í 10 manna fonksveit sem er skip-
uð ungum tónlistarnemum og
heldur tónleika hér og hvar. Hann
spilar einnig oft með kennara sín-
um, Charles Ross, og þegar Ross
kom í heimsókn til Stöövarfjarðar
í sumar hélt Svanur tónleika þar
sem þeir félagar léku saman á git-
ar og sög en Ross er lipur sagar-
leikari. Suncana, eiginkona
Charles, lék undir á píanó.
„Svo fer ég stundum og spila
með Bernardo gítarkennara mín-
um, t.d. á veitingastöðum. Bern-
ardo er frá Portú-
gal og við leikum
mikið portúgalska
og suðræna gítar-
tónlist. Það er
mikil gróska i tón-
listarlífinu þama
og stundum hef ég
spilað átta sinn-
um i viku opin-
berlega."
Svanur hefur
tekið til hendinni
í tónsmíðum í
námi sínu og
samdi meðal ann-
ars verk fyrir
stóra djasshljóm-
sveit sem var flutt
í háskólanum í
Dartington við
góðar undirtektir
síðastliðinn vetur.
En hvert stefnir
hugur hans í tónlistinni?
„Ég vil komast í góðan háskóla
og halda áfram að læra næstu
árin. Ég er ekki endilega ákveðinn
í því hvað verður ofan á en vil
auðvitað fyrst og fremst fá tæki-
færi til að starfa sem tónlistar-
maður og hljóðfæraleikari í fram-
tíðinni.“
14 ára vinur Dóra
Svanur segist vera hrifinn af
djassi og klassík en áhugi hans á
rokktónlist fari stöðugt minnk-
andi. Hann þótti afar efnilegur
fljótlega eftir að hann axlaði gítar-
inn og var farinn að spila með
austfirskum djassgeggjurum og
blúsurum innan við fermingu.
„Ég hef spilað með Garðari
Harðarsyni, sem býr á Stöðvar-
firði og er þekktur blúsari, og
Áma ísleifs sem hefur verið mjög
virkur í djasslífinu fyrir austan.
Gegnum kynnin við þá spilaði ég
t.d með Vinum Dóra á djasshátíð
á Egilsstöðum þegar ég var 14 ára
og það var ógleymanleg reynsla og
skemmtileg."
-PÁÁ
„Það er mikið af tón-
listarnemum þama
og fólk er mjög skiln-
ingsrikt og mér geng-
ur oft vel. Ég á
reyndar í harðri
samkeppni við fóta-
lausan munnhörpu-
leikara sem stundum
mætir á sömu slóð-
um. Það er mjög
erfitt að keppa við
hann.“
DV-MYND ÞÖK
Svanur Viibergsson er í tónllstamámi í Bretlandi
Svanur þykir sérlega efnilegur en hann hóf feril sinn 11 ára gamall sem trommuleikari.
PERSTORP Greenline Master
375 Itr. safnkassi, sérstaklega einangraður,
hentugur fyrir lífrænan eldhúsúrgang.
Tilboðsverð 14.980 kr.
PERSTORP Greenline Garden
325 Itr. safnkassi.
Tilboðsverð 7.450 kr.
PERSTORP flokkunarílát í eldhússkápinn.
Verð sbr. mynd 1.980 kr.
x\/
GARÐHEIMAR
GRÆN VERSLUNARMIÐST'ÖÐ
STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300
sssssBssssenxetssú
’ér
Lífrænn úrgangur er settur í sérstaka safnkassa ásamt því sem fellur til í garðinum,
svo sem laufi, grasi o.fl. og úr verður gjöful gróðurmold - MOLTA.
Garðheimar bjóða nú allt til að auðvelda moltugerð heimilisins:
LAUFSUGUR, KURLARA, FLOKKUNARÍLÁT og SAFNKASSA af ýmsum gerðum.