Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 33
32 41 Helgarblað LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 DV Velgengni 101 - Baltasar Kormákur talar um velgengni fyrstu kvikmyndar sinnar, íslenskt leikhús, ímyndina, frægðardramna og framhaldið fengist viö leikstjóm erlendis. 101 var frumraun hans í kvikmynda- leikstjóm og á hátíðinni í Toronto höfðu erlendir umboðsmenn sam- band við hann. Nú eru handrit á leiðinni til hans víðs vegar að úr heiminum. Hvert er næsta verkefn- ið? „Það voru umboðsmenn frá átta stærstu umboðsskrifstofunum sem höfðu samband við mig i Toronto og vildu ráða mig í ýmis verkefni. Ég ýtti öllum slíkum tilboðum til hliðar þar til ég var kominn heim og mun lesa handrit á næstunni. Það sem mig langar til að gera næst er að gera kvikmynd eftir handriti sem ég er að vinna úr leik- ritinu Hafið eftir Ólaf Hauk Símon- arson, sem yrði kvikmynd á ís- lensku með íslenskum leikurum. Einnig er ég með verkefni sem heit- ir A Little trip to Heaven, sem er mitt eigið handrit. En maður veit aldrei hvað veröur ef eitthvað af þeim handritum sem verið er að senda mér er virkilega áhugavert." Langar þig til Hollywood? Það er ljóst að sigurganga 101 opnar margar dyr fyrir ungan leik- stjóra ofan af íslandi. Það mætti nefna mörg dæmi um leikstjóra sem hafa vakið athygli Holiywood á sér með myndum frá sinu málsvæði en farið síðan og leikstýrt í drauma- verksmiðjunni með ýmsum ár- angri. Þar mætti nefna Danann Bille August, Finnann Renny Harl- in, Tékkann Milos Forman og marga fleiri. Oft er ferðin til Hollywood sett upp eins og leiðang- ur sveitadrengsins til stórborgar- innar sem annaðhvort spillir hon- um eða hampar honum. Verður erfitt að standast borgarljósin í Hollywood? „Með því að búa til 101 vildi ég brjóta niður þau landamæri sem mér fannst afmarka mig við ísland. Ég vil gjaman fá tækifæri til þess að framleiða kvikmyndir í sam- vinnu við erlenda aðOa sem geta lagt til íjármagn. Kvikmyndagerð er alþjóðleg at- vinnugrein sem býður upp á stór- kostleg tækifæri fyrir ísland og ís- lenskt fagfólk. Mér frnnst oft eins og talið um íslenskar kvikmyndir fyrir íslendinga lykti af einhverjum þjóð- emishroka. Með samstarfi við út- lendinga getum við flutt hæfileika og gríðarlegt fjármagn inn í landiö en ekki síður flutt út íslenskt hæfi- leikafólk sem hefur vakið verð- skuldaða athygli þeirra erlendu leikara sem hingað hafa komið. Viktoria Abril, sem lék í 101, sagði að þetta væri besta áhöfn sem hún hefði unnið með. Ég gerði 101 ekki einn því með mér vann frábært fólk sem á þessa sigra með mér. Ef tækifæri tO að gera kvikmynd- ir koma frá Ameríku þá er það bara gott. HoOywood er eins og risastór regnhlíf varðandi framleiðslu mynda sem væri vissulega gott að komast undir. Mér flnnst það ekk- ert atriði hvort það er töluð ís- lenska í kvikmyndum eða ekki. ís- land er í þessum efnum ekki ein- angraður kotbær heldur hluti af al- þjóðlegri listgrein. Mér fmnst engin ástæða tO þess að smekkur Þjóð- verja ráði mestu um það hvaða myndir eru gerðar á íslandi." Eru leikarar betri en lambakjöt? Þama vísar Baltasar tO þess að undanfarin ár hefur mikið fjár- magn frá þýskum framleiðendum runnið inn í íslenska kvikmynda- gerð og alkunna er að öflugir með- framleiðendur taka mikið mið af því hvað feflur markaði þeirra í geö. En eru íslenskir leikarar betri Monster, amerískri kvikmynd sem verið er að taka á íslandi, búin að segja mér að kunningjar hennar í Kanada hefðu heyrt mikið gott um myndina." Sara Polly er meðal þekktustu ieikkvenna í Kanada og íslenskir sjónvarpsáhorfendur gætu munað eftir henni í hlutverki Önnu í Grænuhlíð í samnefndum sjón- varpsþáttum og kvikmyndaáhuga- menn muna eflaust eftir henni í The Sweet Hereafter eftir Atom „Ég veit ekki tfl þess að íslensk kvikmynd hafl fengiö slíkar viðtök- ur áður. Þegar við sýndum mynd- ina í Locarno voru 4500 manns í salnum og stemningin var eins og á rokktónleikum. Þegar hún fékk svo ekki aðalverðlaun hátíðarinnar var eins og áhorfendur móöguðust hálf- partinn en í netkosningu völdu 62% þeirra hana bestu mynd hátíðarinn- ar og hún fékk verðlaun ungu dóm- nefndarinnar. Þannig lýsir Baltasar Kormákur viðtökum þeim sem kvikmynd hans, 101 Reykjavík, fékk á einni stærstu kvikmyndahátíð Evrópu í Locamo í Sviss. Þar má segja að sigurganga 101 hafi byrjað fyrir al- vöru en fyrir rúmri viku var mynd- in síðan sýnd á stærstu kvikmynda- hátíð vestanhafs, í Toronto i Kanada, og þar má segja að allt hafi oröið vitlaust. Kvikmyndin fékk Discovery-verðlaun hátiðarinnar, sem t.d. Roger Ebert telur þau mik- Ovægustu, í kosningu 780 blaða- manna sem sóttu hátíðina. I Toronto var einnig skrifað undir sölusamninga á myndinni tO fjölda landa, þar á meðal einn stærsta samning sem menn muna eftir að hafl verið gerður um dreifingu á einni íslenskri kvikmynd í einu landi. Sá samningur snerist um sýningu 101 Reykjavík í 50 kvik- myndahúsum í Frakklandi og voru greiddar fyrir 21,5 mOljónir ís- lenskra króna, en stærri samningar munu vera í bígerö. Anna í Grænuhlíð í Monster „Ég gerði mér enga grein fyrir því á hverju ég ætti von þegar ég fór tO Toronto. Ég vissi að þetta væri meðal stærstu kvikmyndahá- tíða í heiminum og var auðvitað spenntur þegar ég fór utan. Þar að auki var Sara Polly, kanadísk leik- kona sem er að vinna með mér í Baltasar hefur fengiö Qölda tilboöa, m.a. frá Hollywood, í kjölfar 101 „Kvikmyndagerö er alþjóöleg atvinnugrein sem býöur upp á stórkostleg tækifæri fyrir ísland og íslenskt fagfólk. Mér finnst oft eins og taliö um íslenskar kvikmyndir fyrir íslendinga lykti af einhverjum þjóöernishroka. Meö samstarfi viö útlendinga getum viö flutt hæfileika og gríöarlegt fjár- magn inn í landiö. “ Myndin er gerð eftir samnefndrl sögu Hallgríms Helgasonar rithöfundar Fyrstu kynni Baltasars af bókinni 101 Reykjavík var þegar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og fastagestur, sat úrvinda meö handritiö á Kaffibarnum og var aö leita aö hentugum titli á bókina. „Ég fékk aö lesa handritiö og vildi strax nota hluta af því í kvikmynd.“ Egoyan. Það reyndist vera orðsporiö frá Locamo sem hafði fylgt 101 tO Toronto en ekki síður velgengni myndarinnar á kvikmyndahátíð- inni í Edinborg þar sem 101 var val- in ein sex mynda af 200 sem Best of the Fest. „Ég er á leiðinni úr landi fljótlega tO að fylgja myndinni á kvikmynda- hátíðir í Þýskalandi og Kóreu. Það getur skipt miklu máli að vera á staðnum til þess aö selja myndina. Síðan getur maður hjálpað kvik- myndinni með því að koma á stað- inn þegar hún er sýnd í viðkomandi landi og aðstoðað við kynningu." 26 hátíftir tll jóla 101 hefur verið eftirsótt á kvik- myndahátíðir víðs vegar um heim- inn sem sést best af því að hún er bókuð á 26 hátíðir fram aö næstu jólum. Ætlar Baltasar að mæta á þær allar? „Ég ætla að reyna að mæta á eins margar og ég get en þvi eru auðvit- að takmörk sett hvað maður getur ferðast mikið. Það er enn að bætast við því við erum enn að fá boð á há- tíðir.“ Með þessum góðu undirtektum, sem réttOega má kalla sigurgöngu, hefur gengið miklu betur að selja myndina en jafnvel bjartsýnustu að- standendur hennar þorðu að vona. I flestum tflvikum er um að ræða svokaflaða „minimum guarantee"- samninga, sem þýðir lágmarks- trygging. Það þýðir að t.d. í því tU- viki sem áður er nefnt um dreifingu í Frakklandi er upphæðin 20 miUj- ónir lágmarksupphæð en ef myndin gengur betur og aðsókn verður um- fram ákveðin lágmörk hækkar hún. Búið er að gera fjölda slíkra samn- inga og fleiri eru á leiðinni. Hver á 101? 101 Reykjavík kostaði 2 milljónir dollara í framleiðslu, eða 160 miflj- ónir íslenskra króna, sem telst af- skaplega lítið á alþjóðlegan mæli- kvarða. Helminginn af því lagði eignarhaldsfélagið 101 ehf. fram, en það er í eigu Baltasars, LOju Pálma- dóttur, eiginkonu hans, og Ingvars Þórðarsonar, en hann og Baltasar hafa starfað saman um árabU, með- al annars að rekstri Loftkastalans og fleiri verkefnum. „Við ákváðum að hætta mjög miklu við gerð myndarinnar. Ég er sannfærður um að maður nær ekki árangri nema með því að leggja allt undir. Með þeim undirtektum sem myndin hefur fengið hingað til er að minnsta kosti búið að tryggja að við töpum ekki stórfé á þessu en enn skortir samt nokkuð á að myndin sé farin að skOa hagnaði. Um 30 þúsund manns hafa komið að sjá hana hérna heima svo við getum verið mjög ánægðir, en betur má ef duga skal. Það er enn verið að sýna hana í bíó svo það er ekki of seint.“ „Ég lifi mínu lífi og er satt að segja andskotans sama hvað fólk heldur um mig. Ef mig langar til að fá mér í glas á Kaffibamum þá geri ég það og ætla ekkert að af- saka það né annað fyrir neinum. Sá sem fer að lifa í sam- ræmi við einhverja ímynd er fljótlega far- inn að elta skottið á sjálfum sér. “ Góðar undirtektir á kvikmynda- hátíðum eru eitt og verðlaun annað, en hvaða þýðingu hefur þetta? „Verðlaun og jákvæð gagnrýni eins og við höfum fengið í fjölmörg- um erlendum blöðum auðvelda fyrst og fremst sölu og dreifingu. Það er þeirra helsta þýðing, auk þess að vera góð viðurkenning í sjálfu sér, en mér finnst meira var- ið í verðlaun sem eru byggð á vali stórs hóps, eins og í Toronto, held- ur en verðlaun þriggja manna dóm- nefndar eins og algengt er á hátíö- um.“ Þeir átta stærstu Baltasar Kormákur hefur starfað í íslensku leikhúsi sem leikari og leikstjóri síðastliðin 10 ár en einnig LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 DV-MYNDIR E.ÓL. Baltasar Kormákur, leikstjóri 101 Frumraun hans sem kvikmyndaleikstjóra, 101 Reykjavík, hefur fariö sigurför um kvikmyndahátíöir heimsins og hefur veriö boöiö á 26 hátíöir fram aö jólum. „Þegar viö sýndum myndina í Locarno voru 4500 manns í salnum og stemningin var eins og á rokktónleikum. “ útflutningsvara en lambakjöt? „Ég er ofboðslega leiður á þessu tali um að íslenskir leikarar séu svo sviðslegir og tilgerðarlegir að þeir virki ekki í kvikmyndum. Ég visa slíkum ummælum til föðurhúsanna sem vitni um vangetu leikstjóra sem ráða ekki við alvöruleikara. ís- lenskir leikarar hafa fengið frábæra dóma í mörgum íslenskum kvik- myndum og t.d. er Hilmir Snær lof- aður mjög fyrir leik sinn í 101, hann þykir frábær og erlendis tala menn um hann sem stóra uppgötvun. I kjölfar velgengni danskra mynda á alþjóðavettvangi hefur fjöldi danskra leikara fengið stór tæki- færi sem sýnir að þjóðemið er ekk- ert aðalatriði.“ Er Frikki oröinn of stór? 101 Reykjavík er ekki eina ís- lenska myndin sem gengur vel um þessar mundir því Englar alheims- ins eftir Friðrik Þór Friðriksson, þar sem Baltasar og Hilmir Snær leika tvö aðalhlutverkanna, hafa fengið góðar viðtökur. íslenska kvikmyndasamsteypan kom ekki að gerð eða fjármögnun 101 Reykjavík eins og flestra annarra íslenskra kvikmynda undanfarin ár. Er sam- steypan orðin of stór á hinum smáa íslenska kvikmyndamarkaði? „Það er gott fyrir öll fyrirtæki að hafa samkeppni eða mótvægi. Sá sem verður of stór getur orðið of ör- uggur, sem er hættulegt. Öll sam- keppni hvetur til betri árangurs," segir Baltasar eins og fæddur diplómat. Hitti Hallgrím á barnum Fyrstu kynni Baltasars af bók- inni 101 Reykjavík voru þegar Hall- grímur Helgason, rithöfundur og fastagestur, sat úrvinda með hand- ritið á Kaffibarnum og var að leita að hentugum titli á bókina. „Ég fékk að lesa handritið og vildi strax nota hluta af því i kvik- mynd. Ég tek þó aðeins ýmsar hug- myndir og persónur úr bókinni og nota í myndina en Hallgrimur var afskaplega örlátur á sögu sína og umburðarlyndur gagnvart breyting- um mínum. Ég vildi ekki mynd- skreyta bókmenntaverk." En skilja útlendingar þennan sér- islenska húmor og þetta rammreyk- viska umhverfi sem Kafilbarinn og snjórinn mynda? „Það er fullt af lókalbröndurum í 101 og sumir þeirra fá góðar undir- tektir en sumir ekki. Það sem vakti fyrir mér var aö segja sögu af fólki og aðstæðum. Góðar sögur eru al- þjóðlegar. Þetta átti ekki að vera landkynning." Smæftin litar umræftuna Baltasar var leikhússtjóri og einn eigenda Loftkastalans sem fjrr á ár- inu varð hluti af Leikfélagi íslands. Hann er 5% hluthafl í nýju félagi en situr ekki í stjóm félagsins. Til- koma nýs atvinnuleikhúss hefur valdið talsverðum skjálfta í leikhús- heiminum og mikið verið fjaflað í ijölmiðlum um það hver ætli að leika hvar, hver stal hvaða leikriti frá hverjum og hverjar séu skyldur leikhússins við markaðinn og menninguna. Hvemig koma þessi átök þér fyrir sjónir? „Smæð samfélagsins hefur litað þessa umræðu sem sést best á því að einn af menningarpennum Morg- „Smœð samfélagsins hefur litað þessa um- rœðu sem sést best á því að einn af menning- arpennum Morgun- blaðsins, Hávar Sigur- jónsson, skuli draga taum þess leikhúss sem hefur keypt af honum hans fyrsta leikverk. Hann talar um „mark- aðsleikhús“ í neikvæð- um tón en sat í úthlut- unamefnd þegar leik- húsið sem hann vinnur fyrir fékk fyrsta styrk- inn en það er nú mest styrkta sjálfstœða leik- húsið. “ unblaðsins, Hávar Sigurjónsson, skuli draga taum þess leikhúss sem hefur keypt af honum hans fyrsta leikverk. Á sama tíma og hann stendur fyrir ofsóknum á Leikfélag íslands og kallar það markaðsleik- hús í neikvæðri merkingu orðsins fyrir það eitt að reyna að afla sér tekna fyrir rekstrinum. Þess má því líka geta til gamans að þessi sami maöur sat í þeirri úthlutunamefnd sem veitti Hafnarfjarðarleikhúsinu sinn fyrsta opinbera styrk. Það leik- hús hefur allar götur síðan verið mest styrkti sjálfstæði leikhópurinn á landinu og er nú komið á fjárlög sem væntanlega verða notuð til að greiða Hávari því ekki em íslensk leikrit ókeypis. Á síðum Morgun- blaðsins hefur sami maður vegið að mínum starfsheiðri úr sínum flla- beinstumi fyrir að ég hafi misnotað aðstöðu mína í Þjóðleikhúsinu. Ég hafna því algerlega því ég þáöi aldrei laun hjá Þjóðleikhúsinu nema þegar ég var að starfa þar. Ég spyr: Hvar er sjálfsvirðing þeirra leikara sem líða að talað sé um þá eins og lánsvöru? Leikarar eru ekki hlutir sem leikhúsið getur lánað hingað og þangað. Þetta snýst um að ffla launaðir leikarar hafa verið að afla sér tekna í frítíma sín- um. AUt þetta tal um vinsældaleikhús er út í hött. Það segir sig sjálft að fyrirtæki eins og sjálfstætt leikhús verður aö afla tekna. Það kemur úr hörðustu átt frá stóru leikhúsunum, sem hafa dregið til sín fjölda leik- húsgesta á undanfömum árum með sýningum eins og Grease og Litlu hryllingsbúðinni og ætla að setja upp Singin’ in the Rain, sem hafa síðan staðið undir áhorfendatölum sem þessi sömu leikhús nota sem mælikvarða." Er gott aft eiga bar? Samtal okkar fer fram á hinum eina sanna Kafllbar við Bergstaða- stræti sem er vettvangur grátbros- legra atburða í bók Hallgríms og kvikmynd Baltasars. Kafilbarinn er 49,5% í eigu Baltasars en meðal annarra eigenda em Ingvar Þórðar- son og Damon Albarn, söngvari í Blur, svona rétt til að nefna þá frægustu. Stundum er sagt að það séu tvær góðar ástæður fyrir því að eiga bar. önnur er sú að barinn get- ur skilað góðum hagnaði en hin er sú að þar geta eigendur drukkið frítt og dvalið löngum stundum viö eftirlit með eigum sínum. Það orð- spor hefur fylgt Baltasar gegnum árin að hann stundi skemmtanalíflð af talsverðri elju og því er eðlilegt að spyija hvort það sé nógu hag- stætt fyrir ímynd hans að vera bar- eigandi: Aft elta skottlft á sjálfum sér „Að mínu viti er stærsti kostur- inn við að eiga Kafflbarinn sá að maður fær frítt að borða í hádeg- inu. Hvað varðar álit annarra þá einsetti ég mér fyrir löngu að láta ekki ímyndaða ímynd stjóma því hvaö ég geri. Ég lifi mínu lífl og er satt að segja andskotans sama hvað fólk heldur um mig. Ef mig langar til að fá mér i glas á Kafilbamum þá geri ég það og ætla ekkert aö afsaka það né annaö fyrir neinum. Sá sem fer að lifa í samræmi við einhverja imynd er fljótlega farinn að elta skottið á sjálfum sér. Ef min ímynd hefur komið í veg fyrir að einhver sjái mig og mín verk í réttu ljósi þá verður svo að vera. Það get- ur hver sem er verið eftirlæti allra og sagt afltaf réttu hlutina við rétta fólkið, en þá verður maður ekkert nema léleg eftirmynd af sjálfum sér. Líflð er langt og ég tek ákvörðun um framhaldið við hver gatnamót sem ég kem að.“ -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.