Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 46
‘■54
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
Helgarblað_____________________________________________________________________________________py
Úrslitaleikur Coca-Cola bikarkeppni KSI á Laugardalsvelli á morgiin:
Allt undir
- hjá Skagamönnum og Eyjamönnum sem hafa tækifæri til aö bjarga sumrinu
Hápunktur íslenskrar knatt-
spymuvertíðar, sjálfur úrslitaleikur
bikarkeppni KSÍ, bíður handan
*• homsins. Þessi leikur hefur á und-
anfömum árum verið síðasti leikur
sumarsins og spennan ávallt mikil.
í ár mætast tvö lið, ÍA og ÍBV, sem
hafa bæði valdið vonbrigðum með
leik sínum í sumar. ÍBVhafnaði
fjórða sæti en Skagamenn lentu í
sætinu fyrir neðan. Þessi árangur
er langt fyrir neðan væntingar lið-
anna beggja sem hafa verið óhemju
sigursæl undanfarin ár. í leiknum á
morgun er Evrópusæti í húfi og í
ljósi þess hversu dýrt er orðið að
reka knattspymudeildir í dag er
ekkert launungarmál að bæði þessi
lið kappkosta að komast þangað.
Bitlaus sókn
_ Það sem helst hefur háð Skaga-
mönnum í sumar er hversu bitlaus
sóknin hefur verið. Ólafur Þórðar-
son, þjáifari liðsins, hefur ekki náð
að laga VEmdamál undanfarinna ára,
þ.e. markaleysið. Þeir fengu fær-
eyska framherjann Uni Arge til sín
fyrir keppnistímabilið og átti hann
að vera maðurinn sem kæmi með
mörkin upp á Skaga á ný. Því mið-
ur fyrir Skagamenn meiddist Uni
strax i fyrsta leik og það er ekki fyrr
en nú, undir lok mótsins, sem hann
er að ná sér á strik.
Lið Skagamanna er mjög sterkt á
pappímum. Miklu munar fyrir liðið
að fá Sigurð Jónsson inn í það á ný
og ljóst að vöm þeirra, sem hefur
verið sterkasti hluti liðsins í sumar,
er ekki árennileg með Sigurð og
Gunnlaug Jónsson í fararbroddi.
Miðjumennirnir Jóhannes, Alex-
ander og Haraldur hafa ekki fundið
taktinn frekar en framherjamir.
Það er helst að hinn ungi Baldur
Aðalsteinsson hafi verið sprækur.
Ólafur Þórðarson er geysilega
metnaðarfullur einstaklingur og
sættir sig ekki við neitt annað en
sigur. Hann tapaði úrslitaleiknum í
fyrra og svíður það sjálfsagt enn
sárt. Hann mun blása leikmönnum
sínum baráttumóö í brjóst en lykil-
atriði fyrir hann og lið hans er að
það nái að skerpa sóknarleik sinn
frá því sem verið hefur í sumar.
Siæmt að missa Tómas Inga
Vestmannaeyingar áttu mögu-
leika á íslandsmeistaratitlinum
langt fram eftir móti en það var
samt eins og menn þar á bæ hefðu
ekki trú á því að hann gæti unnist.
Bikarmeistaratitill getur bjargað
tímabilinu fyrir metnaðarfulla Eyja-
menn og þeir munu eflaust selja sig
dýrt. Nokkrir leikmanna Eyja-
manna hafa verið að spila vel. Hinn
síungi Hlynur Stefánsson hefur átt
frábært tímabil í vöminni og við
hlið hans hefur, ef hann er heill,
Kjartan Antonsson staðið sig mjög
vel. Júgóslavinn Momir Mileta er
með baneitraðar sendingar af miðj-
unni auk þess sem hann hefur skor-
að nokkur glæsOeg mörk og dylst
engum að þar er góður leikmaður á
ferð. Vandamál Eyjamanna framan
af móti var að skora mörk en Stein-
grímur Jóhannesson hefur vaknað
til lífsins upp á síðkastið og skorað
grimmt. Þó er mjög slæmt fyrir ÍBV
að Tómas Ingi Tómasson skuli ekki
vera heill. Hann sýndi það gegn
Fylki i undanúrslitunum að hann er
liðinu mjög mikilvægur. Eyjamenn
munu að öUum líkindum liggja tO
baka 1 úrslitaleiknum, láta Skaga-
menn koma framar á vöUinn og
beita síðan skyndisóknum. Þannig
færa þeir sér hæfileika Steingríms
best í nyt og verður fróðlegt að
fylgjast meö glímu hans við Sigurð
Jónsson og Gunnlaug Jónsson,
varnarmenn ÍA. -ÓHÞ
Ólympíumolar
Hinum hugprúöa keppanda
Miðbaugs-Gíneu, Moussani,
sem frægur hefur orðið fyrir
þátttöku sína í 100 metra skrið-
sundi, hefur verið likt við
Eddie „the eagle“ sundsins. Það
eru margir sem muna eftir
þessum breska skíðastökkvara
sem tók þátt í fleiri en einum
vetrarólympiuleikum og var
ávaUt með lakasta árangur
keppenda. Moussani þessi mun
víst aðeins hafa synt í 20 metra
sundlaug í heimalandi sínu og
ku vera mun sterkari í 50 metra
skriðsundi. Það mun hann hafa
reynt að sýna fram á í sýningar-
sundi. Landi hans, hún Paula,
vakti ekki síður lukku í 50
metra skriðsundi þar sem hún
barðist hetjulega og náði landi
á um helmingi lengri tíma en
sú sem varð fyrst. Hún, eins og
landi hennar, vann hug og
hjörtu þeirra sem í sundhöU-
inni voru og klöppuðu
áhorfendur Paulu lof í lófa þeg-
ar hún náði landi. Þátttaka
þessara hugprúðu íbúa Mið-
baugs-Gíneu hefur vakið mikla
athygli í Ástraliu og þykir hún
jákvæð. Hún þykir sanna að
það sé ekki málið að vinna
heldur að taka þátt. Það var svo
sannarlega það sem þessir tveir
Miðbaugs-Gíneumenn gerðu.
Örn Arnarson og nokkrir fé-
lagar hans í íslenska Ólympíu-
hópnum ætla að bregða sér í
hið fræga óperuhús i Sydney og
sjá þar danssýningu. Aðspurð-
ur hvort það væri menningar-
vika hjá íslenska Ólympíuhópn-
um sagði Öm að menn sem
væru komnir aUa þessa leið og
hefðu aðeins sé óperuhúsið á
myndum og í sjónvarpi yrðu
hreinlega að heimsækja þetta
fræga hús, alveg sama hvað
væri um að vera í því.
Alfreö Karl Alfreðsson, Pet-
er Pakk, þjálfari hans, og HaU-
dór Axelsson flokkstjóri verða
fyrstir úr íslenska Ólympíu-
hópnum tU að yfirgefa Sydney
en hann lýkur keppni í dag,
laugardag. Þeir munu sitja mat-
arboð íslensku Ólympíunefnd-
arinnar í dag og sækja matar-
boð ástralska skotsambandsins.
Þeir félagar munu síðan yfir-
gefa Sydney á morgun, sunnu-
dag.
Sundlandsliöiö hefur kom-
ist í heimsfréttimar. Það mun-
aði minnstu að Öm Amarsson
kæmist í þær en svo varð þó
ekki þó að hvað íslendinga
varðar sé árangur Amar heims-
frétt. Það sem varð hins vegar
heimsfrétt var þegar íslenska
sundlandsliðið, eða í það
minnsta fimm úr sveitinni,
lagðist tU svefns í sundhöUinni
stóru I Sydney. Ljósmyndarar
erlendra fréttastofa komu auga
á þetta og þótti fréttnæmt að
sundlandslið lægi sofandi á
meðan á keppni stóð. Blaða-
maður DV í Sydney komst að
því áþreifanlega að þetta var
heimsfrétt þegar honum varö á
að segja að hann væri íslensk-
ur. SkyndUega heyrði hann fyr-
ir aftan sig: „Hver sagðist vera
islenskur? Ert það þú? Ertu
jafnsyfjaður og sundmennim-
ir?“
íslenska sundlandsliöiö er
nú komið í frí, enda hefur það
gengið í gegnum langt og
strangt undirbúningstímabU.
Sundmennimir em staðráðnir í
því að njóta frelsisins það sem
eftir er Ölympíuleika og þegar
blaðamaður DV heimsótti
Ólympíuþorpið í gær var ljóst
að leikjasalurinn átti hug
þeirra margra. Þeir sögðu
reyndar að þetta yrði þeirra
helsta athvarf þar sem eftir lifir
dvalarinnar í Ólympíuþorpinu í
Sydney.
-PS
Magnús Aron Hallgrímsson:
Formið er
til staðar
Magnús Aron HaUgrimsson, kringlukastari úr HSK, er að taka þátt í sínum
fyrstu Ólympiuleikum, eins og svo margir aðrir i islenska
^Ólympíuhópnum, en það er aUs engan bUbug á honum að
finna. Hann segist vera tUbúinn í slaginn og ætiar sér að
verða meðal 12 efstu í kringlunni og komast þar með í úr-
slitakeppnina. Magnús Aron hefur keppni á morgun,
sunnudag, en úrslitakeppnin er daginn eftir.
„Mér líst rosalega vel á þessa keppni og hef fundið
mig vel á æfingum að undanfömu og gengið mjög vel, í
raun aUt samkvæm áætlun. Síðustu daga hef ég bara
verið að hlaða batteríin og nú er bara að kýla á það.
Formið hefur aldrei verið betra og það gefur manni
auka sjálfstraust en þetta er nú einmitt staðurinn þar
sem formið á vera sem best. Hér á maður að toppa, eins
; og sagt er.“
Nú er öll umgjörö hin glœsilegasta og þú ert nú ekki reyndur viö aóstœó-
_ ur sem þessar. Hefur þaö einhver áhrif?
„Nei, það tel ég ekki. VöUurinn er náttúrlega glæsUegur og stór en ég er bú-
; inn að koma inn á hann tvívegis, annars vegar í opnunarathöfninni og síöan fór-
um við og skoðuðum kasthringinn og mér líst gríðarlega vel á þetta. Ég held að
mér komi bara tU með að líða vel á veUinum. Á góðum degi á ég góða möguleika
á að komast í úrslit og að sjálfsögðu stefni ég á það. Ég tel mig hins vegar ekki
vera að spenna bogann of hátt þegar ég segist ætia að komast í úrslitakeppnina.
Þegar út í svona mót er komið er þetta kannski meiri spurning um andlega
þáttinn. Líkamlega formið er til staðar en hitt er aUtaf meira spumingarmerki.
Maður veröur bara að vera léttur á því og fila sig vel því þetta er
^hápunkturinn á ferlinum.“ -PS
Magnús Aron
Hallgrímsson.