Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000
55
DV
Tilvera
Manson og Macbeth
Aðfaranótt 9. ágúst 1969 er Roman
Polanski í London að gamna sér með
ungri stúiku sem hann hitti í Playboy-
klúbbnum fyrr um kvöldið. Á meðan
er eiginkona hans, Sharon Tate, á
heimili þeirra í Los Angeles. Hún er
komin tæpa níu mánuði á leið og orð-
in ansi þreytt á fjarveru bónda síns
sem var búinn að lofa heimkomu
löngu fyrr. Hún fer út að borða með
vinafólki og býður þeim síðan heim til
sín. Skömmu eftir miðnætti mæta
óboðnir gestir í gleðskapinn og snúa
honum í hryllilega martröð. Þetta eru
meðlimir svokallaðrar Manson-í]öl-
skyldu, fylgjendur hins sjálfskipaða
Messíasar Charles Manson. Morgun-
inn eftir er heimilið sláturhúsi líkast
þegar lögreglan kemur á vettvang.
Líkin bera fjölda skotsára og
stungusára. Tæpu hálfu ári síðar hef-
ur Roman Polanski haflð tökur á nýj-
ustu mynd sinni, Macbeth.
Óþægilegar hiiðstæður
Myndin hans verður óhjákvæmi-
lega að skoðast í samhengi morðanna
í Los Angeles og mannsins sem að
baki þeim stóð. Draga má augljósar
samlíkingar milli Charles Mansons og
aðalpersónu leikritsins Macbeths.
Strax í fyrsta morði myndarinnar sjá-
um við Macbeth reka hníf sinn hvað
eftir annað í Duncan Skotakóng á
svipaðan hátt og morðingjar Mansons
gerðu á heimili Polanskis. Krufning
leiddi í Ijós að Sharon Tate hafði ver-
ið hengd, þótt það væri ekki dánaror-
sök hennar. Áðeins tvær vísanir í
hengingar finnast í leikriti Shake-
speares en slíkar vísanir eru áberandi
mmmzmmi
í mynd Polanskis, ekki aðeins í heng-
ingum óvina og svikara eftir orrustu í
byrjun myndarinnar heldur sést
einnig hvað.eftir annað reipi í formi
hengingarsnöru í myndinni.
Óhugnanlegasta samanburðinn
fáum við þó í árásinni á kastala
Macduffs. Rétt áður en að árásinni
kemur sjáum við konu Macduffs
kvarta yfir flótta hans til Englands og
að hann hafi skilið hana og börnin eft-
ir, sem leiðir hugann að fjarveru Pol-
anskis frá ófrískri eiginkonu sinni.
Innrásarmennimir sýna af sér fá-
dæma villimennsku og fara um
nauðg-andi og myrðandi. Engum er
hlíft. Kona Macduffs er drepin ásamt
Klassískt myndband
syni hans og öllum sem í kastalanum
eru, rétt eins og Manson-morðingjam-
ir myrtu konu Polanskis og ófæddan
son hans ásamt gestum hennar. Hvers
konar maður er það sem fær það af
sér aö endurlifa svo hryllilega atburði
í lífi sínu á þennan hátt?
Ofsóknir á æskuárunum
í viðtölum reyndi Polanski að
draga úr þessari umfjöllun. Hann
sagði ofbeldið í myndinni tilkomið
vegna þess að leikritið er ofbeldisfulit
og sagðist hafa verið undir áhrifum
frá atburðum sem gerðust í æsku
hans fremur en nýskeðum atburðum.
Víst er að hann átti erfiða æsku sem
gyðingastrákur í Póllandi á stríðsár-
unum. Foreldrar hans vora færðir í
þrælkunarbúðir nasista þar sem móð-
ir hans lést og hann lenti á vergangi.
Hann skaðaðist illa í sprengingu og
varð síðan fyrir árás sextán ára gam-
all þar sem hann slapp naumlega frá
því að verða fjórða fómarlamb geð-
truflaðs morðingja. f ljósi slíkra upp-
vaxtarára er kannski ekki skrýtið að
sem leikstjóri hafi hann jafnan verið
afar upptekinn af myrkustu afkimum
mannssálarinnar.
Áður en að Manson-morðunum og
Macbeth kom var Polanski þegar orð-
inn atræmdur fyrir svartsýni, ofsókn-
arbrjálæði, kynlíf og ofbeldi í mynd-
um eins og Repulsion (1965), Cul-de-
sac (1966), The Fearless Vampire Kill-
ers (1967) og Rosemary’s Baby (1968).
Eftir morðin fóra fjölmiðlar strax að
bera þau saman við myndir leikstjór-
ans. Jafnframt var bóhemlíf hjónanna
dregið fram í sviðsljósið, eiturlyfja-
neysla og lauslæti. Polanski var mik-
ið fyrir að gamna sér með ungum
stúlkum (og lenti í vandræðum út af
því nokkram árum síðar þegar hann
varð að yfirgefa Bandaríkin fyrir fullt
og allt eftir að hann var sakfelldur
fyrir að hafa haft kynmök við þrettán
ára gamla stúlku). Mikið var slúðrað
og mörgum þótti sem í morðunum
væri leikstjóranum að hefnast fyrir
syndir sinar. Margir vina hans vora á
þeirri skoðun að Macbeth væri svar
leikstjórans við pressunni og ásókn
fjölmiðla. Hver sem sannleikurinn er
fylgir Macbeth alltaf aukahrollur sök-
um tengslanna við morðin alræmdu.
Pétur Jónasson
Ungfrúin
góöa
og húsið
★★★
Heiður hússins og
íslensk kvendi
Myndin fjallar um tvær systur og
ástir þeirra. Þuríður er frú kaup-
mannsins á staðnum og afar fin og
passar ávallt sérlega vel upp á að
heiðri hússins sé haldið. Henni til
mikils ama hefur systir hennar, Rann-
veig, ekki jafnmikinn áhuga á slíku
og umgengst hvern sem er í bæjarfé-
laginu. Hún gengur meira að segja svo
langt að hjálpa bágstöddum ef hún
getur. Foreldrar Rannveigar og systir
hennar bjóða sífeilt nýju og nýju efni-
legu mannsefni til þorpsins í von um
að Rannveig falli fyrir einhverjum
þeirra. Hins vegar gengur ekkert og
taka þarf almennilega á málunum.
Þuríður tekur að sér að skipuleggja
málin og fær áhorfandinn að fylgjast
með útkomunni.
Tinna Gunnlaugsdóttir er sérstak-
lega skemmtileg sem snobbdrósin
Þuríður. Aðrir leikarar skila ágætlega
frá sér sínu. Tónlistin hæfir vel efn-
inu og fléttast alveg inn í söguþráð-
inn. Leikmynd og umhverfi kemur
ágætlega út - allt fremur grátt og
guggið. Þetta er tilfinningaþrungin
mynd sem er full af raunsæi síns
sögutíma. Vel þess virði að taka á
næstu leigu. -GG
UNGFRJJIN GOÐA
0G HÚSIÐ
Grizzly
Falls
★★★
Fj ölskyldumynd
með meiru
Gildi fjölskyldunnar era aldrei of
oft tíunduð. Það borgar sig ekki að
vanrækja hana. Fjölskyldan er dýr-
mætari en margur heldur. Það þarf aö
hlúa að henni með samvera og ást. Að
þeirri niðurstöðu virðist sögumaður
myndarinnar hafa komist. Saga hans
gerist árið 1913.
Harry Bankstove missir móður
sína ungur. Faðir hans, Tyrone, sem
er mikill ævintýramaður, er ekki til
staðar þegar hún deyr og fyrir vikið
dvelur Harry á heimavistarskóla um
tfma. Þegar faðir hans kemur til baka
úr ferð sinni reynir hann að tengjast
böndum við son sinn sem þá er tíu
ára. Tyrone ákveður að Harry skuli
koma með sér í vísindaleiðangur
ásamt hópi veiðimanna á svæði grá-
bjama til að veiða einn slíkan lifandi.
Margt fer öðravísi en ætlað var og
grábjamabiman tekur Harry á brott
með sér eftir að veiðimennimir hafa
fangað tvo húna hennar. Uppi verður
fótiu og fit og fara veiðimennimir og
Tyrone að elta þau í von um að ná
Harry aftur lifandi.
Tónlistin feUur fullkomlega að
myndinni. Réttu áherslurnar era til
staðar og fer það ekki milli mála fyrir
áhorfandann hvenær eitthvað er eða á
að vera spennandi og hvenær eitthvað
er hugljúft. Það sýnir sig enn og aftur
að hægt er að þjálfa dýr alveg ótrú-
lega. Fallegt landslag þekur hvern
myndrammann á fætur öðrum og er
virkilega fallegt áhorfs. Þessi mynd er
fyrir alla fjölskylduna en gæti reynst
of spennandi fyrir of unga krakka.
Viljiröu sjá eitthvað hugljúft þá er
þessi mynd svarið. -GG
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri:
Steward Raffill. Aöalhlutverk: Bryan
Brown, Daniel Clark, Tom Jackson og Ric-
hard Harris. Bandarísk, 1999. Lengd:
u.þ.b. 94 mín. Ekki viö hæfi mjög ungra
barna.
Rafstöðvar
Macbeth og frú Macbeth
Jon Rnch og Francesca Annis í hlutverkum sínum.
LJppL í s&na 392-127 J
Macbeth: +++
'w
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Guöný Hall-
dórsdóttir. Aöalhlutverk: Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Agneta Ek-
manner, Reine Brynolfsson, Rúrik Haralds-
son, Egill Ólafsson, Björn Floberg, Ghita
Ndrby og Helgi Björnsson. íslensk ásamt
norrænni samvinnu, 1999. Lengd: 90 mín.
Leyfö fyrir alla aldurhópa.
Hið grimma eðli
mannskepnunnar
Mikið ún/al bensín og
dísil rafstöðva.
Hagstætt verð!
YANMAR DjlGKCSfe
Sfmi 568 1044
Macbeth er sennilega eitt
myrkasta og óhugnanlegasta leik-
verk skáldsins mikla, Williams
Shakespeares, og Roman Polanski
valdi sér það sem sitt fyrsta verk-
efni eftir hin hryllilegu morð þar
sem eiginkona hans og ófæddur son-
ur voru vegin af Manson-fjölskyld-
uuni. Hleyptu sumir brúnum yfir
þessu verkefnavali og það vakti síð-
an ekki minni óhug hjá mörgum að
efnistök leikstjórans voru grimmúð-
legri og ofbeldisfyllri en áður hafði
þekkst í Shakespeare-uppfærslum.
Reyndar þætti ofbeldið í mynd-
inni alls ekkert svo svakalegt í dag,
enda hefur teygst á öllum sllkum
viðmiðum síðustu áratugina. Því er
þó ekki að neita að sýn Polanskis á
þessu leikverki er afar blóðug og
harðneskjuleg og hann virðist lítinn
áhuga hafa á því að hlífa áhorfand-
anum við óhugnanlegustu köflum
verksins. Reyndar er texti
Shakespeares gegnsýrður af
krassandi lýsingum á sverðaglamri,
blóði, hnífum og tættu holdi og
mynd Polanskis fer í raun afar ná-
lægt hinu upprunalega verki. Tónn-
inn í myndinni er þungur og svart-
sýnn, gegnsýrður af illsku, svikum,
sektarkennd og óumflýjanlegum, yf-
irnáttúrlegum örlögum.
Þungamiðjan'i verkinu er auðvit-
að persóna Macbeths, sem Jon
Finch túlkar af mikllli festu. Þessi
persóna hefur tvær hliðar, annars
vegar hinn djarfa vígamann og sam-
viskulausa bragðaref sem losar sig
við óvini sína miskunnarlaust og
hins vegar fómarlamb sem er fast í
eigin illu örlögum, hrjáð af sam-
viskubiti og ásótt af eigin illvirkj-
um. Macbeth er einhver mesti þorp-
ari bókmenntasögunnar og jafn-
framt einn af þeim flóknustu en
hann öðlast líf og dýpt í meðforum
Jons Finch.
Myndin er svolítið langdregin
framan af og hljóðvinnslan er ekki
alveg eins og við sem yngri erum
eigum að venjast, þannig að maður
þarf að vera vel vakandi og sperra
eyrun til að meðtaka almennilega
hinn forna og flúraða texta
Shakespeares. Þegar á lfður fer sag-
an að komast á gott skrið og fangar
athyglina vel. Ekki er hægt aö kalla
myndina skemmtilega en efnistök-
in, kvikmyndataka og leikur eru
áhrifamikil og leikstjórinn nær að
skapa ansi eftirminnilega mynd um
hið grimma eðli mannskepnunnar.
Þá tekur myndin á sig aukið vægi í
hugum þeirra sem þekkja til tengsla
hennar við morðin á eiginkonu leik-
stjórans og gestum hennar. Hvemig
sem á það er litið hefur myndin öðl-
ast sess i kvikmyndasögunni sem
ekki verður af henni tekinn.
Pétur Jónasson
Fæst í Aöalvídeóleigunni. Leikstjóri:
Roman Polanski. Aöalhlutverk: Jon
Finch. Bandarlsk, 1971. Lengd: 130 mín.
Nokkrir nýlegir
Ergoline 500
sólbekkir til sölu.
með farnir.