Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2000, Page 59
67 IíAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000- I> V Tilvera Huldufólk hefnir sín. - fornar verur aö deyja út vegna þess að við erum hætt að trúa á þær * en þá kom huldukonan til fólksins á bænum og bað um að það yrði ekki gert. Hún hefði þurft flytja sig ^ og ekki skemmt neitt þegar steinn- inn valt niður. Hætt var við að sprengja steininn og stendur hann enn í íjóshaugnum. Huldufólk er hefnigjamt sé því gert eitthvað til miska en það laun- ar líka vel sé því gert gott, það hef- ur fmgerðari tilfinningar en við. Huldufólk trúir ekki á guð eins og við, það trúir á einhvers konar skapandi ljós en ekki persónugerv- ing Krists. Skilningur þess er öðru- vísi þó ég geti ekki útskýrt það. Ég veit að það er erfitt að trúa svona löguðu en þeir sem hafa upp- lifað þetta vita hvað ég er að tala um.“ -KÍP r. Jarðvegsþjöppur Allar stærðir, bensín eða dísil. bomrg V Sími 568 1044 S j ó s tj • fyrir hópa Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri á ísafirði, er ísfirð- ingur í húð og hár, fædd þar og upp alin. Fyrir nokknun árum stóðu Ásthiidur, Erla Stefánsdóttir og fleiri fyrir útgáfu vættakorts fyrir ísaijörð. Á kortinu er sagt frá helstu bústöðum vætta, s.s. álfa, huldufólks, jarðdverga, engla og fjallatíva. Á bakhlið kortsins er að finna mynd af Skutulsfirði þar sem sýndar eru orkulínur sem um hann liggja og segir að um allt land sé þéttriðið net af bláum orkulínum. „Ein af stærstu orkulínum lands- ins streymir í gegnum bæinn og gefur íbúum bæjarins fögur fyrir- heit og kraft í lífsbaráttunni, þó fólk trúi ekki á lffskraft jarðarinn- ar gerir hann öflum gott... Sagt er að frumbyggjar Ástraliu kalli þess- ar línur sönglínur og Kínverjar drekaslóðir." sögn Áshildar að yflrleitt eru álfar og huldufólk tengt öðrum tíma en við búum í og flestir telja þessar verur búa í fortiðinni. Ásthildur segir að svo sé ekki og að hún viti um fleiri sem hafi heyrt eitthvað svipað. „Það er greinilegt að sumar af þessum verum fylgjast með tím- anum en þetta eru svo margs kon- ar verur að það er ómögulegt að segja neitt fyrir víst.“ • st(ij*j»jap;irt í Tjaldinu mflli heima lokað Ásthildur segir að hugmyndin að kortinu hafi sprottið í framhaldi af því að hún vann að útivistarkorti fyrir ísafjarðarbæ. „Þegar ég var að safna upplýsingum fyrir það fann ég svo mikið efni um dulræn mál og fannst ekki hægt að láta það ónotað. í framhaldi af því leitaði ég samstarfs við Erlu Stefánsdóttur og hún kom hingað og vann kortið með mér. Ég hef alltaf trúað á tilvist ann- arra heima og sem krakki var ég skyggn. Ég sé ekki verumar sjálf en hef svona heym og heyri oft í þeim, ég skynja þær og heyri í þeim. Einu sinni var ég að leggjast til svefns heima hjá mér og þá heyrist mér eins og það sé þar fullt af fólki i húsinu. Útvarpið er í gangi, síminn hringir og ég heyrir samtöl og hlátur. Mér finnst meira að segja eins og það komi þrír krakkar inn að rúmi hjá mér og séu að skoða mig. Smátt og smátt Asthildur Cesil Þórðardóttir Ég er alin upp hjá afa mínum og uppliföi svo margt í gegnum hann þannig aö fyrir mér er allt svona mjög eölilegt. hljóðnar allt og það verður þögn. Um þrjúleytið hrökk ég við og vaknaði við það að tveir unglingar komu inn um útidyrnar, þeir voru hlæjandi og fóru upp á efstu hæð í húsinu. Þeir spiluðu einhverja skrýtna músík sem ég hafði ekki heyrt áður. í fyrstu var ég ekki viss um hvað ég ætti að gera en svo sagði ég að þeir mættu vera þama en þeir yrðu að loka tjaldinu milli heimanna svo að ég gæti sofið og þá hvarf þetta allt. Morguninn eftir fór ég upp til að athuga hvort ein- hver hefði verið þarna en svo var ekki.“ Það er merkilegt við þessa frá- Fornar verur í tilvist- arkreppu „Það eru til mjög fomar verur sem eru að deyja út vegna þess að við erum hætt að trúa á þær og ég hef hitt eina slíka. Veran er mjög kröftug en bitur vegna þess að við erum hætt að trúa á hana,. verum- ar virðast nærast á því að við trú- um á þær og hugsum tfl þeirra. Þetta er gríðarlega stór vera án þess þó að hafa neitt form og ég kalla hana Berg. Hann Bergur minn er ekki tröll því hann er mik- ið stærri, hann býr i fjalli og það má segja að hann sé fjallið, hann er bergbúi sem rekur ættir sínar alla Huldusteinn viö ísafjörö Fyrir nokkrum áratugum valt stór huldufólkssteinn niöur hlíöina og lenti í fjóshaugnum viö gamlan sveitabæ. Til stóö að sprengja steininn en þá kom huldu- konan til fólksins á bænum og baö um aö þaö yröi ekki gert. • ;ifm;rli • j»rill Höfrunj»a- oj» hvalaskoðtin í scpteiriber og októbcr írá Kcflavík. I /ppiýsingar í sírna 42 I-7777. leið aftur til móöur Jarðar. Tívar eru stórar vemdarverur eða englar yfir bæjum og landi. Þeir einkennast eða taka mið af umhverfi sínu og sá sem er yfir ísa- firði er svolítið „arogant" eins og bæjarlífið. Við eru alltaf að berjast hvert við annað og það er valdabar- átta í gangi. Ég veit um fleiri stórar verur. Það er t.d. gyðja i einu fjallinu hér við bæinn og það er gott að hugsa til hennar ef mann vantar kraft en ég vil ekki segja í hvaða fjalli hún er þar sem maður þarf að vemda verumar. Svo era til álfkonur og álfamenn sem búa í steinum. Þetta eru hulduverur en þó ekki huldu- fólk. Huldufólk líkist meira venju- legu fólki eins og mér og þér. Afi minn, sem hét Hjalti Jóns- son, var skyggn og eyddi síðustu æviárunum í að rökræða við álf- konu sem hafði fylgt honum lengi. Ég er alin upp hjá afa og upplifði svo margt í gegnum hann þannig að fyrir mér er allt svona mjög eðli- legt. Sem krakki var ég sjálf skyggn og átti það til að sjá framliðið fólk. Einu sinni var ég á gangi með ömmu minni og við mættum gam- alli konu sem hét Rikka og átti heima rétt hjá okk- ur. Mér fannst hún horfa svo skringi- lega á mig. Þegar ég sagði ömmu frá þessu fór hún að hlæja og sagði mér að Rikka hefði dáið viku.“ Púkar og hrekkjalómar teknir í fóstur „Það er álfkona sem býr í hól rétt hjá mér og hún tók að sér tvo illa uppdregna púka eða flrekkjalóma, annar er vondur en hinn hrekkjótt- ur. Þeir halda sig mikið við lóðina hjá mér og í hvert sinn sem á að slá svæðið bilar eitthvað eða við lend- um í öðrum vandræðum. Vestfirðir eru sérstakir fyrir það að hér eru landdísir sem ekki þekkjast annars staðar á landinu. Dísimar hafa tekið sér mennska menn til sambúðar og hér þekkjast kennileiti sem nefnast landdísa- steinar og svo em hér líka fossbú- ar, fjalladísir og dvergabyggðir. Það eru einnig til alls kyns minni verur, til dæmis stríðnispúk- ar sem búa i húsunum hjá okkur, þeir eru 25-30 sentímetra á hæð og hlaupa um aflt. Þeir eru hræðilega stríðnir, hlæja eins og brjálaðir all- an daginn. Flestir kannast við að hlutir hverfa allt í einu heima hjá þeim og svo finnast þeir aftur á sín- um stað eftir nokkra daga. Það sem gerist er að stríðnispúkamir leggj- ast ofan á hlutinn og breiða yfir hann huliðsskikkju til að stríða okkur og þeir eiga það lika til að færa hluti úr stað en það er sjald- gæfara." Ásthildur, við brosum til þín „Blómálfamir sem margir þekkja eru enn þá minni, á stærð við Dísu ljósálf. Þeir lifa í samræmi við blómin. Ef blómunum líður vel er mikið af blómálfum í kringum þau. Mér er sagt að það séu mis- munandi gerðir af blómálfum milli blóma. Á kaktusum eru þeir grófir og grænir en finni og litríkari á blómstrandi plöntum. Ég hef oft heyrt til þeirra en ekki séð þá. Þeir töluðu einu sinni til mín og sögðu: Ásthildur, Ásthildur, við brosum til þín“ og það klingdi í röddunum þeirra. Þetta var yndisleg upplifun.“ Huldusteinn- inn I fjós- haugnum ,Fyrir nokkram valt stór huldfólkssteinn niður hér í firðinum og bæ einum. Til stóð að sprengja steininn burt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.