Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Page 28
Komiðifflfs FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 Afgerandi úrslit: Grétar mal- aði Ara Grétar Þorsteinsson hlaut yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða í kosningum til forseta Alþýðusam- bands íslands á þingi sambandsins í Digranesi í Kópavogi í gær. Hann var þar með kjörinn forseti til næstu tveggja ára. Alls kusu 484 þingfulltrúar. Grét- ar hlaut 325 atkvæði eða 66,5 pró- sent greiddra atkvæða. Ari Skúla- son, framkvæmdastjóri ASÍ, sem bauð sig fram á móti honum, hlaut 157 atkvæði en tveir fulltrúar skil- uðu auðu. Samkvæmt þessum úrslitum er vægi greiddra atkvæða þannig að Grétar hefur atkvæði 47.450 félags- manna á bak við sig en Ari hefur at- kvæði 23.925 félagsmanna. Þessi mikli munur á atkvæða- .^fjölda kom vissulega á óvart, þótt meðbyr Grétars hafi farið vaxandi á þinginu. En meirihluti kjörnefndar studdi Ara og voru úrslitin talin mikið áfall fyrir hana. -JSS Jól á Miðnesi _Fókus morgundagsins færir okkur m.a. unga rappara sem gefa á næst- unni út sína fyrstu skífu, rætt verður * um skyndilegt brotthvarf hljómsveit- arinnar Skítamórals af sveitaballa- markaðnum og tekinn verður púlsinn á einum heitasta skemmtistað bæjar- ins. Fleygt verður fram hugmyndum að auglýsingum sem við munum lík- lega aldrei sjá og drengirnir frá Mið- nesi ræða um heima og geima. Jólin nálgast nú sem óð fluga og segja nokkrir einstaklingar frá góðu og slæmu stundunum í gegnum árin og eru ofmálaðar frænkur sérstaklega varaðar við þvi hvað passi í jólapakk- ann og hvað ekki. Poppdómarar blaðs- ins hakka í sig jólaplöturnar og svo er Lífið eftir vinnu á sínum stað, sem fyrr nákvæmur upplýsingapakki um skemmtana- og menningarlífið. 9 Halldór Björnsson: ASÍ veikara Atli Helgason játar að hafa orðið Einari Erni að bana: Umfangsmikil leit DV-MYND Fjöldi björgunarmanna för vandlega yfir svæðiö frá Grindavík vestur á Reykjanesvita i gærdag í leit að Einari Erni Birg- issyni sem hvarf fyrir rúmri viku. Lík hans fannst í nótt við Grindavíkurveginn, um 3 kílómetra frá Reykjanesbrautinni. „Aþýðusamband íslands stendur miklu veikara eftir þetta þing en áður,“ sagði Halldór Björnsson, for- maður Starfsgreinasambands íslands og formaður kjömefndar ASl-þings í morgun. Sex fulltrúar kjörnefndar af niu báru upp tillögu um Ara Skúlason sem forsetaefni ASÍ. Þrír bám upp til- lögu um Grétar Þorsteinsson sem sigraði með miklum mun atkvæða. „Þetta samkomulag milli landssam- bandsformannanna sem maður var að vona að væri inni hélt ekki,“ sagði Halldór. „Þeir sem hlupu út úr því voru iðnaðarmennimir og verslunar- mennirnir. Þar með splundraðist all- ur hópurinn." Halldór sagði að ágreiningur væri enn uppi um vænt- anlega miðstjórnarmenn. Sjálfur hefði hann verið ásakaður um að draga taum höfuðborgarsvæðisins. „Væntanlega endar það með því að ég dreg mitt nafn út úr miðstjómarhug- myndinni," sagði Halldór. „Ég er for- maður landssambands og ég ætla ekk- ert að fara að sundra því. Það voru komnar ákveðnar hugmyndir um skiptingu félaga í miðstjóm en mér sýnist að það hafi allt riðlast núna. Ef nógu margir höfuðborgarsvæðismenn víkja þá er pláss fyrir landsbyggð- ina.“ Halldór sagði að niðurstaða forseta- kosninganna væri ekkert áfalí fyrir sig sem slík. -JSS Atli brotnaði saman í nótt - lík Einars Arnar í gjótu við Grindavíkurveg Atli Helgason, lögfræðingur, sem handtekinn var á þriðjudag- inn vegna hvarfs Einars Arnar Birgissonar, brotnaði saman í nótt í fangaklefa sínum og óskaði eftir að fá að gefa skýrslu. Við skýrslutökuna játaði Atli að hafa orðið Einari Erni að bana og vís- aði lögreglu á hvar lík fyrrum fé- laga síns væri að finna. Lögregl- an fór þegar af stað og fann lík Einars Arnar ofan í gjótu við af- leggjara á Grindavíkurvegi, skammt frá gatnamótum Reykja- nesbrautar. Leit hætt Mikil leit hafði verið gerð að Einari Erni og voru björgunar- sveitarmenn tilbúnir til fram- haldsleitar snemma í morgun þegar hún var afturkölluð. Lík Einars Arnar hafði þá fundist eftir nákvæma tilvísun frá Atla Helgasyni. Ekki er ljóst hvernig dauða Einars Arnar bar að en ljóst er að til átaka hefur komiö á milli Einars og Atla. Ekki fengust upp- lýsingar um það í morgun hvort og þá hvernig áverkar voru á líki Einars Arnar þegar hann fannst í gjótunni við Grindavíkurveg en hallast rannsóknarmenn að því að líkið hafi verið flutt suður með sjó í bifreið Einars Arnar. Játaði Atli Helgason játaði i nótt að hafa orðið Einari Erni aö bana. Líkfundur ** REYKJAVÍK GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR \ Hinn látni Lík Einars Arnar fannst í nótt viö Grindavíkurveg. Samkvæmt óstaðfestum heimild- um DV var bifreið Einars djúp- hreinsuð að innan þegar hún fannst á bílastæði við Hótel Loft- leiðir fyrir réttri viku. Grunsemdir Þótti það grunsamlegt svo og hitt að leitarhundar fundu engin spor frá bifreiðinni. Atli Helga- son var meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni að Einari Erni í Öskjuhlíðinni og við bílastæði við Hótel Loftleiðir á fyrstu dög- um leitarinnar og tóku menn til þess hversu ruglaður og út á þekju hann var. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Atla Helgasyni í Héraðsdómi Reykja- ness síðar í dag. Sjá nánar „í klóm fíkni- efna“ bls. 2. -EIR brother P-touch 1250 9 leturstillincjar prentar (2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 geröir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.