Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 2
LATJGARDAGUR 24. MARS 2001
Fréttir
DV
Flugdólgadeilan dregur dilk á eftir sér:
Tannlæknir í flugbanni -
í sumarfrí með Norrænu
- meintur flugdólgur kemst ekki öðruvísi úr landi
Ómar Konráðs-
son tannlæknir,
sem settur var í
flugbann hjá Flug-
leiðum vegna
meintrar ölvunar
og óláta í ævin-
týralegri Mexíkó-
ferð í vetur, kemst
ekki úr landi
nema sjóleiðina.
Því hefur hann
skipulagt sumar-
leyfi sitt í ár með
Norrænu og hygg-
ur á ferð um _________________
Norðurlönd á
Skoda Fabian bifreið sinni sem hann
tekur með sér. í þetta sinn ætlar
Ómar að ferðast einn og heimsækja
dætur sínar tvær sem búsettar eru í
Svíþjóð og Noregi.
„Það er ekki um annað að ræða en
fara með Norrænu því öðruvísi kemst
ég ekki úr landi vegna flugbannsins
sem Flugleiðir settu mig í. Ég komst
að því þegar dóttir mín ætlaði að
bjóða mér í páskaferð til Suður-Afr-
íku. Þá var mér tilkynnt að ég fengi
Omar
Konráðsson
Slæmt aö vera í
flugbanni þegar
maöur hefur
gaman af því aö
ferðast.
einfaldlega ekki að fljúga með Flug-
leiðum,“ segir Ómar sem ætlar að
leggja í hann í byrjun júnimánaðar
og taka Norrænu frá Seyðisfirði 7.
júní. Hann ekur frá Reykjavík og gist-
ir eina nótt á Höfn í Hornaflrði. Það-
an heldur hann til Seyðisfjarðar og
siglir með Norrænu til Hanstholm á
norðvesturströnd Jótlands í Dan-
mörku.
„Þar sest ég undir stýri og ek til
Lemvig en ég er kunnugur á þeim
slóðum eftir að hafa starfað sem tann-
læknir í Danmörku á árunum
1969-71. Ég kann vel við Danina enda
tala ég reiprennandi dönsku og er
eins og heima hjá mér þarna. Þaðan
ek ég svo yfir nýju Eyrarsundsbrúna
til Svíþjóðar með stefnuna á
Husqvarna í Svíþjóð en þar hefur
dóttir min verið búsett síðastliðin tólf
ár og starfar sem tölvuverkfræðing-
ur. Einnig ætla ég að heimsækja aðra
dóttur mína sem starfar á sjúkrahúsi
í Ósló og enda svo ferðina í Bergen
þar sem ég tek Norrænu aftur og geri
ráð fyrir að vera kominn til Seyðis-
fjarðar 30. júní,“ segir Ómar sem ætl-
ar að halda upp á afmælið sitt í ferð-
inni en hann verður 66 ára 13. júni.
Ómar Konráðsson segir það baga-
legt að vera í flugbanni búandi á eyju
og þá sérstaklega í ljósi þess hversu
gaman hann hafi af því að ferðast.
Hann er feginn því að sá kostur sé
fyrir hendi að ferðast sjóleiðina með
Norrænu því annars kæmist hann
ekki neitt. Hann bindur góðar vonir
við Skódann sinn sem dætur hans
gáfu honum en Skódinn er sparneyt-
inn og hentar því vel til lengri ferða-
laga á meginlandi Evrópu. „Ég fékk
bilinn í janúar og hef bara einu sinni
þurft að fylla á tankinn síðan," segir
Ómar Konráðsson sem er i miklum
ferðahug þrátt fyrir flugbannið.
-EIR
Bandaríkin:
Islensk hross velkomin
- ekkert bendir til banns í Evrópu - hrossaútflytjendur halda þó að sér höndum
„Ég er nýbúinn að ræða við útflytj-
anda sem kvaðst hafa fengið skeyti
frá Bandaríkjunum þess efnis að hest-
ar frá íslandi væru velkomnir," sagði
Kristinn Guðnason, formaður Félags
hrossabænda, aðspurður hvort komið
gæti til greina að draga myndi úr út-
flutningi hrossa vegna innflutnings-
banns erlendis til varnar gin- og
klaufaveiki. Kristinn kvaðst ekki
hafa heyrt neinn ávæning þess efnis
Eldur í Ólafsvík:
Snarráðir
slökkviliðs-
menn
Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík má
þakka snarræði slökkviliðsins þar i
bæ fyrir að ekki fór verr er kviknaði í
Hjólbarðaverkstæði Siguijóns í Ólafs- i
vík seint á fimmtudagskvöldið. Eldur-
inn kviknaði í ruslatunnu á verkstæð-
inu og náði hann að teygja sig upp
timburvegg en logamir breiddust ekki j
frekar út því slökkviliðsmenn voru
komnir á staðinn örfáum mínútum eft-
ir aö þeir voru vaktir vegna eldsins. I
Engan sakaði í eldinum og rannsakar
lögreglan í Ólafsvík nú upptök hans.
-SMK |
að dregið gæti úr útflutningi á ís-
lenskum hrossum vegna innflutn-
ingsbanns í Evrópulöndum.
Kristinn sagði að Bandaríkin hefðu
fækkað þeim löndum sem innflutn-
ingur á hestum væri leyfður frá. ís-
land væri ekki á þeim bannlista. Hins
vegar væri ríkjandi farbann á dýr í
nokkrum Evrópulöndum. Ef lenda
þyrfti í einhverju landi sem farbann
væri á, eða flytja hross í gegnum það,
þá færu þau hross ekki lengra. Vitað
væri um hross sem ekki hefðu komist
heim frá Þýskalandi eftir Equitana-
sýninguna þar sem flytja hefði þurft
þau í gegnum Frakkland. Þar hefði
verið sett á farbann meðan á sýning-
unni stóð þar sem gin- og klaufaveiki
hafði verið staðfest í Frakklandi í
millitíðinni.
Sigurður Örn Hansson aðstoöaryf-
irdýralæknir sagði við DV að engar
fregnir hefðu borist til embættisins
sem bentu til þess að útflutningur á
hrossum væri í hættu vegna gin- og
klaufaveikivama erlendis. „Svo lengi
sem við höldum gin- og klaufaveik-
inni utan íslands er engin hætta með
útflutning á hrossum né afurðum,"
sagði Sigurður Örn. „En um leið og
kominn er upp grunur um veikina
hér þá fer allt í lás. Þess vegna ríður
á að viö getum tryggt að landið sé
hreint."
-
ite i
Velkomin
ístensk hross eru velkomin til Bandaríkjanna, aö sögn formanns Félags
hrossabænda. Þar hafa reglur um innflutning dýra veriö hertar vegna gin- og
klaufaveikifaraldursins í Evrópu.
Helgi L. Sigmarsson hrossaútflytj-
andi sagði í samtali við DV í morgun að
hann hefði ákveðið að hætta við útflutn-
ing til Sviss vegna ástandsins í Evrópu.
Sagði Helgi að hann hefði þurft að fara
með hrossin til Lúxemborgar, þaðan inn
í Frakkland og síðan í gegnum Þýska-
land rétt áður en komið er inn yfir
landamærin til Sviss. „Ég var einfald-
lega hræddur um að verða stoppaður á
þessari leið og því hætti ég við þetta,“
sagði Helgi L. Sigmarsson. -JSS/HKr.
Blaðiðídag
Berlusconi
fær blíðari
meðferð
Erlent fréttaljós
Um borð í
geimskutlu
Bjarni Tryggvason
Pistill um kynlíf:
Dansinn dunar
Ragnhelður Eiriksdóttir
Fíflin eru
ekki alltaf fífl
Baldur T. Hreinsson
Alltaf í
boltanum
Atli Hilmarsson og
Arnór
Leikkona og
ljóðskáld
| Julia Roberts
Beðið eftir
Óskari
Allt um verðlaunin
TOYOTA 40
Toyota
Fl-bíllinn
frumsýndur
DV-bílar
Marilyn í
speglinum
Afturgöngur í
Hollywood
Laxeldi í fimm fjörðum
Laxeldisfyrirtækið Salar Islandica
hyggst hefja stórfellt laxeldi í Fá-
skrúðsfirði, en fyrirtækið hefur þegar
fengið öll tilskilin leyfi til laxeldis í
Berufirði. Samtals er nú ráðgert að
framleiða um 36.000 tonn árlega í
fimm fjörðum á Austurlandi.
Mikil íkveikja
Margt bendir til
að þriðja hvert
brunatjón á íslandi
sé til komið vegna
íkveikju. Þetta kom
fram í máli Bene-
dikts Sveinssonar,
formanns stjómar
Sjóvár-Almennra, í
ræðu á aðalfundi félagsins.
Ljós á Hellisheiði
Ef allt gengur að óskum verður lýs-
ingu vegarins um Hellisheiði og
Kári karpar
Þrengsli lokið fyrir næstu áramót,
sagði Árni Johnsen, formaður sam-
göngunefndar, á fundi Sambands
sunnlenskra sveitarfélaga í gær.
Vanskil á lífeyri
10.500 einstaklingar skiluðu ekki
iðgjöldum til lífeyrissjóða árið 1999.
Vegna skyldutryggingar lífeyrisrétt-
inda hefur rikisskattstjóra verið falið
að hafa eftirlit með því að lögbundnu
lágmarksiðgjaidi sé skilað til lífeyris-
sjóða bæði vegna launamanna og
sjálfstætt starfandi einstaklinga.
íslenskir boxsigrar
Islenskir hnefaleikamenn, sem em
í keppnisferðalagi um Bandaríkin,
komu á óvart á dögunum þegar þeim
tókst að sigra í 6 viðureignum af 13.
Keppnin var haldin í Duluth í
Minnesota og andstæðingarnir flestir
úr fylkinu.
Kári Stefánsson, I
forstjóri íslenskrar
erfðagreiningar, og
prófessor við þýskan
háskóla karpa um
það í erlendum fjöl-
miðlum hvor hafi
orðið fyrstur til að
einangra gen sem
veldur geðklofa.
Laun kvenna hækka meira
Laun kvenna hafa hækkað umtals-
vert meira en laun karla á undanförn-
um árum, samkvæmt mælingum
Kjararannsóknarnefndar. Á síðustu
fiórum árum hafa laun kvenna hækk-
að um 3 prósentum meira en laun
karla.
Stoliö úr bíl bæjarstjórans
Brotist var inn í
tvo bila í fýrradag og j
stolið úr þeim far- L
simum og ýmsui
verðmætum sem í
þeim var að finna.
Annar bílanna er í
eigu Magnúsar
Gunnarssonar, bæj-
arstjóra í Hafnarfirði, en hann var
ásamt eiganda hins bílsins við jarðar-
fór þegar brotist var inn í bílana.
Handteknir fyrir hasssmygl
Þrír starfsmenn Flugleiða voru
handteknir á laugardag fyrir smygl á I j
einu og hálfu kílói af hassi. Böm úr 1
Reykjanesbæ fundu böggul með 850
grömmum af hassi sem mennirnir
höfðu geymt á víðavangi skammt frá
Keflavík og komu efninu til lögregl-
unnar.
Húsfreyja drap mink
Húsfreyjan að Minna-Knarramesi
,á Vatnsleysuströnd drap mink á hlað-
inu heima hjá sér i morgun. Hún not-
aði stórt grjót við verkið og hæfði
minkinn í fyrsta kasti. Húsfreyjan
var að verja hænumar á bænum.
-EIR
4