Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 9
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
9
I>V
Fréttir
Framkvæmdir
viö lokaáfanga Fiskihafnarinnar á Akureyri eru í fullum gangi.
DV-MYND BRINK
‘ 4L- i'ttfF,
Fiskihöfnin á Akureyri:
Lokaáfanginn
er hafinn
1500 sýni vegna fjöl-
ónæmu bakteríanna
Búið er að opna aftur skurðdeild
12G á Landspítalanum við Hring-
braut, en deildinni var lokað þ. 5/3
sl. þegar ljóst var að fjölónæmar
bakteríur (MÓSAr) höfðu borist á
milli fjögurra sjúklinga innan deild-
arinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem
það hefur gerst á Landspítalanum.
Afar umfangsmikil vinna og kostn-
aðarsöm hefur síðan farið fram við
þrif og sótthreinsun skurðdeildar-
innar og sýnatökur frá sjúklingum
og öllu því starfsfólki spítalans, sem
komið hafði að umönnun MÓSA-já-
kvæðra sjúklinga.
Alls hafa verið tekin rúmlega
1500 sýni til MÓSA leitar en algengt
er að tekin séu 2-3 sýni frá hverjum
einstaklingi til að kanna nákvæm-
lega útbreiðslu bakteríunnar meðal
sjúklinga og starfsfólks. Við þá leit
hafa fundist 4 MÓSA jákvæðir sjúk-
lingar til viðbótar, en þeir höfðu all-
ir verið útskrifaðir áður en upp
komst um faraldurinn. Bakterían
hefur ekki fundist hjá neinum
starfsmanna spítalans.
„Eftir þrif og sótthreinsun deildar
12G voru tekin þar umhverfissýni
til MÓSAleitar og reyndust þau öll
neikvæð, sem er mikill léttir fyrir
alla. Það er gífurlega mikið mál að
sótthreinsa heila deild,“ segir Hjör-
dís Harðardóttir, sýklafræðingur á
Landspítalanum.
Bakterían veldur ekki usla úti í
samfélaginu en inni á spítölum get-
ur hún valdið alvarlegum sýkingum
og í versta falli verið hanvæn þegar
fólk er veikt fyrir. ísland er eitt
fárra landa sem hefur verið laust
við þennan vanda á spítölum og
Hjördis segir til mikils að vinna að
halda þeirri stöðu.
Liður í þeirri viðleitni er að ís-
lendingar hafa sett þá reglu að allir
sjúklingar sem legið hafa á erlend-
um sjúkrahúsum undanfarna sex
mánuði, fara strax í einangrun við
komu á sjúkrahús hér. Tekin er úr
þeim stroksýni og einangrun sjúk-
lings ekki aílétt fyrr en ljóst er að
hann beri ekki bakteríuna. „Við
erum því alls ekki ókunnug þessari
bakteríu og höfum oft verið með
fólk í einangrun vegna hennar en
þetta er í fyrsta skipti sem bakterí-
an smitast í annan sjúkling hérlend-
is og þess vegna bregðumst við nú
hart við,“ segir Hjördis.
Kostnaður við aðgerðirnar liggur
ekki enn fyrir en ljóst er að hann
mun hlaupa ámilljónum. -BÞ
DV, AKUREYRI: "
Vinna við lokaáfanga Fiskihafn-
arinnar á Akureyri er hafinn en um
er að ræða lengingu vesturkantsins
um 70 metra. Gamlar verbúðir og
fleiri hús sem voru á uppfyllingu á
svæðinu voru rifin og standa nú
yfir flutningar á jarðvegi þar sem
þau hús stóðu.
Pétur Ólafsson hjá Akureyrar-
höfn segir að vesturkanturinn verði
190 metra langur og þar verði við-
legudýpi 9 metrar sem þýðir að
stærstu fiskiskip Akureyringa geta
lagst þar að bryggju en þau hafa
orðið að athafna sig á öðrum stöö-
um en í Fiskihöfninni til þessa. Við-
legukanturinn við austurbakka
hafnarinnar er 170 metra langur
þannig að þegar frarfikvæmdum
lýkur verða viðlegukantar alls 360
metrar að lengd.
Nýi hluti hafnarinnar verður
dýpkaður i vor, stálþil rekið niður í
haust, og sumarið 2002 á að ganga
frá þekju og öðru sem til þarf. Vest-
an við höfnina upp að Hjalteyrar-
götu er land sem auglýst verður til
umsóknar á þessu ári en að sögn
Péturs Ólafssonar er gert ráð fyrir
að þar verði einhver hafnsækin
starfsemi, annaðhvort á vegum fyr-
irtækja sem stunda útgerð eða þjón-
ustuaðila fyrir sjávarútveg. -gk
Garðar BA fyrir utan Dalia-skipasmíðastööina í Kína.
Þarna er hann á 11,3 sjómílna hraða í lokareynslusiglingu.
Níu fiskiskip tilbúin til heimferðar í Kína:
Allt nema smíðatím-
inn gekk að óskum
- kosta á bilinu 56-61 milljón króna
Níu fiskiskip, sem hönnuð eru af
Skipasýn, eru nú tilhúin til heim-
ferðar í Dalia-skipasmíðastöðinni í
Kína. Verða skipin, sem eru um 110
tonn að stærð, flutt með flutninga-
skipi til íslands, en það er um
tveggja mánaða sigling. Búist er við
að fiskiskipin níu veröi komin til
landsins fyrir lok maí.
Sævar Birgisson skipahönnuður
segir reynslusiglingar skipanna
hafa gengið að óskum. Hann sagði
að varðandi gæðin væri smíðin eins
og búist hafi verið við í upphafi.
Hann sagöist þó sjálfur ekki nógu
ánægður með frágang á innrétting-
um og röralögnum en rafmagnið og
frágangur þess væri eins og best
væri á kosið. Hann sagöist þó ekki
vita annað en eigendur skipanna
væru mjög ánægðir með smíðina.
Sævar sagði að því væri samt ekki
að leyna að smíðin hefði dregist hjá
Kínverjunum um fimm mánuði en
að öðru leyti hefði dæmið gengið
upp. Hann segir alit annað og betra
vinnulag hjá Dalia-skipasmíðastöð-
inni í Norður-Kína en t.d. hjá Hu-
angpu Shipyard í Suður-Kína, þar
sem Ófeigur VE er smíðaður.
Upphaflegt samningsverð á
hverju skipanna níu var um 640
þúsund dollar eða á núvirði rúmar
56 milljónir króna. Búnaður skip-
anna er þó mjög misjafn. T.d. eru
tvö af þeim togskip og því dýrari.
Togspil verða sett í skipin hér
heima, auk sleppibúnaðar fyrir
björgunarbáta. Sævar sagðist því
gera ráð fyrir að verðið yrði að með-
altali í kringum 700 þúsund dollara,
eða um 61 milljón króna. -HKr.
Sæljón RE
Væntanlegt til landsins í maí.
Loðnuveiðin:
Um 100 þúsund tonn eftir
Um 810 þúsund tonnum af loðnu
hafði verið landað á loðnuvertíðinni
i gærmorgun, samkvæmt upplýsing-
um frá Samtökum fiskvinnslu-
stöðva. Þar kom einnig fram að afl-
inn frá áramótum var orðinn 684
þúsund tonn og eftirstöðvar kvóta
námu 109 þúsund tonnum. Þar sem
gera má ráð fyrir að einhverju af
veiddri loðnu hafi þá verið landað,
má gera ráð fyrir að í gær hafi ver-
ið eftir að veiða um 100 þúsund tonn
í gærmorgun.
Vestmannaeyjar voru þá hæsti
löndunarstaður með 88.673 tonn en
síðan koma Eskifjörður með 78.090
tonn, Neskaupsstaður 65.564 tonn,
Grindavík 53.985 tonn, Seyðisfjörð-
ur 51.246 tonn, Akranes 48.312 tonn
og Þórshöfn 41.951 tonn.
-gk
or. jjj
mrn
ouaa sk®unl
Barnaúlpur
frákr. 1.990
Skiðaúlpur fullorðins
frákr. 3.900
Skíðagallar barna
frákr. 1.990
Skiðagallar fullorðins
frákr. 2.900
Topp
skíðamerkin
Carvingskíði fullorðins
frákr. 9.990
Carving pakkar
frákr. 24.560
Lange skíðaskór fullorðins
með göngustillingu
frákr. 9.520
Barnacarving pakki
frákr. 13.760
Barnapakkar
frákr.12.640
Snjóbretti
Snjóbretti 107-137 cm
frá kr. 9.520
Brettapakkar 107-137 cm
frákr. 21.920
Snjóbretti 144-162 cm
frákr. 11.920
Brettapakkar 144-162 cm
frákr. 24.800
MM
Skíði eldrí árgerdir
Verð frákr. 3.000
allt að 90% afsláttur
SALOMON
SCOTT
Skíðaskór barna st. 21-29
frákr. 1.980
Skíðastafir, barna
frákr.700
Skíðastafir fullorðins
frákr.900
Gönguskiði
frákr. 5.280
Gönguskíðapakki
frákr. 15.400
Skíðahjálmar
frákr. 1.500
Odýrirskíðaltanskar og húfur
-rarújöntist3) s'&
slunin
AMRKIÐ
Ármúia 40 • Sími: 553 5320