Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 11
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
11
DV
Skoðun
Nýr Dagur aö koma úr prentvélinni í október 1997
Eyjólfur Sveinsson útgáfustjóri og Elías Snæland Jónsson ritstjóri skoöa árangurinn.
Á góðum Degi
Margir hafa orðið til þess síðustu
dagana að harma örlög Dags. Sumir
bera um það vitni opinberlega að
þeir hafi alltaf lesið Dag fyrstan
blaða á morgnana, gjarnan til að
koma blóðinu á hreyfingu! Jafnvel
keppinauturinn, Morgunblaðið, tek-
ur undir það algenga viðhorf að það
sé „eftirsjá að Degi, enda var hann
að mörgu leyti vel skrifað og að-
gengilegt blað“, eins og sagði í for-
ystugrein Moggans í vikunni. Þessi
umsögn kemur reyndar heim og
saman við þau skilaboð sem rit-
stjórn Dags fékk gjarnan frá lesend-
um sínum.
Sameining Dags og DV bar svo
brátt að höndum að ekki gafst tæki-
færi til að skýra lesendum Dags frá
þeim atburði í blaðinu sjálfu. Því er
ekki úr vegi að fara hér nokkrum
orðum um þessa tilraun til að halda
úti sjálfstæðu dagblaði sem átti
einkum að höfða til landsbyggðar-
innar og þess hluta þjóðarinnar sem
enn aðhyllist viðhorf félagshyggju
og hefur brennandi áhuga á frísk-
legri og málefnalegri umræðu um
stjórnmálin.
Á gömlum grunni
Þótt sá Dagur sem kaupendur
fengu í hendumar fram að síðustu
helgi hafi í reynd verið aðeins
þriggja ára og fimm mánaða byggði
hann á gömlum grunni. Þetta mátti
sjá á forsíðu blaðsins þar sem fram
kom að lesendur héldu á blaði sem
átti sér 84-85 ára sögu.
Það var sumarið 1996 að Frjáls
fjölmiðlun, sem þá gaf út Tímann
fyrir Framsóknarflokkinn, keypti
ráðandi hlut í Dagsprenti og ákvað
að sameina þessi tvö blöð í eitt -
Dag-Tímann. Þessi tvö blöð höfðu
verið helstu málgögn framsóknar-
manna allt frá því síðla á öðrum
áratug tuttugustu aldarinnar. Bæði
blöðin höfðu fyrst og fremst kaup-
endur úti á landsbyggðinni og á
þeim grunni var nýja blaðið byggt -
með aðalstöðvar á Akureyri.
Rúmu ári síðar gerði Frjáls fjöl-
miðlun tilraun til að færa grundvöll
útgáfunnar út með samningum við
A-flokkana svokölluðu, það er Al-
þýðuflokkinn og Aiþýðubandalagið,
sem nú heyra báðir sögunni til sem
stjómmálahreyfingar. Blöð þessara
flokka, Alþýðublaðið og Vikublaðið,
hættu að koma út.
Breytt blaö
Mín afskipti af blaðinu hófust
helgi eina í ágúst árið 1997. Ég var
þá aðstoðarritstjóri á DV og í óða-
önn að ganga frá blaði morgundags-
ins seint að kvöldi þegar þeir
Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur
Sveinsson óskuðu óvænt eftir fundi
sem hófst um miðnættið. Þar báðu
þeir mig um að taka við ritstjóra-
starfi á breyttu blaði sem væntan-
lega myndi heita Dagur og ætti ekki
aðeins að miðast við landsbyggðina
heldur höfða líka til félagshyggju-
fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta var reyndar ekki í fyrsta
sinn sem ég hafði fengið slíka
beiðni en að þessu sinni var verk-
efnið meira freistandi því fram und-
an var stórefling ritstjórnar blaðins
í Reykjavík, þar sem ég haföi aðset-
ur, meðal annars með blaðamönn-
um frá þeim blöðum sem lögð voru
niður, það er Alþýðublaðinu og
Vikublaðinu.
Ég sló til - en af fullu raunsæi því
ég gerði mér þá þegar ljósa grein
fyrir þvi að óvissa væri um endan-
legan árangur. Eða, eins og ég
skráði í dagbók mína eftir fundinn:
„Það virðist vera lag til að ná ár-
angri, en auðvitað kunna vinstri-
menn og miðjumenn í stjórnmálun-
um að verða sjálfs sín versti óvinur
enn einu sinni og svara breyttu
blaði meö sinnuleysi. Fari svo þá er
þó búið að gera þessa tilraun."
I hönd fór spennandi tími þar
sem hópur blaðamanna, sem komu
úr ólíkum áttum, tók höndum sam-
an við að móta breytt blaö sem sá
fyrst dagsins ljós í október 1997. Sett
voru tiltölulega hógvær markmið
um útbreiðslu - stefnt að því að
fimmtán prósent þjóðarinnar læsu
Dag reglulega. Ánægjulegt er til
þess að vita að á síðasta útgáfuári
blaðsins fóru tekjur af sölu Dags
víixandi.
Dagur og stjórnmálin
Eitt helsta markmiðið með breytt-
um Degi var að reyna að gera blað-
ið að ómissandi lesningu fyrir þá
sem höfðu brennandi áhuga á
stjórnmálabaráttunni í landinu.
Þessi viðleitni setti mikinn svip á
Dag sem fjaliaði um stjórnmálin í
fréttum og fréttaskýringum, for-
ystugreinum og pistlum, aðsendum
greinum og helgarviðtölum við
stjórnmálaforingja.
Þessi mikla umfjöllun um pólitík-
ina féll i góðan jarðveg hjá þeim
sem lifa og hrærast í stjórnmálum.
Það var til dæmis eftirsótt af stjórn-
málamönnum að koma í helgarvið-
töl hjá Degi og þeir notuðu oft tæki-
færið til að senda skýr skilaboð út í
samfélagið og það oft svo að ræki-
lega var eftir tekið um allt land.
Nægir þar að minna á eitt af síðustu
helgarviötölum Dags þar sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri lagði upp í hvassa herferð
gegn Sjálfstæðisflokknum sem hún
sakaði um alvarlegt pólitískt einelti
og nakinn valdhroka.
En Dagur var sjálfstætt blað sem
ekki var hægt að tengja beint við
einn stjórnmálaflokk öðrum frem-
ur. Framsóknarmenn sögðu mér
stundum að við værum alltof höll
undir sjónarmið Vinstri-grænna
sem aftur sökuðu okkur um fram-
sóknarmennsku eða þá að vera of
hliðholl Samfylkingunni, en þar á
bæ voru ýmsir á því að við værum
alltof góð við Framsóknarflokkinn
og Vinstrihreyfinguna! Enginn
gagnrýndi þó blaðiö í min eyru fyr-
ir að styðja Sjálfstæðisflokkinn,
enda mátti oft lesa í ritstjómar-
greinum Dags ákveðna, málefnalega
gagnrýni á störf og stefnu sjálfstæð-
ismanna. Þessi hringekja ólíkra
skoðana á efni blaðsins sannfærði
mig um að Degi hefði tekist bæri-
lega að starfa sjálfstætt og óháð ein-
stökum flokkum eins og til stóð frá
upphafi.
Sameining Dags og DV
Það fer að vera nokkur hefð fyrir
því að sameina dagblöð á einni
nóttu. Þannig var það árið 1981, þeg-
ar síðdegisblöðin tvö, Vísir og Dag-
blaðið, runnu saman í eina sæng og
breyttu um leið dagblaðamynstrinu
í landinu. Sú sameining tókst vel og
skilaði nýju blaði sem varð raun-
verulegur keppinautur við Morgun-
blaðið í útbreiðslu.
Seint síöastliðinn mánudag ákvað
Frjáls fjölmiðlun að sameina DV og
Dag undir merkjum fyrrnefnda
blaðsins. Nóttin var lögð undir og á
þriðjudaginn birtust á síðum DV
margar fréttir og pistlar sem blaða-
menn Dags höfðu skrifað fyrir
þriðjudagsblað Dags. Áfram hefur
verið unnið að þessum samruna
alla vikuna, eins og greinilega má
sjá á þessu helgarblaði DV sem hef-
ur að geyma ýmsa þá efnisþætti
sem áður prýddu helgarblað Dags.
Þetta samrunaferli er auðvitað
rétt að byrja. Frjáls fjölmiðlun hefur
boðið öllum starfsmönnum Dags ný
störf og er þegar ljóst að margir
blaðamanna Dags munu færa sig
yflr á DV. Stjómendur DV munu
leitast við að mæta óskum þeirra
sem áður keyptu Dag og fundu þar
áhugavert efni sem höfðaði tii
þeirra. Við þaö verk mun ritstjórn
DV njóta starfskrafta margra þeirra
karla og kvenna sem skrifað hafa í
Dag síðustu árin.
Um leið og ég þakka dyggum
kaupendum Dags ánægjulega sam-
fylgd á þeim vettvangi síðustu árin
vona ég að samruni blaðanna takist
nógu vel til þess að þeir fái áfram
sinn bráðnauðsynlega „Dags-
skammt“.
ESK'
Kosningar og spilling
„Á sunnudag
kvöddu kjósendur í
París borgarstjórn
sem sfjórnað var af
mönnum sem hafa
verið ákærðir eða
geta átt von á að
verða ákærðir fyrir
spillingu og mis-
notkun á almannafé. Það gerðist að-
eins tveimur dögum áður en réttar-
höld hófust í aðeins nokkur hundruð
metra fjarlægð frá ráðhúsinu í París
yfir fyrrum utanríkisráðherra, sem
sat í embætti í ellefu ár, fjölda fyrrver-
andi embættismanna og hirð þeirra af
svindlurum fyrir að hafa auðgast á
kostnað almennings og fyrir misbeit-
ingu valds. Fljótt á litið er ekkert sam-
band milli atburðanna í ráðhúsinu,
réttarhaldanna í dómhúsinu við hlið-
ina og dóms kjósenda í Paris. Og þó.
Því meira að segja einn af leiðtogum
borgaraflokkanna viðurkenndi í kosn-
ingasjónvarpi að lítil kjörsókn í fyrri
umferð og tap borgaraflokkanna í Par-
ís væri til merkis um mótmæli borg-
aranna gegn stjórnmálamönnum og
stjórnmálalífinu, eins og það hefur
þróast víða í lýðveldinu, ekki bara í
París."
Úr forystugrein Politiken 22.
mars.
Mir er öll
„Lokakafli sögu Mir boðar vissu-
lega ekki endalok geimferðaáætlun-
ar Rússa sem fyrir tilstilli hennar
hafa öðlast ómetanlega og ómiss-
andi þekkingu fyrir áframhaldandi
ævintýri í geimnum. Það verður þó
að halda áfram, meðal annars með
alþjóðlegu geimstöðinni Alpha. Þeir
eru hins vegar margir sem telja að
það sé ekki fyrirhafnarinnar virði.
Hvaða gagn er í því að halda áfram
að fara hringinn í kringum jörðina
(og það ekki svo hátt á lofti í þokka-
bót) þegar menn verða ekki tilbúnir
í langan tíma enn til að reyna við
ferðalag til jarðarúthverfisins
Mars?“
Úr forystugrein Libération 23.
mars.
Viðbrögð seint um síðir
„Endalok ofbeld-
isins í Makedóníu
eru ekki í augsýn.
Átökin milli al-
banskra skæruliða
og öryggissveita
Makedóníu halda
áfram. Stjórnarer-
indrekar óttast að
teikna þurfi nýtt
landakort yfir Balkanskaga. Sérfræð-
ingar telja að það geti haft keðjuáhrif
í fór með sér. Hætta sé á að kröfur
Bosníuserba um sjálfstætt riki aukist.
Vandamálið nú er þó ekki landamær-
in á Balkanskaga. Það er hættan á
stórstyrjöld í Makedóníu. Evrópusam-
bandið er loksins farið að hafa af-
skipti af átökunum. Bórís Trajkovski,
forseta Makedóníu, er boðið til leið-
togafundar sambandsins í Stokk-
hólmi. Afskipti ESB eru nauðsynleg.
Framtíð alls Balkanskaga skiptir máli
fyrir Evrópusambandið. Það vekur
hins vegar furðu hversu seint var
brugðist við.“
Úr forystugrein DN 22. mars.
Innflutningur bíði
„Nýfundin tilfelli af gin- og
klaufaveiki í Hollandi og írlandi
sýna að útbreiðsla veikinnar heldur
áfram. Hröð útbreiðsla í Bretlandi
staöfestir þetta einnig. í öllum öðr-
um V-Evrópulöndum er óttast að
veikin berist þangað. Við slíkar að-
stæður er rétt af Noregi að viðhalda
banni sínu við innflutningi á lifandi
dýrum, kjöt- og mjólkurafurðum frá
öllum Evrópusambandsríkjunum.
Útsendarar okkar í Brussel hafa
orðið að verjast ásökunum frá Evr-
ópusambandinu um að bann Noregs
sé umfangsmeira en ástæða sé til.
Sambandið heldur því fram að Nor-
egir brjóti samninga meö bannin-
um. í kjölfar þróunarinnar að und-
anfömu getur Noregur ekki sætt sig
við slíka túlkun."
Úr foi-ystugrein Aftenposten 22.
mars.
Laugardagspistill