Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 19
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
19
DV
þar sem líkt er eftir flugi geimsku-
tlu í öllum atriðum. Fjöldi fólks
starfar við tilraunaflugið þar sem
fullkomnar tölvur likja eftir öllu
sem snýr að stjórn geimskutlu og
ferð hennar út í geiminn og til baka
til jarðar aftur. Tekið er á loft frá
Kennedyhöfða og á tæpum fjórum
mínútum síðar er skutlan komin út
úr gufuhvolfi jarðar. I samlíkinum
eru tveir menn sem þurfa að gera
allt það sama og ef um raunverulegt
flug væri að ræða. Einn hópur fólks
í stjórnstöð matar tölvurnar á alls
kyns uppákomum sem Bjarna og fé-
laga hans er ætlað að leysa úr.
Sérstakur viðbúnaður
Þá daga sem DV dvaldi með
Bjarna í Houston var sérstakur við-
búnaður. Geimskutlan Discovery
var í leiðangri með nýja áhöfn um
borð í alþjóðlegu geimstöðina Alfa.
Nýja áhöfnin leysti af þá þrjá menn
sem dvalið höfðu í alþjóðlegu geim-
stöðinni i rúma fjóra mánuði. Á
meðan geimskutlan var á lofti
þurftu Bjarni og aðrir starfsmenn
sem annast tilraunaflugið að vera
reiðubúnir að bregðast tafarlaust
við. Komi upp bilun af einhverju
tagi í Discovery eru tölvurnar um-
svifalaust mataðar á þeim upplýs-
ingum og leitin að ástæðu bilunar-
innar hefst í samlíkinum og ná-
kvæmlega er líkt eftir flugi
Kelsey Grammer leikari
Þetta er sá sem leikur sálfræðing-
inn og útvarpsmanninn Frasier
Crane í samnefndum þáttum.
Frasier kemur
aftur
Sjónvarpsstjarnan Kelsey
Grammer hefur notið mikilla vin-
sælda sem sálfræðingurinn og út-
varpsstjarnan Frasier Crane. Þeir
bræður Frasier og Niles eru
löngu orðnir heimilisvinir um
land allt líkt og húshjálpin Dap-
hne, faðir þeirra og hundurinn
Eddie. Þættirnar hafa fengið
fleiri Emmy-verðlaun en tölu
verður á komið.
Vafalaust eru íslenskir áhorf-
endur enn í uppnámi eftir síðustu
þáttaröð þar sem Niles og Daphen
náðu loksins saman og stungu af
úr brúðkaupi Daphne á
Winnebago-húsbíl á vit ástar og
ævintýra. Hvað verður um heim-
ilishaldið og hvað gerist eiginlega
næst?
Frá Ameríku berast þær fréttir
að NBC hafi skrifað undir nýjan
samning við Kelsey Grammer og
aðra leikara í þáttaröðinni um að
leika í þáttunum næstu þrjú árin.
Lengi var deilt um launalið
samningsins eins og alsiða er en
leikaraáhöfnin vildi samtals fá
fimm milljónir dollara fyrir
hvern þátt. Á endanum sættist
hópurinn á að fá 3,5 milljónir
dollara á þátt en ekki er vitað
hvernig það skiptist milli ein-
stakra stjarna. Líklegt verður að
telja að Frasier fái stærstan hlut
en Niles komi þar fast á eftir.
Sennilega er hundurinn Eddie
lægst launaður nema það sé
íþróttafréttamaðurinn Bulldog
sem bregður fyrir annað veifið.
Discovery. Sem betur fór kom ekki
upp nein slík bilun og ekki þurfti að
koma til neyðaráætlunar.
Að ýmsu þarf að huga þegar
geimskutla er send út í geiminn.
Meðal þess er að ekki er víst að veð-
ur leyfi að skutlan svífi til jarðar í
Bandaríkjunum. Því er áætlun til
um að lenda i Evrópu. Á Spáni er
flugvöllur sem reiknað er með að
lent verði á undir slíkum kringum-
stæðum. í einu tilraunaflugi Bjarna
var honum gert að lenda á Spáni.
Hann tók því með bros á vör og
stýrði skutlunni örugglega til lend-
ingar. Gangi allt eðlilega er
geimskutlunni stjórnað með tölvum
að öðru leyti en lendingunni þar
sem flugmaður skutlunnar tekur
við stjórninni. Eins gott er að ekk-
ert fari úr skorðum þvi í lendingu
svífur geimskutlan til jarðar en hef-
ur ekkert vélarafl svo sem venjuleg-
ar þotur og flugvélar. Því er ekki
um það að ræða að taka á loft aftur
fari eitthvað úr skorðum.
Tvö ár á Mars!
Bjami Tryggvason geimfari á að
baki mörg hundruð ferðir í samlíki
og honum brást ekki bogalistin í
lendingunni og nam staðar á þeim
punkti sem til var ætlast.
Að óbreyttu mun hann halda út í
geiminn að nýju innan örfárra ára
en þangað tU heldur hann sér i
þjálfun með því að fljúga tilrauna-
flug þar sem öll hugsanlega vanda-
mál mæta honum. Þá vinnur hann
að vísindarannsóknum í Kanada
auk þess að ferðast til Rússlands og
Helgarblað
annarra landa þar sem unnið er að
smíði eininga til stækkunar á al-
þjóðlegu geimstöðinni Alfa.
„Þetta er spennandi starf en há-
punkturinn er auðvitað sá að fara
út í geiminn," segir Bjarni.
Unnið er að áætlun innan NASA
um að senda mannað geimfar til
Mars. Óvíst er hvenær af þeirri ferð
getur orðið þar sem fjöldi tilrauna
þarf að fara fram áður og slíkt tek-
ur mörg ár. Leiðangur til Mars mun
taka tvö ár þegar þar að kemur. DV
spurði Bjarna hvort hann væri til-
búinn að leggja í slíka ferð ef til
kæmi.
„Ekki spurning. Ef slíkt tækifæri
gefst fer ég,“ segir BjarniTryggva-
son, eini íslendingurinn sem farið
hefur út í geiminn.
-rt
Kawasaki
fjórhjólin
traust & lipur
KLF 220 2WD. 530.000 m/vsk.
KVF 300 4WD h/l drif. 695.000 m/vsk.
KVF 400 4WD h/l drif. 799.000 m/vsk.
Komið í vorgöngu
innanhúss í dag!
TJeírarqo
Srafanl/ii
os/
us niuaíis.
Það er komið vor í
Garðheimum og
BLÓMSTRANDI TILBOÐ
út um allt.
■ Blómstrandi krusi
í eldhúsgluggann!
Tilboðsverð 450,-
■ Stórir flottir kaktusar:
Tilboðsverð 2.490,-
■ Formuð drekatré
- öðruvísi, spennandi!
Tilboðsverð 4.880,-
■ Hangandi bergfléttur:
Tilboðsverð 590,-
■ 10 túlípanar 595,-
Páskaskreytingar,
páskaskraut
OG ENDALAUST ÚRVAL
af fræjum og laukum
fyrir ræktunarfólkið!
TILKOI)
tiuAklippuii,
(iIlLINAS.KiIll
Einnig:
Ilmandi kryddplöntur - þær
hleypavorinu inn um eldhús-
gluggann!
Iðna Lísa - sem blómstrar
og blómstrar!
St. Pálíur - eins og amma
átti!
Alparósir - hvítar, frábærar
á veisluborðið!
Blómstrandi pottarósir - sem
má setja út í garð eða svalir
í sumar!
Og fermingarskreytingar!
I
GARÐHEIMAR
Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta
Stekkjarbakka 6 * Mjódd » Sími: 540 33 00 » Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is
Opid alta daga
til Mukkan 21!