Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
Helgarblað
DV
Sérkennilegar auglýsingar á sjónvarpsskjánum:
Sigrar heiminn með
spakmælum
- Björgvin Ómar vill láta gott af sér leiða
Búum til betri börn
Björgvin Ómar Ólafsson semur spakmæli sem hann beinir sérstaklega til for-
eldra þar sem hann telur aö gott barnauppeldi bæti heiminn.
Bruce Willis
Hann hefur oft bjargaö heiminum í
kvikmyndum en á í mestu vandræö-
um í einkalífi sínu.
Bruce Willis á
sjens með klám-
myndastjörnu
Leikarinn og bjargvætturinn
Bruce Willis er meðal þeirra leikara
sem hvað oftast hafa bjargað.heim-
inum á hvíta tjaldinu. Hann hefur
sprengt upp loftsteina, aftengt
sprengjur og slátrað iilþýði fyrir
okkur og er þess vegna hetja í aug-
um vorum. Þetta er maður sem ekk-
ert getur komið úr jafnvægi.
Eins og verða vill er nokkurt bil
milli ímyndar og raunveruleika á
þessu sviöi og í sínu einkalífí tekst
Bruce sjaldan að bjarga því sem
björgunar er þurfi og sigldi til dæm-
is vel heppnuðu hjónabandi sínu
við Demi Moore í strand og hefur
róiö einn á báti um nokkra hríð.
Nú berast fréttir af því að
kvennamál Bruce séu í uppsveiflu
þó deila megi um val hans á fóru-
naut. Hann mun hafa staðið í ástar-
sambandi við þekkta klámmynda-
stjörnu, Alishiu Klass að nafni. Þau
hafa hist á laun um nokkurra vikna
skeið. Þetta vildi Bruce víst ekki að
færi hátt en fröken Klass úttalaði
sig um málið í National Enquirer
nýlega.
Bruce mun hafa sýnt fröken
Klass meiri rómantískan hlýhug og
tillitssemi en hún á almennt að
venjast og tekur hún sem dæmi að á
Valentínusardegi sendi hann henni
fimm tylftir hvltra rósa.
Glöggir sjónvarpsáhorfenbdur
hafa líklega rekið augun í sérkenni-
legar skjáauglýsingar sem birst
hafa af og til hjá ríkissjónvarpinu
að undanfórnu. Skjáauglýsingar
þessar innihalda spakmæli af ýms-
um toga, spakmæli eins og: Hrós er
besta næring ástarinnar og Lestrar-
stundin er mörgum bömum ljúf
minning. Spakmælin eru oftar en
ekki tengd barnauppeldi en þau
eiga það öll sameiginlegt að vera
sérlega falleg og ástúðleg.
Það er Reykvíkingurinn Björgvin
Ómar Ólafsson sem stendur á bak
við þessi spakmæli og segist hann
hafa sett þau á sjónvarsskjáinn af
hreinni hugsjón og vilja til að bæta
heiminn. Að hans áliti á sjónvarpið
stóran þátt í því hversu slæmur
heimurinn er orðinn og með því
einu að minnka glápið yrði margt
mun betra. Hvaða vettvangur er
betri en einmitt skjárinn til þess að
ná til gláparanna?
„Mér blöskrar hvað foreldrar
eyða miklum tíma i sjónvarpsgláp í
staðinn fyrir að gera eitthvað upp-
byggjandi með bömum sínum,“ seg-
ir Björgvin sem stendur einn að
auglýsingunum og er ekki með neitt
trúfélag á bak við sig.
Hundraö heimalöguð
spakmæií
Það er nokkuð síðan Björgvin fór
að safna og semja spakmæli og seg-
ist hann hafa samið um hundrað
spakmæli og orðatiltæki um dag-
ana. Hugmyndin að því að koma
spakmælunum út til landsmanna
segir Björvin aö hafi kviknaö árið
1983 þegar hann las bók eftir Dale
Camegie. Eftir þann lestur segist
Björgvin hafa viljað láta eitthvað
gott af sér leiða og fengið þessa hug-
ljómun sem loks er orðin að veru-
leika. „Mér finnst sjónvarpið ráða
of mikið yfir fólki. Það sekkur sér
ofan í einhverjar spennumyndir
kvöld eftir kvöld og gleymir börnun-
um,“ segir Björgvin sem sjálfur á
fjögur böm. Við þau hefur hann
reyndar ekki mikið samband vegna
veikinda sem hann hefur átt við að
stríða en hann hefur verið öryrki í
sjö ár.
Boðskapur til foreldra
Til að koma boðskap sínum á
framfæri á sjónvarpsskjánum taldi
Björgvin það ekki eftir sér að taka
lán fyrir skjáauglýsingunum því
honum er greinilega mikið í mun að
böm fái gott uppeldi enda beinir
hann spakmælum sínum sérstak-
lega til foreldra. Björgvin, sem
bendir á að nafn sitt þýði bjargvætt-
ur, dreymir um að koma boðskap
sínum á framfæri víðar, jafnvel út
fyrir landsteinana og þess vegna
hefur hann, m.a. auglýst eftir fjár-
framlögum á síðum Morgunblaðs-
ins. „Af hverju fara foreldrar ekki
frekar í Triival pursuit með bömum í
staðinn fyrir að horfa á enn eina víd-
eóspóluna?," spyr Björgvin uppgefinn
en lofar að fleiri spakmæli séu vænt-
anleg frá honum á skjánum.
Skilaboð hans eru einföld; þeim
mun meiri tíma og ástúð sem for-
eldrar gefa börnum sínum þeim
mun betri verður heimurinn.
Nokkur spakmæli
eftir Ómar:
Skildu óvin þinn. Frá
þeirri stundu sem þú skilur
hann er hann ekki lengur
óvinur þinn.
Lestrarstundin er mörg-
um börnum Ijúf minning.
Viðurkenndu ávallt það
sem vel er gert.
Ef feður sýndu sömu þol-
inmœði við börnin og þeg-
ar þeir biða eftir að laxinn
biti á breyttist fjölskyldu-
lífið í Paradís.
Með mýkt, sanngirni og
hlýju vinnast flest mál.
Kynlff
Dansinn dunar
Ragnheiöur
Eiríksdóttir
skrifar
um kynlíf
Frá ómunatíð hefur dans skipað
sess í samfélögum manna. Hella-
myndir sem taldar eru frá 10000 til
30000 fyrir Krist hafa fundist í Evr-
ópu og sýna figúrur sem eru óum-
deilanlega í ágætis danssveiflu.
Dans tengist samskiptum, trúar-
brögðum en ekki síður frjósemi og
þokka. Hin kristna kirkja hefur oft
verið ægilega ósátt viö dans þegna
sinna en hætti því að mestu eftir
miðaldimar myrku. Á ósættistím-
anum var dans álitinn lostafullt
verkfæri Satans og afskaplega
hættulegur.
Þetta varð til þess að í Evrópu á
miðöldum blómstruðu alls konar
neðanjaröardansklúbbar, myrkir og
lostugir, þar sem fólk sleppti sér í
iðandi kös og þóttist oft komast nær
guðlegri alsælu með því móti.
í dansi hreyfast líkamar taktfast í
samhljómi hvor við annan og tón-
listina. Kynlíf er alveg eins; hreyf-
ing líkama i samhljómi en tónlistin
kannski andardráttur, orð og
augnatillit. Það er líka hægt að
dansa einn síns liðs rétt eins og
hægt er stunda kynlíf i einrúmi. Já
ég segi það enn og aftur að sjálfsfró-
un er líka kynlífl
Síld og Kramhús
En aftur að dansinum. í Reykja-
vík nútímans (afsakið mig en ég bý
nú þar) er dans hluti af tilverunni.
Litlu krakkamir eru keyrðir í ball-
ett á laugardagsmorgnum, konurn-
ar í hundraðogeinum fara i samba
eða magadans í Kramhúsinu og um
helgar hittist fólk hér og þar og sam-
sjónvarpsins. Eflaust má deila um
þokkafylli þeirra dansa en hitt er þó
víst að talsvert er gert til að láta svo
líta út sem kynólgan sé kraumandi
í líkömum dansaranna, að minnsta
kosti þeim sem kalla má bikiní- og
glimmerdansa. Undirbúningur fyrir
þá einkennast af langtímalegu í
ljósabekkum og háarlit dansaranna
sem er án undantekninga kolsvart-
ur eða heiðgulur, L’oreal poison
black númer 1,2 eða piercing yellow
númer 6,0. Þegar litur líkama og lík-
amshára er orðinn réttur smyrja
stúlkurnar á sig búningunum sem
eru um það bil alveg jafn efnismikl-
ir og búningar listdansara á dimm-
urri viskíknæpum skuggahverfanna.
Þá má dansinn hefjast. Karlinn er
eiginlega í hlutverki súlunnar í
svona dansi, að vísu svolítið hreyf-
anlegrar súlu með blýfast kolgeit-
bros, en súlu engu að síður sem
kvenpersónan hlykkjast utan um á
alla lund.
Ég vona að ástkærir lesendur
mínir finni sér dans við hæfi til að
stunda þessa helgi.
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkr-
unarfræðingur og kynlifsráðgjafi á
www.persona.is
einast í miseggjandi
dansi, stundum til aö
liðka kroppinn en
kannski oftar til að
tengjast samborgurum
sínum. Það er til dæm-
is veruleg samkennd
falin í því að dansa
línudans í hópi 30 ann-
arra sem allir eru líka
í kúrekaskyrtum og
jafnvel með hatta. All-
ir hreyfast eins og
síldartorfuáhrifin eru
stórkostleg. Gömlu
dansarnir eru krútt-
lega nostalgískir,
svona eins og að koma
saman og skoða gaml-
ar ljósmyndir og gleðj-
ast yfir minningum
liðins tíma. Sunnudag-
ar með skottís og
pönnukökum hafa ein-
hvem sjarma...
Slaghörpufólkið
Venjulegir
skemmtistaðadansar
eru gjarnan drekk-
hlaðnir kynferðisleg-
um merkjasendingum
því hvort sem okkur
líkar betur eða verr eru skemmti-
staðir borgarinnar afskaplega virk-
ar og gjöfular veiðilendur fyrir fólk
í leit að láréttum leikfélögum. Einn
er sá skemmtistaður borgarinnar
sem einkennist umfram aðra af kyn-
legri rafhleðslu andrúmsloftsins og
sérstakri líkamsnánd gestanna. Af
tillitssemi við téða gesti mun ég
ekki nefna barinn á nafn en get þó
sagt að hann er kenndur við hljóð-
færi sem byrjar á pé og endar á
„íanó“.
Á þessum bar er dansaður sér-
stakur tímgunardans sem hefur
ekki sést á fleiri öldurhúsum, alveg
voðalega samfaralegur.
Tónlistin er öll safarík
og vaggandi og textarnir
fialla um eitthvað pass-
lega dónalegt sem ein-
hver viU gera við ein-
hvern annan og venju-
lega stynur söngvarinn
talsvert við að koma
skUaboðunum áleiðis.
Dansinn er þannig að
karldýrið stendur upp á
endann en beygir hné
sín dulítið til að gera
mjaðmagrindina alla
hreyfanlegri. Kvendýrið
tekur sér svipaða stöðu
en bakkar svo hupp sín-
um að . framanverðri
miðju karldýrsins sem
svo aftur grípur með
hrömmunum um
mjaðmir þess. Samfast-
ar mjaðmagrindir eru
útgangangspunkturinn
en svo má nudda líköm-
um saman á aUa lund
þar fyrir ofan og neðan.
Mér er sagt að þessi
dans sé afskaplega
áhrifaríkur og komi
þátttakendum í virkileg-
an tímgunarham sem
fær svo jafnvel að
blómstra á rómantískum stað þegar
ballinu lýkur.
Hermann og Heiðar
Svo eru það samkvæmisdansam-
ir sem við fáum stundum að njóta í
hinum gríöartíðu íþróttatímum