Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 34
34
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001
Helgarblað
DV
Handboltafeðgar í
höfuðstað Norðurlands
rætt við Atla Hilmarsson og Arnór son hans sem lætur nú að sér kveða í meistaraflokki KA undir stjórn pabba
Nú í vetur hefur ungur hand-
knattleiksleikmaður, Arnór Atla-
son, látið æ meira að sér kveða með
meistaraflokksliði KA og skoraði
meðal annars eitt mark í leik liðs-
ins í deildarkeppninni gegn Hauk-
um sl. fimmtudagskvöld. Lyktir
þess leiks urðu 33-32 fyrir norðan-
liðið. í nokkrum öðrum leikjum KA
í vetur hefur Amór sýnt að það eru
töggur í honum og er ljóst að hann
er ein af vonarstjörnum íslensks
handknattleiks. Sambærilega sögu
mætti sjálfsagt segja um marga
aðra unga handknattleiksmenn en
það sem markar Arnóri sérstöðu er
að hann er sonur Atla Hilmarsson-
ar, þjálfara KA-liðsins og eins
fræknasta handknattleiksmanns
þjóðarinnar fyrr og síðar. Það er
því ljóst að Arnór hefur erft hand-
boltagenin frá föður sínum - og ætl-
ar ekki að verða neinn eftirbátur
hans.
Fékk eldskírn sextán ára
„Líklega var ég sautján ára þegar
ég lék minn fyrsta meistaflokksleik
en Amór er árinu yngri þegar hann
fær þá eldskírn,“ sagði Atli Hilm-
arsson þegar þeir feðgar settust nið-
ur með blaðamanni DV að lokinni
æfingu sl. fimmtudagskvöld. Atli,
sem byrjaði handknattleiksferil
sinn tíu ára gamall, lék fyrst með
Fram en síðar með ýmsum öðrum
liðum, bæði heima og erlendis. „Eg
man enn fyrsta leikinn minn með
meistaraflokki, þó úrslitin séu mér
gleymd. Þetta var árið 1976 og leik-
urinn var á móti FH. í stórsókn
lenti boltinn í höndunum á mér og
svo tók við rosalegt hraðaupphlaup.
Ég var dauðhræddur um að klúðra
málunum en allt fór vel að lokum
og mér tókst að koma boltanum í
markið,“ segir Atli - og ekki er.
laust við að bliki bregði á auga þeg-
ar hann rifjar upp þessa sælutíð.
„Sumir krakkar leika sér með
dót en Arnór lék sér alltaf með
bolta,“ heldur Atli áfram og segir
soninn hafa verið aðeins tveggja
ára þegar hann fór fyrst að koma
með sér á æfingar. Handbolti og
íþróttir almennt hafi alla tíð verið
allt umlykjandi í lífi fjölskyldunnar
og það að Arnór heillaðist af hand-
bolta sé í sjálfu sér ekkert öðruvísi
en þegar strákar velja sér sama
starfsvettvang og feður þeirra.
Verða iðnaðarmenn, sjómenn,
bændur - eða hvert sem starfið
kann að vera.
„Fjölskyldan flutti heim frá
Spáni árið 1991 og þá var ég á sjö-
unda ári. Þá fór ég strax að æfa með
Fram og hélt svo áfram með KA í
unglingaflokkunum þegar við flutt-
um hingað norður 1997. Og nú er ég
kominn i meistaraflokkinn til
pabba," segir Arnór.
Dúfnaskoðun
Arnór kannar heiminn - hér meö pabba aö skoöa dúfurnar í Barcelona.
Endur fyrir löngu
AtH og Arnór saman á góðri stundu.
Sá yngri fór aö sækja æfingar meö
pabba aöeins tveggja ára gamall -
og síöan varö ekki aftur snúiö.
„Arnór er fjölhæfur
leikmaöur"
Fyrsti meistaraflokksleikurinn
sem Arnór kom inn á var í haust.
Það var leikur gegn Breiðabliki sem
háður var í Smáranum í Kópavogi.
Síðan þá hefur hinn ungi og knái
leikmaður fengið að spreyta sig í
nokkrum leikjum og sanna hvað í
honum býr. „Arnór er fjölhæfur
leikmaður og ræður til dæmis vel
við skyttustöðurnar þrjár. Menn
þurfa að hafa talsvert mikla hæfi-
leika til að geta slíkt,“ segir Atli.
Næsti leikur liðsins verður svo
næstkomandi þriðjudagskvöld en þá
etja KA-menn kappi við ÍR. Að-
spurður hvort Arnór sé í liði þess
leiks svarar Atli því til, og brosir út
í annað um leið, að vissulega komi
Arnór til greina. í byrjunarliöinu sé
hann þó ekki. „Ég viðurkenni fús-
lega að það er ekki auðvelt fyrir mig
að velja son minn í liðiö. Slík
ákvörðun getur alltaf orkað tvímæl-
is og verið gagnrýniverð. Því hef ég
alltaf haft Erling Kristjánsson, að-
stoðarþjálfara minn, með i ráðum
þessu viðvíkjandi og að Arnór sé í
liðinu er ævinlega sameiginleg
ákvörðun okkar beggja þótt ég
ákveði hvort og hvenær hann fer
inn á.“
vrfww.sha.ií,
mhkmm
G SfJixLf
Barist um boltann dvmyndir brink
Feögarnir Atli Hilmarsson og Arnór berjast um boltann. Að sjálfsögðu eru þeir í KA-treyjunum - og eru gulir og
glaöir.
1»
Fjögur fræknu
Atli meö börnum sínum þremur, Arnóri, Þorgeröi Önnu og Davíð Erni, en öll
hafa þau brennandi áhuga á handbolta - og íþróttum almennt. Þau létu sig
ekki vanta á æfingu KA-liðsins í fyrrakvöld.
r 7 ■> i * *’ 'Q/ j
H fj*» | •, j "< A
„Taugaspennan getur
veriö mikil“
„Það er alltaf taugastrekkjandi
að fara inn á leikvöllinn í fram-
lengingu eins og ég lenti í á mið-
vikudagskvöldið. Taugaspennan
getur verið mikil en ef menn ein-
beita sér að verkefninu tekst
þetta allt. Spennan hér í KA-
heimilinu getur líka verið æðis-
gengin og ég er fullviss um að
þetta er magnaðasti leikvöllur
landsins. Sú er mín reynsla og
sjálfsagt allra annarra,“ segir
Arnór. Undir þetta tekur Atli og
bætir við að handboltastrákar í
dag séu talsvert öðruvísi en sín
kynslóð. Tæknin er til dæmis
mun meiri en var þegar ég var að
byrja," bætti Atli við.
Eins og staðan er núna eru lið
KA og Fram efst og jöfn að stig-
um í deildarkeppninni en siðar-
nefnda liðið hefur hins vegar um-
talsvert betra markahlutfall. Lik-
urnar á því að KA nái deildar-
meistaratitli eru því ekki miklar
en þá er hins vegar eftir að bíta
úr nálinni með íslandsmeistatitil
og þar á norðanliðið góða mögu-
leika. Þar hjálpar mikið hve góð-
ur andi ríkir í liðinu, segja þeir
feðgar.
„Óskaplega sár ef ég
tapa leik“
Arnór, sem er nemandi í fyrsta
bekk Menntaskólans á Akureyri,
segir að mikill tími fari i lærdóm-
inn - og svo þurfi að sinna æfing-
um og kærustu. Hann segir þá
feðga vera nána og íþróttaáhug-
ann öðru fremur binda þá saman.
Oft sitji þeir saman fyrir framan
sjónvarpið og fylgist með ensku
knattspyrnunni. Þar er Arsenal
þeirra eftirlætislið og Barcelona í
spænska boltanum. Þá er Arnór
aðeins farinn að fikra sig áfram í
golfinu og telur ekki útilokað að
sér takist að draga karl föður
sinn með sér á völlinn fyrr en síð-
ar.
Vöffluveisla
Saman í vöffluveislu og rjómaspraut-
an fyrir miöri mynd.
Aðspurðir hvor um annan í
handboltanum segir Arnór að fað-
ir sinn sé sanngjarn þjálfari. Vilji
þó halda mönnum vel við efnið og
geti stundum snöggreiðst ef menn
standi ekki í stykkinu. „Það sem
Arnór hefur erft frá mér er að
vera tapsár. Ég er óskaplega sár
ef ég tapa leik og finnst heimur-
inn hrynja ef slíkt gerist. Arnór
lendir stundum í þessu og við
slíkar kringumstæður verð ég
stundum að tala kjarkinn aftur í
minn mann. Lífið er ekki bara
handbolti og við verðum að horfa
á björtu hliðarnar þótt leikur tap-
ist stöku sinnum." -sbs