Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Side 50
58 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Ferðir DV HB Oporto í Portúgal Oporto, önn- ur stærsta borg Portúgals, hef- ur lengi staöið í skugga höfuð- borgarinnar Lissabon. Þetta stendur þó til bóta þar sem borgin er með- al menningar- borga Evrópu í ár. Miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfir í borginni undanfarið til að undirbúa hátíðar- höldin. Því miður hafa framkvæmdir ekki gengið sem skyldi og miklu var ólokið við formlega opnun menningar- borgarinnar. Flórens Þeir sem fara til Ítalíu í sumar ættu að nota tækifærið og bregða sér í að minnsta kosti dagsferð til Flórens. Borgin býður upp á marga áhugaverða staði tO að skoða eins og t.d. skímar- kapellu Jóhannesar skírara og fallega dómkirkju. Bandaríkin í Bandaríkjunum er allt stærst og þar er nánast hægt að gera hvað sem hugurinn gimist. Andstæður eru miklar, hvort sem er milli fólksins, menningarinnar eða náttúmnnar. Sí- fellt færist í vöxt að fólk ferðist á eigin vegum um landið i bílaleigubíl og öðlist þannig innsýn í þá gríðarlegu fiölbreytni sem landið hefur upp á að bjóða. Ég fer í fríið Ferðskrifstofa stúdenta sendi nýlega frá sér ferðabækling þar sem er að finna upplýsingar um spennandi ferð- ir til allra heimshoma. Þar er m.a. að finna upplýsingar um safaríferðir í Afríku, ævintýraferðir um Asíu og tónieikaferðir til Evrópu. Mílanó Heimsferðir bjóða í sumar upp á flug til Mílanó alla fóstudaga. Þar er hægt að skoða listaverk Leonardo da Vinci, fara á tónleika í Scala-óperunni og fara i messu i Duomo-dómkirkjunni sem gnæfir yfir Galeria Vittorio versl- rmargötunni. Draugahótel Áhugamenn um draugagang ættu að líta við á Langham Hilton hótelinu við lc Portland Place, Regent Street næst þegar þeir eiga leið um London. Hótelið var opnað 1865 og þykir eitt það glæsilegasta í borginni. Því er al- mennt trúað að í húsinu séu fimm draugar og mun sá magnaðasti búa í herbergi númer 333 og vera afturgeng- inn læknir sem lést fyrir eigin hendi. Kaupmannahöfn GÓ5 gisting, á besta stað. HOT^ Valberg Sími +45 33252519 ísl. símabókanlr milli kl. 8 og 14.00. Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboö H j altlandsey j ar: Gamlar hefðir í heiðri Hrafna-Flóki hafði vetrardvöl á Hjaltlandseyjum á leið sinni til ís- lands og á stærstu eyjunni er stöðu- vatn sem heitir eftir dóttur hans sem drukknaði í vatninu. Eyjamar voru öldum saman undir stjórn Dana- og Noregskonunga. Árið 1468 voru Orkneyjar og Hjaltland veðsett Skotlandskonungi sem heiman- mundur vegna væntanlegs brúð- kaups dönsku prinsessunnar og James III, rikiserfingja í Skotlandi. Danakonungur leysti eyjarnar ekki út og síðan hafa þær veriö hluti af Skotlandi. Hátt á annað hundrað eyjar Hjaltlandseyjar eru klasi hátt á annað hundrað eyja, fimmtán eyjar eru í byggð og íbúar rúmlega 22.000. Á eyjunum mætist gamli og nýi tím- inn og andstæður eru miklar. Hjalt- lendingar eru fyrst og fremst Skotar og halda gamlar hefðir i heiðri. Dýralíf er fjölbreytt á eyjunum, sauðfé gengur sjálfala í grænum hlíðunum og þar er að finna hinn smávaxna Hjaltlandshest. Eyjamar eru frægar fyrir fuglalíf og því gósenland fugla- skoðara. Þar er einnig að finna stærstu olíuhöfn í Evrópu og á kvöldin er hægt að sjá logana frá olíuborpöllunum við sjóndeildar- hring. Vinstri umferð Höfuðborg eyj- anna heitir Leir- vík og þar býr tæpur þriðjungur íbúanna, um 8000 manns. í byrjun nitjándu aldar var höfnin í Leir- vík viðkomustað- ur fiski- og hval- veiðiskipa á leið sinni á miðin um- hverfis ísland. Mikið var um smygl frá höfn- inni og lágu göng sem varningur var fluttur um til og frá skipunum í ólögleg vöruhús í landi. Samgöngur eru góðar á Hjaltlandseyjum Höfnin í Leirvík Höfuöborgin á Hjaltlandseyjum heitir Leirvík og er á stærstu eyjunni sem heitir Meginlandiö. en þeir sem vilja njóta frelsis til að skoða eyjarnar að vild ættu að hafa bílinn með eða leigja sér bíl þrátt fyrir að þar sé vinstri umferð eins og á Bretlandseyjum. Scalloway-kastali Áriö 1468 voru Orkneyjar og Hjaltland veösett Skotlandskonungi sem heimanmundur vegna væntanlegs brúðkaups dönsku prinsessunnar og James III, ríkiserfingja í Skotiandi. Svartfugl Á Hjaltlandseyjum er ein stærsta byggö svartfugls í heiminum. Matur og næturlífið Lífið á kránum getur orðið ansi líflegt um helgar, sérstaklega þegar flotinn er í höfn. Á neðri hæð kránna er oft bar þar sem menn sitja og drekka bjór og snafs en á efri hæðunum er hægt að fá sér létta máltíð og vín með. Þeir sem vilja fá góðan mat á Hjaltlandi eiga að panta sér fisk eða lamb. Á betri veitingahúsum er hægt að fá gómsæta fiskrétti, lax og skelfisk eða lambakjöt af heimaöldu ásamt salati sem meðlæti. Eyjaskeggjar eiga ríka tónlistar- hefð sem þeir segja að sé komin frá huldufólki sem býr í hverjum hól. Tónlistin einkennist af líflegum fiðluleik og í apríl á hverju ári er haldin hátíð sem nefnist „Folk festi- val“ sem hljóðfæraleikarar og áhugamenn um tónlist víða að úr heiminum sækja. Ýmsir gistimöguleikar Þeir sem heimsækja Hjaltland koma yfirleitt að eyjunum siglandi. Norræna ferðaskrifstofan býður ferðir með Norrænu með viðkomu í Leirvík á Hjaltlandi, t.d. er hægt er að stoppa eina nótt eða viku. Boðið er upp á ýmsa gistimöguleika, allt frá fiögurra stjörnu hótelum til gist- ingar í herragarði frá 15. öld. Þeir sem vilja ferðast um eyjarnar geta einnig fundið ódýr gistiheimili úti á landsbyggðinni. Verð á ferðum með Norrænu er mismunandi eftir timabilum. Svefn- pokapláss fyrir tvo fullorðna með bíl er á bilinu 38.500 krónur tU 71.600 krónur. Þeir sem vUja meiri þægindi geta fengið tveggja manna klefa með salerni og sturtu á bUinu 53.300 krónur til 99.900 krónur. -Kip Rhodos: Ástmey sólguðsins Rhodos er stærst svonefndra Tylftareyja sem eru eyjaklasi undan suðvesturströnd Tyrklands. Eyjan, sem er nýr áfangastaður Samvinnu- ferða-Landsýnar, er sannkallaður sælureitur sem sólguðinn elskar, enda er Rhodos ástmey sólguðsins Helíosar í grískum goðafræðum og ástin er enn jafn heit og fyrrum því sólin skín aUa daga. Um tíma réð Alexander mikli ríkjum á Rhodos. Tyrkir og ítalir mörkuðu einnig djúp spor í sögu eyjunnar og forngrísk menning blómstraði þar um tima og víða um eyjuna er að finna minjar um hana. Um miðbik Rhodos er 1200 metra há hæð og í dalverpum gömul þorp og bændabýli. Þar er einnig að finna dal fiðrildanna, Petaloudes, sem ferðamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Glampandi sól og ylvolgur sjór Rhodos hefur upp á flest að bjóða sem vænst af góðri sólarströnd - glampandi sól og ylvolgan sjó. Eyj- eru og Forvitnllegar fornminjar Forngrísk menning biómstraöi á Rhodos og víða um eyj- una er aö finna minjar um hana. arskeggjar gestrisnir brosmildir, strendurnar frábærar, þorp- in vinaleg og skemmtanalífið líflegt, að ógleymdum stórkostlegum fornminjum og listaverkum. Þeir sem vilja geta farið í skoðunarferðir til Tyrklands eða í dagsferð til þorpsins Lindos, þar sem arabískur bygg- ingarstíll ræður ríkjum, og þar er líka að finna rústir Akrópól- is-hofsins. Margir telja Lindos falleg- asta bæinn á Rhodos. Ekkert liggur á Eyjarskeggjar eru rólegir í tíöinni og þeir þykja bæöi vingjarnlegir og brosmildir. Beint flug Samvinnuferðir-Landsýn bjóða m.a. gistingu á Hotel Golden Beach við Ialysos-ströndina. Fyrsta ferðin í ár er 10- 21. apríl og því næst vorferðin frá 21. apríl til 28. maí. Frá 28. maí er flogið með leiguvél Atlanta í beinu flugi á tveggja vikna fresti til Rhodos og er flugtíminn um fimm klukkustundir. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.