Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Page 54
62 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Tilvera I>V Draugar og drauga- gangur í Hollywood 4 Draugar og draugagangur hafa veriö viðfangsefni bíómynda frá upp- hafi kvikmyndageröar. Ein fyrsta myndin sem fjallar um reimleika nefnist The Haunted Man. í kjölfar hennar hafa verið geröar nœstum óteljandi draugamyndir, eins og Phantom of the Opera, House on Haunting Hill, 13 Ghosts, Beetlejuice, Ghostbusters, The Blair Witch Project og The Sixth Sense. Myndirn- ar fjalla hver á sinn hátt um reim- leika, sumar eru byggðar á frœgum draugasögum, aórar á „sönnum" at- buröum. Allar eiga myndirnar, sem eru mismunandi aö gœðum, þaó sam- eiginlegt aö reyna aó hrœöa líftóruna úr áhorfandanum. í Hollywood er einnig aöfinna „al- vöru“drauga, frœgar kvikmynda- stjörnur sem ganga aftur á heimil- um sínum, hótelum og i kvikmynda- verum. Á Roosevelt-hótelinu, sem stendur viö 7000 Hollywood Bou- levard, ganga til dœmis Montgomery Clift og Marilyn Monroe aftur ásamt fleirum. Gestir og starfsmenn hótels- ins segjast oft veröa varir við stjörn- urnar og þeir sem vinna á skiptiboröi hótelsins fá ióulega innanhússhring- ingar og pantanir á kampavíni og kavíar frá látnum stórstjörnum og stundum kemur fyrir aö gestir kvarta vegna partíóláta í mannlausum her- bergjum. Marilyn Monroe í spegtinum Sagt er að Montgomery Clift ráfi um í herbergi númer 928, þar sem hann bjó í þrjá mánuði árið 1953 meðan hann lék í myndinni „From Here to Eternity". Þeir sem hafa séð til hans segja að hann gangi um spilandi á trompet eða þylji upp rullur úr göml- um myndum. Starfsfólk og gestir hótelsins hafa margoft haldið þvi fram að það hafi fundið fyrir óþægilegum kulda og séð spegilmynd Marilyn Monroe í svítu númer 1200 þar sem leikkonan hélt til þegar hún bjó á hótelinu. Svo rammt kvað að þessu að mannhæð- arhár spegillinn var fluttur út á gang og virðist þokkagyðjan hafa fylgt honum því hún hefur nokkrum sinum sést þar. Dulfræð- ingar sem rannsakað hafa málið segja að svipur leikkonunnar búi i speglinum og þeir finni fyrir dapur- leika nálægt honum. Árið 1989 þegar til stóð að gera heimildarmynd um draugana á Roosevelt-hótelinu gekk allt á aftur- fótunum og hvert óhappið rak ann- að. Þegar myndasmiðirnir settu upp tæki sin og tól í herbergi 928 setti Monty Clift allt á annan endann. Fyrst fór rafmagnið, síðan bilaði hljóðkerfið og þegar búið var að gera við það fór rafmagnið aftur. Filman flæktist hvað eftir annað í tökuvélinni og slitnaði og þegar mynda átti spegilinn hennar Mari- lyn fór eldvarnakerfið í gang og rýma þurfti bygginguna. Þeir sem starfa og gista á hótel- inu segjast oft sjá afturgengnar kvikmyndastjörnur ráfa um ganga og má þar m.a. nefna Errol Flynn, Betty Grable, Gybsy Lee Rose og Humphrey Bogart. Á hótelinu mun einnig vera litil framliðin stúlka sem annaðhvort sést grátandi eða að leika sér. Miðillinn Peter James, sem gist hefur á Roosevelt, segir að hún heiti Caroline og að hún sé að leita að móður sinni. Superman gengur aftur George Reeves, sem lék Super- man í samnefndum sjónvarpsþátt- Hollywood Park-kirkju- garðurinn Meðal þeirra stjarna sem lagðar hafa verið til hinstu hvílu í HoUywood Park- kirkjugarðinum eru Rudolph Valentino, Douglas Fairbanks og Clifton Webb. í gegnum tíðina hafa margir talið sig sjá svip Val- entinos og annarra stjarna í garðinum en enginn hefur þó birst eins oft og Webb sem lést árið 1966. Draugur hans ráfar um í kringum grafhýsið þar sem hann ligg- ur og oftar en ekki fylgir honum ein- kennilegur ljósa- gangur, kuldi og hávær skarkali. Webb hefur einnig sést á fyrrverandi heimili sínu þannig að hann er greinilega óákveð- inn og órólegur eða hefur gaman af því að flakka á miUi staða. Phantom of the Opera Sagt er að andi Lon Chaney, sem lék aðalhlutverkiö í Phantom of the Opera, reiki um í Universal-stúdíó- inu þar sem mynd- in var tekin. Marilyn Monroe Gestir Roosevelt-hótelsins sjá gyöjunni stundum bregöa fyrir í spegli. Howard Hughes Hughes þótti mikill gleðimaður á yngri árum, eftir aö hann lést hefur sést til hans í Pantes-leikhúsinu. Stjörnubraut Handan við Walk of Fame, þar sem stjörnurnar hafa lagt hönd sína í blautt sement og merkt sinn stað í sögu kvikmyndanna, eigrar sál leik- arans Viktors Kilians í endalausri leit að morðingja sínum. Á svipuð- um slóðum hefur sést til Lon Chan- ey þar sem hann endurtekur í sí- feUu atriði úr einni af myndum sín- um þar sem hann er að bíða eftir strætisvagni við Hollywood and Wine. Því er reyndar einnig haldið fram að Chaney, sem var þekktur undir nafninu „Maðurinn meö þúsund andlitin", gangi ljósum logum í kvikmyndaveri Universal-sam- steypunnar þar sem hann lék aðal- hlutverkið í Phantom of the Opera á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Montgomery Clift Monty Clift reikar um í herbergi núm- er 928 á Roosevelt-hótelinu þar sem hann bjó í þrjá mánuöi áriö 1953 meöan hann lék í myndinni „From Here to Eternity“. Howard Hughes Árið 1949 keypti trilljónamæring- urinn Howard Hughes RKO-kvik- myndasamsteypuna og í kaupunum fylgdi hið glæsilega Pantes-leikhús. Eins og flestum er kunnugt sló Hug- hes mikið um sig á yngri árum og um, fannst látinn á heimili sínu árið 1959, hann hafði verið skotinn. Andi Reeves er ósáttur við dauðann og honum bregður annað slagið fyr- ir í gervi Supermans á heimili sínu og í nágrenni þess. Leikkonan Thelma Todd, sem varð fræg fyrir leik sinn með Marx- bræðrum og Buster Keaton, fannst látin í bíl sínum 1935 og sagt er að hún gangi aftur á kaffihúsi sem hún rak. Þeir sem verða hennar varir segjast flnna lykt af ilmvatninu sem hún notaði. Kvikmyndastjörnur ganga aftur Margar frægar kvikmyndastjörnur eiga erfitt með aö yfirgefa þennan heim eftir dauöann og andi þeirra ráfar um t kvikmyndaverum og á hótelum í Hollywood. þótti mikill glaumgosi þrátt fyrir að hann endaði ævi sína sem mannfæl- inn sérvitringur í sjálfskapaðri ein- angrun árið 1976. Hughes lét innrétta glæsilega skrifstofu á annarri hæð leikhúss- ins og átti margar af sínum ánægju- legustu stundum þar. Eftir að hann lést tóku nýir eigendur við húsinu og gerðu skrifstofuna upp og breyttu henni i fundarsal. Skömmu eftir að endurgerðinni lauk fór að bera á að hlutir hyrfu og að kaldur gustur léki um herbergið. Hlutir féllu um koll, skrifborðsskúfur opn- uðust af sjálfu sér og hurðarhúnar glömruðu. Á skömmum tíma magn- aðist draugagangurinn svo að starfsfólk í húsinu var farið að sjá Hughes daglega og fann sterka vindlalykt af honum. Þeir sem hafa séð Hughes segja að hann sé klædd- ur í brún jakkafót og haldi sig i næsta nágrenni við skrifstofuna. í leikhúsinu er einnig að finna afturgengna söngkonu sem enginn veit deili á. Sagan segir að hún hafi sungið nokkur aukahlutverk á sviði leikhússins en átt sér stærri draum. Talið er að söngkonan hafi komið i húsið eftir að hún lést því ekki er vitað til þess að hún hafi látist þar. Þessi óþekkta söngkona hefur upp rausn sína þegar hefðbundnum sýn- ingum er lokið og búið er að slökkva ljósin. Þeir sem hafa séð hana á sviði segja að hún klæðist fótum frá því um 1930, syngi eins og engill og hneigi sig tignarlega i lok- in en að hún sé auðsjáanlega von- svikin þegar enginn klappar fyrir henni. Athyglissýki? Kvikmyndastjömur ganga greini- lega aftur eins og fólk úr öðrum stéttum. Hér skal ósagt látið hvort draugar eru algengari í þeirra hópi en almennt gerist, frægð þeirra ger- ir það aftur á móti að verkum að margir þekkja til þeirra og geta þvi nafngreint afturgönguna sem þeir sjá. í íslenskri þjóðtrú er sagt að aft- urgöngur séu menn sem hafi notið mikils heimsláns í jarðlifinu og eigi erfitt með að segja skilið við lífið vegna þess. Hugsanlegt er að stjörn- urnar séu í svipaðri stöðu og vilji njóta athygli eins lengi og hægt er. -kip@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.