Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Qupperneq 58
66 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Tilvera I>V Gradúalekórinn Kórinn heldur í sumar í fjórðu utan- landsferð sína. Englaraddir í Langholtskirk j u Gradualekór Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun. Á efnisskránni eru bæði þekkt lög sem fylgt hafa kórnum frá upphafi og nýrri verk sem gera miklar kröfur til kórsins. Undirleikari á píanó og orgel er Lára Bryndís Eggertsdóttir og nokkrir ein- söngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Stjómandi er Jón Stefánsson. I júní nk. fer kórinn í tónleikaferð til Danmerkur og Finnlands þar sem hann tekur m.a. þátt í kórakeppninni í Tampere. í hléi mun foreldrafélag Gradualekórsins selja vöfflur og kaffi til styrktar Finnlandsferðinni en tónleik- amir era ein helsta fiáröflunarleið kórs- ins vegna fararinnar. Miklar kröfur em gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn og margir kórfélagar em í tónlistamámi. Kórinn hefur gefið út þrjár geislaplöt- ur. Hann söng með Sinfóníuhljómsveit íslands á geislaplötu og hefur margsinn- is komið fram með hljómsveitinni. Tónleikamir heQast kl. 20.00 og er miðaverðið 1000 kr. T'Veir mifyfikt í Deiglunni Laugard. 24/03 kl 15.00 Sunnud. 25/03 kl. 15.00 Fermingar Prentum á fermingarservíettur. Gyllum á sálmabækur og kerti. Ýmsar gerðir af servíettum fyrirliggjandi. Hlíðarprent Tryggvabraut 22, Akureyri (gengið inn frá Laufásgötu). Símar 462 3596 og 462 1456 SLEÐADAGAR Snjóskurður í Grænlandi: Sæðisfruma, hrútur og elliheimili Fánaborg á hátíöinni Fánar Norðurlanda blöktu við hún á hátíðinni. Verk íslendinganna voru sér- stök og vöktu mikla athygli þrátt fyrir að þau hlytu ekki verðlaun. Eitt verkanna, „One Out of Milli- on“ eða „Einn af milljón", táknaði sæðisfrumu á leið inn í egg. Þá mátti sjá íslenska hrútinn sem og elliheimili framtíðarinn- ar. Listaverkin eru skorin út í ísklumpa eða snjóklumpa sem settir voru í þar til gert mót og látnir þjappast saman í nokkrar vikur. Mikið blíðskaparveður var meðan hátíðin var haldin og voru allir í sólskinsskapi. Fjórir hópar íslendinga tóku um síðustu helgi þátt í snjóskurð- arkeppninni „Nuuk Snow Festi- val“ sem fram fór í Nuuk, höfuð- stað Grænlands. Um er að ræða heimsþekkta keppni þar sem tug- ir keppenda víða að úr heiminum etja kappi um hver getur skorið út fegursta snjólistaverkið. ís- lensku þátttakendurnir eru sumir hverjir engir nýgræðingar í þessu en einn hópurinn, sem kenndur er við Humarhúsið, fór í keppn- ina í fyrra og vann til annarra verðlauna þá fyrir verk sitt „Perla íslands". Hinir islensku hóparnir þrír sem tóku þátt voru frá Listaháskólanum. Keppt er í tveimur flokkum í keppninni, „fígúratífum flokki“ og „ekki fígúratífum flokki“. Sig- urvegarnir komu frá Sviss og Kanada. DV-MVNDIR GUNNAR BRAGI Listamenn aö störfum Ásdís Spanó, Jóhanna Þorkelsdóttir, Sólveig Alda Halldórsdóttir og Kolbrá Braga. ........................ :ji^4iíSítsK'!áSlíSÍfBíS Hópurinn frá Humarhúsinu Kristján Haagesen, Valdimar Heið- arsson, Ottó Magnússon, Karl Haagesen gerðu verkið „Einn af milljón“ sem er sæðisfruma á leið í egg. Liggjandi kona Hér er verkið liggjandi kona sem tengist sæðisfrumunni og hér er væntanlega eggið. íslenski hrúturinn Hér er verið að höggva íslenska hrútinn í ís. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington: Island er í tísku DV. WASHINGTON:___________________ „ísland er í tísku. Sú öfluga kynn- ing sem átt hefur sér stað með landafundahátíðinni og fleiru hefur skilað sér framar vonum,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington. Jón Baldvin situr á friðarstóli eft- ir að hafa áður staðið um árabil í fremstu víglínu íslenskra stjórn- mála. Hann hefur gegnt sendiherra- embættinu í þrjú ár. „Hér er miðja heimsins og ekki hægt að láta sér leiðast í Wash- ington. „Það urðu þáttaskil í allri um- ræðu um ísland hér í Bandaríkjun- um og Kanada á síðasta ári. Uppi- staðan var víkingasýningin hjá Smithsonian. Af þeirri ástæðu að sýningin byggði að miklu leyti á ís- lenskum heimildum og segir sögu sem að miklu leyti er íslensk varð hlutur okkar í sýningunni og um- fjöllun um hana mjög mikil. Engin sýning sem Smithsonian hefur sett upp hefur fengið eins mikla athygli og bókstaflega öll dagblöð og tímarit sem rísa undir nafni fjölluðu ítar- lega um þessi mál. Þetta stóð yfir í nokkra mánuði,“ segir Jón Baldvin hæstánægður með árangurinn. Hápunktur hátíðahaldanna var DV-MYNDIR REYNIR TRAUSTASON Íslandssími opnaður Ýmis verkefni rekur á fjörur sendi- herrans í Washington. Hér er Jón Baldvin að opna GSM-þjónustu ís- landssíma í Bandaríkjunum. Hann spjallaði við Ómar Ragnarsson sem var á íslandi og fór vel á með þeim. þegar víkingaskipið íslendingur sigldi inn til New York eftir að hafa siglt frá íslandi til Grænlands og þaðan áfram til Kanada og Banda- ríkjanna. Hann segir að sjónvarps- Jón Baldvin segir sendiherrastarfíð annasamt og hefur verið meira á ferðinni en nokkru sinni fyrr. stöðvar í Kandada og Bandaríkjun- um hafl sýnt landafundaafmælinu feiknamikinn áhuga. „Sem dæmi get ég nefnt að mynd Valgeirs Guðjónssonar, Leifur Eriksson, maðurinn sem næstum breytti heiminum, var sýnd í 120 sjónvarpsstöðvum og talið er að um 120 milljónir manna hafi horft á myndina. Reyndar vildi ég aö mynd- in héti, Leifur Eiríksson, maðurinn sem breytti heiminum," segir sendi- herrann og telur að ekki hafi verið neitt „næstum“ í því máli. „Við fáum alls staðar að staðfest- ingar um að þessi umfjöllun hafi slegið í gegn. Allt þetta skilar sér fyrir Islendinga og_ þá ekki síst í ferðabransanum. Árangurinn er miklu meiri en menn þorðu fyrir- fram að vona. Auglýsingagildi um- fjöllunarinnar er upp á tugi millj- óna dollara," sagði hann. Jón Baldvin segist á sínum tíma hafa dregið sig út úr íslenskri póli- tik til að hægja á eftir annasöm ár í stjórnmálum. Hann segir að komið hafi á daginn að álagið hafi sjaldan verið meira á hans starfsferli. „1 sendiráðinu hefur verið nær of- urmannlegt álag á fólki vegna þessa. Sjálfur hef ég verið meira á ferðinni en nokkru sinni fyrr en þetta hefur verið ánægjulegur tími,“ segir Jón Baldvin. Samkvæmt óskráðum reglum ut- anríkisþjónustunnar er sendiherra yfirleitt ekki lengur en þrjú ár í hverju landi. Jón Baldvin gefur ekk- ert út um það hvort hann sé á för- um frá Washington þegar fjögur ár verða að baki í byrjun næsta árs. „Það kemur í ljós. Viðmiðunarregl- ur ráðuneytisins gera ráð fyrir menn séu um það bil fjögur ár á sama pósti og ekki lengur en átta ár í útlöndum. Þetta er svona þumalfingursregla en ekki járnbent steinsteypa," segir Jón Balvin Hannibalsson, sendiherra i Wahington. -rt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.