Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Síða 58
66 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 Tilvera I>V Gradúalekórinn Kórinn heldur í sumar í fjórðu utan- landsferð sína. Englaraddir í Langholtskirk j u Gradualekór Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun. Á efnisskránni eru bæði þekkt lög sem fylgt hafa kórnum frá upphafi og nýrri verk sem gera miklar kröfur til kórsins. Undirleikari á píanó og orgel er Lára Bryndís Eggertsdóttir og nokkrir ein- söngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Stjómandi er Jón Stefánsson. I júní nk. fer kórinn í tónleikaferð til Danmerkur og Finnlands þar sem hann tekur m.a. þátt í kórakeppninni í Tampere. í hléi mun foreldrafélag Gradualekórsins selja vöfflur og kaffi til styrktar Finnlandsferðinni en tónleik- amir era ein helsta fiáröflunarleið kórs- ins vegna fararinnar. Miklar kröfur em gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn og margir kórfélagar em í tónlistamámi. Kórinn hefur gefið út þrjár geislaplöt- ur. Hann söng með Sinfóníuhljómsveit íslands á geislaplötu og hefur margsinn- is komið fram með hljómsveitinni. Tónleikamir heQast kl. 20.00 og er miðaverðið 1000 kr. T'Veir mifyfikt í Deiglunni Laugard. 24/03 kl 15.00 Sunnud. 25/03 kl. 15.00 Fermingar Prentum á fermingarservíettur. Gyllum á sálmabækur og kerti. Ýmsar gerðir af servíettum fyrirliggjandi. Hlíðarprent Tryggvabraut 22, Akureyri (gengið inn frá Laufásgötu). Símar 462 3596 og 462 1456 SLEÐADAGAR Snjóskurður í Grænlandi: Sæðisfruma, hrútur og elliheimili Fánaborg á hátíöinni Fánar Norðurlanda blöktu við hún á hátíðinni. Verk íslendinganna voru sér- stök og vöktu mikla athygli þrátt fyrir að þau hlytu ekki verðlaun. Eitt verkanna, „One Out of Milli- on“ eða „Einn af milljón", táknaði sæðisfrumu á leið inn í egg. Þá mátti sjá íslenska hrútinn sem og elliheimili framtíðarinn- ar. Listaverkin eru skorin út í ísklumpa eða snjóklumpa sem settir voru í þar til gert mót og látnir þjappast saman í nokkrar vikur. Mikið blíðskaparveður var meðan hátíðin var haldin og voru allir í sólskinsskapi. Fjórir hópar íslendinga tóku um síðustu helgi þátt í snjóskurð- arkeppninni „Nuuk Snow Festi- val“ sem fram fór í Nuuk, höfuð- stað Grænlands. Um er að ræða heimsþekkta keppni þar sem tug- ir keppenda víða að úr heiminum etja kappi um hver getur skorið út fegursta snjólistaverkið. ís- lensku þátttakendurnir eru sumir hverjir engir nýgræðingar í þessu en einn hópurinn, sem kenndur er við Humarhúsið, fór í keppn- ina í fyrra og vann til annarra verðlauna þá fyrir verk sitt „Perla íslands". Hinir islensku hóparnir þrír sem tóku þátt voru frá Listaháskólanum. Keppt er í tveimur flokkum í keppninni, „fígúratífum flokki“ og „ekki fígúratífum flokki“. Sig- urvegarnir komu frá Sviss og Kanada. DV-MVNDIR GUNNAR BRAGI Listamenn aö störfum Ásdís Spanó, Jóhanna Þorkelsdóttir, Sólveig Alda Halldórsdóttir og Kolbrá Braga. ........................ :ji^4iíSítsK'!áSlíSÍfBíS Hópurinn frá Humarhúsinu Kristján Haagesen, Valdimar Heið- arsson, Ottó Magnússon, Karl Haagesen gerðu verkið „Einn af milljón“ sem er sæðisfruma á leið í egg. Liggjandi kona Hér er verkið liggjandi kona sem tengist sæðisfrumunni og hér er væntanlega eggið. íslenski hrúturinn Hér er verið að höggva íslenska hrútinn í ís. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington: Island er í tísku DV. WASHINGTON:___________________ „ísland er í tísku. Sú öfluga kynn- ing sem átt hefur sér stað með landafundahátíðinni og fleiru hefur skilað sér framar vonum,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Washington. Jón Baldvin situr á friðarstóli eft- ir að hafa áður staðið um árabil í fremstu víglínu íslenskra stjórn- mála. Hann hefur gegnt sendiherra- embættinu í þrjú ár. „Hér er miðja heimsins og ekki hægt að láta sér leiðast í Wash- ington. „Það urðu þáttaskil í allri um- ræðu um ísland hér í Bandaríkjun- um og Kanada á síðasta ári. Uppi- staðan var víkingasýningin hjá Smithsonian. Af þeirri ástæðu að sýningin byggði að miklu leyti á ís- lenskum heimildum og segir sögu sem að miklu leyti er íslensk varð hlutur okkar í sýningunni og um- fjöllun um hana mjög mikil. Engin sýning sem Smithsonian hefur sett upp hefur fengið eins mikla athygli og bókstaflega öll dagblöð og tímarit sem rísa undir nafni fjölluðu ítar- lega um þessi mál. Þetta stóð yfir í nokkra mánuði,“ segir Jón Baldvin hæstánægður með árangurinn. Hápunktur hátíðahaldanna var DV-MYNDIR REYNIR TRAUSTASON Íslandssími opnaður Ýmis verkefni rekur á fjörur sendi- herrans í Washington. Hér er Jón Baldvin að opna GSM-þjónustu ís- landssíma í Bandaríkjunum. Hann spjallaði við Ómar Ragnarsson sem var á íslandi og fór vel á með þeim. þegar víkingaskipið íslendingur sigldi inn til New York eftir að hafa siglt frá íslandi til Grænlands og þaðan áfram til Kanada og Banda- ríkjanna. Hann segir að sjónvarps- Jón Baldvin segir sendiherrastarfíð annasamt og hefur verið meira á ferðinni en nokkru sinni fyrr. stöðvar í Kandada og Bandaríkjun- um hafl sýnt landafundaafmælinu feiknamikinn áhuga. „Sem dæmi get ég nefnt að mynd Valgeirs Guðjónssonar, Leifur Eriksson, maðurinn sem næstum breytti heiminum, var sýnd í 120 sjónvarpsstöðvum og talið er að um 120 milljónir manna hafi horft á myndina. Reyndar vildi ég aö mynd- in héti, Leifur Eiríksson, maðurinn sem breytti heiminum," segir sendi- herrann og telur að ekki hafi verið neitt „næstum“ í því máli. „Við fáum alls staðar að staðfest- ingar um að þessi umfjöllun hafi slegið í gegn. Allt þetta skilar sér fyrir Islendinga og_ þá ekki síst í ferðabransanum. Árangurinn er miklu meiri en menn þorðu fyrir- fram að vona. Auglýsingagildi um- fjöllunarinnar er upp á tugi millj- óna dollara," sagði hann. Jón Baldvin segist á sínum tíma hafa dregið sig út úr íslenskri póli- tik til að hægja á eftir annasöm ár í stjórnmálum. Hann segir að komið hafi á daginn að álagið hafi sjaldan verið meira á hans starfsferli. „1 sendiráðinu hefur verið nær of- urmannlegt álag á fólki vegna þessa. Sjálfur hef ég verið meira á ferðinni en nokkru sinni fyrr en þetta hefur verið ánægjulegur tími,“ segir Jón Baldvin. Samkvæmt óskráðum reglum ut- anríkisþjónustunnar er sendiherra yfirleitt ekki lengur en þrjú ár í hverju landi. Jón Baldvin gefur ekk- ert út um það hvort hann sé á för- um frá Washington þegar fjögur ár verða að baki í byrjun næsta árs. „Það kemur í ljós. Viðmiðunarregl- ur ráðuneytisins gera ráð fyrir menn séu um það bil fjögur ár á sama pósti og ekki lengur en átta ár í útlöndum. Þetta er svona þumalfingursregla en ekki járnbent steinsteypa," segir Jón Balvin Hannibalsson, sendiherra i Wahington. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.