Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 Fréttir DV Lögreglan lagði hald á um 4 þúsund myndbönd, þar á meðal óhuggulegt barnaklám: 73 ára ákærður fyrir gróft barnaklámefni Ríkissaksóknari hefur ákært 73 ára karlmann fyrir að hafa haft mikið af barnaklámefni í vörslum sínum á heimili hans við Rauðar- árstíg árið 1999. Lögreglan lagði hald á rúmlega 2 þúsund mynd- bönd með sérlega grófu klámi á heimili hans. Ríkissaksóknara- embættið ákærir hann hins vegar einungis fyrir það sem snýr að barnaklámi. „Þetta er það viðbjóðslegasta sem maður hefur séð,“ sagöi lög- reglumaður við DV skömmu eftir að rannsókn málsins hófst. Ákæruvaldið gefur manninum að sök að hafa haft 72 myndbands- spólur með barnaklámi og 111 ljósmyndir á tölvutæku formi sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt - m.a. í kyn- ferðisathöfnum við önnur börn og fullorðið fólk. , M! w>. tao \yvtx tagöi hald Í þúsundir Svæsið bamaklá -iögreglumaður við stórar staeður myndbanda sem voru i elgu rúmlega sextugs Reykvfldngs í miðborginni. Hann er gnmaður um að hafa leigt út myndbðnd sem vekja vlðbjóð. DV-mynd E.ÓL Þúsundir klámmyndbanda fundust á heimili mannsins. Lögreglumönnum ofbauð þegar faríð varyfir efnið og það skoðað. Lögreglan lagði einnig hald á tvö þúsund myndbönd til viðbót- ar við framangreint, fjölfaldað efni. Lögreglan grunaði manninn sterklega um að hafa leigt klámið út til annarra en fyrir það er hins vegar ekki ákært þar sem sann- anir fyrir slíku voru taldar skorta. Samkvæmt heimildum DV taldi lögreglan augljóst að harðsvírað brotafólk hefði stýrt framleiðsl- unni á þeim barnaklámmyndum sem hald var lagt á hjá ákærða. Af samtölum DV við lögreglu- menn vakti efnið hreinan við- bjóð. Þegar lögreglan réðst til inngöngu á heimili mannsins við Rauðarárstíg kom i ljós slíkt magn af myndbandsspólum, nán- ast allt með klámefni, að menn höfðu vart séð annað eins. -Ótt Gámur og tollvörður: Sýkna og skilorðsdómur Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði i gær fyrrverandi tollvörð af sökum um tollalagabrot og brot í opinberu starfi með því að hafa aðstóðað félaga sinn við að flytja inn stóran gám af áfengi frá Bandaríkjunum árið 1986 og annan írá Frakklandi í júní sama ár. 17 þús- und lítrar af áfengi voru í gámunum tveimur. Málið hefur gjai-nan verð nefnt Jenkins-málið þar sem meirihluti smyglsins sem kom frá New York var Jenkins-vodki. Ákæruvaldið var ekki talið hafa sýnt fram á sekt mannsins með lögfullri sönnun. Dómurinn sakfelldi hins vegar fé- laga tollvarðarins fyrrverandi, 31 árs Reykvíking, en skilorðsbatt alla refs- inguna, 12 mánaða fangelsi, í 4 ár. Á hinn bóginn var maðurinn dæmdur til að greiða ríkissjóði 4 milljónir króna í sekt og 350 þúsund krónur i málsvarn- arlaun til verjanda síns. Greiði hann ekki sektina innan 4ra vikna er honum gert að sæta 7 mánaða fangelsi í stað- inn. Hálfrar milljón króna málsvamar- laun vegna tollvarðarins fyrrverandi falla á ríkissjóð í ljósi þess að hann er sýknaður. Þriðji aðilinn í málinu er dæmdui' í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna sektar og helminginn af 350 þúsund króna málsvamarlaunum verjandans. Aðrir sakbomingar fengu minni refsingar. Úrslit þessa dómsmáls em mjög í anda þess að málið var ekki rekið fyrir dómi fym en rúmum 4 áram eftir að brotin áttu sér stað. -Ótt Gengi deCODE - frá 1 sept 2090 til lokunar í gær Sept. Okt. N6v. De«. Jan. Fab. Mar» April Enn lækkar deCODE Hlutabréf deCODE fóm niður fyrir sex dollara í gær, eða lægst 5,7 dollara og var það í fyrsta skipti sem slíkt ger- ist. Verðmæti bréfanna tók þó að hækka þegar leið að lokun markaða og vom þau metin á 6.0625 dollara þegar lokað var fyrir viðskipti. Þá höfðu hlutabréfm lækkað um 1.52% og 382,300 bréf i fyrirtækinu gengið kaupum og sölum. -HKr. DV-MYND BRINK Stoppað í göt Þó enn sé aðeins byrjun apríl eru gatnageröarmenn á Akureyri farnir að huga að ýmsum vorverkum, s.s. að laga holur í götum bæjarins. ________ Þegnar 58 ríkja undanþegnir vegabréfsáritun: Ekki alltaf gagn- kvæmir samningar ríkisstjórnin hefur bætt Makao, Hong-Kong og Búlgaríu viö land, Frakkland, Grikkland, Á ríkisstjómarfundi í gær var sam- þykkt að fella niður frá 10. apríl skyldu borgara kínversku sérstjómarsvæð- anna Makao og Hong Kong auk Búlgar- íu tU að sækja um vegabréfsáritun vegna komu tU íslands. Kína er þó enn áritunarskylt, en þetta er gert i sam- ræmi við samþykkt Evrópusambands- ins frá miðjum mars um áritunarskyldu við þessi svæði. ísland tengist þessum samþykktum ESB sem aðUdarríki Schengen-sáttmál- ans og hafa ýmsar breytingar verið gerðar hér á landi tU að samræma lista yfir þau ríki sem ekki þurfa vegabréfsá- ritun tU íslands. Rikisborgarar 58 ríkja auk nýlendna Breta em samkvæmt samræmdum lista Schengen-rikja und- anþegnir þeirri kvöð að þurfa vegabréfs- áritun tU íslands, auk þeirra svæða sem nú bætast við. Samt er ekki í öUum þeim tUfeUum um að ræða gagnkvæmt afnám skyldu til að bera vegabréfsárit- un. Að sögn Högna Kristjánssonar hjá utanríkisráðuneyttinu hefur verið unn- ið að því síðan í nóvember sl. að ná gagnkvæmum samningum við þau ríki sem njóta einhliða réttinda á þessu sviði gagnvart íslandi. Þar er helst um rUci í Suður- Ameriku að ræða. Vegabréfaskoðun Þegnar 58 ríkja þurfa ekki vega- bréfsáritun til íslands. Sérstjórnar- svæði í Kína og Búlgaría bætast viö 10. apríl. Ríkisborgarar eftirtalinna rikja era frá 25. mars 2001 undanþegnir kvöð um að bera vegabréfsáritun við komu tU íslands vegna dvalar aUt að þremur mánuðum samtals á Schengensvæð- inu: Andorra, Argentína, AusturrUd, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bólivía, BrasUía, Bretland (ásamt Bermúda, Turks- og Caicoseyjar, Caymaneyjar, AnguiUa, Montserrat, Bresku Jóm- frúreyjar, St. Helena, Falklandseyjar, Branei og Gíbraltar), Chile, KostarUca, Danmörk, Ekvador, Eistland, Finn- Gvatemala, HoUand, Hondúras, ír- land, ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichten stein, Litháen, Lúxemborg, Malasía Malta, MexUcó, Mónakó, Nikaragúa Noregur, Nýja-Sjáland, Panama Paragvæ, Portúgal, PóUand, Salvador San Marino, Singapore, S-Kórea Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Sví þjóð, Tékkland, Ungverjaland, Úrúg- væ, Vatíkanið, Venesúela, Þýskaland. Auk þess em þeir ríkisborgarar eft- irtalinna ríkja sem ferðast á diplómata- eða þjónustuvegabréfum undanþegnir vegabréfsáritunar- skyidu: Pakistan, Suður-Afríka og Tyrkland. Ríkisborgarar Búlgaría og Rúmeníu sem ferðast á diplómatavegabréfum era einnig undanþegnir vegabréfaárit- unarskyldu. Þó venjulegir ríkisborgar- ara Mexíkó séu undanþegnir áritunar- skyldu eru þeir ríkisborgarar Mexíkó sem ferðast á diplómata- og þjónustu- vegabréfum ekki undanþegnir því að sækja um vegabréfsáritun. Mun það vera vegna gamalla samningsákvæða á milli Norðurlandanna og Mexikó. -HKr. Ekki enn rætt saman Kristinn H. Gunn- arsson, þingflokksfor- maður Framsóknar- flokks, segir að ekki hafi verið rætt við flokkinn um fyrirætl- anir forsætisráðherra að leggja Þjóðhags- stofnun niður. Verk- efnum og hlutverki Þjóðhagsstofnunar verði ekki breytt nema með lögum. Bílasala dregst saman Samdráttur í sölu nýrra bíla hér á landi nemur 44,15% fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tímabil og í fyrra. í marsmánuði seldust 662 nýjar fólksbifreiðar á móti 1.161 bifreið i mars í fyrra. Er þetta 43% samdráttur. Átta tilboð í El Grillo Átta tilboð bárast í það verkefni að hreinsa upp olíu úr E1 Grillo og hljóð- uðu þau upp á 100 til 400 milljónir króna. Aðeins eitt tilboðanna kom frá alíslenskum aðOum. Stefnt er að því að hreinsistarfi ljúki i sumar. - Ríkissjón- varpið greindi frá. Talsvert um verkfallsbrot Talsvert hefur verið um verkfalls- brot eftir að verkfall fiskimanna hófst á miðnætti aðfaranótt mánudag. Háum sektum er beitt gegn verkfallsbrotum og nema þær 300.000 krónum á dag fyr- ir hvem þann sjómann sem fer út til veiða meðan á verkfalli stendur. Undir Alþingi Steingrímur J. Sig- fússon og Ögmundur Jónsasson, þingmenn vinstri grænna, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar aö færa stofnunina und- ir Alþingi. Ávítur á Ríkislögreglustjóra Saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadefidar Ríkislögreglustjóra segja að bandarísk yfirvöld hafi dregið lapp- imar þegar leitað var tO þeirra vegna rannsóknar á umfangsmOdu smygl- máli. Dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur ávítaði embættið fyrir seinagang i málinu. 100 samningum ólokið Eftir á að ljúka gerð um 100 kjara- samninga hjá embætti Ríkissáttasemj- ara. Þar er aðaOega um að ræða samn- inga við starfsmenn rikisins og sveitar- félaga í landinu. - Mbl. greindi frá. Milljarðar til landgræðslu Samkvæmt framlagðri þingsályktun- artOlögu er gert ráð fyrir að verja sex mOljörðum króna tO landgræðslu árin 2002 tO 2013. Þar af er gert ráð fyrir að 1.852 mOljónum verði varið tO þessa verkefnis árin 2002 tO 2005. Prófum frestað PáO Skúlason há- skólarektor segir að komi tO verkfaOs Fé- lags háskólakennara á próftímabOi fyrri hluta maímánuðar verði prófum frestað en þau ekki feOd nið- ur. Þá verði skipaður samstarfsvettvangur Félags háskóla- kennara. - RÚV greindi frá. Haldiö til haga Eftir að búið var að ganga frá frétt um Leiguflug ísletfs Ottesen ehf. á bls. 5 í DV i dag breytti Flugmálastjóm tímasetningu þess að viðurkenning hennar á flugrekstrarstjóra félagsins rynni úr gOdi. Hún rennur út klukkan 16 í dag. Áð öðra leyti stendur fréttin. í grein í DV í gær um þingfestingu máls Atla Helgasonar féO út orðið mOlj- ón í setningu um bótakröfur fjölskyldu Einars Amar Birgissonar. Hið rétta er að fjölskyldan fer fram á samtals 34 mOljóna króna bætur. -HKr./-SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.