Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir Ný rannsókn á ættlægni magakrabbameins: Meiri áhætta hjá nánustu ættingjum Áhætta á magakrabbameini er marktækt aukin hjá fyrsta stigs ætt- ingjum þeirra sem greinst hafa með magakrabbamein samkvæmt nýrri rannsókn á vegum líftæknifyrirtækis- ins Urðar, Verðandi, Skuldar og sam- starfslækna þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Með fyrsta stigs ættingjum er átt við systkini, foreldra og börn. Rannsóknin sem beindist aö 50.000 einstaklingum miðaði að því að kanna ættlægni krabbameins hér á landi og meta áhættu ættingja þeirra sem greinst hafa meö sjúk- dóminn. Niðurstöður hennar hafa því mikið gildi fyrir leit að maga- krabbameini og í kjölfariö verður hægt hefja leit að áhættugenum magakrabbameins í ættum með áhættuaukningu. Um 120% meiri likur eru á því að karlar úr hópi fyrsta stigs ættingja fái magakrabbamein en aðrir og 60% líkur eru á því að konur úr þessum hópi fái sjúkdóminn. I rann- sókninni voru skoðaðir þeir sem greinst höfðu yngri en sextugir með magakrabbamein. Áhætta annarra ættingja en fyrsta stigs var ekki hærri en í viðmiðunarhópi. -MA Bærinn I bjargar fót- boltanum DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Rófurnar flokkaðar Hér eru rófnabændurnir Jakob Óiafsson, Elsa Pálsdóttir og Páll Rúnar Pálsson að vinnu við flokkunarbandiö. Vinnslulína fyrir gulrófur tekin í notkun: Hundrað tonna rófna- bændur vélvæöast DV, AKRANESI:____________________ I öll íþróttamannvirki Akraness eru að komast í hendur Akraneskaupstað- ar. Á næstu dögum verður skrifað und- ir samning á milli Knattspymufélags Akraness og Akraneskaupstaðar um að bærinn taki yfir eignir knatt- spymufélagsins, meðal annars æfinga- svæði og allar þær eignir aðrar sem fé- lagið hefúr notað og keypt við völlinn. Auk þess verður undirrituð viljayfir- í lýsing um að bærinn taki það til skoð- j unar á árinu 2004 að yfirtaka hlut knattspymufélagsins í stúkubygging- unni upp á 13 miiljónir. Á móti mun Akraneskaupstaður greiða upp ýmsar skuldir knattspymufélagsins. Fróöir menn telja að viljayfirlýsing- in um kaupin á eignunum og viljayfir- lýsingin um yfirtöku á stúkunni árið 2004 kosti um 30 milljónir. Knatt- spymufélagið skuídaði um áramót 64 milljónir. Bjargvættimir Gylfi Þórðar- son, Haraldur Sturlaugsson og Gísli Gíslason vora settir í sérstaka björg- unamefnd og lækkuðu strax skuldim- ar um 30 miiljónir, meðal annars með sölu á húseign og auglýsingasamningi við Búnaðarbankann til sjö ára. Hinar 30 milljónimar ætluðu þeir að klára fyrir vorið og það hefúr tekist fyrir til- stilli bæjarins. -DVÓ Fjórir aðilar hafa sýnt Áslands- skóla áhuga Samkvæmt ákvörðun bæjarstjómar Hafnarfjarðar hefur verið auglýst eftir tilboðum í faglegt starf leikskóla og 1 grunnskóla í Áslandi, glæsilegum t skóla í nýju íbúðarhverfi. Unnt er að j bjóða i annan hvom skólann eða báða. Boöin er út öll kennsla og stoðþjónusta tengd kennuram og nemendum í dag- legu skólastarfi auk skrifstofuhalds, þ.e. allur faglegur rekstur skólans. Við ' mat á tilboðum ráða hlutfóllin 60% fyr- ; ir faglega þætti og 40% fyrir fjárhags- lega þætti. Bygging skólans er reist og rekin í einkaframkvæmd af bygginga- verktakanum FM-hús ehf. Á fostudag höfðu fjórir aðilar leitað eftir gögnun eða sótt formlega um, en umsóknar- frestur er til 6. apríl. -GG DV, VlK: A bænum Þórisholti í Mýrdal var nýverið tekin í notkun ný vinnslu- lína við hreinsun, flokkun og pökk- un á gulrófum. Það eru félagsbúin í Þórisholti og á Litlu-Heiöi sem standa saman að mikilli gulrófna- rækt ásamt hefðbundnum búskap og vinna saman að þessari hagræð- ingu við þrif og pökkun framleiðsl- unnar. Heildaruppskeran síðasta haust um var hundrað tonn og því brýn þörf á að finna upp einhverja tækni við hreinsun, flokkun og pökkun á gulrófunum. Þeir félagar í Þóris- holti og Litlu-Heiði fengu Smára Tómasson í Vík til samráðs við að hanna og smíða þá vinnslulínu sem nú hefur verið tekin í notkun. Þaö má segja að þvottavélin hafi verið smíðuð frá grunni en færiböndin og ýmislegt í vinnslulínunni er fengið frá Vestmannaeyjum og var áður notað þar við fiskvinnslu. Smári hefur síðan raðað þessu saman og smíðað það sem upp á vantaði sagði Grétar. Þessi tæki og tól eru úr áli, plasti eða ryðfríu stáli þannig að endingin ætti að vera nokkuð góð. Afkasta- geta vinnslulínunnar getur verið um eitt tonn á klukkutíma ef hún er fullmönnuð, það eru sæti og aðstaða fyrir 6 menn við snyrtingu og ílokk- un og svo þarf einn til að setja í síló- ið við þvottavélina og annan til að taka pokana frá hinum enda vinnslulínunnar og setja þá á bretti. Sjálfvirkur búnaður á vogunum sér um að skipta á milli poka við rétta þyngd þeirra. Allt rafkerfi í þessum tækjum er uppsett af Einari H. Ólafssyni, raf- verktaka í Vík. í Þórisholti búa bræðumir Guðni og Grétar Einars- synir, Guðni og fjölskylda hans eiga heima í Þórisholti en Grétar á heima í Vík ásamt sinni fjölskyldu og stundar hann búskapinn þaðan. Á Litlu-Heiði búa Tómas Pálsson og Steinunn Þorbergsdóttir ásamt bróður Tómasar, Páli Rúnari Páls- syni. Þá hefur mágur þeirra bræðra, Jakob Ólafsson frá Vík, unnið með þeim við gulrófnaframleiðsluna í mörg ár. -SKH Hundrað tonn af útiþurrkuðum hausum: Skreiðarhjallar orðnir sjaldgæf sjón DV, HORNAFIRÐI:________________________ Hjá Búlandstindi á Djúpavogi hafa verið þurrkuö um 100 tonn af þorsk- hausum á þessari vertíð og fara þeir á Nigeríumarkað. Skreiðarhjallarnir innan við þorpið vora fuilir af haus- um en það fer að verða sjaldgæft að sjá slíka sjón því flestir era famir að þurrka hausana inni. Sveinn Guð- jónsson hjá Búlandstindi sagði að kaupendur hausanna vildu lika fá útiþurrkaða hausa því það væri allt önnur matvara heldur en það sem þurrkað er inni og því nauðsynlegt að hafa hvort tveggja til handa Nígeríu- mönnum. Sveinn segir að vertíðin hafi verið góð og atvinna verið jöfn og stöðug og alltaf nóg að gera. Salt- fiskur er aðalframleiðsla Bú- landstinds og einnig er þar síldar- og loðnuvinnsla. Um fjörutíu manns vinna í fiskverkuninni og þar af er um fjórðungur útlendingar en Sveinn sagði að þeim hefði heldur fækkað og heimamenn komið í þeirra stað. -Júlía Imsland DVJYIYND JULIA INISLAND Gott verð fyrir útiverkaö Skreiðin tekin úr hjöllunum og tilbúin á markaðinn og ergott verö fyrir hana núna. MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 DV Pirríngur Óvenjuleg og harka- leg gagnrýni Guð- mundar Gunnarsson- ar, RSÍ, á kynn- ingu Magnúsar L. Sveinssonar og félaga á sjúkrasjóð- um sínum hefur fengið pottverja tO að staldra við. Benda menn á að veruleg heift sé í þessum aðfinnslum Guðmimdar og nokkuð augljóst að þær hafi komið Verslunarmannafé- lagsmönnum vera- lega á óvart. Þannig hötðu pottverjar það fyrir satt að Magnús L. Sveinsson hefði i gær ver- ið afskaplega pirraður á Guðmundi en ekki viljað sprengja málið upp. í þessu samhengi rifjuðu pottverjar upp átökin milli þessara manna á ASl- þinginu á dögunum og töldu augljóst að þau átök væra hvergi nærri liðin hjá... Hiti í framsóknarmönnum í heita pottinum er nú mikið rætt um Þjóðhagsstofhun og eru margir al- mennir flokksmenn í Framsóknar- flokknum sagðir alveg æfir út í for- sætisráðherra. Kristinn H. Gunnarsson hefur lýst furðu sinni á málsmeðferð Davíðs Oddssonar, fýrst hér i DV og síðan annars staðar, en miðað við það sem heyrist í heita pottinum virðist sem mörgum þyki Kristinn ftdlkurteis. Ljóst er, segja framsóknarmenn, að Davíð ætlar ekki að taka málið fyrir í ríkisstjóm eða á Alþingi, enda er fresturinn sem menn höfðu til að leggja fram stjómarfram- vörp á þessu þingi liðinn - hann rann út um helgina. Framsóknarmenn benda á að það sem geri málið enn verra sé að forasta flokksins eigi erfitt með að beita sér í málinu vegna þess að tæknilega séð heyri það undir Davíð. Því væri það nánast ígildi stjómarslita ef Halldór færi að gagn- rýna Davíð í málinu. Kunnugir benda hins vegar á að ungir framsóknar- menn séu ekkert að skafa utan af hlutunum eins og sjá megi í ályktun frá þeim, og þar sjáist hver raunvera- leg skoðun framsóknarmanna sé! Margir áhugasamir Nú styttist í að tilboðsfresturinn í Áslandsskóla í Hafharfirði renni út og í heita pottinum telja menn sig vita að þónokkrir hafi kannað möguleik- ann á að bjóða í skólahaldið þar. Ýmsir hópar hafa verið neíhdir til sögunnar sem til- boðsgjafar en ekki er þó ljóst hve margir verða með formlegt tilboð þeg- ar upp er staðið. Meðal þeirra sem sagðir era hafa sýnt málinu áhuga er hópur fólks sem tengist ráðgjafarfyrir- tækinu Nýsi, þar sem Sigfús Jónsson hefur verið einn af forsprökkunum. Einnig hefur heyrst að hópur áhuga- manna um skóla í anda City Montess- ori-skóla hafi haft áhuga. Þá hefur heyrst að Háskólinn í Reykjavik hafi skoðað málið en sé nú hættur við ... Öflugt lið Sífellt heyrast fleiri nöfn úr röðum þeirra blaðamanna sem munu vinna á hinu nýja fréttablaði sem koma á út siðar í mánuðinum og verður dreift ókeypis. Áður hafa heyrst nöfn eins og Pétur Gunnarsson, sem verður frétta- stjóri, og Björgvin Guðmundsson, for- maður Heimdallar. Nú heyrist aö gamli fréttarefurinn Sigur- jón M. Egilsson, sem verið hefur víða á blöðum og i eigin útgáfu, muni vinna með bróður sín- um á nýja blaðinu, en Gunnar Smári Egilsson hefur sem kunnugt er unnið að því að undirbúa og hanna blaðið ásamt ritstjóranum, Einari Karli Har- aldssyni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.