Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 I>V Fréttir Flugrekstrarstjóri sviptur réttindum: LÍO missir rétt til flugreksturs Flugmálastjórn hefur svipt flug- rekstrarstjóra Leiguflugs ísleifs Ottesen ehf. viðurkenningu sinnar sem slíks. Viðurkenningin féll úr gildi klukkan 16 í gær og lagðist því starfsemi flugfélagsins af frá og með þeim tíma. Flugfélag má ekki halda uppi rekstri án flugrekstrarstjóra og enginn getur verið flugrekstrar- stjóri hjá flugfélagi án þess að njóta viðurkenningar Flugmála- stjómar. Leiguflugið þarf að flnna annan mann til þess að fylla í skarð flugrekstrarstjórans, og þarf Flugmálastjórn að samþykkja hann áður en hann getur tekið við starfinu. LlO hefur fundið þann mann og hefur Flugmálastjórn sagt að hann geti tekið við starfinu eftir að hann lýkur prófi fyrir flugrekstrarstjóra samkvæmt reglugerð um flutn- ingaflug nr. 641/1991. Ekki lá fyrir í gær hvenær maðurinn gæti þreytt það próf en að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafull- trúa Flugmálastjórnar, verður það í allra fyrsta lagi í dag. Lögreglurannsókn fer nú fram á flugi sem flugrekstrarstjórinn er sagður hafa flogið frá Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina i fyrra, þar sem vitni segja tveim- Bridgesambandið: Eftirlits- menn fundu bjórinn Guðmundur Ágústsson, forseti Bridgesambands Islands, segir að ástæðan fyrir því að eftirlitsmenn fundu bjórbirgð- ir í félagsheimili samhandsins við Þönglabakka í Reykjavík fyrir skömmu hafi verið sú að til hafi staöiö að selja bjórinn á kostnaðarverði i lok undankeppni íslandsmótsins sem fram fór þar um síðustu helgi. „Það eina sem hefur gerst er að við vorum að sækja um vínveit- ingaleyfi vegna árshátíðar sem halda á í húsakynnum okkar fyrir fyrirtæki út í bæ. í gegnum tíðina höfum við svo í tengslum við ís- landsmót selt bjór til keppenda eft- ir að keppni hefur lokiö en und- ankeppni íslandsmótsins fór fram um síðustu helgi. Þegar eftirlits- mennirnir komu vegna vínveit- ingaleyfisins sem sótt hafði verið um vegna árshátíðarinnar var búið að kaupa dálítið af bjór vegna íslandsmótsins. Eftirlitsmennirnir sáu þetta og gerðu athugasemdir. Málið skýrðist og var afgreitt með áminningu enda ekki litið á það sem stórmál í kerfinu," segir Guð- mundur. Hann segir að vissulega hafi Bridgesambandið verið „á gráu svæði“ með bjórsölu til keppenda á íslandsmótum þar sem samband- ið hafi ekki haft leyfi til slíkrar sölu. „Þetta er eins og gerist hjá svona félagasamtökum. Þú veist hvernig þetta var hjá lögreglunni á sínum tíma, þeir voru án vin- veitingaleyfis að selja bjór í sínum húsum. Þetta er svona eins og al- mennt gerist hjá félagasamtök- um,“ sagði Guðmundur. -gk Guðmundur Ágústsson. ur farþegum hafa verið ofaukið í vélinni og er annar þeirra sagður hafa setið óspenntur á gólfi vélar- innar en hinn í fangi annars far- þega. Flugrekstrarstjórinn hefur neit- að sök í málinu en bauðst tU þess að segja af sér á meðan á lögreglu- rannsókninni stendur. -SMK Leiguflug ísleifs Ottesen ehf. Flugmálastjórn hefur svipt flugrekstrarstjóra flugfélagsins réttindum og fellur þar meö leyfi leiguflugsins til atvinnuflugs úrgildi. Gera má ráð fyrir því aö nýr flugrekstrarstjóri muni taka til starfa er hann hefur staðist próf flugrekstrarstjóra. Qermmgartímabilið er hafið hjá Bræðrunum Ormsson, gámarnir streyma inn i Lágmúlann hver á fætur öðrum og hafa starfsmenn vart undan við að afferma þá. Þessi árlega stemmning er orðin jafn löng minni elstu manna, sem muna ekki bara eftir fermingargjöfunum sínum, sem keyptar voru hjá Ormsson, heldureiga þeirþærennþá. OLYMPUS Pio/ieer IS~21 Glæsilega hönnuð og kraftmikil hljómtækjstæða með 2x100W útgangsmagnara, Power Bass hátalara og funkyblárri baklýsingu. Einingar sem auðvelt er að taka sundur, gegnsætt lok fyrir CD spilara og allt það sem þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu og meira til. wmmwmmaam í % J £Hk|ðSflBHHV Tilvalin fyrir heimilið og skólann verðfrá .16.900 með geislaskrifara kr. 134.900 Allt til hársins fyrir dömur og herra AEG hárblásarar Foen Figaro 1600w 2.290 Foen 1201 1000w 5.990 Foen 1800 1800w 3.290 Foen Titan 1600w 3.890 FC 20 krullubursti 1.690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.