Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 22
42
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
75 ára_________________________________
Guöbjörn Jónsson,
Mávahlíö 44, Reykjavík.
Xári Sólmundarson,
Krummahólum 8, Reykjavík.
Ragnheiöur Ingvarsdóttir,
Laufvangi 16, Hafnarfirði.
Örlygur Þorvaldsson,
Lágmóa 1, Njarövík.
Zfl_ára________________________________
Anna Jónína Valgeirsdóttir,
Sólbrekku 14, Húsavík.
Xaren J. Magnúsdóttir,
Aftanhæö 1, Garðabæ.
Margrét Magnúsdóttir,
Kjalarsíöu 14c, Akureyri.
Ottó Guðlaugsson,
Háaleitisbraut 18, Reykjavík.
Valborg Eiríksdóttir,
Álfheimum 25, Reykjavík.
60 ára_________________________________
Anna Lilja Gestsdóttir,
Æsufelli 2, Reykjavík.
50 ára_________________________________
Berglind Bendtsen,
Bleikjukvísl 5, Reykjavík.
Guölaug Hafsteinsdóttir,
Básabryggju 13, Reykjavík.
Guölaug Hestnes,
Hólabraut 3, Höfn.
Hjördís Þorgilsdóttir,
Laufrima 11, Reykjavík.
Kristín S. Guömundsdóttir,
Hólmlátrum, Búöardal.
Kristján Eiríksson,
Engihjalla 25, Kópavogi.
Siguröur Eggertsson,
Tjarnarlandi, Bessastaöahreppi.
40 ára_________________________________
Aðalbjörg Þórólfsdóttir,
Flatasíöu 6, Akureyri.
Gunnar Rúnar Matthíasson,
Bræöratungu 32, Kópavogi.
Gyrðir Elíasson,
Rauðhömrum 3, Reykjavík.
Kári Rúnar Jóhannsson,
Álfhólsvegi 81, Kópavogi.
Kristín Guðjónsdóttir,
Vallargötu 4, Vestmannaeyjum.
Sigfríö Gerður Hallgrímsdóttir,
Engihjalla 1, Kópavogi.
Sigríður María Hansen,
Álfholti 50, Hafnarfirði.
Örn Þóröarson,
Stigahlíö 83, Reykjavík.
Gcður bílstjcri
j ■ - er alltat)
! fí' gcðum gír
Sjötíu og fimm ára
Herdís Erlingsdóttir
fyrrv. húsfreyja að Gilsá í Breiðdal
Herdís Erlingsdóttir húsfreyja,
Árskógum 20 b, Egilsstöðum, er sjö-
tíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Herdís fæddist á Þorgrímsstöðum
í Breiðdal og ólst þar upp. Hún var
einn vetur á Siglufirði að læra
kjólasaum og í kvennaskóla í
Hveragerði 1947-48.
Eftir að Herdís gifti sig hófu þau
hjónin fljótlega búskap á Gilsá, vor-
ið 1948, og stunduðu þar búskap
fram á haustið 1990. Þá fluttu þau til
Egilsstaða þar sem þau hafa átt
heima síðan.
Herdís hefur mikið annast sauma
og er mikil hannyrðakona.
Fjölskylda
Herdis giftist 18.12. 1947, Sigurði
Lárussyni, f. 23.3.1921, fyrrv. bónda
á Gilsá í Breiðdai. Hann er sonur
Lárusar Kristbjörns Jónssonar,
bónda á Gilsá, og k.h., Þorbjargar R.
Pálsdóttur húsfreyju.
Börn Herdísar og Sigurðar eru
Lárus Hafsteinn Sigurðsson, f. 6.7.
1950, bóndi á Gilsá í Breiðdal,
kvæntur Helgu Páiínu Harðardóttur
frá Akranesi, f. 30.5. 1952, og eru
böm þeirra Áslaug Lárusdóttir, f.
18.4.1973, og Hrafnkell Freyr Lárus-
son, f. 7.6. 1977; Erla Þórhiidur Sig-
urðardóttir, f. 24.4. 1953, aðstoðar-
maður tannlæknis, búsett í Mýnesi,
gift Guðjóni Einarssyni, f. 12.5.1949,
verslunarmanni á Egilsstöðum og
eru börn þeirra Laufey Herdís Guð-
jónsdóttir, f. 13.11.1976, Sigrún Erna
Guðjónsdóttir, f. 21.12. 1977, og Er-
lingur Hjörvar Guðjónsson, f. 17.3.
1983; Stefán Sigurðsson, f. 8.4. 1956,
búsettur í Mosfellsbæ; Þorgeir Sig-
urðsson, f. 8.4. 1956, búsettur á Sel-
fossi; Sólrún Þorbjörg Sigurðardótt-
ir, f. 1.8. 1965, d. 27.5. 1974.
Styrktardóttir Herdísar og Sig-
urðar frá sjö ára aldri er Karína
Weidinger, alin upp á munaðarleys-
ingjahæli i Vínarborg í Austurríki.
Langömmuböm Herdísar eru nú
fimm talsins.
Systkini Herdísar: Þorsteinn Er-
lingsson, f. 4.5.1919, d. 10.6.1988, sjó-
maður og verkamaður í Reykjavík;
Málfríður Erlingsdóttir, f. 6.7. 1922,
d. 26.8. 2000, húsfreyja í Breiðdal, á
Stöðvarfirði og loks á Suðumesjum;
Guðrún Erlingsdóttir, f. 10.9. 1923,
búsett á Þorgrímsstöðum; Gunnar
Erlingsson, f. 2.5. 1925, bóndi á Þor-
grímsstööum; Hlífar Erlingsson, f.
28.7. 1927, bóndi á Þorgrímsstöðum;
Guðmundur S. Samúelsson
tónlistarkennari í Reykjavík
Guðmundur Sigurður
Samúelsson, tónlistar-
kennari og húsasmíða-
meistari, Rauðalæk 18,
Reykjavík, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist að
Hrafnabjörgum við Djúp
og ólst þar upp og á Akra-
nesi. Hann var í barnaskóla á Akra-
nesi, stundaði nám við Héraðsskól-
ann að Núpi, lauk búfræðiprófi frá
Hvanneyri og prófum í húsasmíði
frá Iðnskólanum á Akrnanesi og
stundaði nám við Tónlistarskóla
Þjóðkirkjunnar.
Guðmundur var húsasmiður og
húsasmíðameistari á Akranesi til
1996 er fjöiskyldan flutti tfl Reykja-
víkur. Þá hóf hann tónlistamámið
og starfaði jafnframt sem húsasmið-
ur og verkstjóri hjá ýmsum bygg-
ingafyrirtækjum.
Guðmundur hefur verið harm-
óníkukennari frá 1995, við Tónlist-
arskóla Keflavíkur, nú Tóniistar-
skóla Reykjanesbæjar, Tónskóla
Eddu Borg og við Tónlistarskóla
Grafarvogs.
Guðmundur var formaður Iðn-
nemafélags Akraness og síðar
Meistarafélags byggingarmanna á
Akranesi, og sat i skipulagsnefnd
Akraneskaupstaöar í nokkur ár.
Guðmundur æfði og keppti í
sundi á sínum yngri árum og þá í
hópi bestu sundmanna landsins.
Fjölskylda
1944, aðalféhirði hjá Rík-
iskaupum. Hún er dóttir
Jóhanns Péturssonar, f.
29.12. 1920, d. 20.8. 1994,
húsasmíðameistara á
Akranesi, og Kristínar
Svafarsdóttur, f. 24.6.
1924, starfsmanns Sjúkra-
húss Akraness.
Börn Guðmundar og
Guðrúnar eru Samúel, f.
1.10. 1963, byggingatæknifræðingur,
kvæntur Halidóru Kristínu Helga-
dóttur og eru börn þeirra Heiðar, f.
30.6. 1990, og Dagbjört, f. 27.6. 1993,
en synir Halldóru frá fyrra hjóna-
bandi eru Ragnar og Guðni Guð-
jónssynir; Jóhann, f. 6.9. 1967; Ingi-
mundur, f. 9.11. 1976, nemi við Vél-
skóla íslands.
Systkini Guðmundar eru Sigur-
jón, f. 6.2. 1936, bóndi að Hrafna-
björgum; Helgi Guðjón, f. 17.2. 1937,
byggingaverkfræðingur; Sigur-
björn, f. 28.4. 1943, húsasmíðameist-
ari; Ólöf Svana, f. 9.5. 1944, af-
greiðslustjóri við Landsbanka ís-
lands; Hjalti Sigurvin, f. 29.8. 1945,
framkvæmdastjóri; Hrafnhildur, f.
25.6. 1947, fulltrúi hjá íslandspósti;
Ásdís, f. 9.2. 1950, verslunarmaður.
Foreldrar Guðmundar voru
Samúel Guðmundur Guðmundsson,
f. 9.7. 1906, d. 30.9. 1958, bóndi að
Hrafnabjörgum, og k.h., Hildur
Hjaltadóttir, f. 22.7. 1909, d. 28.8.
1981, ljósmóðir og húsfreyja.
Guðmundur og fjölskylda hans
taka á móti gestum í félags-
heimilinu Ými, Skógarhlíð 20,
Reykjavík, laugardaginn 7.4. frá kl.
Guðmundur kvæntist 7.12. 1963 17.00-21.00.
Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 16.7.
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
DV
Sigrún Erlings-
dóttir, f. 2.7. 1928,
d. 28.10. 1983,
húsfreyja í Lind-
arbrekku á Beru-
fjarðarströnd;
Björg Erlings-
dóttir, f. 9.3. 1930,
sjúkraliði í
Reykjavík.
Foreldrar Her-
dísar voru Er-
lingur Jónsson, f.
22.10. 1895, d.
12.4.1944, bóndi á
Þorgrímsstöðum
í Breiðdal, og
k.h., Þórhildur
Hjartardóttir, f.
4.10. 1897, d. 12.7.
1992, húsfreyja á
Þorgrímsstöðum.
Ætt
Erlingur var sonur Jóns Jónsson-
ar og Guðrúnar Erlendsdóttur.
Þórhildur var dóttir Hjartar, b. á
Víðilæk og á Eyrarteigi i Skriðdal
Stefánssonar, b. á Setbergi í Borgar-
flrði Gunnlaugssonar. Móðir Hjart-
ar var Herdis Jónsdóttir.
Móöir Þórhildar var Björg, systir
Þórarins, hreppstjóra og alþm. í
Giisárteigi i Eiðaþinghá, fóður Jóns,
tónskálds og fyrrv. tónlistarstjóra
ríkisútvarpsins. Systir Bjargar var
Jónína, móðir Benedikts, rithöfund-
ar og fræðimanns frá Hofteigi. Björg
var dóttir Benedikts, b. á Höfða á
Völlum Rafnssonar, b. á Kollsstöð-
um á Völlum Benediktssonar. Móð-
ir Bjargar var Máifríður Jónsdóttir,
hreppstjóra á Keldhólum Marteins-
sonar.
Sextugur
Jóhannes Karlsson
vélstjóri í Kópavogi
Jóhannes Karlsson vél-
stjóri, Digranesvegi 20,
Kópavogi, er sextugur i
dag.
Starfsferill
Jóhannes fæddist að
Gröf í Breiðuvík á Snæ-
fellsnesi og ólst upp á Öxl
í Breiðuvík til ársihs 1957
er hann flutti með fjöl-
skyldu sinni til Hafnar-
íjarðar.
Jóhannes var í barnaskóla part
úr vetri í Ólafsvík. Hann stundaði
nám við Iðnskólann í Hafnarfirði,
lærði vélvirkjun í Vélsmiðju Hafn-
arfjarðar og lauk prófum í þeirri
grein, stundaði nám við Vélskóla ís-
lands og lauk þaðan vélstjóraprófi
1966.
Jóhannes starfaði hjá Heklu hf. á
árunum 1970-76, flutti til Grindavík-
ur og var þar búsettur í átján ár og
stundaði þar eigin bátaútgerð á ár-
unum 1977-99. Þá flutti fjölskyldan í
Kópavoginn þar sem hún býr enn.
Jóhannes starfar nú hjá Merkúr hf.
Fjölskylda
Eiginkona Jóhannesar er Sigrún
Benedikts Jónsdóttir, f. 10.10. 1945,
bankastarfsmaður. Hún er dóttir
Jóns Veturliðasonar og Maríu Eyj-
ólfsdóttur.
Böm Jóhannesar og Sigrúnar eru
Karl Jóhannesson, f. 5.11. 1968, við-
skiptafræðingur, búsettur í Frakk-
landi en kona hans er Oktavía Mar-
en Guðjónsdóttir húsmóðir og eru
böm þeirra Embla Mist, f. 9.11.1995,
og Emil Askur, f. 4.1.1998; María Jó-
hannesdóttir, f. 2.12. 1970, fjármála-
fulltrúi hjá VlS, búsett í
Kópavogi en maður henn-
ar er Guðmundur Guð-
mundsson, stjórnmála-
fræðingur og tölvunar-
fræðingur og er dóttir
þeirra Sigrún Sunna, f.
18.8. 1996.
Systkini Jóhannesar
eru Reimar Karlsson, f.
29.1. 1940, bóndi í Öxl;
Ingólfur Karlsson, f. 8.8.
1942, stýrimaður og sendibílstjóri,
búsettur í Hafnarflrði; Steinar
Karlsson, f. 29.7. 1943, trésmiður,
búsettur á Selfossi; Kristjana Karls-
dóttir, f. 24.9. 1944, matráðskona,
búsett í Reykjavík; Ólöf Karlsdóttir,
f. 19.1. 1946, sjúkraliði, búsett í
Garðabæ; Ólafur Karlsson, f. 31.3.
1947, verkamaður, búsettur á Akur-
eyri; Kristlaug Karlsdóttir, f. 1.8.
1948, ræstitæknir, búsett í Kópa-
vogi; Elín Karlsdóttir, f. 6.10. 1949,
verkakona, búsett i Reykjavík; Ei-
ríkur Karlsson, f. 22.1.1951, trésmið-
ur, búsettur á Akureyri; Anna
Karlsdóttir, f. 4.6. 1952, klinikdama,
búsett i Mosfellsbæ; Emilía Karls-
dóttir, f. 20.7. 1954, bankastarfsmað-
ur, búsett í Kópavogi; Guðrún
Karlsdóttir, f. 21.9.1955, klinikdama,
búsett í Reykjavík; Sigurður Karl
Karlsson, f. 30.4. 1958, matreiðslu-
meistari, búsettur í Reykjavík; Guð-
björg Baldvina Karlsdóttir, f. 25.6.
1959, húsmóðir, búsett í Reykjavik.
Foreldrar Jóhannesar voru Karl
Eiríksson, f. 21.11.1910, d. 14.7. 1992,
bóndi á Öxl i Breiðuvík á Snæfells-
nesi, og k.h., Anna Ólafsdóttir, f.
14.5. 1917, d. 11.8. 1999, húsfreyja.
Benedikt Einarsson, Irabakka 24,
Reykjavík, er látinn.
Hafrún Freyja Siguröardóttir lést af
slysförum í Grená í Danmörku laugard.
31.3. Jarðarförin auglýst siöar.
Guömundur Jónsson frá Höskuldsstöð-
um, Miðvangi 22, Egilsstöðum, andaö-
ist á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum sunnud.
1.4.
Þorbjörg Möller, Hraunteigi 21, Reykja-
vík, lést á krabbameinsdeild kvenna-
deildar Landspítalans viö Hringbraut
mánud. 2.4. Jarðarförin auglýst síðar.
Ketill Jóhannesson, Árbakka, Bæjar-
sveit, andaöist á Vífilsstaöaspítala
föstud. 30.3.
Merkir Íslendíngar
Sigurður Helgason, rithöfundur og kenn-
ari, fæddist 4. apríl 1905 á Grund í Mjóa-
firði í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans
voru Helgi Hávarðsson, bóndi og vita-
vörður á Grund, og k.h., Ingibjörg Þor-
varðardóttir húsfreyja.
Sigurður lauk kennaraprófl 1928 og
stundaði nám við Kennaraháskólann í
Kaupmannahöfn 1949-50. Hann var
kennari í Kjalarneshreppi 1928-1929,
skólastjóri barnaskólans á Klébergi á
Kjalarnesi 1929-1937, kenndi við Aust-
urbæjarskólann í Reykjavik 1937-1963
og við Langholtsskóla 1963-1965.
Smásagnasafnið Svipir eftir Sigurð, kom
út 1932 og bókin Og árin líöa, þrjár sögur,
1938, en auk þess sendi hann frá sér skáldsög-
Sigurður Helgason
urnar Ber er hver aö baki, 1936; Viö hin gullnu
þil, 1941; Hafiö bláa, 1944; Gestir á Hamri,
skáldsaga fyrir unglinga, 1945, og Eyrar-
vatns-Anna, I. bindi 1949, og n. bindi
1957. Þá þýddi hann og endursagði þó
nokkrar unglingabækur, var ritstjóri
Unga íslands, ásamt Stefáni Jónssyni
og sat i ritstjórn Foreldrablaðsins og
Dýraverndarans.
Sigurður stundaði auk þess
rannsóknir austflrskum sögum og
ættum, einkum frá Norðurfjörðunum
og tók saman bændatal Norðfjarðar,
Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar 1700-1915 og
að hluta til Loömundarfjaröar og
Borgarfjarðar.
Sigurður lést 23. september 1973.
__________Jarðarfarir
Tryggvi Björnsson frá Hrappsstöðum,
verður jarðsunglnn frá Víöidalstungu-
kirkju föstud. 6.4. kl. 14.
Aöalheiöur Lilja Jónsdóttir, Bjargi, Borg-
arnesi, verður jarðsungin frá Borgarnes-
kirkju, föstud. 6.4. kl. 14.
Útför Þorláks Húnfjörö Guölaugssonar,
fyrrv. bónda frá Þverá, Norðurárdal,
Austur-Hún., fer fram frá Höskuldsstaða-
kirkju laugard. 7.4. kl. 14.
Þorbjörn Eiríksson, Njálsgötu 15,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miövikud. 4.4. kl. 13.30.
Sæmundur Jónsson, Uröarstekk 12,
verður jarösunginn frá Langholtskirkju
fimmtud. 5.4. kl. 13.30.
Viöar Gíslason, Björtuhlíö 13,
Mosfellsbæ, verður jarösunginn frá
Fossvogskirkju föstud. 6.4. kl. 13.30.