Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 DV 9 Fréttir Fegurðardrottning Vesturlands krýnd Fegurðardrottning Vesturlands árið 2001 var krýnd í Félagsheimil- inu á Klifi i Ólafsvík siðastliðið laugardagskvöld og heitir hún Haf- dís Bergsdóttir, 18 ára, frá Grund- arfirði. Það var fegurðardrottning Vesturlands og feguröardrotting Islands árið 2000, Elín Málmfríður Magnúsdóttir, sem krýndi Hafdísi. í öðru sæti var Rut Þórarinsdóttir frá Hlíðarfæti á Hvalfjarðarströnd og í þriðja sæti var Maren Rut Karlsdóttir frá Akranesi. Þá var Belinda Engilbertsdóttir frá Akra- nesi kosin sportlegasta stúlkan, sú vinsælasta og ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Allar fengu stúlkurn- ar veglegar gjafir. Tíu stúlkur af Vesturlandi kepptu um titilinn, hver annari fegurri, þannig að dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Tvö síðustu ár hafa stúlkur af Vestur- landi orðið fegurðardrottningar ís- lands. Keppnin hófst kl. 19 með fordrykk í hoði ICE-Mex og eftir það var hátíðarhlaðborð sem Gisti- heimili Ólafsvíkur hafði veg og vanda af. Stúlkurnar komu fjórum sinnum fram í mismunandi klæðnaöi og voru þær allar frá- bærar. Ýmis skemmtiatriði voru meðan keppnin fór fram og dansleikur var á eftir þar sem hljómsveitin Undrið lék fyrir dansi. Kynnir var Sveinn Þór Elinbergsson, skóla- stjóri í Ólafsvík. Að sögn Silju All- ansdóttur, sem er framkvæmda- stjóri keppninnar, tókst hún mjög vel. Félagsheimilið á Klifi hentar mjög vel fyrir svona keppni þar sem sviöið er afar stórt. Hægt er að dekka borð fyrir a.m.k. 280 manns í salnum. Það sást á öllu að vel var staðið að undirbúningiþessarar glæsilegu keppni. -PSJ. Dýrar framkvæmdir Hér má sjá ný mislæg gatnamót viö Lækjargötu í Hafnarfirði. Reykjanesbraut fer undir Lækjargötu sem heldur núver- andi hæö. Umferö um Lækjargötu fer um hringtorg yfir stokknum. Neðst hægra megin má sjá 10 metra breiöa göngutengingu yfir stokk á móts viö Höfn. Hafnarfjörður Borgarafundur um Reykjanesbraut Fyrir liggur hönnun Vegagerðarinn- ar á Reykjanesbraut á kaflanum frá Sól- vangi vestur fyrir Hvammabraut í sam- vinnu við Hafnarfjaröarbæ. Almennur kynningarfundur verður fyrir íbúa í kvöld, 4. apríl. Vegagerðin, i samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, hefur látið for- hanna Reykjanesbraut í Hafnarfirði, frá Sólvangi vestur fyrir Hvammabraut. Við færslu Reykjanesbrautar suður fyrir kirkjugarð skapast rými fyrir mis- læg gatnamót. Á þessum gatnamótmn tengjast Öldugata, Kaldárselsvegur og Ásbraut við Reykjanesbrautina. Hvammabraut framlengist í núverandi legu Reykjanesbrautar og tengist Öldu- götu um hringtorg. Reykjanesbrautin skerst niður í land þannig að á gatna- mótunum heldur Kaldárselsvegur nokkum veginn núverandi hæðarlegu. Tvær göngubrýr verða yfir Reykjanes- braut vestan gatnamótanna, önnur við Hvammabraut og hin á móts við Álfta- ás. I fyrsta áfanga verður einungis ein akrein í hvora átt á þessum kafla en áætlað er að ljúka framkvæmdum haustið 2003. Mislæg gatnamót verða gerð á mótum Reykjanesbrautar, Lækj- argötu og Hlíðarbergs. Þar skerst Reykjanesbrautin einnig niður í land og Lækjargata og Hlíðarberg tengjast í núverandi hæðarlegu á hringtorgi yfir Reykjanesbrautinni. Hringtorg verður gert á gatnamótum Lækjargötu og Hringbrautar. Á móts við Sólvang verður 10 metra breið göngutenging yfir Reykjanesbraut á stokkbút en síðar verður Reykjanes- brautin að miklum hluta í slíkum stokk norðan þessa stígs. Samfelldur göngu- stígur verður með fram Læknum, und- ir Lækjargötu og Reykjanesbraut. Einnig verða undirgöng fyrir gangandi undir Lækjargötu milli Reykjanes- brautar og Ljósutraðar. Þetta verk fer nú í mat á umhverfis- áhrifum og í hönnunarútboð á vegum Vegagerðarinnar. Áætlað er að allt verkið kosti um 1.460 milljónir og af þvi er hlutur Hafnarfjarðarbæjar um 220 milljónir. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um næstu áramót og gerð mis- lægra gatnamóta við Lækjargötu ljúki á haustmánuðum 2002. -GG Lýsing Reykjanesbrautar hefur ekki fækkað umferðarslysum þar: Lýsing ekki öryggisatriði - og heldur ekki aðrar öryggisaðgeröir Vegageröarinnar Umferðarslysum á Reykjanesbraut hefur fjölgað en ekki fækkað eftir að vegurinn var lýstur og ýmis önnur vegaþjónusta, s.s. hálkuvörn, var aukin. Þegar tekið hefur verið tillit til aukinnar umferðar er slysafjöld- inn undanfarin ár hlutfallslega svip- aður og áður en kveikt var á umferð- arljósum. „Nei, slysum á Reykjanesbraut hefur því miður ekki fækkað, eða a.m.k. mjög litið,“ svaraði Jón Rögn- valdsson aðstoðarvegamálastjóri að- spurður hvort lýsing vegarins hafi dregið úr fjölda umferðarslysa eftir að vegurinn var lýstur upp árið 1996. „Þetta er raunar í samræmi við það sem almennt er viðtekin regla er- lendis að lýsing á svona vegum er ekki öryggisatriði, þ.e. hún dregur ekki úr slysum á vegunum. Hins veg- ar er hún þægindaatriði fyrir vegfar- andann." Ekki mikill árangur Til að kanna árangur lýsingarinn- ar hafa þeir Vegagerðarmenn borið saman fjölda umferðaslysa fyrstu þrjú árin eftir að ljósin voru kveikt (1997-1999) og næstu þrjú árin á und- an (1993-1995). Útkoman var að slys- unum hafði fjölgað en þegar tekið er mið af aukinni umferð virðist slysa- fjöldinn hlutfallslega ósköp svipaður. „Þegar svo litið er til þess að ýmis önnur þjónusta, t.d. hálkuvöm og önnur vetrarþjónusta hefur einnig verið aukin á Reykjanesbraut finnst okkur árangurinn ansi takmarkaður. Það var alla vega meiningin með þeim aðgerðum að reyna að fækka slysum en við sjáum því miður ekki mikinn árangur," sagði Jón. Má kannski draga þá ályktun af þessu að bættar aðstæður leiði fyrst og fremst til aukins hraða? Jón segir tU kenningar um það að fólk taki gjarnan sömu áhættuna þannig aö við bættar aðstæður sé bara bætt við hraðann eða ekki farið eins varlega. „En það er ósönnuð kenning." -hei DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Fegurðardrotting Vesturlands 2001 Hafdís Bergsdóttir, 18 ára frá Grundarfirö.i var krýnd feguröardrotting Vestur- lands 2001 á laugardagskvöldið. LÍFEYRISSJÓÐUR LÆKNA Ársfundur 2001 5. apríl, kl. 17:15 íÁrsal, Hótel Sögu. Dagskrá ársfundarins er eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur 2000. 3. Skýrsla um tryggingafræðilega úttekt. < 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. o o 5. Ákvörðun um laun stjórnar. 5 6. Önnur mál. LífeyrissjóSur lækna Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími: 560 8970 Rekstraraðili Myndsendir: 560 8910 VIB, Kirkjusandi Netfang: ll@vib.is Sími 560 8900 • Fax 560 8910 Veffang: www.llaekna.is www.vib.is • vib@vib.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.