Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 28
r.OU.SÁ]
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001
Erling Aöalsteinsson á haröahlaupum
Sýndi gamalkunna takta þegar hann gómaöi þjóf í miðborginni.
Unnið að bættu ástandi á grænmetismarkaði:
Ráðherra vill
lækka tolla
- núverandi kerfi skaðlegt og gengur ekki upp
„Þetta kerfi sem er notað í dag
gengur alls ekki upp og er öllum til
skaða. Ég vil horfa á nýjar leiðir í því
og lækka tolla,“
sagði Guðni
Ágústsson land-
búnaðarráðherra
um þá beiðni sam-
keppnisráðs til
landbúnaðarráð-
herra, að hann
gangist fyrir end-
urskoðun lagaá-
kvæða um inn-
flutning á græn-
meti til að efla samkeppni og lækka
verð til íslenskra neytenda. í fram-
haldi af úrskurði samkeppnisráðs, um
að Ágæti, Mata og Sölufélag garö-
yrkjumanna, sem annast hafa heild-
söludreifmgu á grænmeti og ávöxtum,
hafi brotið bann samkeppnislaga við
verðsamráði og markaðsskiptingu,
telur ráðið nauðsynlegt að endur-
skoða þau ákvæði tolla- og búvörulaga
sem hindra innflutning á grænmeti og
draga úr samkeppni á grænmetis-
markaði.
Landbúnaðaráðherra sagði að um
skeið hefði verið unnið að því i land-
búnaðarráöuneytinu að skoða nýjar
og breyttar leiðir til úrbóta í þessum
efnum, þar sem næðist fram meiri
samkeppni og lægra verð. Leiðirnar
sem kæmu til greina væru að taka
upp nýtt kerfi og lækka tolla.
„Þessari vinnu átti í raun að'
vera lokið í ráðuneytinu en það
hefur margt orðið til að tefja fyr-
ir,“ sagði ráðherra. „Auk þessa
hefur ráðuneytið verið undirlagt í
verkefnum af öðrum toga. En það
verður settur hraði í þetta,“ sagði
„Baráttan fyrir lægra verði á græn-
meti hefur verið löng og ströng og nið-
urstaða samkeppnisráðs sannar að
samráð um verðlagningu hafi haldið
verðinu uppi og orðið neytendum til
tjóns," sagði Ámi Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsustofnunar Nátt-
úrulækningafélagsins í Hveragerði, í
morgun. „Nú má vonandi vænta tíma-
móta í neysluumhverfi íslendinga því
áhugi á neyslu grænmetis og ávaxta
hefur aukist mikið en verðið verið allt
of hátt. Hér á Heilsustofnuninni höf-
um við reynt að rækta sem mest af
Guðni, sem kvaðst leggja áherslu á
að þessu verkefni lyki sem fyrst.
Hann kvaðst þó ekki geta tímasett
hvenær það yröi.
Landbúnaðarráðherra kvaðst
ekki hafa haft tækifæri til að
kynna sér úrskurð samkeppnis-
ráðs þegar DV ræddi við hann i
morgun. Þeir sem þar væru bomir
sökum yrðu sjálfir að svara fyrir
sig. Lögbrot væru alltaf alvarlegt
mál. -JSS
okkar grænmeti sjálf því verðið hjá
þessum herrum hefur veriö allt of
hátt.“
Árni Gunnarsson sagði sorglegt í
þessu sambandi að horfa upp á það að
karlarnir á ökrunum, grænmetisrækt-
endumir sjálfir, hefðu ekkert boriö úr
býtum þrátt fyrir þetta háa verð á af-
urðum þeirra. Það væri vert rann-
sóknamefni að kanna hvað stjórnend-
ur grænmetisfyrirtækjanna hefðu
þegið í laun fyrir þá vinnu sína sem
nú væri að koma upp á borðið.
-EIR
Guönl
Ágústsson.
Árni Gunnarsson:
Þetta er sorglegt
Ævintýralegur eltingaleikur í miöbæ Reykjavíkur:
Langhlaupari hljóp uppi þjóf
„Hann tók tröppumar í tveimur
stökkum og ætlaöi að stinga mig af á
Laugaveginum. En hann vissi ber-
sýnilega ekki við hvern var að eiga,“
sagði Erling Aðalsteinsson ljósmynd-
ari sem kom að þjófi í íbúð fósturdótt-
ur sinnar að Laugavegi 24 á sunnu-
daginn. Sjálfur rekur Erling ljós-
myndastofu á hæðinni og var við
vinnu sína þegar hann varð þjófsins
var. Eltingaleikurinn barst um nokkr-
ar götur í nágrenninu og endaði í
portinu hjá danska sendiráöinu á
Hverflsgötu.
Eins og í bíó
^ „Ég elti hann á harðahlaupum eft-
ir Laugaveginum og saman tókum
við beygjuna niður Klapparstíg. Á
homi Hverfisgötu þurfti ég að
stökkva yfir bO á ferð tO að missa
ekki þjófinn úr augsýn og minnti
stökkið helst á það sem maður sér í
bandarískum bíómyndum. í portinu
hjá danska sendiráðinu gafst hann
svo upp móður og másandi," sagði
Erling.
Þjófurinn sýndi snerpu á hlaupun-
um, sérstaklega með hliðsjón af því
að hann var með verkfæratösku og
hlaðinn skartgripum innanklæða.
Hitt vissi þjófurinn ekki að Erling á
besta tíma sem nokkur íslendingur
hefur náð í 800 metra hlaupi í fyrstu
atrennu; 1.58,4 mínútur. Lögreglan
var kvödd tO og tók þjófinn lafmóðan
í sína vörslu. Skartgripirnir sem
hann bar innanklæða voru aOir í
eigu stjúpdóttur Erlings; armbönd,
hringir og úr - aOt úr skíragulli.
Pantaði tíma
„Þetta var grannur maður á þrí-
tugsaldri og snyrtOega tO fara. Ég
gekk fram á hann í íbúð stjúpdóttur
minnar og skOdi síst af öllu hvað
hann var að gera þar. Þegar ég spurði
sagðist hann vera að bíða eftir stelp-
unni og ég trúði því eins og álfur.
Reyndar sagðist hann ætla að panta
tíma hjá mér á ljósmyndastofunni tO
að láta mynda húðflúr sem hann er
með á hendi. Ég bauð honum inn á
ljósmyndastofuna og tók niður
tímapöntun og kvaddi hann þar með.
Af einhverri rælni leit ég aftur inn í
íbúð stjúpdóttur minnar og þá var
maðurinn þar enn og upp fyrir mér
rann loks ljós,“ sagði Erling ljósmynd-
ari sem þar með sá undir hæla þjófs-
ins niður tröppurnar á Laugavegi 24.
En þjófurinn komst ekki langt sem
fyrr segir.
Ánægður með sprettinn
„Þessi maður á pantaðan tíma hjá
mér á ljósmyndastofunni undir réttu
nafni á morgun, klukkan 16. Ég dreg í
efa að hann komi,“ sagði sprettharði
ljósmyndarinn, Erling Aðalsteinsson,
sem var að vonum ánægður með
spretthörkuna sem hann sýndi á göt-
um miðborgarinnar á sunnudaginn,
enda töluvert síðan hann sló öðrum
við i 800 metra methlaupinu hér um
árið. -EIR
Sjómenn berjast hart
DV, SUÐURNESJUM:____________________
Um hundrað manns, þar af tugir
smábátasjómanna, mættu í gærkvöldi
tfl fundar Smábátafélags Reykjaness í
Sandgerði þar sem fjallað var um nýtt
veiðikerfi smábáta. Þingmenn á fund-
inum voru á ýmsu máli, Gunnar Birg-
isson var til dæmis hlynntur kerflnu
en Árni Jóhannsson á móti. Lúðvík
Bergvinsson sagði Samfylkinguna
vinna gegn því að lögin yrðu sett á um
sinn. Sjómenn berjast flestir hart gegn
því að kvóti veröur settur á veiðar
smábáta og telja að það þýði dauða-
dóm yfir flesta triflukarla, enda þótt
leiða megi að því rök að smábátaút-
geröin sé hagkvæmust þjóðhagslega
og færi mest útflutningsverðmætið.
Sjómannafundur
Um hundrað manns, þar af tugir smábátasjómanna, mættu í gærkvðidi tii fundar
Smábátaféiags Reykjaness í Sandgeröi þar sem fjallað var um nýtt veiðikerfi.
Öxnadalsheiði:
6 bílar í
árekstrum
DV. AKUREYRI:___________
Þrjú umferðaróhöpp urðu á
Öxnadalsheiði á skömmum tíma í
gærdag og eru sex bifreiðar
skemmdar eftir, þar af tvær óöku-
færar.
í tveimur tilfeflanna skullu sam-
an bifreiðar sem voru að mætast, í
fyrra tilfellinu urðu báðar bifreið-
ar óökufærar en minni skemmdir í
því síðara. Skömmu eftir aö þetta
gerðist var kallaö á björgunarbif-
eið tfl að sækja aðra bifreiðina úr
fyrri árekstrinum; þegar hún var
komin á staðinn og verið að vinna
að því aö taka bifreiðina kom einn
til viðbótar út úr kófinu og ók á
björgunarbifeiðina. Ökumenn
beggja bifreiðanna kvörtuðu und-
an eymslum og hugðust leita að-
stoðar á slysadeild sjálfir.
-gk
Lampar til fermingargjafa
Rafkaup
Ármúla 24 • sími 585 2800 "
kxothef P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafoort
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
%
é
*
4
4
4
4
4
4
4
4
4