Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 DV Ekkert vœl Þegar Menningarverðlaun DV fyrir árið 2000 voru afhent minntist Thor Vilhjálmsson rithöfundur í ræðu sinni á rússneska tónskáldið Tchaikovsky og sagði að hann hlyti að vera óskap- lega erfiður i túlkun. Tónlist hans væri svo tilfinningarík að lítið þyrfti til að hún hljómaði væmin og tilgerð- arleg. Það er alveg rétt, Tchaikovsky getur auðveldlega orðið vemmilegur eins og þegar Richard Chamberlain lék hann í kvikmyndinni The Music Lovers. Flestir tónlistarmenn passa sig samt að detta ekki í sykurleðjuna og reyna að túlka Tcahikovsky karl- mannlega, ekki með neinum vælutón, heldur bara nógu hratt og kraftmikið. En þá koma hinar öfgarnar, margir fara yfir strikið og spila með svo mikl- um látum að útkoman er eins og hvert annað sterabaul. Fyrsti pianókonsert tónskáldsins hljómar til dæmis stund- um eins og lokaspretturinn í vaxta- ræktarkeppni, og hin frægu áttunda- hlaup í fyrsta kaflanum minna þá meira á vélbyssuskothríð en tónlist. Líflegt og fjörugt Á Tíbrártónleikum i Salnum í Kópa- voginum síðastliðinn laugardag var sem betur fer farinn millivegurinn þegar strengjasextett eftir Tchaikov- sky, Souvenir de Florence op. 70, var fluttur. Var túlkunin hvorki væmin né ofbeldisfull. Verkið var samið á sautján dögum meðan tónskáldið bjó á Ítalíu árið 1890 og er af einhverjum ástæðum minna italskt en Capriccio Italienne opus 45, sem Tchaikovsky samdi tíu árum áður. Að flutningnum stóðu fiðluleikararnir Sigrún Eðvalds- dóttir og Zbigniew Dubik, víóluleikar- amir Ásdís Valdimarsdóttir og Helga Þórarinsdóttir og sellóleikararnir Michael Stirling og Bryndís Halla DV-MYND E.ÓL. Sextett í Salnum Raddstyrkur hljódfæranna var í fullkomnu jafnvægi, samspiliö hárnákvæmt, túlkunin hnitmiöuö, bæöi lærö og innblásin. Gylfadóttir. Var einkar ánægju- legt að heyra í Ásdísi, sem meðal íslendinga í „klassíska geiranum" hefur náð hvað lengst á erlendri grund. Voru einleiksstrófur henn- ar hér og þar einstaklega fallega útfærðar. Sama má segja um Michael Stirling, þekktan kamm- ertónlistarmann erlendis, það sem heyrðist í honum var afar fagurt, hreint og vel mótað. Aðrir hljóð- færaleikarar stóðu sig af stakri prýði og var heildartúlkunin hæfi- lega lífleg og fjörug, án þess að valtað væri yfir ljóðrænni hliðar verksins. Hitt atriðið á efnisskránni var Sextett i B-dúr opus 18 eftir Brahms, magnþrungið tónverk þar sem laglínurnar eru himnesk- ar og uppbyggingin snilldarleg. Hér var flutningur sexmenning- anna hreint ótrúlegur, t.d. var fyrsti kaflinn svo vel spilaður að maður stóð á öndinni. Raddstyrk- ur hljóðfæranna var í fullkomnu jafnvægi, samspilið hárnákvæmt, túlkunin hnitmiðuð, bæði lærð og innblásin. Tónlist Brahms ein- kennist af miklum þunga og nostalgíu (enda var hann spikfeit- ur), en um leið kraftmikifli undir- öldu. Sumir fatta það ekki og spfla Brahms alltof hægt og drungalega, sem virkar alls ekki því þá fjarar undiraldan út og eftir stendur eitt- hvað sem enginn nennir að hlusta á. Öllum þáttum tónlistarinnar voru gerð góð skil hér, flæðið var ávaflt til staðar og ólík tilfmninga- blæbrigði á yfirborðinu voru fag- urlega mótuð. í stuttu máli sagt voru þetta frábærir tónleikar, ekki bara út af framlagi þeirra Ás- dísar og Stirlings, heldur spilaði hver einasti hljóðfæraleikari með glæsibrag. Jónas Sen Tónlist Elía spámaður Tríó Reykjavíkur hélt siðustu tónleika starfsárs síns í Hafnarborg á sunnudagskvöldið og á efnis- skránni voru tónsmíðar eftir Beethoven. Á undan las einn meðlimur tríósins, Gunnar Kvaran sellóleikari, upp hugleiðingu sínu um snillinginn mikla, sem samdi flest meistaraverka sinna heyrnarlaus. Greini- legt var að Gunnar dáir Beethoven og er hann ekki einn um það. Bandaríski rithöfundurinn Philip K. Dick lætur hann t.d. vera endurfæddan Elía spámann í einni bók sinni og segir hann hafa verið mesta snill- ing sem uppi hafi verið. Undir það tekur dulspeking- urinn og tónskáldið Cyril Scott sem hélt því fram að tónlist Beethovens hafi verið innblásin af æðri mátt- arvöldum og hafi hægt og rólega á síðustu tvö hund- ruð árum verið að umbreyta vitundarástandi mann- kyns með yfirskflvitlegum hætti. Tónverkum Beethovens er venjulega skipt i þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heymarleysið gerði vart við sig og allt gekk eins og best var á kosið í lífi hans. í öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heymarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn en í verkum þriðja tímabils- ins er að finna uppgjör, nýja lífsýn, og jafnvel sátt. Á tónleikum Tríós Reykjavíkur voru leiknar þrjár tónsmíðar, ein frá hverju tímabili, og hófst dagskrá- in með Vorsónötunni svonefndu, sem tilheyrir hinu fyrsta. Hún er fyrir fiðlu og píanó, opus 24 í F-dúr. Nafngiftin er ekki komin frá tónskáldinu heldur trú- lega frá einhverjum útgefanda í markaðssetningar- hugleiðingum. En vorstemning ríkti í leik þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Peters Maté píanóleikara, túlkunin var sérlega lifleg og fal- leg, samspilið gott og aflar hendingar vel mótaðar. Var þar hvergi dauður punktur; sónatan rann ljúf- lega áfram allt til enda, og var hinn fjörlegi scherzo þáttur sérstaklega skemmtilegur, bæði glitrandi og danskenndur. Enn fremur voru hinir kaflarnir leikn- ir af skáldlegu innsæi og var útkoman afar ánægju- leg. Frá þriðja tímabilinu var sónata fyrir selló og pí- anó opus 102 nr. 1 í C-dúr sem þeir Gunnar og Peter léku af mikifli alvöru og skilningi. Sumt heppnaðist reyndar ekki eins og best verður á kosið en í heild var túlkunin stórbrotin. Víða var að finna ljóöræna fegurð, sérstaklega í Adagio þættinum, sem var ein- staklega vel fluttur. Sama má segja um Erkiher- togatríóið svokallaða, sem er í B-dúr opus 97 og til- heyrir öðru timabilinu. Þar var flutningurinn magn- aður og kraftmikill og ekkert gefið eftir í dramatísk- um hápunktum. Túlkunin var fullkomlega í anda Beethovens, þrungin innri spennu og skýrt afmörk- uðum andstæðum, og hægi þátturinn, sem er þunga- miðja verksins, var leikinn svo fallega að unun var á að hlýða. Jónas Sen Kvikmyndir frá Norðurbotni Á morgun verður í Norræna húsinu kvik- myndahátíð frá Norðurbotni sem hefst á fyrir- lestri Per-Erik Svensson kl. 12 á hádegi. Hann talar um þróun kvikmyndagerðar í Norðurbotni sem lögð hefur verið mikil áhersla á, áhrif og árangur hennar og framtíðarsýn Filmpool Nord. Filmpool Nord hf. er svæð- isstofnun fyrir kvikmynda- og myndbandagerð í Norðurbotni og á að efla gerð kvikmynda og sjón- varpsefnis. Til þessa er lagt fé, mismikið milli ára, tækni og mannafli sem og öflugt tengslanet og at- orka. Filmpool Nord fram- leiðir bæði stuttmyndir og myndir í fullri lengd, leiknar myndir og heim- ildamyndir og hefur sið- asta kvikmyndin í fullri lengd, Glervængir undir stjóm Reza Bager, vakið mikla athygli og verið valin til sýningar á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í ár. Auk þess vinnur stofnunin að dreif- ingu, kynningu og sölu á kvikmyndum ásamt því að starfa með fjölmiðlum að fræðsluverkefnum. Fyrsta sýningin er á heimildamyndinni Blóðslóð eftir Gunillu G. Bresky (50 mín.) kl. 16 en hún hlaut nýlega mikils- virt verðlaun á sjón- varpsmyndahátíðinni í Isko-Matti og hans heittelskaða Ibúar Noröurbotns leggja mikla áhersiu á fram- leiöslu kvikmynda. Biarritz í Frakklandi. Myndin segir frá örlögum rússneskra stríðsfanga í Norður-Noregi í seinni heimsstyrjöld og hvernig þýska hemámsliðið níddist miskunnarlaust á þeim. Kl. 17 verður Anton (26 mín.) eftir Reuben Sletten sýndur, saga af pönkara í Murmansk, sem hefur lítils háttar tekjur af því að tattóvera vini og nágranna og líst ekki á blikuna þegar hann er kallaður í herinn. Fyrir flóðið (26 mín.) eftir Mika Ronkainen er kl. 17.30 og fjallar um átökin um Vuoto-stífluna sem hafa staðið í fjörutíu ár. Isko-Matti og ástin (20 mín.) undir stjórn Paul-Anders Simma verður sýnd kl. 18, gamansöm mynd með blöndu af skuggalegum draugagangi. Og loks Rackelhane (40 mín.) kl. 18.30, skáldleg frásögn af manni sem hefur lengi barist gegn því að áin hans sé virkjuð. Ókeypis er á myndirnar. Þær eru með finnsku, sænsku eða rússnesku tali en allar með enskum texta nema sú síðasta sem er á sænsku. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Laxness í tónlist Uppskeruhátíð Þorgerðar Ingólfs- dóttur og Hamrahlíðarkórsins henn- ar verður með óvenjulegu sniði í ár. Þau hafa undirbúið eins konar tón- listarlega bókmenntadagskrá þar sem þau kanna hvernig tónskáld hafa hugsað til Halldórs Laxness í tónum og hana flytja þau í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Vel fer á því að hafa dag- skrána þar því í því húsi er nóbels- skjalið geymt og frumútgáfur af öll- um verkum Halldórs. Á dagskránni verða m.a. flutt ólík lög við sömu Ijóðin úr bókum Hall- dórs, til dæmis lög Gunnars Reynis og Atla Heimis viö ljóð úr Sjálf- stæðu fólki og lög Gunnars Reynis og Jóns Ásgeirssonar við ljóð úr Heimsljósi. Þá verður leikið af list- fengi á saltfisk undir lag úr Atóm- stöðinni. Þorgerður sagði að óvenjulega gaman hefði verið að undirbúa þessa dagskrá. Unga fólkið hefði les- ið bækur Halldórs sér til mikillar skemmtunar og myndi sjálft sjá um kynningar. Uppskeruhátíð Fóstbræðra Vortónleikaröð Fóstbræðra hófst í gærkvöldi í Langholtskirkju og heldur áfram annað kvöld á sama stað kl. 20.30. Einnig verða tónleikar þar á föstudagskvöldið á sama tíma og kl. 14 á laugardag. Auk kórsins koma fram þau Rannveig Fríða Bragadóttir messó- sópran, sem um þessar mundir er fastráðin við Vínaróperuna, og Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, einn efnilegasti tenórsönvari íslendinga. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson og Jónas Ingimundarson sér um píanóleik. Efnisskráin er fjölbreytt og nýstárleg; meðal ann- ars frumflytur kórinn nýtt verk eft- ir Atla Heimi Sveinsson sem heitir Alþingisrapp og er textinn byggður á vísum alþingismanna, sem fluttar voru í síðustu þingveislu. Þá flytur kórinn einnig lagið Fenja Úhra eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta Karls Einarssonar Dunganon og er það frumflutningur á verkinu fyrir karlakór. Tónleikar í Selfosskirkju Kirkjukór Selfoss heldur tónleika í kirkjunni annað kvöld kl. 20.30. Þetta eru öðrum þræði afmælistón- leikar þvf bæði kirkjan og kórinn eiga afmæli um þessar mundir, kirkjan 45 ára afmæli og kórinn 55 ára . Á tónleikunum verður flutt ýmis kirkjuleg tónlist, Elín Gunn- laugsdóttir syngur einsöng og sr. Þórir Jökufl Þorsteinsson flytur ávarp og annast kynningu. Aðgang- ur er ókeypis. Um sjálfs- ævisögur Kl. 12 á háaegi á morgun heldur Soffia Auður Birg- isdóttir bók- menntafræðingur rabb í Rannsókna- stofu í kvenna- fræðum í stofu 101 í Odda. Fyrirlest- urinn nefnir hún „Um sjálfsævisög- ur sem bókmenntaform."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.