Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 DV 7 Fréttir íslensk tímarit og fyrirtæki sem sér um auglýsingastanda: Neita að birta nektarmynd Sjálfsmynd sænska listamannsins Odds Nedrums hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum og hafa ýmis ís- lensk tímarit og auglýsingafyrir- tæki neitað að birta hana. Sýning listmálarans verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum næstkomandi laugardag, en Odd er listmálari sem málar í anda Rembrands og Goya. Myndin, sem ber nafnið „Sjálfsmynd í gylltum kuíli“, sýnir íturvaxinn karlmann, nakinn fyrir neöan bringu, með reistan lim. „Þetta er list og af hverju má birta myndir af berum konum en ekki þessa mynd?“ sagði Soffia Karlsdóttir, kynningarstjóri Lista- safns Reykjavíkur. „Kannski er það akkúrat þetta að kvenmannslíkam- inn er betri söluvara en karlmanns- líkaminn, og sérstaklega líka þegar hann er ekki alveg samkvæmt þeim formum sem nú eru hvað mest í há- vegum höfö.“ I Svíþjóð hlaut myndin ekki náð fyrir augum allra auglýsenda, en þar var meðal annars bannað að hengja veggspjöldin upp á brautar- stöðvum. „Það er ekki tilgangur hans að hneyksla fólk heldur nálgast hann listina á þennan hátt og það verður að virða það,“ sagði Sofíía. Særð blygðunarkennd Tímaritin Iceland Review og What’s on in Reykjavík höfnuðu birtingu myndarinnar sem auglýs- ingu á þeim forsendum að hún kynni að særa blygðunarkennd fólks. „Myndin gekk ekki fyrir áskrif- endahóp okkar. Iceland Review fer í áskrift til yfir 100 landa og þar er mjög mikið um bæði kaþólska áskrifendur og allavega trúar- brögð,“ sagði Sigríður Hanna Sigur- björnsdóttir, auglýsingastjóri Iceland Review. „Við hefðum hætt á að fá fjöldauppsagnir á blaðinu." Soffia benti á að Iceland Review hefði nýverið birt grein sem bar yf- irskriftina „Sex in the City“, sem var prýdd mynd af nakinni konu, auk nærmynda af ýmsum líkams- hlutum. Sigriður svaraði því til að greinar og myndskreytingar blaðs- ins tengdust auglýsingadeildinni ekki, og þetta hefði verið ákvörðun sem tekin var á fundi hjá auglýs- ingadeildinni. Fyrirtækið AFA, sem sér um dreifingu auglýsinga í strætóskýli og auglýsingastanda í Reykjavík, bar að í samningi þess við borgina væri þeim óheimilt að birta nekt. Soffia benti á að á þessum stöndum hefðu myndir af fáklæddum konum birst. AFA samþykkti að lokum að birta myndina eftir að neðsti hluti myndarinnar, reistur limurinn, var hulinn. „Þessi mynd hefur verið notuð til að kynna sýninguna og við viljum halda því. í stað þess að breyta al- veg því myndefni sem við höfum notað til þess að kynna sýninguna þá gripum við til þessa neyðarúr- ræðis að fela þennan hluta hennar," sagði Soffia. Hún tók það fram að ritstjóri Mannlífs birti alla myndina í síðasta tölublaði með viðtali við listamanninn og verður hún jafn- framt birt í næsta tölublaði Mann- lífs sem auglýsing. Listamaðurinn kemur til landsins í dag. -SMK Maður sem ríkislögreglustjóri ákærði í umfangsmiklu fjár- og tollsvikamáli: Ekki gerð refsing - sakamálið of gamalt - en samt dæmdur til aö greiða 15 milljóna skaðabætur Manni sem ákærður var fyrir miklar sakir í fjár- og tollsvikamáli - brot sem áttu sér stað á árunum 1991 til 1992 - var ekki gerð refsing í málinu í héraðsdómi í gær. Ástæðan var einfaldlega sú að þó sakimar séu ekki fymdar er málið engu að síður orðið allt of gamalt til að hægt sé að refsa ákærða. Ákærði er á hinn bóginn dæmdur til að greiða hátt í 15 milljónir króna í skaðabætur - þar af um 10 milljónir í dráttarvexti eina, enda málið mjög komið til ára sinna. Maðurinn, tæplega sextugur Kópavogsbúi, var ákærður fyrir fjárdrátt, skjalafals, fjársvik og tollsvik, tengd tugmilljóna inn- flutningi á vinnuvélum. Ákæruvaldið upplýsti í málinu að kæra hefði ekki borist fyrr en á síðari hluta árs 1996. Síðan hefði þurft að aíla gagna erlendis, auk þess sem breytingar hefðu orðið á löggæslukerfinu hvað embætti varðar, RLR, Ríkislögreglustjóra o.s.frv. Maðurinn er dæmdur til aö greiða sænsku fyrirtæki, Tenhults Grusmaskiner, 15,3 milljónir króna í skaöabætur, þar af meira en tíu milljónir eingöngu í dráttarvexti. Bótakröfu sem ríkislögreglustjóri lagði fram fyrir hönd ríkistollstjóra, embættis sem reyndar er ekki til lengur, var vísað frá dómi vegna vanreifunar. Hér var um að ræða 3,6 milljónir króna, auk dráttar- vaxta frá tollafgreiðsludegi, sem var fyrir tæpum áratug. Dómurinn vís- aði einnig frá kröfu eins lögmanna Samskipa um að ákærði greiddi um 8 milljóna króna skaðabótakröfu vegna tapaös útlagðs kostnaðar skipafélagsins vegna ákærða og að síðustu nákvæmlega 1 milljónar króna áætlaðs kostnaðar „fyrir að halda utan um málið“. -Ótt Sjötti hver meö minna en 2ja sekúndna bil milli bíla: Þungir bílar 5-6-falt fleiri á Suðurlandsvegi - Reykjanesbraut gæti enst 5 sinnum lengur gerð en slikt hefur mikið að segja um burðarþol vega. Miðað við sams konar uppbyggingu allra veganna er reiknuð ending Suðurlandsvegar aðeins 1/5 af endingu Reykjanes- brautar, um 22 ár á móti 110, en hin- ir vegimir, Vesturlandsvegur (v. Borgames) og Norðurlandsvegur (v. Akureyri) gætu enst í 140 ár. Hraði mældist jafhastur á Reykja- nesbraut og meðalhraðinn einnig mestur (91 km/klst.), eilítið meiri en á Suðurlandi, eða nálægt leyfileg- um hámarkshraða, nema á Norður- landsvegi sem er 70 km/klst„ en þar var meðalhraðinn 75 km. Að frátöld- um áberandi morguntoppi á Reykja- nesbraut er dreiflng umferðar yfir sólarhringinn svipuð á öllum mæli- stöðunum, með hápunkt milli kl. 5 og 8 á kvöldin. -hei Minna en tveggja sekúndna bil milli bíla er algengast á Suðurlands- vegi. „Þar ekur nær sjötti hver öku- maður á eftir öðrum með minna en tveggja sekúndna bili sem hlýtur að teljast háskalegt," segir í Fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar þar sem lýst er nokkrum athyglis- verðum upplýsingum úr skýrslu um umferðargreiningu frá ijórum stöð- um og fjórum tímabilum 1997. Meðalfjöldi ökutæka á dag var ekki miklu meiri á Suðurlandsvegi (3.450) en á Reykjanesbraút. Stóri munurinn var sá að nær 6 sinnum fleiri þungir bílar fóru um Suður- landsveg, um 1000 á dag, og sá þyngsti 76 tonn. Vegagerðin segir þyngstu ökutækin og þyngstu öxl- ana (19-20 tonn) verulega umfram leyfilega þyngd samkvæmt reglu- DV-MYND HILMAR ÞÓR Sjálfsmynd í gylltum kufli Sjálfsmynd sænska listmálarans Odds Nedrums hefur fariö fyrir brjóstiö á auglýsingafyrirtækjum og auglýsingadeildum tímarita landsins. Klippt hefur veriö neöan af myndinni. Gin- og klaufaveiki ógnar heimsmeistaramóti: Allar úrtökur í uppnámi - ef hún berst til Þýskalands, segir Sigurður Sigurður Sæmundsson, lands- liðseinvaldur íslendinga fyrir heimsmeistaramót i hestaíþróttum sem halda á í Austurríki i ágúst nk„ segir að nái gin- og klaufaveiki að breiðast út í Þýskalandi muni landamærin lokast. Þar með myndi Austurríki loka endanlega á eitt stærsta landið sem aðild á að mótinu. Það gæti þýtt að ekki yrðu leyfðir dýra- flutningar milli héraða í Þýskalandi sem aftur Sigurður Leggur línurnar. Opinberir embættismenn í Þýskalandi hafa óttast það mjög að undanfornu að gin- og klaufaveiki muni stinga sér niður í landinu og nú síðast gerð- ist þáð á búi i norðvestan- verðu Þýskalandi. George W. Fink, sem á sæti í und- irbúningsnefnd heims- meistaramótsins, sagði við DV að menn vonuöu hið besta en væru viðbúnir hinu versta. Gert er ráð fyrir að 19 þjóðir taki þátt í mótinu. Búist er við um hefði í för með sér að úrtaka gæti ekki farið fram. Allar úrtökur yrðu þá settar í uppnám. Þar með gæti enginn valið sitt landslið. Önnur aðgerö gæti verið sú að Austurríki lokaði alveg sínum landamærum. Ef 4-5 þjóðir yrðu teknar út væri vandséð hvað yrði gert. „En ég vil ekki hugsa þessa hugsun enn þá heldur keyri fasta stefnu eins og ekkert hafi ískorist,“ segir Sigurður. 50.000 gestum á það. „Ég er byrjaður að kortleggja þau mót sem verða,“ segir Sigurð- ur. „Ég fer bæði á mót hér heima og erlendis. Þar sigta ég út hross, auk þess sem ég sé hvar við erum sterkari og hvar hinar þjóðirnar eru með sinn styrkleika. Eftir það fer ég að gera áætlanir um hvað ég vel i einstökum greinum. Ég geri ráö fyrir að landsliðið verði tilbú- ið um miðjan júlí.“ -JSS Dani dæmdur í fangelsi í fíkniefnamáli 38 ára Dani, Allan Östergaard, hefur verið dæmdur í eins árs fang- elsi fyrir að hafa flutt 71 gramm af amfetamíni og 43 grömm af kókaíni til Islands þegar hann kom hingað með flugvél frá heimalandi sinu þann 1. febrúar. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom til landsins. Allan var handtekinn við kom- una til Keflavíkurflugvallar og lagði lögreglan hald á efnin siðar sama dag. Þau hafði Daninn falið í líkama sínum. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið fram að hér sé um að ræða umtalsvert magn af vanabindandi fikniefnum sem Allan flutti til landsins gegn greiðslu og í sam- vinnu við aðra - hverjir það voru kom hins vegar ekki fram í málinu. Til þess var litiö við ákvörðun refsingar að ákærði játaði brot sitt greiðlega og var samvinnufús við rannsókn málsins. „Vegna alvar- leika brotsins þykir ekki koma til álita að skilorðsbinda refsingu ákærða," segir í dóminum. Fíkni- efnin eru með dóminum gerð upp- tæk í ríkissjóð. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.